Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 I iV fréffir Danska vitniö í málverkafölsunarmálinu: Seldi Pétri svipað málverk - ákæröi sakar lögreglu um aö hafa áhrif á vitnið Vitnaleiðslum í málverkafblsunar- málinu lauk fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær þegar danska konan Pat- ricia Mikkelsen kom fyrir dóminn. Hún sagðist hafa hitt Pétur Þór Gunn- arsson á flóamarkaði í Lyngby rétt utan við Kaupmannahöfn sumarið 1998 þar sem hún var að selja ýmsa hluti. Þar kom Pétur að sölubás henn- ar og hún komst að því að hann var íslenskur. Þá hafi hún sagt honum að hún ætti íslenskt málverk, sem hún erfði eftir fóður sinn, og spurði hvort Pétur hefði áhuga á að skoða það. Pét- ur skoðaði það og keypti myndina í framhaldi af því á 18.000 danskar krónur. Hún sagöi að myndin hefði verið merkt Jóni Stefánssyni og lýsti hún málverkinu þannig að á mynd- inni hefðu verið krús, flaska og ávext- ir. Lýsingin kemur saman við eitt verkanna sem Pétur Þór er sakaður um að hafa falsað. Líkist myndinni Jón Snorrason, sækjandi málsins, spurði Patriciu hvort hún hefði hitt Pétur Þór eftir að hafa selt honum málverkið. Hún sagðist þá hafa hitt hann tvisvar. I annað skiptið þegar hún rakst aftur á hann á sama flóa- markaði í Lyngby en þá hafði Pétur undir höndum ljósrit sem hann sýndi henni. Á ljósritinu var mynd af mál- verkinu, sem hún hafði selt Pétri, og spurði hann Patriciu hvort hún væri tilbúin að staðfesta að þetta væri verkið sem hún hafði selt Pétri. Pétur sagði svo síðar þegar hann var kallaö- ur fyrir sem vitni að tilgangur farar hans á flóamarkaðinn í Lyngby hefði verið að fá staðfestingu hennar á því að myndin sem var á ljósritinu væri mynd af verkinu sem hún hafði selt honum. Sækjandi sýndi Patriciu blað með myndum af nokkrum málverk- um og bað hana um að benda á það málverk sem hún seldi Pétri. Patricia Norðurpóllinn á Akureyri er eins og „drauga- þorp“, hús jafnt sem jólatré standa enn á svæðinu en vonir standa til að þorpiö verði fjarlægt í næstu viku. DV-mynd gk benti á málverk á blaðinu en sagði að málverkið líktist málverkinu sem hún seldi Pétri en sagðist ekki fullviss um að það væri það. Þegar henni var svo sýnd myndin sem talin er vera fölsuð sagði hún einnig að myndin væri lík þeirri sem hún seldi Pétri en hún gæti ekki verið fullviss. Hún sagðist ekki muna eftir litum á mynd- inni - aðeins fyrrgreindum þremur atriðum á henni. Hitti Pétur fyrir stuttu Hitt skiptið sem Patricia hitti Pétur eftir að viðskipti höfðu átt sér stað þeirra í miilum var í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Þá gerði Pétur sér ferð til þess að ræða við Patriciu þar sem hún hafi verið mjög efins með að bera vitni. Þegar Ingibjörg Benediktsdóttir spurði hvort hún DV, Akuieyri: „Þetta fór eins og mig grunaði. Ég sagði strax þegar til umræðu var að Akureyrarbær veitti eina milljón króna aukafjárveitingu í þetta að kostnaðaráætlun, sem lögð var fram og hljóðaði upp á 6,4 milljónir, myndi aldrei standast og það er komið á dag- inn. Mér skilst að gatið sem stoppa þarf upp í sé í dag um 8 milljónir króna og það er ekki allt komið fram enn. Það á t.d. eftir að fjarlægja þorpið og ganga frá svæðinu og það kostar sitt. Ég velti því fyrir mér hver eða hverjir ætla að bera ábyrgð í þessu máli sem anað var út í án fullnægjandi kostnaðaráætlana," segir Oddur H. Halldórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, um fjármál jólabæjarins Norðurpóls- ins á Akureyri sem virðast komin i óeftii. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, sem stóð að Norðurpólnum, heyrir undir Héraðsnefnd Eyjafjarðar og allt bendir til að það komi í hlut neftidarinnar að bera tapið af jólaævintýri Norðurpólsmanna. Þó er vit- að að innan nefndarinnar eru menn langt frá því að vera sáttir við að taka á sig tapið og tala menn utan Ak- ureyrar um að best sé að Ak- ureyringar beri sjálfir ábyrgð á sínu jólaævintýri. Það var þó Héraðsnefndin sem á sínum tima gaf Ferða- málamiðstöðinni grænt ljós á að koma Norðurpólnum á fót. Norðurpóllinn var samansettur af fjölda smáhúsa sem komið var fyrir á flötinni fyrir neðan leikhúsið á Akur- eyri. Þar var einnig komið fyrir mikl- um fjölda jólatijáa og byggt upp lítið þorp. Ýmislegt varð til þess að aðsókn í þorpið var mun minni en menn höfðu gert sér vonir um, m.a. slæmt tíðarfar og e.t.v. of lítil kynning. Fljót- lega fór að bera á óánægjuröddum þeg- ar aðsóknin svaraði ekki eftirvænting- um en forráðamenn jólaævintýrisins báru sig mannalega og gera reyndar Verslunin HAGKAUP@VISIR.IS: Heimsókn 20 þúsund manna Norðurpólsævintýrið: Talið að tapið nemi allt að 8 milljónum króna Fjölmenni var við réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Auk fréttamanna má þekkja Ólaf Inga Jónsson forvörð, Thor Vilhjálmsson rithöfund og Þóri Oddsson vararíkislögreglustjóra. DV-mynd ÞÖK vissi ekki að henni bæri skylda til að bera vitni sagði Patricia að henni hefði ekki verið fúllkunnugt um það. Pétur bað hana þá að bera vitni þar sem það væri mjög mikilvægt fýrir sig. Pétur Þór Gunnarsson sagði við spumingu sækjenda í gær að hann hefði farið til Kaupmannahafhar að hitta vitnið þar sem hann var hrædd- ur um að reynt hefði verið að hafa áhrif á framburð hennar i málinu. Pétur sagði að hann vissi til þess að lögregla hefði haft samband við lög- mann Patriciu í Ðanmörku og reynt að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði eftir hennar samvisku. Málflutningur i málinu verður 27. þ.m. -hb áform um frekari stækkun verslunarinnar Nærri 2500 manns hafa átt við- skipti við netverslunina HAG- KAUP@VISIR.IS þá tvo mánuði sem hún hefur verið starfrækt. í desem- bermánuði einum voru gestir versl- unarinnai' 12.600, en frá opnun hafa 20 þúsund manns komið í heim- sókn. HAGKAUP@VISIR.IS er tvímæla- laust öflugasta netverslunin á ís- lenska hluta Internetsins. Þar er verulegt framboð bóka, geisladiska, spila, myndbanda og tölvuleikja. Gestir verslunarinnar geta með mjög einfóldum hætti lesið umfjall- anir um þær vörur sem í framboði eru og auk þess kynnt sér margvís- lega gagnrýni á bækur og geisla- diska og lesið viðtöl við þá lista- menn sem standa að baki þeim út- gáfum. Um 85% af öllum viðskiptum verslunarinnar eru sala á bókum; viðskiptavinir greiddu með greiðslukortum og var greiðslu- heimild veitt með beinum tölvusam- skiptum. íslandspóstur hefur síðan séð um að afgreiða vörur til við- skiptavina fyrir fast gjald á hverja sendingu kr. 165. Aðstandendur HAGKAUP@VIS- IR.IS eru mjög ánægðir með þessa frumraun með smásölu á Intemet- inu og em einhuga um að stækka verslunina á komandi mánuðum. Áætlanir hljóða upp á fjórfóldun í veltu og sölu þeirra vörutegunda sem þegar em í boði, en innan skamms mun titlum bóka og geisla- diska fjölga til muna og vörufram- boð því margfaldast. Jafnframt eru uppi áform um að bjóða gestum verslunarinnar ýmsar aðrar vöru- tegundir sem hingað til hafa ekki verið í boði á Internetinu. enn. „Það er ekki mitt að svara til um fjárhagslega útkomu málsins en tapið er að minu mati ekki eins mikið um er talað. Ég lít reyndar ekki svo á að hér sé um tap að ræða heldur fjárfestingu til framtíðar," segir Tómas Guðmunds- son, forstöðumaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar sem hafði yfir- stjóm með jólaævintýrinu. Tómas seg- ir að vissulega hafi ekki allar áætlanir gengið eftir, umfangið hafi orðið meira en menn ætluðu. Ráða hafi þurft fleira fólk en reiknað hafði verið með og þá hafi aðgengi að tækjum og stofnunum Akureyrarbæjar verið minna en ætlað var í upphafi. -gk En gaman! Það gengur mikið á hjá hinum ýmsu frambjóðendum Samfylkingar þessa dagana. Her fólks er að hringja út til að hvetja fólk til að kjósa rétt. Þannig heyrðu Sandkom góða sögu af stúlku sem var við út- hringingar á vegum Jakobs Frimanns Magnússonar , stuð- manns og eðalkrata. Stúlkan hringdi heim til Sighvats Björg- vinssonar og hóf syrpu spuminga. „Kannast þú við samfylkinguna?" spurði hún og leið- toginn svaraði þvi játandi. Þá spuröi hún hvort hann vissi hver Jakob Frí- mann væri. „Jú,“ svaraði Hvati. „Ég er nú formaður Alþýöuflokksins," bætti hann við. „En gaman,“ sagði stúikan og lét ekki slá sig út af laginu. „Ætlarðu að kjósa Samfylkinguna," hélt hún áfram og fékk enn eitt jáið. Þegar hún svo bar upp aðalerindið og spurði hvort hann vildi kjósa Kobba þá lauk samtalinu í skyndingu ... Valdamestur Indriöi Pálsson stjómarformaður Eim- I skips og Skeljungs, ætl- ar sér að hætta. Hann mun lengi hafa haft . hug á því að sinna öðrum hugðarefhum. Indriði mun td. eiga eitt verðmætasta frí- i merkjasafh landsins. Við stjómarfor- : mennsku í Eimskip tekur Benedikt Sveinsson hrl. sem þar með bætir við sig embætti. Hann er nú formaður | stjómar Marels, SR-mjöls og Sjóvár-Al- ; mennra. Með þessu er endanlega Ijóst j hver valdamesti maðurinn í íslensku | viðskiptalífi er. Frændi Benedikts og nafhi Benedikt Jóhannsson verður I aö líkindum formaður stjómar Skelj- | ungs en hann hefur átt sæti í stjórn fé- lagsins nokkur undanfarin ár. Þá er orörómur um að frekari breytingar j verði á stjóm Eimskips, en því verður I ekki haldið fram að þar séu atlir stjómarmenn á besfa aldri. Sorgardagur Alfreðs Alfreð Þorsteinsson beið afhroð í prófkjöri Framsóknarflokksins i Reykjavík þegar hann náði einungis 6. sætinu á listanum en hann og Am- þrúður Karlsdóttir höfðu gert með sér óformlegt kosninga- bandalag en Amþrúður féll sömuleiðis. Hjá stuðningsmönnum Finns Ingólfssonar varð mönnum tíðrætt um þetta áfail Alfreðs og bentu á að þetta hefði þó ekki verið eina áfall Alfreðs. Sama dag boöaöi bæjarstjóri Hafnarftarðar til fundar þar sem hann krafði Orkuveitu borgarinnar um 350 milljónir vegna ok- urs borgarinnar á heitu vatni og sömu- leiðis efuðust menn um að atkvæða- greiðsla vegna nýstofnaðs orkurisa stæðist þar sem Pétur Jónsson hefði verið ólöglega skipaður borgarfulltrúi við atkvæðagreiðsluna. Þetta var því sannur sorgardagur fyrir Alfreð... Kári hlédrægur Heimspressan hefur gifurlegan áhuga á hinum miölæga gagnagmnni j Kára sem sturta á allflestum íslending- I um ofan í. Símar I þeirra sem standa í Ieldlínu gagnagrunns- deilunnar hafa ekki stoppað þar sem sjónvarpsstöðvar og I stórblöð hafa viljað j skoða máhö. í síð- i ustu viku var am- | eriska stjónvarpsstööin NBC á inni og ræddi meðal annars við Kára Stefánsson, konung flestra íslenskra gena. Þá var rætt við lækna sem and- | snúnir eru grunninum góða. Heyrst I hefúr að stjómendur fréttaþáttarins 60 ; minutes hafi áhuga á gera þátt um | starfsemi Kára en hann sé lítt ginn- [ keyptur fýrir því og óttist það sam- p hengi sem hann verði settur í.... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.