Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 17 ' íþróttir íþróttir Bland i @icd Dregið úr metnaði Jafnrétti kynjanna í iþróttum og íþróttaumtjöllun hefur veriö ofarlega á baugi siöustu vikumar. Þaö er af hinu góða. Framkvæmd jafnréttisins hefur hins vegar tekiö á sig heldur einkenni- lega mynd. Iþróttasamband íslands tók upp á því nú um áramótin aö velja íþróttakarl og íþróttakonu í hverri íþróttagrein. Ein- staka bæjarfélög hafa fylgt í kjölfarið. Reykjanesbær fyrstur, síðan Kópavog- ur (þó formaður íþróttaráðs þar stærði sig af því að hafa orðið fyrstur til). Að mínu mati eru þessir aðOar á villigöt- um og helsta afleiðing gjöröa þeirra er sú aö þeir eru búnir að eyðUeggja við- komandi kjör fyrir konum. Konur hafa margoft verið kjömar íþróttamenn árs- ins í einstökum íþróttagreinum og bæj- arfélögum og þar með borið sigurorð af körlum á viökomandi sviöi eða stað. Nú geta þær það ekki lengur. Þær verða héðan í frá aðeins fremstar meðal kvenna og karlar aðeins meöal karla. Jafnréttisfrömuðirnir hafa einfald- lega skotið sig í fótinn - breytingin stuðlar ekki að jafnrétti heldur mis- rétti. Sérstaklega fyr- ir konur. Þetta er kannski sorglegast í Kópavogi þar sem konur hafa oft boriö sigur úr býtum. Ég hef orðið var við það að undan- fómu að fjölmargar íþróttakonur em mjög sárar yflr þessari þróun og líta á þetta sem skref í öf- uga átt. Eg er ekki hissa, þetta er tU þess faUið að draga metnaðinn úr hverjum íþróttamanni. Það era skrýtin rök að ekki sé rétt að bera saman iþróttakarl og iþróttakonu vegna þess að þau keppi ekki saman eða sín á mUli. Þá væri heldur ekki hægt að bera saman sund- mann og stangarstökkvara og enn síður kylfing og knattspymumann, þó af sama kyni væru. Það er þó gert í kjöri á íþróttamanni (eða konu) ársins. Eina vandamálið í svona kjöri er að bera sam- an þann sem stundar einstaklingsiþrótt og þann sem stundar flokkaiþrótt. Fyrst áðurnefndir aðUar era famir að aðskttja kynin á þennan hátt, þvi ekki að stíga skreflnu lengra? Útnefna íþróttamann ársins meðal ljós- hæröra karla, lágvaxinna kvenna og þar fram eftir götunum og gera aUa ánægöa? Það virðist hvort eð er ekki vera jákvætt lengur að einhver skari fram úr. íþróttafréttamenn hafa staðið fastir fyrir og halda vonandi áfram að kjósa einn íþróttamann ársins þrátt fyrir upphlaup ýmissa spekinga um van- hæfhi þeirra og aðdróttanir um annar- leg sjónarmið. Lesendur DV (af báðum kynjum) staðfestu heldur betur kjör þeirra á íþróttamanni ársins 1998 því í hinu árlega kjöri þeirra voru sex efstu nákvæmlega þeir sömu og í sömu röð og hjá íþróttafréttamönnum. Síðasta kjör var vandasamt, ísland hefur aldrei átt jafnmarga íþróttamenn í fremstu röð, og í hópi fjögurra efstu voru tvær konur. Þær voru fjórar meðal tíu efstu. Er það ekki merkilega gott, miðaö við hina meintu karlrembu íþróttafrétta- manna? Waldh kemur frá Malmö til Valsmanna Mattias Waldh, 22, kemur til Vals á motgun. Úrvalsdeildarlið Vals í knattspyrnu er hugsanlega að fá liðsstyrk frá Svíþjóð en Mattias Waldh, 22 ára gam- all Svíi, er væntanlegur til landsins á morgun. Hann verður hjá Vals- mönnum til reynslu og leik- ur með þeim gegn íslands- meisturum ÍBV á gervigras- vellinum á Ásvöllum um helgina. Lítist forráðamönnum Hlíðarendafélagsins vel á Waldh verður honum boð- inn tveggja ára samningur við Val. Waldh kemur frá sænska A-deildarliðinu Malmö, lið- inu sem Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjamason leika með. Hann kom til liðsins í fyrra frá Hárslövs og lék einn leik með Malmö í deildinni og Evrópuleik að auki en alls hefur hann spil- að 8 leiki með liðinu. Hann er framherji og þær upplýs- ingar sem Valsmenn hafa fengið um hann eru þær að þama sé á ferðinni sterkur spilari. Kristinn verður hjá Val Valsmenn segja að Krist- inn Lárusson verði í herbúð- um Vals í sumar en í frétt i DV í gær var greint frá því að Valur og ÍBV væru ekki búin að ná samkomulagi um greiðslu fyrir félagaskiptin. Eggert Kristófersson, vara- formaður knattspyrnudeild- ar Vals, segir að samkomu- lag um félagaskiptin hafi náðst 18. desember og hafi fréttatilkynning þess efnis veriö send fjölmiðlum undir- skrifuð af honum fyrir hönd Vals og Jóhannesi Ólafs- syni, formanni knattspymu- deildar ÍBV, fyrir hönd Eyja- manna. -GH Ingólfur R. Ingólfsson frá Grindavík sigraði í hinum vlnsæla draumaliðsleik DV síðasta sumar. Hann vann sér þar með inn ferð fyrir tvo til Englands hjá Úrvali- Útsýn. Ingólfur vitjaði vinningsins í gær þar sem hann ætlar að sjá ieik Manchester United og Liverpool í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á sunnduaginn. Það er Lúðvík Arnarson frá Úrvali-Útsýn sem afhendir Ingólfi farmiðana. DV-mynd E.ÓI. Spillingin hjá Alþjóöa Ólympíunefndinni: Meira sukk - borgarstjóri Nagano gaf Samaranch 850 þús. króna sverð Enn syrtir í álinn hjá Jaun Antonio Samaranch og Alþjóða Ólympíunefnd- inni (IOC). Varla líður sá dagur að ekki sé greint frá nýjum mútumálum og nú eru nefndarmenn farnir að segja af sér. Forsetinn neitar enn að fara sömu leið. í gær greindi japanska dagblaðið Tokyo Shimbun ffá því að borgarstjór- inn í Nagano hefði gefið Samaranch for- láta sverð sem metið er í dag á 850 þús- und krónur. Þetta var árið 1991 en Naga- no var gestgjafi vetrarleikanna í fyrra. Finnst ekki á safninu Forkólfar IOC sögðust í gær hvergi finna þess stað í skjölum sinum að Sam- aranch hefði verið gefið sverðið. Það fyndist ekki heldur á safni nefndarinnar í Lausanne í Sviss. Sverðið er metið á 12 þúsund dollara á núvirði. Engum meðlima IOC eða ætt- ingjum þeirra er heimilt að þiggja dýrari gjafir en að andvirði 150 dollara. Kröfur um afsögn Samaranch verða háværari með hverjum deginum en Spánverjinn lætur þær sem vind um eyrun þjóta. Þess má geta að Samaranch er launa- laus hjá IOC og hefur verið í nefndinni síðan 1980. Hann hefur ekki atkvæðisrétt þegar staðarval Ólympíuleika er annars vegar. Allir vita þó að hann er áhrifa- mikill og ræður því sem hann vill ráða. Samaranch hefur sagt að hann vilji stýra Ólympíuskútunni úr þeim vandræðum sem hún hefur verið i undanfarnar vik- ur. Fáir treysta honum hins vegar sem skipstjóra í þeim ólgusjó spiRingar og siðleysis sem verður ókyrrari með hverj- um deginum. Farnir að týna tölunni í gær sagði Pirjo Haggman af sér en hún hefur verið meðlimur IOC til margra ára. Meðlimir nefndarinnar eru því famir að týna tölunni og þó fyrr hefði verið. Haggman neitaði í gær að hafa nokkuð skítugt á samviskunni en viðurkenndi þó að hún hefði í barnaskap sínum treyst fólki og gaf í skyn að þetta væri allt einhverjum öðrum að kenna eins og krakka er vani. Fleiri beri ábyrgðina Borgaryfirvöld í Salt Lake City kröfð- ust þess i gær að IOC tæki á sig ábyrgð á vandræðagangi undanfarinna vikna ekki síður en verðandi gestgjafar. Frank Joklik og Dava Johnson (innfelld mynd), hefðu þegar sagt af sér og það þyrftu fleiri að gera. í gær sagði norskur meðlimur i IOC að sér hefði margoft verið boðin þjónusta vændiskvenna áður en ákveðið var hvar Ólympíuleikarnir 1992 færu fram. Þessi sorgarsaga heldur áfram og end- ar ekki fyrr en allir helstu sauðimir hafa verið fjarlægðir úr hjörð 114 meðlima IOC. Uppákomur síðustu vikna eru gífurlegt áfall fyrir Ólympíuhreyfinguna og mörg ár munu líða þar til hreyfingin hefur áunnið sér nauðsynlegt traust. -SK Draumaliðsmeistarinn í tilefni fréttar á íþróttasíðum DV 13. jan- úar sl. um þjálfaraskipti hjá Snæfelli vill undirrit- aður, Birgir Mikaelsson, taka eftirfarandi fram, þar sem ekki var um sameiginlega fréttatil- kynningu stjómar og þjálfara að ræða: Megininntak fréttar svo vitnað sé beint í hana var þetta: „Birgir og stjóm körfuknatt- leiksdeildar Snæfells komust að samkomulagi í gærkvöldi um að Birgir léti af störfum sem þjálf- ari í fullri vinsemd og góðri trú, eins og Sigurð- ur Skúli Bárðarson, for- maður körfuknattleiks- deildar, orðaði það í sam- tali við DV.“ Hið rétta er að mér var sagt upp störfum hjá félaginu sem þjálfara og leikmanni, eða réttara að segja að ég hafi verið rekinn frá félaginu, svo notað sé almennara orða- lag. Þetta tilkynnti for- maður deildarinnar mér eftir stjómarfund. Ég fékk það verkefni haustið 1997 að þjálfa og leika með 1. deildarliði Snæfells, sem þá hafði verið tvö ár í 1. deild eft- ir fimm ára veru í úr- valsdeild þar á undan. Meö góðri samvinnu stjómar, þjálfara og leik- manna og góðum stuðn- ingi heimamanna tókst ætlunarverkið, þ.e. að komast í hóp hinna bestu, eftir að hafa sigr- aö í deild og úrslita- keppni, og það með fullu húsi stiga. Á liönu sumri var þess farið á leit við mig að ég tæki að mér að þjálfa lið- ið áfram og stíga þar með fyrstu skrefm með liðinu í úrvalsdeildinni að nýju. Það kom þvi eins og köld vatnsgusa framan í and- litið á mér, þegar ég fékk tilkynningu um framan- greinda ákvörðun stjóm- ar 12. janúar sl. Þetta gerist þegar deildar- keppnin er hálfnuð (ein- um leik betur) og árang- urinn 50% í deild, og ein- ungis fimm lið með hærra vinningshlutfall og stutt í liöin í 4. og 5. sæti. Að reka meistaraflokk í efstu deild íþróttar eins og körfubolta má líkja við útgerö. Það er að sjálfsögðu í höndum stjórnenda útgerðar að ráða skipstjórann og hann er látinn taka pok- ann sinn ef hann fiskar ekki, eða hægt er að finna að störfum hans á einhvem hátt. Stjórnin hefur greinilega ekki treyst mér til að klára vertíðina, það þykir mér miður, en verð hins veg- ar að taka því. Það er kunnara en frá þurfi að segja að körfuknattleikurinn hef- ur verið mikilvægur þáttur i íþrótta- og æsku- lýðsstarfi í Stykkishólmi. Áð eiga góðan meistara- flokk hefur mikla þýð- ingu fyrir bæjarfélag eins og Stykkishólm. Það hvetur æskuna til dáða, en að sama skapi er þýð- ingarmikið að sinna upp- byggingarstarfinu og halda vel utan um það. Ég átti þess kost að starfa á báðum vigstöðv- um. Um leið og ég þakka samstarfið, þeim fjöl- mörgu sem ég starfaöi með þessi þrjú misseri, óska ég körfuknattleiks- deildinni í Hólminum velfamaðar, jafnt í ung- lingastarfmu sem og í meistaraflokki. Birgir Mikaelsson Bandariska frjáls- íþróttakonan Marion Jones fékk í gær afhent Jesse Owens-verðlaun- in í frjálsum íþróttum fyrir nýliðið ár. Jones varð fyrsta bandaríska frjálsiþróttakonan til að standa fremst í heimin- mn í þremur greinum, 100 og 200 metra hlaup- um og langstökki að auki. Jones fékk 85 at- kvæði. Norski skiða- kappinn Bjöm Daehlie varð annar með 75 at- kvæði. ítalski knttspymumað- urinn Paolo Di Canio slapp í gær í gegnum læknisskoðun á Italíu og getrn- þess vegna far- ið aftur til Sheffield Wednesday. Enn á þó eftir að Ieysa óleyst vandamál á milli hans og félagsins. Lyfjamál Mary Slaney, fyrrum heimsmeistara í 1500 og 3000 metra hlaupum, verður til lykta leitt i febrúar. Hún féll á lyfiaprófi 1996 og var dæmd i keppnis- bann sem síðan ver fellt úr gildi. Hún hefur alla tíð neitað ðlöglegu lyfja- áti. -SK Birgir Mikaelsson, fyrrverandi þjálfari Snæfells: Sagt upp störfum sem þjálfara og leikmanni m Frank Joklik, formaður undirbúningsnefndarinnar í Salt Lake City, lengst til vinstri, tilkynnir afsögn sína. Fyrir miðju er Mike Lewitt, ríkisstjóri í Utah, og loks Deedee Corradon, borgarstjóri f Salt Lake City. Reuter Scottie Pippen fær dágóð laun hjá Houston Rockets. Sigurður hjá Walsall - eftir gott tímabil í Bandaríkjunum Einar til OFI á Krít Einar Þór Daníelsson, knatt- spymumaður úr KR, hefur verið leigður til gríska félagsins OFI frá Krít. Hann leikur með OFI til vorsins, en þá á gríska liðið kauprétt á honum ef áhugi er fyrir slíku. Að öðrum kosti snýr hann þá aftur til KR-inga og leik- ur með þeim í sumar. Einar er ekki ókunnugur á Krit þvi hann lék þar með KR- ingum í UEFA-bikarnum haust- ið 1997. KR tapaöi þá fyrir OFI, S-l, eftir að liðin höfðu skilið jöfn, 0-0, á Laugardalsvellinum. OFI er í sjöunda sæti grísku A-deildarinnar, rétt eins og loka- niðurstaða liðsins var á siðasta tímabili, og hefur verið í efri hlutanum þar undanfarin ár. OFI er geysilega erfitt heim að sækja og tapar mjög sjaldan á Krít, sólareyjunni suður af Grikklandi. -VS íkvöld 1. deild karla í handknattleik: ÍR-ÍBV ....................20.00 Stjarnan-Haukar............20.00 Selfoss-KA ................20.00 Grótta/KR-Fram.............20.00 Valur-Afturelding..........20.00 FH-HK .....................20.30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnumaður hjá ÍA, er nú við æfingar hjá Walsall í Englandi. Sig- urði var boðið að æfa með liðinu í rúman vikutíma og mun einnig spila með varaliðinu í kvöld. Bjarnólfur Lárusson, fyrrum leik- maður iBV, leikur með Walsall sem er í öðru sæti ensku C-deildarinnar. Sigurður, sem leikið hefur með Norður-Karólínuháskóla í Banda- ríkjunum undanfama fjóra vetur, var valinn í úrvalslið háskólanna þriðja árið í röð, en hann er fyrsti íslendingurinn til að ná þeim ár- angri. Sigurður skoraði alls 75 mörk fyr- ir skólann á þessum fjórum árum og átti 35 stoðsendingar í 86 leikjum. Fyrir hvert mark fékk hann tvö stig, en eitt fyrir stoðsendingu. Þetta gaf honum alls 185 stig og setti hann í níunda sætið á lista stiga- hæstu leikmanna frá upphafi deild- arinnar, en alls eru 190 skólar í deildinni. Sigurður var einnig val- inn í svokallaðan úrvalsleik (all- star), sem er leikur milli unglinga- landsliðs Bandaríkjanna og úr- valsliðs þeirra leikmanna sem eru að útskrifast. Leikurinn fer fram þann 6. febrú- ar i Fort Lauderdale og verður sjón- varpað um öll Bandaríkin. Þann 7. febrúar verður svo úrtökumót þar sem fram fer val inn í atvinnu- mannadeild Bandarikjanna. Sigurður stóð sig vel á nýliðnu tímabili, skoraði 26 mörk og átti 13 stoðsendingar í 25 leikjum. Hann endaði sem 2.-3. stigahæsti leikmað- urinn eftir að hafa verið efstur um tíma. Lið hans komst lengra en nokkru sinni fyrr í úrslitakeppninni, en það tapaði naumlega í 16-liða úrslitum. Jafnframt var Sigurður valinn leik- maður ársins í sínum riðli annað árið í röð. -VS Björgvin er í stöðugri framför Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hefur verið að ná mjög góðum árangri á mótum í Svíþjóð síðustu dagana. Um síðustu helgi varð Björgvin í öðru sæti í stórsvigi og í gærkvöld hafnaði hann í sama sæti á móti i svigi. Björgvin getur nú ekki bætt sig meira á mótum á Norð- urlöndunum og mun í framtíðinni taka þátt í Evrópu- keppnum og jafnvel heimsbikarmótum. 'oK/ nia Krislján góður Kristján Helgason er kominn í 5. umferð á heimsmeistaramóti atvinnumanna í snóker. Kristján vann Simon Bedford í gærkvöld, 10-8. Kristján er sem stendur i 101. sæti á heimslistanum og ætti að geta komist mun ofar en 190 þátttakendur hófu keppni á mótinu. Hann hefur þrívegis náð 100 eða meira í stuði á heimsmeistaramótinu og hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á næsta heimsmeistaramóti þrátt fyrir að keppendum verði fækkað mjög. Þá hefur Kristján þegar náð bestum árangri nýliða á HM. -SK Pippen fær milljarða - fór til Houston og fær sex milljaröa króna á fimm árum Scottie Pippen, sexfaldur NBA- meistari í körfuknattleik með Chicago Bulls, skrifar undir fimm ára samning við Houston Rockets í vikunni, eða um leið og verkbannið í NBA er form- lega á enda og heimilt verður að ganga til samninga. Pippen er 33 ára og á glæsilegan, ell- efu ára feril að baki með Chicago. Auk sex meistaratitla hefur hann sjö sinn- um verið V£dinn í stjörnuleik NBA. Hann fær á sjötta milljarð króna í laun hjá Houston, þar af um 700 millj- ónir fyrir stutta tímabilið sem hefst 5. febrúar. Pippen sendi frá sér yfirlýsingu í fyrrinótt þar sem hann þakkaði leik- mönnum Chicago og íbúum borgar- inna fyrir 11 frábær ár og sagði að hann myndi alla tíð líta á sig sem Chicagobúa. Ljóst er að lið Houston verður fima- sterkt með Pippen, Hakeem Olajuwon og Charles Barkley í fremstu víglínu, en talið er öruggt að Barkley fram- lengi samning sinn við Houston nú í vikunni. Endurnýjun hjá Chicago Hjá Chicago er hins vegar mikil endumýjun fram undan. Michael Jor- dan og Scottie Pippen em farnir og nokkuð ljóst að Steve Kerr fer til San Antonio í vikunni. Meistararnir fá Roy Rogers frá Houston í skiptum fyr- ir Pippen og auk þess valrétt í nýliða- vali. Scott Burrell er líklega á fóram til Miami og Chicago fær í staðinn Brent Barry. Það dugir þó skammt til að fylla í þessi stóru skörð. Það virð- ist ekki vera spennandi kostur að fara til Chicago þessa dagana, Damon Stoudamire og Antony McDyess hafa hafnað málaleitunum þar að lútandi og það gæti reynst forráðamönnum Chicago erfitt að styrkja lið sitt á ný. -VS Heimbikarmót í sundi í Ástralíu: Met Arnar hefðu nægt til sigurs Körfuknattleiksliö Hattar á Egilsstöðum hefur fengiö til sin bandarískan leikmann, Dennis Green að nafni. Hattarmenn sitja á botni 1. deildar og ætla sér greinilega að komast þaðan, en þeir hafa ekki haft erlendan ieikmann til þessa í vetur. Grindvíkingar hafa samið við Warren Peebles um að leika með þeim út þetta timabil í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Eins og fram hefur komið var honum sagt upp fyrir jólin en honum siðan gefið tækifæri í fyrstu leikjunum á nýju ári. Hannes Tómasson setti um síðustu helgi sitt þriðja Islandsmet í skot- keppni á einum mánuði. Hann var í A-sveit Skot- félags Reykjavikur sem setti met, 1.480 stig, á landsmóti STÍ í frjálsri skammbyssu. Hannes sigraði i einstak- lingskeppninni með 517 stig, Jónas Hafsteins- son, SFK, fékk 515 og Guömundur Kr. Gísla- son, SR, 514 stig. Broddi Kristjánsson og Brynja K. Pétursdóttir sigruðu í einliðaleik á opnu badmintonmóti UMF Hrunamanna aö Flúðum um síðustu helgi. Broddi vann Árna Þór Hallgrimsson, 15-2 og 15-7, í úrslitum í karlaflokki og Brynja vann Söru Jónsdóttur, 11-0 og 11-6, i úrslitum í kvennaflokki. Broddi og Ámi Þór sigraðu í tvl- liðaleik karla, Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir í tviliöaleik kvenna og þau Árni Þór og Vigdís sigruðu í tvenndarleik. Allir þessir sigurvegarar eru úr TBR. Latrell Sprewell, körfuknattleiksmaður hjá Golden State, fer væntanlega til New York Knicks í vikunni. Hann er laus úr eins árs keppnisbanni sem hann fékk i fyrra fyrir að ráð- ast á þjálfara Golden State. New York lætur líklega þá Chris Mills og Chris Childs í skiptum fyrir Sprewell. Barnsley tryggði sér í gærkvöld rétt til að leika í 4. umferð ensku bikar- keppninnar i knatt- spyrnu. Barnsley sigraði þá Swindon i endurtek- inni viðureign liðanna, 3-1. Bamsley mætir liði Bournemouth í ijórðu umferðinni á heimavelli. Ófarir Crystal Palace taka engan enda í B- deildinni ensku. í gær- kvöld lék Palace á heimavelli Brad- ford og tapaði 2-1. Geysisterku heimsbikarmóti í 25 metra laug í sundi lauk í Ástraliu í gær. Margt af besta sundfólki heimsins í dag var á meðal þátttakenda og náðist ágætur árangur í mörgum greinum. Eftir frábæran árangur Amar Arnarsonar á Evr- ópumótinu í Sheffield fyrir áramótin hafa tímamir hans þar oft verið bomir saman við þá bestu síðan. Fjögur heimsbikarmót hafa verið haldin á þessu ári og hafa baksundsmenn í öll skiptin verið að synda á lakari tíma en Öm náði í Sheffield í 200 metra baksundi. Á mótinu i Ástralíu, sem lauk í gær, sigraði Bandríkja- maðurinn Brad Bridgewater í 100 og 200 metra baksundi. Hann synti 100 metrana á 53,79 sekúndum en þess má geta að íslandsmet Amar er 53,71 sekúndur. Bridgewater synti síðan 200 metrana á 1:55,25 mínúum en met Amar er 1:55,16. Yfirburðir Bandríkjamannsins voru umtalsverðir í sundinu en annar varð Emanuel Merisi frá Ítalíu á 1:57,10 minútum. Fyrsta heimsbikarmótið sem Öm tekur þátt í í Evrópu verð- ur í Glasgow um miðjan febrúar og viku síðar í París. -JKS Örn Arnar- son. Nú hefur veriö ákveöið aö keppnin um Ryderbikarinn árið 2005 í golfi fari fram í Ir- landi. Um Ryder- bikarinn keppa úrvalslið Evrópu og Bandaríkj- anna og keppnin í County Kildare á golfvelli sem byggður var árið 1991 og er því nánast nýr af nál- inni. Ágúst Gylfason gekk í gær til liðs við úrvals- deildarlið Fram í knatt- spyrnu en hann hefur leikið með Brann í Nor- egi undanfarin fjögur ár. Ágúst, sem er 27 ára miðjumaður, hefur spil- að 6 landsleiki og lék með Fram í yngri flokk- unum. Hann lék hins- veg:ar alla tíð með Val i meistaraflokki áður en hann fór til Noregs. -SK/VS Arnar hefur feng- ið slæma ráðgjöf Colin Todd, framkvæmdastjóri enska knattspymufélagsins Bolton, sagði á heimasíðu fé- lagsins i gær að umboðsmaður Amars Gunnlaugssonar þyrfti heldur betur að horfa i eig- in barm og endurskoða þá ráögjöf sem hann heföi veitt Amari. „Arnar hefur fengið slæm ráð varðandi samninginn sem honum var boðinn. Ef þetta hefði veriö slæmur samningur hefði ég talað máli Arnars við stjóm Bolton. Þetta snýst allt um það að umboðsmaðurinn fær þvi hærri laun eftir því sem Amar er seldur á hærri upphæð. Umboðsmenn eiga ekki að koma sér i svona vandræði," sagði Todd. Hann lýsti því enn fremur yfir aö málið veikti á engan hátt stöðu Amars í liði Bolton. „Ég hef sagt Amari aö ég muni alltaf koma eins fram viö hann á meðan hann er í þessu félagi. Hann er i okkar hópi og þaö kemur að því að hann fer aftur inn í byrjunarliðið. Þetta veit Arnar og ég sýni honum ekki annað en fulla sanngimi. Ástæðan fýrir því að Arnar leikur ekki eins vel og áður er sú að samningamálin fóra ekki eins og hann og umboðsmaðurinn vildu. Þetta skynja stuöningsmenn Bolton lika og þeir sjá hann í ööru ljósi þegar þeir verða vitni að slakari frammistöðu hans en áður,“ sagði Colin Todd -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.