Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 41 Jtpmm Fæðubótarefni og sportdrykkir njóta vaxandi vinsælda - meðal skokkara og annarra íþróttamanna Á aðeins einum áratug hafa ým- iss konar fæðubótarefni og orku- drykkir orðið mjög áberandi hjá þeim sem stunda íþróttir. Orku- drykkir þekja nú hillur stórmarkað- anna og það eru ekki aðeins íþrótta- menn sem nota þá með góðum ár- angri. Áberandi eru drykkirnir Magic, Egils orka og HIV, svo að einhverjir séu nefndir. Leppin- sportvörurnar eru einnig mjög áber- andi á markaðnum en undir því merki er hægt að fá margs konar fæðubótarefni og orkuvörur í fjöl- mörgu formi. Hin kunna íþrótta- kona Þórdís Gísladóttir starfar hjá Leppin Sport og þekkir vel til þess- ara efna. „Ég tel að skokkarar geti alveg komist hjá því að nota fæðubótar- efni. Hins vegar geta fæðubótarefni hentað öllum, hvort sem er íþrótta- fólki sem æfir mikið, kyrrsetu- manni sem hefur lítinn tíma til að huga vel að næringarríku fæði eða einstaklingi sem þarf að vinna sig út úr veikindum,“ sagði Þórdis. „Það á sér stað mjög ör þróun í fæðubótarefnum á sama hátt og þró- unin er ör á íþróttaskóm og klæðn- aði. Margir finna mikinn mun á sér með aðstoð ýmissa fæðubótarefna. Fólk í öllum tegundum íþrótta: hlauparar, skotveiðimenn, sund- fólk, fimleikafólk, skíðafólk og fólk í erfiðisvinnu hefur notað Leppin- vörurnar sem auðvitað segir sitt.“ Margar tegundir á markaði „Auðvitað eru til margar tegund- ir af góðum efnum hérlendis sem er- lendis. Við höfum hins vegar mikla trú á okkar vörum og þær eru þekktar fyrir að vera bragðgóðar og á mjög góðu verði. Einn af megin- kostum Leppin-varanna er að þau innihalda áókin kolvetni og ávaxta- sykur en ekkert koffein, engan hvít- an sykur og engin aukaefni. Krakka- og unglingadrykkirnir hjá okkur eru einnig mjög vinsælir en þeir innihalda öll nauðsynleg vítamín og steinefni sem nauðsyn- leg eru fólki í örum vexti. Flestir af kunnustu langhlaupur- um landsins, auk ýmissa annarra íþróttamanna, nota orku- og fæðu- bótarefni. Meðal þeirra má nefna systurnar Mörthu og Bryndísi Ern- stdætur, Daníel Smára Guðmunds- son, Svein og Bjöm Margeirssyni, Ingólf Gissurarson, Lárus Thorlaci- us, Burkna Helgason og fleiri fræga hlaupara. Meðcd annarra frægra íþróttakappa má nefna Völu Flosa- dóttur stangarstökkvara og Jón Amar tugþrautarkappa," sagði Þór- dís. Það em ekki aðeins iþróttamenn sem nota orkudrykki. Á síðasta ári tóku 6 slökkviliðsmenn úr Reykja- vík sig til og hjóluðu umhverfis landið til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Framtak þeirra vakti mikla athygli hérlendis. Slökkviliðsmennirnir tóku með sér sportdrykki og orkugel og töldu þá hafa komið sér að miklum notum. Þeir komust á bragðið og hafa hald- ið áfram að nota þá í starfi sem þeir telja nauðsynlegt fyrir þá miklu orku sem þeir þurfa að beita í sínu starfí. Það er ekki langt siðan Martha hóf að nota orkudrykki og fæðubót- arefni til að bæta árangur sinn. „Ég byrjaði fyrst skipulega sumarið 1998 að nota orkudrykki og fæðubótar- efni. Áður hafði ég fyrst og fremst gætt þess að taka inn vítamín og borða holla fæðu. Ég hafði einhvem veginn þá trú á þeim tíma að ég gæti náð öllum nauðsynlegum orku- efnum og fæðubótarefnum með góðri fæðusamsetningu," sagði Martha. Fljótari að jafna sig „Hins vegar er ég á þeirri skoðun nú að góð fæðubótarefni og orku- drykkir séu nauðsynlegir íþrótta- fólki eins og mér sem er í svona miklum öfgum. Við þurfum á auka- orkunni að halda. í dag gæti ég þess vandlega að taka inn fæðubótarefni eftir hverja æfmgu og oft fyrir æf- ingar. Á sama hátt er ég sannfærð um að orkugel- eða drykkir komi að miklum notum, sérstaklega við að klára erfið hlaup. Með notkun fæðu- bótarefna er ég miklu fljótari að jafna mig eftir erfiðar æfingar eða keppnir. Blóðsykurinn verður mun jafnari. Ég fann það vel þegar ég hljóp Akureyrar-maraþon síðastlið- ið sumar hvað orkudrykkirnir komu mér að miklu gagni. Ég var ekki í góðri æfingu en ég hljóp furðuvel og eiginlega mun betur en formið sagði til um. Sú staðreynd færði mér heim sanninn um hve áhrifarík þessi efni geta verið. Ég hef tekið eftir því að allir sem taka hlaupin alvarlega í dag nota 1. flokki 1998 - 2. flokki 1998 - óspart orkugel og fæðubótarefni. Al- y gengt er að fólk sem hleypur mara- þon taki með orkugel til að grípa í á leiðinni. Ég er ansi hrædd um að þeir sem ekki geri það standi höll- um fæti gagnvart hinum,“ sagði Martha. Martha stefnir að því að hlaupa maraþon í Rotterdam í apríl- mánuði næstkomandi. Hún ætlar að leggja mikla áherslu á notkun Squeezy orkugels og fæðubótarefna sem hún telur nauðsynleg til að ná árangri. -ÍS 3. útdráttur 3. útdráttur Meirihluti hlauparanna í Laugavegsmaraþoninu hefur eflaust notfært sér orkugel eða drykki til að hjálpa sér að kom- ast á leiðarenda. Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1999. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess Liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður - ■ w 'W' W ' •vmsam" v OLULO í dag er SlððStí dagur útsölunnar 50% affláttur inPíý _____ u"l6 Laugavegi 40a S. 551-3577 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöLdum flokkum: 4. flokki 1992 - 21. útdráttur 4. flokki 1994 - 14. útdráttur 2. flokki 1995 - 12. útdráttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.