Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JjV fréttir Allt í hund og kött innan Dýraspítala: Konur kæra hvor aðra - ágreiningurinn verður til þess að lóð fyrir spítalann verður tekin af samtökunum Sigríður Ásgeirsdóttir afhenti Dýraspftalanum arktitektateikningar að nýjum spítala að gjöf í gær. Með fylgdi bréf til borgarstjórnar þar sem stjórn Dýra- spítalans afsalar sér lóð undir spítala. DV-mynd Hilmar Þór Djúpstæður ágreiningur innan Sjálfseignarfélags Dýraspítala Watsons hefur orðið til þess að framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður félagsins hafa kært hvor aðra til rannsóknarlögreglunnar. Ágreiningiu-inn hefur orðið þess valdandi að sjálfseignarfélagið mun ekki standa fyrir byggingu nýs dýraspítala í Víðidal. Reykjavíkur- borg, sveitarfélögin á Suðurnesjum og Fákur, allt aðilar að sjálfseignar- félaginu ásamt Sambandi dýra- verndunarfélaga, Hundavinafélag- inu og Dýraverndarfélagi Reykja- víkur, vildu að Dýralæknar ehf. sem annast rekstur dýraspítalans í dag komi málinu í höfn. Á auka- fundi í sjáifseignarfélaginu 11. janú- ar var síðan ákveðið að hætta bygg- ingarframkvæmdum en styðja við bak dýralæknanna. í gær afhenti Sigríður Ásgeirsdóttir Dýralæknum ehf. arkitektateikningar að gjöf. Þær þykja hins vegar nokkuð stór- ar, en gætu þó nýst við byggingu spítalans sem hefur dregist i fjögur ár vegna sundurlyndis í stjórn Dýraspítalans. Sigfríð Þórisdóttir, sem hætti störfum í síðustu viku sem formað- ur sjálfseignarfélagsins, hefur kært Sigríði Ásgeirsdóttur héraðsdóms- lögmann, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjálfseignarfé- lagsins. Hún viU að skýrt verði hvar 6,4 milljóna króna sjóður sé niður- kominn. Sigriður bendir á að rúmar 4 milljónir séu hjá Reykjavíkur- borg, greiðsla fyrir gatnageröar- gjöld fyrir byggingu dýraspítala að Vatnsveituvegi 4, en 2 milljónir séu í vörslu stjórnarinnar. Sigríður kærir Sigfríð á móti fyrir álygar og að bera á sig rangar sakir. Átakasagan er löng og flókin. Kurr hefur oft verið innan raða fé- lagsbundinna dýravina landsins og iðulega hafa logað eldar illdeilna. Starfsemin er sáralítil í þeim fáu fé- lögum sem enn lifa. Dýraspítalinn sem íslandsvinurinn Mark Watson gaf 1972 hefur verið rekinn af sex dýralæknum um langt skeið. Sjálfs- eignarfélagið hélt engan aðalfund í 15 ár, þar til í fyrravor og þá var það gert eftir að borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, heimtaði að fundur yrði haldinn. Þá tók Sig- fríð Þórisdóttir við stjómartaumun- um og starfaði í 8 mánuði í bullandi mótbyr. Nýr formaður var kjörinn á aðalfundinum í síöustu viku, Júlía Margrét Sveinsdóttir. Sá aðalfundur var merkilegur, hann var haldinn í Ráðhúsinu og til fundarstjómar var fengin Lára V. Júlíusdóttir hæsta- réttarlögmaður. í stjómarkjöri varð Lára að grípa til óvenjulegrar að- ferðar - stjómarmenn aðrir en for- maður og varaformaður, voru dregnir upp úr hatti. Á áðumefndum aukafundi í sjálfseignarfélaginu var ágeiningur- inn harmaður, en ákveðið að styrkja nýja spítalabyggingu, meðal annars með því að afhenda bygg- ingateikningar Ólafs Sigurðssonar arkitekts, sem kostuðu 1,2 milljónir króna. Auk þess var ákveðið að styðja dýralæknana við tækjakaup og annað, til að þeir gætu boðið sér- hæfða þjónustu í nýjum dýraspítala. -JBP Lýðræðisflokkurinn: Kerfið brotn- ar í spón - segir Sverrir sem segir strauminn liggja til sín „Það er sama hvemig stjómar- herramir halda á þessu þá kemur skriður á réttlætismálin. Það gerist í kjölfar hæstaréttardómsins sem allir horfa til í dag, sagði Sverrir Hermannsson. Hann og nokkrir fé- lagar hans í Lýðræðisflokknum unnu i gærdag suöur í Kópavogi við að undirbúa fyrsta landsþing flokks- ins sem stendur i dag og á morgun í Rúgbrauðsgerðinni. „Fyrr eða síöar brotnar þetta skipulag fiskveiði í spón, gjörsam- lega i spón,“ sagði Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins, í gær. Hann segir að gengi flokksins eigi eftir að breytast á næstu vikum og mánuðum og fram á kjördag. Málstaðurinn sé brýnn. „Við náum hlustum fólks, það er andvaralaust eins og er, en fólkið kemur, ég er ekki í vafa um það, á morgun skaltu sjá að jarðveg- urinn fyrir okkar flokk er góður, við verðum með vænan fund og náum flugi svo um munar,“ sagði Sverrir. 20 þúsund á kvikmynda- hátíð Bergljót Jónsdóttir veröur sex ár í viöbót í Björgvin: Listahátíðar-Bella fær ótakmarkað traust „Sagan segir að rétt fyrir bylting- una þjappi menn sér saman um valdhafana. En það breytist gjam- an. Þetta er bylting þótt enginn verði skotinn og þá kemur fólkið til okkar,“ sagði Valdimar Jóhannes- son í gær. Hann spáir flokknum 20% kjörfylgi og bjartri framtið í stjórnmálum. „Þeir eiga eftir að spýta úr nál- inni þessari," segir Sverrir um stjómarherrana sem hafi hundsað hæstaréttardóm Valdimars. „Svo era menn að segja eins og Kristinn, þessi þingmaður sem er i fyrirsvari fyrir landshluta þar sem hefur fækkað um 15% á áratug: Heyrðu, tökum þetta rólega, það er mest um vert að ætla að endurskoða þetta á næstu tveim ámm. Á sú endurskoð- un að herða enn þrælatökin eins og gert er í kjölfar hæstaréttardóms Valdimars?" spurði Sverrir. -JBP Sverrir Hermannsson og Valdimar Jóhannesson voru í miklum önnum á skrifstofu Frjálslynda flokksins að Hlíðasmára 10 í Kópavogi í gær ásamt nokkrum fylgismönnum. DV-mynd ÞÖK DV, Ósló: Aðsókn á Kvikmyndhátíð í Reykjavík hefur verið með ein- dæmum góö. í gærkvöld þegar hátíðin hafði staðiö yfir í eina viku höfðu 20 þúsund manns komið á hátiöina og má reikna með að sú tala hækki um nokk- ur þúsund yfir helgina, en kvik- myndhátíðinni lýkur á sunnu- dagskvöld. Vinsælasta kvik- myndin er danska kvikmyndin Festen sem sýnd er í Háskóla- bíó. ígær höfðu hátt á fimmta þúsund manns séð hana. -HK „Gleðitíðindi fyrir alla unnendur menningar í Noregi," segir norska stórblaðið Afrenposten um að Berg- ljót Jónsdóttir hefur tekið að sér að stýra Listahátíðinni í Björgvin í sex ár til viðbótar. „Gleðitíðindi fyrir alla sem meta hámenninguna meira en þrætu um þjóðsöng Björgvinjar," segir Berg- ens Tidende um sama atburð. Og Bergljót sjálf um þetta allt: „Ég hef ekki lokið verki mínu hér.“ Al- menningur í Björgvin bíður þó í spenningi eftir að heyra hvort þjóð- söngur bæjarbúa verður fluttur á Listahátíöinni í ár. Bergljótu var hótað öllu illu og brottrekstri úr landi fyrir að fella sönginn út af dagskráinni í fyrra. „Bíðið bara og sjáið. Einhver spenna verður að vera,“ segir Berg- ljót, sem í Björgvin gengur undir nafninu Listahátíðar-Bella. Áður en hún kom til sögunnar fyrir tveimur árum höfðu sex stjómendur verið reknir á tíu ámm. Bergljót hefur því brotið þrjár hefðir í Björgvin: Hún hefur setið út ráðningartíma sinn; hún hefur ver- ið endurráðinn; og hún hefur fellt þjóðsöng bæjarbúa út af dag- skránni. Kári Rommetveit, formaður stjómar Listahátíðarinnar, hafði þetta að segja um Bergljótu þegar tilkynnt var um endurráðninguna: „Listahátíðin hefur þróast ört undir stjórn Bergljótar. Hvað varðar ímynd innanlands og utan, dagskrá og listrænt gildi þá hefur Bergljót unnið hátíðina upp um eina deild - upp í efstu deild.“ GK stuttar fréttir Vinabæjarsamband í dag verður með formlegum hætti komið á vinabæjarsam- skiptum miUi Hafnarfjarðar og Akureyrar. í gær skiptu bæjarstjór- amir um sæti og skoðuðu sig um í vinabæjunum. Magnús Gunnarsson fór norður og Kristjáns Júlíusson suður. Mark- miðið með vinabæjarsambandinu er að efla tengsl ýmissa stofhana, starfsmanna og síðast en ekki sist íbúa bæjanna. Húormengun Flúormengun ffá Norðuráli á Grundartanga er talsvert yfir viðmiðunarmörkum, að sögn fréttastofu RÚV. Þá er kolaryk meira i skautaskála en hjá álverinu í Straumsvík. Samtökin Sól í Hvalfírði vilja vegna þessa fúnda með stjómvöldum um helgina og Hollustuvemd rikisins í næstu viku. Mótmælauppsögn Kennari í Austurbæjarskóla hefúr sagt starfi sínu lausu frá og með næstu mánaðamótum til að mótmæla óviðunandi vinnuaðstöðu sinni og nemenda sinna. RÚV sagði ffá. Kynþokkafyllstur Þórhallur Gunnarsson, leik- ari og annar stjórnandi sjón- varpsþáttarins Titrings, var val- inn kynþokka- fyllsti karlinn árið 1999 af Rás 2. í öðra sæti hafnaði Guðlaugur Már Unnarsson ffá Fáskúðsfirði og Logi Bergmann Eiðsson fféttamaður í þriðja sæti. Kennarasamningar Talið er líklegt að samkomulag kennara við sveitarfélagið Árborg sé í sjónmáli eftir fúnd aðilanna i gær- kvöldi en þar lögðu fúlltrúar sveitar- felagsins fram nýtt tilboð til kennar- anna sem hljóðar upp á 14% launa- hækkun. RÚV sagði frá. Geta ekki keypt Bæjarstjóri Garðarbæjar sagði í samtali við fféttastofú Bylgjunnar, að bæjarstjómin æth ekki að neyta forkaupsréttar á Amameslandinu sem Jón Ólafsson keypti á 700 millj- ónir í gær gegn staðgreiðslu. Hann minnir þó á að ekki er gert ráð fyr- ir nýbyggingum á landinu á næst- unni í áætlunum Garðabæjar. LÍ stofnar dótturféiag Landsbanki íslands hf. hefur stofnaö sérstakt dótturfélag, Lands- bankann - Framtak hf., sem mun hasla sér völl á sviði fjármögnunar nýsköpunar og vaxtargreina í ís- lensku atvinnulífi. Viðskiptavefúr Vísis.is greindi frá. Umferðarslys rannsökuð Rannsóknarnefiid umferðarslysa er að taka til starfa og ætlar hún að rannsaka öll banaslys í umferðinni í ár. Á grundvelh rannsóknanna ger- ir nefndin tillögur um ráðstafanir til að koma í veg fyrir sambærileg slys eða draga úr afleiðingum slysanna. RÚV greindi ffá. IÓheimilt að stýra fundum Borgarstjóran- um í Reykjavík er óheimilt að stýra fundum borgar- ráðs. Félagsmála- ráðuneytið birti í dag þann úr- jskurð. Inga Jóna : Þórðardóttir, odd- S viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, kæröi síðsumars ákvörðun Reykja- j vikurlistans að fela borgarstjóra : fundarstjórnina. RÚV greindi frá. Banaslysið í Laxárdal Maðurinn sem lést í snjóflóðinu í i: Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu í fyrra- | kvöld hét Bergsveinn Gunnarsson. Bergsveinn var um áttrætt og bjó á bænum Kasthvammi í Laxárdal. Snjóflóð sem hann lenti í féll á milli i Kasthvamms og veiðiheimOisins við Rauðhóla og varð Bergsteini að I bana. -íbk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.