Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 29
T~>V MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 Tónskáld kvöldsins á Myrkum músíkdögum er Atli Heimir Sveinsson. Flautuverk Atla Heimis Tónlistarhátíðin Myrkir mús- íkdagar stendur nú yfir og hafa litið dagsins ljós margir athyglis- verðir tónleikar. Flestir tónleik- anna fara fram í hinum glæsilega tónleikasal, Salnum, í hinu nýja Tónlistarhúsi Kópavogs. Tónlist- arhátíðin er í stærra lagi að þessu sinni þar sem í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Jón Leifs og er mikið af verkum eftir hann flutt á Myrkum músíkdögum að þessu Tónleikar sinni. Jón Leifs kemur þó ekki við sögu á tónleikum kvöldsins heldur Atli Heimir Sveinsson, en öh verkin á tónleikunum sem eru í Salnum kl. 20.30 eru eftir hann. Fjögur verk eftir Atla Heimi Sveinsson verða flutt og eru þau öh fyrir flautur. Fyrsta verk tón- leikanna er Handanheimar (Grand Dou Concertabte I) fyrir tvær flautur, næst er Lete fyrir bassaflautu. Eftir hlé verður flutt Xanties fyrir flautu og píanó og Flautuminútur sem er frumflutn- ingur á verki fyrir fjóra flautuleikara. Flytjendur eru: Guðrún Birgisdóttir, Martial Nar- deau, Kolbeinn Bjarnason, Ás- hildur Haraldsdóttir og Atli Heimir Sveinsson. Siðgæðisþroski og trúaruppeldi I Kvöld kl. 20.30 verour fræðslu- kvöld í Hahgrímskirkju. Séra Sigurð- ur Pálsson mun flytja erindi um trú- ar- og siðgæðisþjónustu barna og trú- arlegt uppeldi. Aðgangur er ókeypis og öhum heimih en þeim sem borið hafa börn sín tU skírnar í HaUgríms- kirkju á liðnu ári er sérstaklega boð- ið. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson stjómar kvöldinu. Samkomur Félag kennara á eft- irlaunum Á morgun kemur bókmenntahóp- ur saman kl. 14 og kór kl. 16 í Kenn- arahúsinu við Laufásveg. Félag eldri borgara í Reykjavík Framkvæmdanefnd árs aldraðra heldur ráðstefnu um málefni aldr- aðra í Ásgarði í dag kl. 15. Aðgangur og kafflveitingar ókeypis. í Þorraseli verður handavinna (perlusaumur. og silkimálun) kl. 13 Rokkabilly á Gauknum Það er ávaUt mikið um að vera á Gauki á Stöng og í gærkvöld skemmti þar hin athyglisverða hljómsveit, Url, sem þessa dagana er að senda frá sér sín fyrstu lög. Auk þess kom fram í gærkvöld Stef- án Öm sem lék ásamt aðstoðar- Skemmtanir mönnum rafræna tónlist. í kvöld er svo komið að þeirri hljómsveit sem einna lengst hefur komið fram á Gauknum í gegnum árin, Rokka- biUyband Reykjavíkur. Stutt er síðan Gaukur á Stöng hélt upp á fimmtán ára afmæli stað- arins og var mikið um dýrðir. Með- al þeirra hljómsveita sem þar tróðu upp var RokkabiUybandið sem hafði þá ekki komið fram í nokkurn tíma. Þeir þremenningar sem skipa sveitina hafa engu gleymt og vist er að gestir staðarins geta búist við mikiUi stuðmús- ík í kvöld og annað kvöld þegar Bjössi á bassanum, Jói HjöU á trommur og rokkabiUy-kóngur- inn Tommi Tomm á gítar sleppa sér lausum í hressilegri tónlist. Á föstudagskvöld er svo komið að hljóm- sveit frá Suðurnesj- um sem kaUar sig Geimfarana. í þeirri hljómsveit eru reyndir og ungir menn innan popp- bransans. Rokkabillyband Reykjavíkur skemmtir á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Víða snjókoma Um 500 km austur af landinu er 972 mb lægð á leið austnorðaustur, en vax- andi lægðardrag kemur upp ------------------------- að Norðurlandi úr norð- 1/pArjA í ffog' austri þegar Uður á daginn. ■CWIIU I Utlg 1020 mb hæð yfir Norður- Grænlandi. sums staðar hvasst i kvöld og nótt. Hiti um frostmark við suðausturströndina en frost 3 tU 6 stig víðast hvar annars staðar. ------------ Á höfuðborgarsvæð- inu er norðankaldi og að mestu úrkomulaust en norðvestan stinn- Þegar líður á daginn verður vaxandi norðan- og norðvestanátt. Hvassviðri norðanlands með snjókomu en úr- komulaust syðra. Vestan stinnings- kaldi á Austurlandi og úrkomulitið, ingskaldi með éljum í kvöld, snjókoma í nótt. Frost 2 tU 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.35 Sólarupprás á morgun: 10.40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.27 Árdegisflóð á morgun: 08.45 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -4 Bergsstaðir snjóél -4 Bolungarvík alskýjaö -5 Egilsstaðir -4 Kirkjubœjarkl. skýjaó -3 Keflavíkurflv. skýjaó -4 Raufarhöfn snjóél -3 Reykjavík úrkoma i grennd -3 Stórhöfói léttskýjaö -3 Bergen alskýjað 6 Helsinki súld 3 Kaupmhöfn súld 5 Ósló alskýjað 4 Stokkhólmur 6 Þórshöfn léttskýjað 3 Þrándheimur léttskýjaó 1 Algarve heiðskírt 7 Amsterdam alskýjaó 10 Barcelona heiðskírt 5 Berlín léttskýjaö 3 Chicago þokumóða -2 Dublin rigning 7 Halifax heiöskírt 2 Frankfurt þoka 1 Glasgow skýjaö 4 Hamborg skýjað 10 Jan Mayen hálfskýjaö 2 London rigning og súld 12 Lúxemborg skýjað 2 Mallorca þokuruðningur 2 Montreal þokuruðningur 1 Narssarssuaq léttskýjað -11 New York skýjað 7 Orlando léttskýjaö 16 París skýjaó 8 Róm þokumóða 4 Vín þoka á síð. kls. -2 Washington alskýjað 3 Winnipeg skýjað -20 Ljósavatns- skard lokað Hálkublettir eru á Reykjanesbraut, skafrenning- ur er á HeUisheiði og í Þrengslum. Ófært er frá Færð á vegum Hólmavík tU ísafjarðar og hófst mokstur í morgun. Ljósavatnsskarð er lokað vegna snjóflóðarhættu. Ófært er um Víkurskarð, Mývatnsöræfl, Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Ástand vega ^►Skafrenningur E3 Steinkast O Hálka ® Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir C^) Ófært Œ1 Þungfært (g) Fært fjallabílum Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma meö myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Frumburður fæddur Þessi litli drengur fæddist á fæðingardeild Landspitalans 17. janúar. Barn dagsins Hann vó þá tæpar 19 merkur og var 57 sm. Hann er frumburður Þor- bjargar Róbertsdóttur og Páls Viðars Jónssonar. dagsðíjí) í Kappaksturinn mikli er hafinn. Álfhóll Stjömubíó sýnir um þessar mundir Álfhól: Kappaksturinn mikla, sígilda leikbrúðumynd tyr- ir alla fjölskylduna. í þetta skipti er myndin talsett á íslensku og meðal leikara era Sigurður Skúla- son, Örn Árnason, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigurður Sigurjóns- son, Erla Rut Harðardóttir og Þór- hallur Sigurðsson. Leikstjóri tal- setningarinnar er Jóhann Sigurð- arson. Álfhóll fjallar um Theódór Felg- an sem býr í einangran lengst uppi á fjalli ásamt tveimur aðstoð- armönnum. Einn af nemum hans, Rúdolf Smeðj- an, er nú einn af ///////// Kvikmyndir fremstu kappaksturs- mönnum heims og dag einn skor- ar hann á alla kappakstursmenn að etja kappi við sig. Theódór grunar að Rúdolf hafi stolið hug- mynd frá honum og treystir sér til að smíða betri kappakstursbíl en vantar peninga. En með aöstoð góðra maima fær Theódór heim- sókn frá olíufursta sem til er í að fjármagna ofurkappakstursbíl Theódórs og senda hann í Grand Prix kappakstur gegn Rúdolf Smeöjan. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Practical Magic Bíóborgin: Enemy of the State Háskólabíó: The Prince of Egypt Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: The Waterboy Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: Rounders Stjörnubíó: Blóðsugur / u A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,320 69,680 69,750 Pund 114,470 115,050 116,740 Kan. dollar 45,360 45,650 45,010 Dönsk kr. 10,7870 10,8460 10,9100 Norsk kr 9,3100 9,3610 9,1260 Sænsk kr. 8,9540 9,0030 8,6450 Fi. mark 13,4900 13,5710 13,6540 Fra. franki 12,2280 12,3010 12,3810 Belg.franki 1,9883 2,0003 2,0129 Sviss. franki 50,1300 50,4000 50,7800 r Holl. gyllini 36,4000 36,6200 36,8500 Þýskt mark 41,0100 41,2600 41,5000 ít. líra 0,041420 0,041670 0,041930 Aust. sch. 5,8290 5,8640 5,9020 Port. escudo 0,4001 0,4025 0,4051 Spá. peseti 0,4821 0,4850 0,4880 Jap. yen 0,611900 0,615600 0,600100 írskt pund 101,840 102,460 102,990 SDR 97,220000 97,800000 97,780000 ECU 80,2100 80,6900 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.