Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 27
f TIV LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 Prestssonurinn frá Syðri-Löndum mætir Slátraranum frá Belgrad: 27 DV, Ósló:_________________________ Brosið hvarf eitt augnablik og prestssonurinn sagði: „Jú, það er víst svo. Slobodan Milosevic skilur ekkert annað mál en það sem vopn- in tala.“ Og svo breiddist brosið yfir andlitið aftur. Prestssonurinn frá Syðri-Löndum í upplöndum Noregs brosir að öllu. Hann er ljúfur eins og lamb guðs og nú hefur hann valist tU þess hlut- verks að tjónka við Slobodan Milos- evic - Slátrarann frá Belgrad - manninn sem keppir við sjálfan Saddam Hussein um efsta sætið á óvinsældalista heimsbyggðarinnar. Knut VoUebæk, utanríkisráð- herra Noregs, hefur bæst í fríðan hóp sáttasemjara sem aUan þennan áratug hafa reynt að greiða úr þjóð- emisflækjunni á Balkanskaga og ekki síst að koma vitinu fyrir Slobodan MUosevic Serbíuforseta. Leikur kattarins að músinni Norðmenn tóku um áramótin við formennsku í RÖSE - stofnuninni sem heitir því virðulega nafni Ráð- stefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu - og hefur síðustu árin reynt að stiUa tU friðar í fyrrum Júgóslavíu eftir að bæði Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa guggnað á friðarumleitunum. RÖSE hefur aðeins 800 manna óvopnað lið tU að gæta þess að MUosevic virði réttindi fólks af al- bönskum uppruna í Kosovo, syðst í Serbíu. Nú er þetta starf í hættu vegna þess að MUosevic viU helst stökkva fólkinu á flótta en Kosovo- Albanar vUja helst sjáifstæði. Þetta er leikur kattarins að músinni. Prestssonur í vanda Formennskan í RÖSE þýðir að Norðmenn verða að leggja til utan- ríkisráðherra sinn sem formann. Það er þvi prestssonurinn brosmUdi frá Syðri-Löndum sem nú endasend- ist miUi Belgrad, Vínar, Brussel og Berlínar með tiUögur og ráð um hvað beri að gera tU að koma fólki i Kosovo tU hjálpar. TU þessa hefur aðeins dugað að tala við MUosevic með tveimur hrútshornum. AUar tilraunir til samninga við hann hafa verið ár- angurslausar nema honum hafi áður verið stUlt upp andspænis hemaðarmætti NATO. Og um leið og slaknar á pressunni frá NATO er MUosevic kominn á stúfana og tek- in tU við fyrri þjóðemishreinsanir. Fyrsti sigur Vollebæks Það er því von að menn spyrji hvort Knut VoUebæk dugi eitthvað betur sem sáttasemjari á Balkanskaga en aUir þeir sem reynt hafa á undan honum í nafni nánast allra nafnkunnra alþjóðastofnana. í fyrri viku fór VoUebæk með friðarorð á miUi Milosevic og leið- toga skæruliða í Kosovo. Þá var verkefnið að fá átta serbneska menn úr her MUosevic látna lausa úr gísl- TflJbocl 50% afsláttur af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Löndum verður að eiga. Þegar þetta er skrifað er NATO að draga saman lið tU að stiUa MUosevic upp við vegg einu sinni enn og VoUebæk er á leið tU Belgrad að reyna samninga í skjóli vopnavaldsins. Lærlingur verður meistari Knut VoUebæk er ekki reyndur stjómmálarefúr. Stjórnmál hafa aUs ekki verið starfsvettvangur hans. Hann hóf ferU sinn í þjónustu Ólafs V. Noregskonungs sem lærlingur í utanrikisráðuneytinu árið 1973. Það tók lærlinginn tæpan aldarfjórðung að ná upp í stól utanríkisráðherra. Það segir töluvert um hæfni hans. VoUebæk er fæddur árið 1946 og Að 10 ára námi loknu hófst Rakk miUi sendiráða Noregs í ýmsum heimshlutum og heima i utanríkis- ráðuneytinu í Ósló. Þá fékk hann nasasjón af pólitík stutta stund árin 1989 og 1990 sem persónulegur ráð- gjafi utanríkisráðherrans í ríkis- stjóm Jans P. Syse. Sá var séra KjeU Magne Bondevik, núverandi forsætisráðherra. Þegar röðin kom að séra KjeU Magne að mynda sína eigin ríkis- stjóm fyrir fimmtán mánuðum upp- hófust í blöðum miklar vangaveltur um hverjir fengju ráðherraembætt- in - öU önnur en utanríkisráðuneyt- ið. Það var frátekið fyrir prestsson- inn frá Syðri-Löndum, þá nýskipað- an sendiherra Noregs í París. KristUegu kærleiksblómin spretta. Merki Noregs Almenningur í Noregi bindur mikl- ar vonir við VoUehæk. Hann á að halda uppi merki Noregs sem móður- lands friðar og sátta. Johan Jörgen Holst, utanrikisráðherra i tíð Gro Harlem Brundtland, náði að bera sáttaorð á milh ísraelsmanna og Palestínumanna. Óslóarsamkomulag- ið er stóra afrekið sem aUt annað er miðað við. Thorvald Stoltenberg olh vonbrigð- um vegna samúðarinnar með Serbum, og Bjöm Tore Godal vann engin stærri afrek á alþjóðavettvangi og festist í SmugudeUu við íslendinga. En nú er röðin komin að Knut VoUebæk. Krafan er að Noregur gegni á ný hlutverki á alþjóðavettvangi. Utanríkisstefna trúboðanna Dramnurinn um að „gegna alþjóð- legu hlutverki" er annað markmið norskrar utanríkisstefnu. VoUebæk er kjörinn tU þess að fara með hlut- verk alþjóðlegs friðarboða. Hann er hinn hámenntaði, kristni sendiboði sem talar spænsku við Javier Sol- ana, ffamkvæmdastjóra NATO, og frönsku við Jaques Santer, fram- kvæmdastjóra ESB, og brosir framan i Slobodan MUosevic. Hitt markmiðið er að Norðmenn geti búið „einir heima að sínu“. Það ríkir einangrunarhyggja í norskum utanríkismálum. Ríkisstjórnin er hikandi í öUu alþjóðasamstarfi, sér- staklega ef Evrópusambandið, Schengen og svoleiðis útlendur við- bjóður kemur þar við sögu. Þetta má kaUa utanríkisstefnu trú- boðanna. KristUegi þjóðarflokkur- inn, flokkur þeirra séra KjeU Magne og Knuts VoUebæk, er pólitískur armur norsku trúboðshreyfingarinn- ar. Markmiðið er að frelsa heiminn og forðast um leið að hleypa heið- ingjunum inn á gafl hjá sér. Opið 11-23-30 og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 Sími 554 6967 Gildir einungis í Kópavogi Kristilegu kærleiks- blómin Brosandi gengur Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs og formaður RÖSE, að öllum verkum. Serbinn Slobod- an Milosevic hefur þó fengið brosið til að stirðna. DV-símamynd Reuter ingu skæruliða Kosovo. Það tókst og VoUebæk kom brosandi heim. Þetta var sveinsstykki prestssonarins í hlutverki alþjóðlegs sáttasemj- ara. 45 menn drepnir í skurði MUosevic lét hins vegar ekki marga daga líða áður en hann sendi sína menn á vettvang í Kosovo. Þar drápu þeir 45 menn með köldu blóði - tóku þá af lífi í skurði. MUosevic neitaði svo fúU- trúum Stríðsglæpadómstólsins í Haag að um rannsaka málið, lét ræna líkunum og sagði að fólkið hefði bara dáið þarna í skurðinum. Slátrarinn frá Belgrad bætti svo gráu ofan á svart með því að fyrir skipa yfir- manni eftir- litssveita RÖSE að koma sér úr landi innan tveggja sólar- hringa vegna þess að hann ólst upp við leik að strá- „Diplómatískt meistara- verk" Og ekki er VoUebæk alveg ókunn- ur vandanum í fyrrum Júgóslavíu. Hálft ár - frá júní tU ársloka 1993 - var hann hægri hönd Thorvald Stol- tenberg, sáttasemjara Sameinuöu þjóðanna á svæðinu. Þá stóð slagur- inn um Króatíu og i einu aðalhlut- verkinu var auðvitað Slobodan MUosevic. Stoltenberg hrökklaðist úr sátta- semjarahlutverkinu fyrir að vera of haUur undir Serba. Hann sagði í ræðu: „AUir erum við Serbar.“ Það er því betra fyrir alþjóðlega sátta- semjara að gæta orða sinna. Það kann VoUebæk. Hann gerði á dögunum þinginu grein fyrir utanríkisstefnu ríkisstjóm- arinnar I ræðu sem andstæðingam- ir köUuðu sagði að menn Milosevic hefðu tek- ið mennina 45 i skurðinum af lífi. Það er við þennan mann sem prestssonurinn hrosmUdi frá Syðri- um eins og aðrir prestssynir í sveit. Hann var stórefnUegur námsmaður og varð formaður Félags kristUegra stúdenta við Björgvinjarháskóla. Hann lagði strrnd á stjómmála- fræði og hagfræði en þó einkum tungumál. Spænsku lærði hann í Madríd, frönsku og bókmenntir 1 París og ensku og stjómmálafræði í Santa Barbara í Kaliforníu. „diplómatískt meistaraverk". Ræð- an var í stórum dráttum innihalds- laus og hvergi hönd á festandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.