Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 13 Fréttir Verkalýðshöll á draumastað í borginni - Halldór í Dagsbrún og Þórarinn Viöar eru farnir aö byggja saman Þeir sem eru skilaskyldir vegna skatts á fjármagnstekjur á árinu 1998 eiga að hafa fengið sendan gíróseðil til að standa skil á afdreginni staðgreiðslu. Hér er átt við banka, sparisjóði, lögmenn, löggilta endurskoðendur, verð- bréfamiðlara, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og aðra sem hafa atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra. Hlutafélögum ber að standa skil á afdreginni staðgreiðslu af arði. Gjalddagi var 15. jcmúar 1999 ojj cindagi er 30. janúar 1999 Gíróseðilinn má greiða í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum og hjá inn- heimtumanni ríkissjóðs. Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil geta fyllt út greiðsluseðil hjá innheimtumanni ríkissjóðs og skilað skattinum þar. RÍKISSKATTSTJÓRI Halldór í Dagsbrún og Þórarinn Viðar hjá Vinnuveitendum eru hugsanlega að fara að byggja sam- an. Hús þeirra verður á fegurstu lóð í Reykjavík að margra mati. Þeir fé- lagar hafa ýmislegt ást við í samn- ingasnerrum, en vinna saman sem formaður (Halldór) og varaformað- ur Lifeyrissjóðsins Framsýnar (Þór- arinn) sem verður aðili að byggingu Verkalýðshallar í Reykjavík. Dagsbrún hefur átt afar eftirsótta lóð rétt við ströndina, í krikanum milli Sæbrautar, Sætúns, Snorra- brautar og Borgartúns, síðan 1956. Félagið fékk upphaflega lóð á Skóla- vörðuholti að gjöf frá borgarstjóra, Gunnari Thoroddsen. Síðar voru gerð makaskipti en lóðin aldrei nýtt. Nú á að byggja, en áður þarf að rútta burtu bílasölum sem hafa haft aðstöðu á svæðinu um margra ára skeið. Á þessum stað mun á næstu miss- erum rísa Verkalýðshöll Reykjavík- ur. Þar verða skrifstofur og aðalað- setur Dagsbrúnar / Framsóknar, 13 þúsund manna stéttarfélags, og þar er ætlunin að hinn stóri lífeyrissjóð- ur, Framsýn, verði með eina hæð og trúlega ýmis samtök og félög verka- lýðsins. Halldór Bjömsson sagði í gær að það væri ofsögum sagt að þeir félag- ar, hann og Þórarinn Viðar Þórar- insson, væru að fara að byggja sam- an. Hitt væri rétt að lífeyrissjóður- inn sem þeir stjóma ásamt Karli Benediktssyni framkvæmdastjóra verði með í húsbyggingu á þessum stað í framtíðinni. Þar mun rísa hús með þrem skrifstofuhæðum og þak- íbúð, inndreginni hæð. Undir hús- inu verða miklir kjallcirar fyrir bíla- geymslur og aðrar geymslur. Hall- dór segir að trúlega verði þeir Þór- arinn ekki lengi undir einu þaki saman, því sjálfur sé hann að láta af störfum um mitt sumar 2000. „Staðreyndin er að við erum búin að fylla þetta hús hérna í Skipholt- inu og þurfum meira pláss. Við get- um ekki bætt við einum einasta manni, svona stórt félag þarf að ráða sér sérhæfða starfsmenn, það Verkalýðshöll rís á einhverjum besta stað í borginni, á gjafalóðinni sem Dagsbrún fékk frá Gunnari Thoroddsen. Þar kunna þeir Halldór i Dagsbrún og Þórarinn Viðar hjá VSÍ að vinna saman. er ekki nóg að vera með eintóma kjaftaska og félagsmálasnakka, það þarf praktíska menn líka,“ sagði Halldór og hló við. Niðurstaðan i stjórn Dagsbrúnar / Framsýnar var sú að kanna bygg- ingu á lóðinni en jafnframt að leita hófanna hjá Framsýn að byggja með félaginu. Niðurstaðan í sjóðnum var að hann kemur inn í byggingamál- in, sjóðurinn stækkar sífellt og þarf meira og hentugra pláss. Hugsan- lega munu fleiri aðilar verða með í byggingu Verkalýðshallar. -JBP Alfreð Þorsteinsson: Lítil mistök miðað við umfangið Alfreð Þor- steinsson, fram- bjóðandi í próf- kjöri Framsókn- arflokksins, seg- ir að það sé ekki undrunarefni að eitthvað komi upp á þegar þús- und til ellefu hundruð manns ganga í flokkinn á stuttum tíma eins og gerðist í desember. Mis- tök af ýmsu tagi geti komið upp. „En ég get full- yrt að mistökin eru sáralítil miðað við um- fangið, það hefði mátt búast við miklu meiru og það væri óeðlilegt ef ekki kæmu upp einhver tilvik eins og þessi,“ sagði Alfreð í gær. Alfreð segir að það geti varla talist ámælisvert að hann skuli koma með stóran hóp af fólki til liðs við flokkinn. Aðrir frambjóðendur hafi gert hið sama, nema hvað þeir hafi unnið að því að afla fé- laga um árabil, það hafi hann hins vegar ekki gert fyrr en ný- verið. Alfreð segir að skráning félaga þurfi ekki að fara fram á skrifstof- um flokksins. Sækja megi um aðild utan skrifstofu með áritun nýs félaga á umsóknareyðublað. Sjálfur skilaði hann skrá yfir hartnær 400 nýja framsóknarmenn á dögunum, sem tekin var góð og gild. -JBP Alfreö Þorsteinsson - óeðlilegt ef mistök kæmu ekki fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.