Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1999 20 fréttír Efasemdir um álver á Reyðarfirði, umhverfismálakreppa og kosningaskjálfti: Grænn tónn í túrfaínunni Virkjanir norðan Vatnajökuls XTBrú 375 MW _ 30 m y.s. ^tf'^K&hnúkar 470 MW ^„<£íV'FljótsdáliÍK^10 MW Rafltna til stóriðju f Reyðarfirði Stffla ------Göng Stöðvarhús 20 km Mun minna lón ef sameinasi aðrennsli úr Hálslóni. Eyjabakkar ekki á kaf. Heimild: Landsvirkjun Landsvirkjun hefur dregið úr skúffu ófullgerðar hugmyndir um aðra leið í virkjunarmálum sem bjargi Eyjabökkum. Möguleiki sé að virkja Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fljótsdal saman. Með því móti sé hægt að nýta miðlunarrými fyrir Jökulsá á Fljótsdal við Kárahnjúka. Þetta er dýrari kostur en ræddur hefur verið til þessa. Á kortinu má sjá samtengingu aðrennslisganga (rauða brota- línan) og hvernig Eyjabakkalón minnkar til muna (skástrikað). og því afar hæpið að ætla að nokkuð verði af ákvörðun um bygg- ingu álvers á Reyðar- firði næstu 5-10 ár. Ráðherrar hafa hins vegar fullyrt að ekkert bendi til að fyrirtækið hafi hætt viðræðum um bygg- ingu álvers á Reyðar- firði. Hafa þeir ítrek- að að niðurstaða í við- ræðuferlinu fáist ekki fyrr en í júni i sumar, að loknum kosning- um. Hjörleifúr Gutt- ormsson alþingismað- ur segir að ekkert sé á bak við „áltjöld" ráða- manna, en þeim sé mjög í mun að halda þeim uppi fram yfir kosningar. „Það lá í loftinu þegar í fyrravetur að áhugi Norsk Hydro á að fjárfesta í ál- bræðslu á íslandi á umræddu tímabili væri afar takmarkað- ur ... Þetta mátti að vísu ekki segja upp- hátt og voru iðnaðar- ráðuneyti og mark- aðsskrifstofa MIL jafnóðum látin bera allar slíkar fregnir til baka,“ segir Hjörleif- Uppistöðulón í Eyjabökkum Allt úrtakið Tóku afstöðu (2%) (14%) É Fylgjandi Andvíg Óákveöin Svara ekki Heitar umræöur hafa um nokk- urt skeið farið fram um virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi og stóriðjuáform í Reyðarfirði norðan- verðum. Hefur þar hæst borið mögulega byggingu álvers á vegum Norsk-Hydro, Fljótsdalsvirkjun og uppistöðulón í Eyjabökkum, norðan Vatnajökuls. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og þingmaður Aust- frrðinga, auk sveitarstjómarmanna eystra hafa lagt mikla áherslu á að byggt verði álver í Reyðarfirði með tilheyrandi framkvæmdum. Slíkar framkvæmdir muni skapa sterkara þéttbýli á Austurlandi, laða þangað fleira fólk og skapa betri lífsskil- yrði. Á hinn bóginn hafa ýmis sam- tök og einstaklingar lagst mjög gegn þessum áformum, að fóma náttúruperlu í Eyjabökkum fyrir stóriðju. Atvinnusjónarmið og nátt- úruverndarsjónarmið hafa stangast á og engin eftirgjöf eða málamiðlan- ir merkjanlegar. Blómlegra mannlíf Ljóst er, rúmum þremur mánuð- um fyrir kosningar, að hér eru brennandi kosningamál á ferð, há- lendi Islands og stóriðjuáform. Iðnaðarráðherra hefur barist hart fyrir málinu og einnig utanríkis- ráðherra, sem sækir kjörfylgi sitt til Austfjarða. Utanríkisráðherra reit grein í Dag í vikunni þar sem hann fór fram á meiri sáttahug í umræð- unni og sanngirni, þar sem tekin yrðu inn sjónarmið eins og byggða- og efnahagsmál. Leggur hann ríka áherslu á að hér sé um heildar- hagsmuni þjóðarinnar að tefla og að Fljótsdalsvirkjun sé ekki hægt aö reisa án miðlunar við Eyja- bakka. Þar fari land undir vatn til að skapa betri afkomu og blóm- legra mannlif. Umhverfisímynd En framsóknarráðherrar eru í vanda. Þrátt fyrir fylgi margra Austfirðinga við stóriðjuáform og virkjanir hefur ímynd flokksins í umhverflsmálum beðið hnekki í þessu máli. Það hefur verið krafa náttúru- verndarsinna að fram fari um- hverfismat á Fljótsdalsvirkjun samkvæmt umhverfislögunum frá 1994. í lögunum eru hins vegar ákvæði þess efnis að framkvæmdir sem fengið höfðu leyfi fyrir gildis- töku þeirra séu undanþegnar um- hverfismati þessu. Ákvörðun um byggingu Fljótsdalsvirkjunar var tekin á Alþingi 1981. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins í nóvember lagði Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Fram- sóknar í Reykjavík, ofuráherslu á að í umhverfisályktun þingsins yrði tillaga um að umhverfismat yrði gert á áhrifum Fljótsdalsvirkj- unar. Hann vildi ekki að undirbún- ingsvinna Landsvirkjunar, sem kostað hefur 3 milljarða króna, Innlent fréttaljós — Haukur Lárus Hauksson yrði látin nægja. Tillaga Ólafs var ekki samþykkt. Kallaði það á hörð viðbrögð frá Steingrími Hermanns- syni, nýkjörnum formanni Um- hverfissamtaka íslands. „Ég harma það að ekki náðist að samþykkja að lög um umhverfis- mat næðu til Fljótsdalsvirkjunar. Eitt af því mikilvægasta sem fram undan er er að ná sátt við um- hverfissamtökin. Sú sátt mun aldrei nást ef ekki fer fram lögboð- ið umhverfismat," sagði Steingrím- ur á flokksþinginu og bætti við að of lítill skilningur ríkti á mikil- vægi umhverfismála í flokknum. Könnun DV DV birti á mánudag niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kom að meirihluti þjóðarinnar, 66% eða 2 af hverjum 3, væri and- vígur því að Eyjabakkar færu und- ir miðlunarlón vegna virkjunar- framkvæmda. í hópi fylgjenda uppistöðulóns voru 58,1% á lands- byggðinni en 41,9% á höfuðborgar- svæðinu. Rúm 84% tóku afstöðu í könnuninni og afstaðan því afger- andi. Nýtt frumvarp I kjölfarið kynnti Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra í ríkisstjórn drög að frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum. Verði það samþykkt óbreytt lítur út fyrir að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun verði að fara í umhverfismat samkvæmt um- hverfislögrmum frá 1994. Nánari útfærsla er, samkvæmt frumvarps- drögunum, að hafi virkjunarfram- kvæmdir ekki hafist innan árs verði framkvæmdin að fara í um- hverfísmat. Þetta hafa menn kallað sólarlagsákvæði. Haft var eftir Guðmundi að það væri óásættanlegt að draga mætti framkvæmdir eins lengi og mönn- um sýndist. Guðmundur sagði reyndar óljóst hve langur umþótt- unartíminn yrði, eitt ár eða jafnvel fimm. Á þessari endurskoðun lag- anna að verða lokið fyrir miðjan mars þegar tilskipun Evrópusam- bandsins um umhverfismat tekur gildi. Ekki óbreytt Þama virtust framsóknarmenn vera að ná sér í prik meðal nátt- úruverndarsinna. En Davíö Odds- son forsætisráðherra gerði þær vonir að engu þegar hann sagði útilokað að samþykkja framvarpið óbreytt. Útilokað væri að fallast á svo skamman frest enda gengi það þvert á yfirstandandi viðræður um nýja stóriðju. Davíð sagði í Degi: „Mín afstaða er sú að ef það skýrist með Fljóts- dalsvirkjun á næstu 1-2 árum sé ekki efni til þess að fara í umhverf- ismat samkvæmt lögunum. Ef við færum hina leiðina værum við að setja það mál allt í uppnám gagn- vart þeim aðilum sem menn hafa átt í formlegum og óformlegum viðræðum við. En ef þær umræður sem nú eiga sér stað leiða ekki til neins fer málið að horfa öðravísi við.“ Ekkert álver? Og þar kom Davíð að mikilvægu atriði. Haft var eftir talsmanni Norsk Hydro að fyrirtækið hefði ekki í hyggju að reisa álver á ís- landi í nánustu framtíð.Við bætist að tilkynna á um spamaðarráð- stafanir á stjómarfundi fyrirtækis- ins 15. febrúar. Hjá Náttúruverndarsamtökum íslands er fullyrt að Norsk Hydro ætli sér að byggja álver á Trinidad ur í grein. Hann bætir við að þeir beri mikla ábyrgð sem enn reyna að telja Austfirðingum trú um að fram undan séu gífurleg umsvif við virkjunarframkvæmdir og byggingu álverksmiðju. „Með því er verið að viðhalda væntingum sem ekki er innstæða fyrir.“ Sá til lands Staðan nú minnir óneitanlega á þá tíð þegar beðið var ákvörðunar um byggingu álvers á Keilisnesi. Jón Sigurðsson, þáverandi iðnað- arráðherra, sagði alla tíð að menn færu að sjá til lands í málinu eða sæju til lands. En í land náði hann ekki, þó skrifað hefði verið undir samninga við Atlantsál fyrirtækja- hópinn fyrir kosningamar 1991. Finnur hefur ekki brugðið fyrir sig sömu myndlíkingum og Jón forð- um enda getur bragðið til beggja vona - að hann komist heldur ekki í land. Fari svo verður ekkert úr Fljóts- dalsvirkjun í bili að minnsta kosti og Eyjabakkar verða ósnortnir. Kynningarfundur ''//V/ÆT Vegagerðin og Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík boða til kynningarfundar vegna mats á umhverfisáhrifum breikkunar Vesturlandsvegar frá Suðurlandsvegi að Víkurvegi og byggingar mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Fundurinn verður haldinn að Skúlatúni 2 5. hæð, mánudaginn 25. janúar kl. 17.00. Á fundinum verða viðstaddir fulltúar Skipulags- stofnunar og Borgarskipulags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.