Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 32
Tvöfaldur 1. vinningur ■ ABHJI L9i■ 9 D V 0 tr O UJ 20 ■3 s LO < 2 v) O h" _ H Lfl ; > 2 LfJ FRETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1999 KEA kaupir meirihluta í Umferðarmið- stöðinni DV, Akureyri: „Nú strax fer það ferli í gang að leita til aðila um hönnun verslunar- og þjónustumiðstöðvar á lóðinni í samráði við skipulag borgarinnar og ef vel gengur tel ég líklegt að við opn- um þama á yfirstandandi ári,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmda- stjóri verslunarsviðs Kaupfélags Ey- firðinga, en KEA hefur keypt meiri- hluta í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg í Reykjavik og hyggst m.a. opna þar Nettó-lágvöruverðs- verslun með matvæli. Stofnað hefur verið félag um starfsemina og eru 18 . sérleyfishafar BSÍ meðal hluthafa. KEA hefur um nokkurt skeið leitað að húsnæði fyrir aðra matvöruversl- un í Reykjavík, en rekstur Nettó- verslunar í Mjóddinni hefur gengið vel. Á ýmsu hefur þó gengið í leit KEA-manna og er skemmst að minn- ast að hafnarstjórn Reykjavíkur synj- aði KEA um heimild tÍL reksturs mat- vöruverslunar við Reykjavíkurhöfn. Sigmundur Ófeigsson segir að lóðin við Umferðarmiðstöðina sé 25 þúsund fermetrar að stærð og bjóði upp á mikla möguleika, ekki hvað síst ' vegna þess að færa á Hringbrautina suður fyrir lóðina í átt að flugvellin- um. Sigmundur segir að í þjónustu- og verslunarmiðstöðinni sé fyrirhuguð Nettó-verslun, miðstöð fólksflutninga á landi verður áfram á staðnum, veit- ingasala og að öllum líkindum tals- verður fjöldi annarra verslana. -gk Bíllinn er talinn ónýtur eftir árekst- urinn. DV-mynd HH Hringbraut/Sóleyjargata: Fjórir fluttir á slysadeild Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir aö bíll lenti á ljósastaur á gatnamótum Hringbrautar og Sól- eyjargötu um eittleytið í nótt. Öku- maðurinn missti stjóm á bifreiðinni þannig að hún skall harkalega á ljósastaur og voru allir fjórir farþeg- ar hennar fluttir á slysadeild. Eng- ■* inn þeirra er í lífshættu en einn er á gjörgæslu. Bíllinn eyðilagðist mik- ið og er talinn vera ónýtur. -hb STÓRMARKAÐUk Á HJÓLUM! Þessi ökumaður hafði ekki farið nógu gætilega þegar hann var á ferð við Eggertsgötu í gærkvöld. Ástæða er til að brýna fyrir ökumönnum að fara varlega og þá sérstaklega við skóla og leikskóla þar sem börn eru á ferð. DV-mynd HH ,Kjarval“ hótar sakborningi í málverkafölsunarmálinu: Verður drepinn og settur í salt - segir í hótunarbréfinu Pétri Þór Gunnarssyni, sakbom- ingi í málverkafólsunarmálinu, barst í fyrradag bréf þar sem honum var hótað lífláti. Bréfið, sem Pétur fékk, var sett í póst í Reykjavík fyrir helgi en stafir klipptir út úr dagblöðum höfðu verið límdir á blað þar sem stóð: „Málið er einfalt: Þú verður DREPINN og settur í salt.“ Bréfið var svo undirritað Kjarval. Pétur sagði í samtali við DV að fyrstu viðbrögð hans hefðu verið að hringja í lög- mann sinn en þeir hefðu í gærmorg- un farið til ríkislögreglustjóra og ósk- að eftir rannsókn á málinu. „Þetta er of langt gengið. Það er verið að hóta lífláti og eyðileggja eignir fyrir fleiri hundrað þúsund," segir Pétur. Hann vísar til þess þegar bíll vitnis í mál- inu var mikið skemmdur í Kaup- mannahöfn eins og DV greindi frá á laugardaginn. Amar Jensson, aðstoð- Bíll vitnis skemmdur I síðustu viku var vitni í Kaup- mannahöfn ekki hótað heldur var látið til skarar skríða og bíil manns- ins rústaður. aryfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra, sagði í samtali við DV að málið væri nú í rannsókn hjá tækni- rannsóknardeild embættisins og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um næstu skref í málinu. Pétur seg- ist þó ekki vera sáttur við viðbrögð lögreglu: „Þó að þessi hótun sé ömur- legur húmor þá fundust mér við- brögð lögreglunnar vera furðuleg og hefðu án efa orðið öðravísi ef aðrir aðilar tengdir þessu málverkafolsun- armáli hefðu fengið svipað bréf,“ seg- ir Pétur. Lögreglan sagðist ætla að skoða málið og þar við sat,“ segir hann. Engin lögregluvakt er við heimili Péturs en hann reynir að taka á málinu með stóískri ró. „Að sjálfsögðu reyni ég að líta þannig á að þetta hafi verið gert af vesalingi í ölæði en það er ástæða til þess að taka hótunina alvarlega." Réttarhöld halda áfram á föstudaginn þegar dönsk kona, sem seldi Pétri mynd eft- ir Jón Stefánsson í Danmörku, kem- ur sem vitni fyrir dóminn. -hb Týnda Tína í Mosó: Tíkin kom niður- brotin úr Hrísey „Ég talaði við mann á Seyðisfirði í gærkvöldi sem veiðir minka. Hann benti á að ég þyrfti jafnvel að setja kjöt í gildrana í þrjá daga áður en ár- angurs er að vænta. Hann gaf mér ýmsar ráðleggingar. Ég er að fara ein út í skóginn núna til að athuga með ný spor í nýfóllnum snjó,“ sagði Krist- ín Erla Karlsdóttir i morgun, konan sem leitar Tínu, verðmæts Yorkshire terrier-tíkur, sem týndist 5. janúar í Mosfellsbæ. Kristín Erla kvaðst þekkja til nokk- urra hundaeigenda sem segi hunda sina hafa „komið illa út úr“ Einangr- unarstöðinni í Hrísey. „Þessi tík kom mjög slæm og niðurbrotin frá Hrísey. Það er sú persónulega reynsla sem ég hef af sliku," sagði Kristín Erla. -Ótt Enn viða ófært DV, Akureyri: Snjóraðningsmenn vora víða komnir snemma til vinnu á Norð- austurlandi í morgun. Fært var um Öxnadalsheiði og frá Akureyri til Dalvíkur. Víkurskarð var hins veg- ar ófært og unnið var að mokstri á leiðinni til Grenivíkur og á vegum út frá Húsavik. Vegurinn um Ljósa- vatnsskarð var enn lokaður vegna snjóflóðahættu en kanna átti ástand þar um slóðir þegar birti. -gk Veðriö á morgun: Snjókoma fyrir norðan og austan A morgun verður norðan- og norðvestankaldi eða stinnings- kaldi. Snjókoma eða éljagangur verða norðan og austan til en úr- komulítið syðra. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, minnst suðaust- an til. Veðriö í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-200 íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm boröar Prentar í 4 línur Aiíeins kr. 6.995 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 - Veffang: www.if.is/rafport -gœði, úrval og gott verð 4 * i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.