Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 28 viðtal Svik, prettir og falsanir í Kaupmannahöfn: - Jónas Freydal húsamálari. listaverkasali og stórgrósser í stríði við íslensku „myndlistarmafíuna" „Þaó eru falsarar alls staðar. Núna er Interpol til dœmis aö leita aö rússneskri konu sem fals- aöi alla helstu snillinga í skand- inavískri myndlist frá fyrrri hluta aldarinnar. Menn sem eru í veröflokki meö íslensku meistur- unum, 40 til 100 þúsund danskar krónur. Spurningin er því sú hvort hún hafi ekki einnig falsaö Kjarval og Jón Stefánsson, “ segir Jónas Freydal húsamálari, lista- verkasali og feröaskrifstofueig- andi í Kaupmannahöfn, en hann braskar einnig meö íbúöir í gamla höfuöstaönum og átti 20 slíkar í fyrra. Nú á hann aöeins sex. „Þessi rússneska kona er á flótta en skildi eftir sig þrjár vinnustofur í fullum gangi meö starfsmönnum sem geröu ekki annaö en aö falsa, “ segir Jónas. Jónas Freydal var húsamálari I Reykjavík þegar hann fékk styrk til að kynna sér endurbyggingu gamalla húsa og skreytinga fyrir nokkrum árum. Jónas sigldi utan og hóf störf hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í þess- ari vinnu. Fyrirtækið fór á hausinn og þá tók Jónas upp þráðinn og fór að græðast fé. Hann braskar með hús- eignir sem hann kaupir á uppboðum og eftir bnma, selur og kaupir og það er einmitt það sama sem hann gerir við íslenska myndlist. „Ég veit ekki hver er að falsa þess- ar myndir ef einhver er þá að falsa yf- irleitt," segir Jónas Freydal sem hefur ekki tölu á þeim myndum eftir gömlu meistarana sem hann hefúr selt til ís- lands á undanfómum árum. Hann viðurkennir að þetta sé mikið magn en í sjáifú sér komi það ekki neinum við hvað myndirnar séu margar. Einu sinni keypti ég mynd hjá Gall- erí Borg, íor med ■ hana út og seldi íslenskri konu sem fór med hana heim og reyndi ad selja Gallerí Borg aft- ur. Þad græddi enginn á þeim vid- skiptum nema ég „Ég hef einnig keypt myndir á uppboði í Reykjavík, farið með þær utan og selt aftur til íslands með dá- góðum ágóða. Einu sinni keypti ég mynd hjá Gallerí Borg, fór með hana utan og seldi íslenskri konu sem fór með hana heim og reyndi að selja Gallerí Borg aftur. Það græddi eng- inn á þeim viðskiptum nema ég.“ Sjáifúr heldur Jónas eftir bestu myndunum. Að eigin sögn á hann verðmætasta málverkasafn í ís- lenskri myndlist á erlendri grundu. Hann á meistarana alla: Kjarval, Scheving, Ásgrim, Jón Stefánsson, Jónas Freydal á Ráðhústorginu með tvær gersemar: íslandslag Svavars Guðnasonar og ástmög þjóðarinnar, Jónas Hallgrímsson, eftir Örlyg Sigurðsson. DV-mynd Niels Frederiksen/Politiken Þorlák B., Mugg, Svavar Guðnason og svo mætti lengi telja: „í mestu uppáhaldi hjá mér af ís- lenskum myndum er portrettmynd af Jóni Krabbe eftir Kjarval. Einnig held ég mikið upp á konumynd eftir Gunnlaug Scheving þar sem fyrir- sætan er Gréta, kona hans. Þær myndir mundi ég seint láta. Ég seldi íbúð sem ég átti heima og keypti ís- lenska myndlist fyrir allt sem ég fékk fyrir hana. Myndlist er besta fjárfest- ing sem um ræðir,“ segir Jónas og hann læsir myndimar sínar ekki niðri í kjallara. íslensku myndlistar- perlumar hans prýða heimilið þar sem Jónas býr ásamt norsk-íslenskri konu sinni og ungum syni. Hús þeirra stendur í Hellemp sem er auð- mannahverfi Kaupmannahafnar en að auki skreyta myndimar skrifstof- ur ferðaskrifstofunnar Intravel Scandinavia sem Jónas rekur á Strikinu, rétt við Ráðhústorgið. Ferðaskrifstofan sérhæflr sig í menn- ingarferðum um Evrópu og við- skiptavinimir koma að stærstum hluta frá Rússlandi. Ólaí'ur Ingi Jóns- son forvördur, sem stendur í'yrir ■ þessu öllu, er ekkert annad en strengjabrúda ... „Niðursveiflan í Rússlandi hefur bitnað á okkm og það er ástæðan fyr- ir því að ég hef þurft að selja íbúðir upp á síðkastið og á aðeins sex núna en ekki tuttugu. En þá er bara að þrauka og koma sterkari inn þegar efnahagurinn fer að skána þama aust- ur frá. Rússland er töfrandi markaður og ég hef oft hugleitt að flytja þang- að,“ segir Jónas sem stöðugt er í leit að nýjum tækifærum. Mikill tími hef- ur hins vegar farið í rannsókn og málarekstur vegna meintra falsana á íslensum listaverkum upp 1 siðkastið: „Ég er búinn að eyða 300 þúsund krónum í að láta rannsaka listaverk vegna þessa máls og ekkert hefur komið út úr því. Mér er spum hversu miklum peningum ég á að eyða til við- bótar í þessa vitleysu. í mínum huga er þetta mál alveg skýrt. Ólafúr Ingi Jónsson forvörður, sem stendur fyrir þessu öllu, er ekkert annað en strengjabrúða fyrir Knút Braun. Knútur sat einn að þessum íslenska listaverkamarkaði í Kaupmannahöfn hér áður fyrr. Hann hélt uppboðin og situr að auki í innkaupanefnd Lista- safns íslands. Hann var með alla þræði í sinni hendi þar til ég og Pétur Þór Gunnarsson i Gallerí Borg kom- um til sögunnar. Tilkoma okkar hækkaði verðið á uppboðum því fleiri vora um hituna. Til marks um þetta er að þegar Pétur í Gallerí Borg lenti í sínu klandri og hætti að kaupa hér ytra lækkaði verðið til mín um 20 pró- sent. Til að hafa vaðið fyrir neðan mig í þessu fólsunarmáli hef ég beðið Ólaf Inga forvörð að skoða og meta Schev- ing-myndir fyrir mig en hann neitaði. Hann vill ekki meta myndimar mínar fyrr en ég er búinn að selja þær. Ólaf- ur Ingi skoðar myndir fyrir Pétur og Pál sem frá mér era komnar fyrir ekki neitt og segir þær falsaðar. Hins vegar rukkar hann 80 þúsund krónur fyrir að meta myndir af öðra tilefni," segir Jónas Freydal. Sjálfúr segist Jónas geta þekkt fals- aða mynd á löngu færi. Þegar það ger- ist leiðir hann myndina hjá sér: „Fals- anir eru ekki innan minnar landhelgi. Ég er ekki að kæra og kvarta þegar ég sé falsanir. í þessu kristallast ef til vill deilan öll. Annars vegar era það ís- lenskir sérfræðingar á listasviðinu, góðir og slæmir, sem vilja vemda alla hluti óbreytta um aldur og ævi. Hins vegar era það gamaldags braskarar eins og ég sem stöndum í þessu til að græða fé. Svo er það annað mál að mér fmnst það álitamál hvort forsvar- anlegt sé að láta Ólaf Inga forvörð ganga lausan. Hann er með bréf upp á það frá Kjarvalsstöðum að hann sé eini maðurinn sem megi ákvarða hvort tiltekin mynd sé ekta Kjarval eða ekki. En þetta heldur ekki fyrir mér vöku.“ ilenn setja mynd- irnar í nýja ramma, pússa iœer ■ og Jjvo, kítta upp í og reyna í sem stystu máli ad gera þær í’allegri og sölulegri Jónas Freydal segir að íslenska myndlistarmafían, eins og hann kýs að kalla andstæðinga sína, geri sér ekki grein fyrir hvaða munur sé á eig- endasögu mynda heima á íslandi eða í Danmörku. Á íslandi er mynd seld fá A til B. í Danmörku komi þessar ís- lensku perlm- oft úr dánarbúi og séu settar á uppboð. Þar kaupir einhver myndina til endursölu og gerir sitt- hvað til að auka verðgildi hennar: „Menn setja myndimar í nýja ramma, pússa þær og þvo, kítta upp í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.