Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 *0rikmyndir u The Brandon Teena Stoiy: ¥ I iðmm Ameríku Þessi athyglisverða heimildamynd kemur loks hingað til lands, margverðlaunuð í bak og fyrir. Skyldi engan undra því hún er vel uppbyggð og viðfangsefnið ðhugnanlegt, spennandi og heldur manni hugföngnum. Hér er kafað í iður Amer- iku, nánar tiltekið smábæ i Nebraska. Teena Brandon á í vandræðum með að ákveða hvors kyns hún er, tekur upp nafnið Brandon Teena og gerist drengur um tíma. „Hann“ nýtur nokk- urrar kvenhylli, kann enda að traktera kvenfólk og sýna því kurteisi og góða siði. Um tvitugsaldurinn dúkkar Brandon upp i bæn- um Falls City í Nebraska þar sem hann eignast kær- ustu og vini. Upp kemst um raunverulegt kyn Brandons og tveir „vina“ hans nauðga honum/henni og berja. Brandon kærir árásina en lögreglustjóri staöarins læt- ur sér fátt um finnast, kipp- ir „vinunum" inn til mála- myndayfírheyrslu en slepp- ir þeim síðan. Viku síðar gera þeir sér litið fyrir og myrða Brandon/Teenu með köldu blóði ásamt vinkonu hennar og manni sem staddur var í húsinu. Frásögninni vindur skýrt en örugglega fram, byijað er á að fjaila um uppruna Teenu og erfið- leika hennar við aö vinna úr tilfinningaflækjum sínum. Hún leggst í flakk sem karlmaður og smám saman berst leikurinn til Falls City þar sem hinir örlagaríku atburðir gerast. Framsetning efnisins er köld og hlutlæg. Hér er ekki gerð tilraun til að vinna samúð áhorfandans með ódýr- um brellum. Höfundamir ræða við marga sem á vegi Brandons urðu, þar á meðal vini, kærustur og hina dæmdu moröingja. Verður að teljast nokkurt afrek að fá allt þetta fólk til að tjá sig enda kom fram i spjalli höfundanna við áhorfendur eftir frumsýningu að það tók tímann sinn. Hápunktur sögunnar er tví- mælalaust yfirheyrsla lögreglustjórans í bænrnn yfir Brandon eftir að hann/hún hefur kært nauðg- unina. Þar kemur skýrt fram að maðurinn sá vinnur starf sitt af yfirgripsmikilli vanþekkingu enda má leiða að þvi rök að með framgöngu sinni varð hann óbeint valdur að dauða Brandons. The Brandon Teena Story er óneitanlega eftir- minnileg saga um harmleik ráðvillts einstaklings og hið botnlausa mannhatur sem varð honum að aldurtila. Höfundar: Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda GAGNRÝNI The Geneial: Elskulegur fantur ★★★ Boorman er einn af sönnum rómantíkerum hvita tjaldsins og eftir all- langa eyðimerkurgöngu dúkkar hann upp á ný meö ferska og spræka mynd af hinum sjarmerandi bófafor- ingja, Martin Cahill, sem rikti yfir Dublin niunda áratugarins. Cahill varð þjóðsagnaper- sóna i lifanda Ufi og Boorm- an er hvergi banginn að und- irstrika þann þáttinn. Hann gerir úr Cahill nokkurs kon- ar nútlma Hróa hött sem sér um sitt fólk og býður valds- mönnum birginn, hvort sem þeir tilheyra ríkinu eða írska lýðveldisherninn. Brendan Gleeson, sem áhorf- endur muna kannski eftir sem hægri hönd Mels Gib- sons í Braveheart, vefur manni svo um fingur sér í hluverki Cahiils að maður er reiðubúinn að fyrirgefa hon- um flestar misgjörðir. Hann er mesta ólikindatól, blíður og heillandi eina stundina en grimmur og mis- kunnarlaus þá næstu. Sem betur fer reynir Boorman ekki að varpa neinu ljósi á þessar mót- sagnir í persónu hans heldur gefur Gleeson svig- rúm til að túlka með sínum hætti. Maria Doyle Kennedy og Angeline Ball úr The Commitments leika konu hans og mágkonu; þær eru jafnframt báðar bamsmæður hans og búa með honum 1 mikUli hamingju. Jon Voight er í finu formi sem lögreglustjóri, sem binst Cahill sterkum böndum en fyrirlítur sjálfan sig fyrir það. Restin af leikara- genginu er dásamlega skrautlegur söfnuður af elskulegum föntum og draumóramönnum með hreim sem út af fyrir sig er hin besta skemmtan. Einnig bregður leikstjóranum, Jim Sheridan, fyrir í smáhlut- verki. Sagan er byggð upp í kring- um nokkur stórrán CahiHs og félaga og síðan til raunir yfirvalda (og IRA) til að koma á hann bönd um. Yfirbragð hennar er gamansamt en harðsoðiC og greinilegt aö Boorman er hér i essinu sínu Hann skýtur léttvopnað og keyrir myndina áfram af fitonskrafti. Myndin er tekin í breiðtjaldsform: og í svart/hvítu. Eftir nokkrar vangaveltur skilui maður hvers vegna, þar sem báðir þessir þættir hafa afskaplega rómantiskar vísanir í kvikmynda söguna. Maður er kannski ekki viss um siðferðis lega afstöðu Boormans til Cahills en hitt er ljóst að hjarta Boormans slær 24 ramma á sekúndu. Handrit og leikstjórn: John Boorman. Aðalhlutverk: Brendan Gleeson, Jon Voight, Adrian Dunbar. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda _ ________ Regnboginn Kl. 4:45 Karakter (enskur texti) Kl. 5 Riding the Rails (enskttal) Kl. 6:50 The General (enskttal) Kl. 7 Idioterne (enskur texti) Kl. 9 The Mighty (enskttal) Kl. 9 Moment of Innocence (enskur texti) Kl. 11 The Mighty (enskttal) Kl. 11 Funny Games (enskur texti) Bíóborgin Kl. 4:50 Eve's Bayou (enskt tal) Kl. 4.50 Butcher Boy (enskttal) Kl. 6.55 Eve's Bayou (enskt tal) Kl. 6:55 Butcher Boy (enskttal) Kl. 9 Eve's Bayou (enskttal) Kl. 9 Butcher Boy (enskt tal) Kl. 11:10 Eve's Bayou (enskttal) Kl. 11:10 Butcher Boy (enskttal) Háskólabíó Kl. 5 Welcome to the Dollhouse (ísl. texti) Kl. 5 Festen (ísl. texti) Kl. 5 Four Days in September (danskur texti) Kl. 7 Festen (ísl. texti) Kl. 7 Welcome to the Dollhouse (ísl. texti) Kl. 7 Tango Lessons (enskt tal) Kl. 9 My Son the Fanatic (enskttal) Kl. 11 Festen (ísl. texti) Kl. 11 Men With Guns (enskur texti) i Stjörnubíó i SL Kl. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.