Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JjV theygarðshornið Já-já nei-nei og ætli ekki það og þó... Hvaö er sá kjósandi aö hugsa sem merkir í prófkjöri við Finn Ingólfsson í fyrsta sæti og Ólaf Örn Haraldsson í öðru sæti? Ég vil virkja alls staðar og ég vil friða há- lendið fyrir virkjunum. Ég tel lög- formlegt umhverfismat á Fljóts- dalsvirkjun nauðsynlegt og óþarft. Ríkisstjómin ætti aö undirrita Kyoto sáttmálann með lygara- merki á tánum. Ég vil fá álver á Reyðarfjörð og vil ekki sjá það. Það er svolítið erfitt fyrir okkur hin að átta okkur á þessu en það sem Framsóknarmaður- inn hugsar alltaf þegar hann gerir eitthvað fyrir flokkinn sinn er: jájá- nei-nei. binda bann við bamaþrælkun, enda stríði slíkt bann gegn hefð- bundnum hugsjónum íslenskrar menningar um að allir skuli skaffa um leið og þeir hafa aldur til, og börn séu umfram allt ódýr vinnu- kraftur. Þar með ná þeir öllu í hús. Hver er Framsóknarhugsjónin? Stefnan? Að ná öllu í hús. Og aðferðin? Ólafur Jóhannes- hring sem lá síðan á atvinnulífi landsmanna áratugum saman og graðkaði í sig sparifé þeirra var Framsóknarflokkurinn fyrst og fremst hinn pólitíski armur þess- ara samtaka, vettvangur til að auð- velda aðgang að pólitískt stýrðu bankakerfi og óvenju margbrotnu sjóðakerfi þar sem gerðir voru upptækir peningar sem almenn- ingur átti og settir í hendur fjár- glæframanna sem kölluðu sig alltaf atvinnulífið í landinu. Frá þvi að Framsóknarflokkurinn sagði í verki skilið við samvinnu- hugsjónimar einhvem tímann um miðja öldina hefur hann umfram allt verið bandalag tækifærissinna og fyrirgreiðslumanna; bandalag Því að einhvern veg- inn er það alveg eftir Framsóknarmönnum að kjósa fyrst helsta per- sónugerving landspjalla og virkjanaæðis og stór- iðju - og merkja að því búnu við málsvara nátt- úruvemdar. Og dæmi- gert fyrir þennan skringilega flokk að einmitt þeir tveir menn gera bandalag sem ósammála virðast um öll grundvallaratriði þegar kemur að því að meta hvemig auð- lindir landsins skuli nýttar. Og hvern kjósa þeir svo í þriðja sæti nema dyggan málsvara fjöskyld- unnar og barnanna? Svo sem eins og til mótvægis við það aö bjóða okkur upp á félagsmálaráðherra sem þverskallast hefur við að lög- son vitnaði af snilld í sjálfan Guð almáttugan fyrir mörgum árum: Ræða þín sé já-já nei-nei. Betur hefur Framsóknarstefnunni aldrei verið lýst. Allar götur síðan Vil- hjálmur Þór drap Samvinnuhug- sjónina fyrir miðja öldina og Sam- bandið breyttist í gráðugan auð- atvinnustjórn- málamanna sem em hug- sjónalausir á óvenju blygð- unarlausan hátt. ****** Hugmynda- fræðileg óheil- indi Framsókn- arflokksins hafa um langan aldur raglað is- lensk stjóm- mál. Sjálfstæð- isflokkurinn er að vísu all sér- stæð blanda af kristilegum demókrata- flokki á evr- ópska vísu og svo aftur þjóðar- flokki nýfrjálsrar nýlendu á afríska eða indverska vísu - svolit- ið eins og Kongressflokkurinn ind- verski eða jafnvel Afríska þjóðar- ráðið, eða þessir írsku flokkar með nöfn sem ekki er nokkur vegur að muna og stefnu sem þvi síður er hægt að átta sig á. Samt veit mað- ur nokk hvað sjálfstæðisstefnan gengur út á. Maður veit hvað mað- ur er að kjósa þegar maður merk- ir x við D. Sterkan leiðtoga og fóð- urlega handleiðslu sem maður hlýðir þótt maður sé ósammála öllu sem hann vill - hann á að ráða, það er málið. Og á vinstri væng hafa línur loks verið bless- unarlega að skýrast. Jafnaðar- menn em að sameinast í einni fylkingu - Héðinn er loksins að komast heim, líka Hannibal, Vil- mundur og Jóhanna. Og þar vinstra megin er loksins verið að stofna Alþýðu- bandalagið; fá- mennan og sér- lundaðan flokk sem kallar sig grænan en var að vísu æði grár að sjá í Sjónvarpinu á flokksstofnunar- fundinum þar sem sjá mátti mörg kunnugleg andlit úr „Hreyf- ingunni". Sá orð- hagi maður Tómas R. Einars- son bassaleikari, tónskáld og þýð- andi hefur reyndar sagt að nýi græn-rauði flokkurinn eigi að heita Heima- stjómarflokkurinn og er því hér með komið á framfæri. En nú í fyrsta skipti í mörg ár er þó að minnsta kosti hægt að velja um skýra stefnu á vinstri væng. Ef Samfylkingarfólkið stillir sig um að tala eins og það hafi í hyggju að leggja niður góðærið gæti því tek- ist að búa til mjög vænlegan val- kost, einkum fyrir Reykvíkinga á þessum tímum þegar við búum við ríkisstjórn sem er óvenju fjand- samleg borginni okkar - Fram- sóknarmenn vegna sögulegrar hefðar og Sjálfstæðismenn vegna heiftar forsætisráðherra sem vill refsa borgarbúum fyrir stuðning við Reykjavíkurlistann og mun ef að líkum lætur - og hann fær brautargengi í kosningunum - flytja Stjómamáðið til Kópavogs. dagur í lífi Vekjaraklukkan hringdi klukkan 7.00 og ég stangaðist fram úr rúminu. Leit í spegil og fannst ég hafa breyst í Gilitrutt yfir nóttina. Fór fram og leitaði að sígar- ettum. Fann engar og fór og leitaði mér að stubbum í ruslinu. Fann nokkra hálf- reykta stubba og þá fór landið að rísa. Kveikti á útvarpinu og hlustaði á þennan yndislega morgunþátt Lönu Kolbrúnar Eddudóttur. Lét renna í bað og reyndi að flikka upp á andlitið á mér á meðan ég hlustaði á Mozart og kom mér í andlegt jafnvægi fyrir útvarpsviðtal á Klassík fm. Sem ég er að komast upp í listrænar hæð- ir kemur vinkona mín frá Bosniu sem býr hjá mér og hundskammar mig fyrir að hafa drukkið alla mjólkina hennar. Ég sat svolítið og hugsaði hvort ég ætti að verða reið en mundi þá allt í einu eftir þeim hörmungum sem á henni og fjölskyldu hennar höfðu dunið og ákvað að fara frek- ar í bað. Druslaði mér siöan niður í Aðal- stræti 6 og þá kom í ljós að ég var degi of snemma. Ég harðneitaði því og sagðist hafa skrifað þetta í bókina mína, sem reyndar var bölvuð lygi, og þeir gáfu sig með reisn og tóku við mig viðtalið sem fjallaði um leikritið sem ég er að setja upp þessa dagana niðri í Iðnó á vegum Hvundagsleikhússins og heitir Frú Klein. Síðan fór ég niður í Iðnó og þar voru sem betur fer allir í skellandi góðu skapi svo æfingin gekk bara nokkuð vel og við kvöddumst þar klukkan tvö. Þá mundi ég allt í einu eftir mjólkinni og keypti mér rúgbrauð og ost sem ég hef lifað á síðustu viku, að ógleymdum sígarettum. Síðan fór Inga Bjarnason segir frá degi í lífi leikstjóra vikuna fyrir frumsýningu. ég heim til mín íhugaði þar í tuttugu og fjórar mínútur eins og ég geri vanalega, tók símann úr sambandi og þá birtist Mar- grét Ákadóttir sem einmitt leikur frú Klein og litlu seinna voða sætur blaöa- maður frá Morgunblaðinu. Við kjöftuðum hann í kaf og drukk- um mikið kaffi og ég held að hann hafi ver- ið feginn að sleppa frá okkur. Þá vorum við orðnar svo úrvinda að við lögðumst sín í hvort rúmið og sváf- um þar. Ég las að vísu svolítíð fyrst í kaþ- ólsku bænabókinni en Margrét sofnaði strax. Síðan rifum við okkur á lappir, drifum okk- ur niður í Iðnó þar sem var allsherjar rennsli og komu nokkrir góðir vinir okkar og horfðu á. Við spekúleruðum svolítið í ljósum, ég og Alfreð Sturla Böðvarsson, Ijósahönnuðurinn okkar. Skiptum á milli okkar því lítil- ræði sem eftir var af verkum, góður vinur minn keyrði mig heim og ég fór í rúmið klukkan hálfeitt og hugsaði með mér eins og ég hef gert síðast- DV-mynd E.ÓI. liðnar 30-40 sýningar sem ég hef sett upp: Þetta ætla ég aldrei að gera aftur og nú er ég hætt! Og sofnaði svo...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.