Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 21
T^"f J/' LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 21 Blómleg menning og öflugt atvinnulíf - segir nýráðinn sveitarstjóri í Biskupstungum DV.Vík: Sveitarstjóri var ráðinn til starfa hjá Biskupstungnahreppi i október en nýlunda er aö ráðinn sé sveitar- stjóri í Tungurnar. Áður höfðu odd- vitar hreppsnefndar sinnt því starfi. DV hitti Ragnar Sæ Ragnarsson, nýráðinn sveitarstjóra, við vígslu nýs íþróttahúss í Reykholti. Hann er menntaður leikskólakennari auk þess sem hann er með rekstrar- og viðskiptamenntun. „Stærsta verkefni sveitarfélags- ins síðan ég tók til starfa hefur ver- ið bygging íþróttahússins sem nú er verið að vígja og taka formlega í notkun. Þetta er mjög stór fram- kvæmd fyrir ekki stærra sveitarfé- lag og kostar 65 milljónir króna. Hér er góð sundlaug sem veitt hefur mörgum mikla ánægju og nú má segja að þegar við fáum þetta nýja íþróttahús séum við að fá fé- lagsheimilið okkar, Aratungu, aftur undir menningarstarf. Það sem ég tek helst eftir með því að koma úr þéttbýlinu í uppsveitir Ámessýslu er í raun ótrúlega sterkt og gott menningarlíf. Það vil ég meðal annars þakka Skálholtsstað en þar er vagga menningarinnar í héraðinu, sérstaklega hér í Tungun- um. í sveitarfélaginu hefur verið stutt dyggilega við tónlistarlíf. Við höfum Skálholtskórinn, í grunnskólanum eru starfandi þrír kórar og segja má að flest börnin í grunnskólanum stundi hljóðfæranám. Sveitarfélagið hefur tekið þá stefnu að setja tónlistina í öndvegi í grunnskólanum," segir Ragnar. Atvinnulíf hefur verið afar blómlegt í Biskupstung- um undanfarin ár, ylrækt og landbúnaður eru undir- stöðuatvinnu- greinar sveit- arfélagsins en iðnaður og Ragnar Sær Ragn- ferðaþjónustan arsson, sveitar- hafa einnig stjóri Biskups- verið að festa tungnahrepps. SÍS í sessi. Sveitarfélag- ið á stóran hluta í Límtré hf. sem rekur Yleiningar í Reykholti og lím- trésverksmiðju á Flúðum. „Atvinnuástandið er gott en hér er enginn atvinnulaus og það vant- ar fólk í vinnu. Við höfum ekki orð- ið fyrir sömu fólksfækkun á undan- fómum árum eins og svo mörg sveitarfélög í dreifbýlinu. Við stefn- um þó á að blása til frekari sóknar en þá emm við helst að hugsa um hvort íbúar í þéttbýlinu vilji ekki jafnframt hafa sitt annað heimili héma hjá okkur í veglegum heils- árshúsum. Við erum að vona að nýtt félag, Búmenn, haldi stofnfund sinn hér hjá okkur og byggi nokkur hús í Laugarási þar sem landrými er nægjanlegt og fegurðin ótrúleg. Þar stendur til boða gott land og glæsi- legt sem búið er að skipuleggja fyr- ir íbúðarbyggð. Síðan viljum við auka margvíslega þjónustu við íbú- ana. Umhverflsnefhd er starfandi sem ætlar að kynna mikilvægi náttúm- verndar og náttúruminjar á svæð- inu. Nýlega höfum við lokið við að setja upp götulýsingu í Laugarási og við stefnum á að gera meira af því. Hér hafa aukist verulega skipulögð sumarhúsasvæði og nú eru fyrir- liggjandi um 100 lóðir fyrir þá sem vilja. Á síðustu vikum hafa verið að streyma inn umsóknir um að fá skipulagða tugi lóða í viðbót. Á þessu ári munum við ljúka við aðal- skipulagsvinnu fyrir sveitarfélagið. í febrúar/mars klárum við deiliskipulag fyrir þéttbýliskjam- ana Reykholt og Laugarás en í lok ársins verður síðan lokið við aðal- skipulag fyrir sveitina í heild.“ -NH Ur nýja íþróttahúsinu í Biskupstungum DV-myndir NH Veljum Jakob Frímann Magnússon í Q sætið Ný hugsun! - Nýtt afl! ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsíngar rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • ÞRIR EKTA JEPPAR - EITT MEF - og JIMNY fékk gullverðlaunin 98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! Komdu og sestu inn Skoðaðu verð og gerðu samanburð $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. FULLfí ■■L JIMNY VITARA GRAND VITARA FRAMEl 4Ml[ Pl ilP TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. TEGUND: VERÐ: ILX SE 3d 1.580.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. TEGUND: VERÐ: GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GR.VITARA EXCLUSIVE 2,5 L V6 2.589.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.