Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JLlV ★ 54 * 'k. afmæli — 'k k Til hamingju með afmælið 23. janúar 75 ára Baldur Guðjónsson, Bakkatúni 6, Akranesi. Gunnar Eiríksson, Grjóti, Borgamesi. Jóhann G. Filippusson, Gnoðarvogi 14, Reykjavík. 70 ára Gísli Magnússon, Stóragerði 17, Reykjavík. Ragnar Sigurðsson, Hlíðargötu 41, Fáskrúðsfirði. 60 ára Jón G. Óskarsson, Kolgerði, Grýtubakkahreppi. Kristín Magnúsdóttir, Suðurvöllum 6, Keflavík. Þóra Kristjánsdóttir, Tjamargötu 26, Reykjavík. 50 ára Ásgerður Harðardóttir, Svarfaðarbraut 10, Dalvík. Helga Hansdóttir, Safamýri 44, Reykjavík. Jóhanna Haraldsdóttir, Haga, Gnúpveijahreppi. Ólafur Kvaran, Barðaströnd 1, Seltjamamesi. Sigbjöm Jóhannsson, Ásabraut 3, Grindavík. Þórdís Ingvarsdóttir, Látraseli 10, Reykjavík. 40 ára Drífa Pétursdóttir, Seljahlíð 7G, Akureyri. Elvar Guðmundur Ingason, Engjavegi 25, ísafirði. Gaukur Pétursson, Suðurhúsum 8, Reykjavík. Jóhannes Pálsson, Heiöarvegi 23B, Reyðarfirði. Jón Orri Guðmundsson, Víðihvammi 19, Kópavogi. Magnús Gunnarsson, Þinghólsbraut 13, Kópavogi. Ómar Bjarki Hauksson, Klettavík 15, Borgamesi. Petrína Guðlaug Sæmundsdóttir, Þingskálum 10, Hellu. Ragnar Snorrason, Bergþóragötu 14, Reykjavík. Rúnar Þór Sverrisson, Norðurvöllum 38, Keflavík. Sigfús Guðmundsson, Víkurbraut 11, Vík. Snorri Hauksson, Esjugrand 19, Reykjavík. Jón Hjaltason Jón Hjaltason sagnfræðingur, Byggðavegi lOlb, Akureyri, verður fertugur á morgun. Starfsferill Jón fæddist á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1980, BA- prófi i sagnfræði frá HÍ 1986 og cand. mag.-prófi í sagnfræði frá HÍ 1990. Jón var kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar 1981-82, blaðamað- ur við Morgunblaðið 1986-87, sögu- ritari hjá Akureyrarkaupstað frá 1987, stundakennari við MA 1987-88 og við VMA 1987-89, og stundakenn- ari við Háskólann á Akureyri 1991. Hann vinnur nú aö ritun sögu Ak- ureyrar, 3. bindi, sem mun taka til áranna 1906-1930. Ritverk Jóns sem komið hafa út á prenti era Hvers vegna var kjam- orkusprengjunum varpað á Japan?, útg. 1987; Knattspymufélag Akur- eyrar, saga félagsins í 60 ár, útg. 1988; Frímann B. Arngrimsson, í Þeir settu svip á öldina, íslenskir at- hafnamenn, II, útg. 1988; Saga Akur- eyrar, í landi Eyrarlands og Nausta 890-1862, I. bindi, útg. 1990; Her- námsárin á Akureyri og Eyjafirði, útg. 1991; Nonni og Nonnahús, útg. 1993; Um býlin í Akureyrarlandi sunnan Glerár, Byggðir Eyjafjarðar 1990, útg. 1993; Saga Akureyrar, Kaupstaðurinn við Pollinn 1836-1905, II. bindi, útg. 1994; Steinn undir ffamtíðar höll, saga Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. 1945-95, útg. 1995; Þeim varð á í messunni, gamansögur af íslenskum prestmn, útg. 1995; Falsarinn og dómari hans, þættir úr fortíð, útg. 1995; Þeim varð aldeilis á í mess- unni, gamansögur af is- lenskum prestum (rit- Jón Hjaltason. stýrt með öðrum), útg. 1996; Hverjir Sigrún Hjaltadóttir, era bestir? gamansögur af íslensk- rnn íþróttamönnum, útg. 1997; Með spriklið í sporðinum, saga Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, 2. bindi (annar tveggja höfunda), útg. 1997; Saga Skautafélags Akureyrar 1937-97, útg. 1998; Hæstvirti forseti, gamansögur af íslenskum alþingis- mönnum, útg. 1998. Þá hefur Jón skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um sagn- fr æðilegt efni. Jón er formaður Sögufélags Ey- firðinga frá 1999 og situr í stjóm Gásafélagsins. Björk Kristjánsdóttir, f. 14.12. 1962, kennari. Hún er dóttir Kristjáns Árnasonar, prentara á Akureyri, og Önnu Lillýjar Daníelsdóttur umönnunartæknis. Dætur Jóns og Lovísu Bjarkar eru Anna Rut Jónsdóttir, f. 28.12. 1980; Halla Dögg Jónsdóttir, f. 26.2. 1985; Kristín Anna Jónsdótt- ir, f. 22.6. 1990. Systkini Jóns era f. 26.12. 1956, fóstra; Anna Hrönn Hjaltadóttir, f. 7.7. 1960, umönnunartæknir; Þor- steinn Hjaltason, f. 1.5. 1963, lög- fræðingur. Foreldrar Jóns eru Hjalti Þor- steinsson, f. 31.8. 1931, málarameist- ari á Akureyri, og Anna Björg Bjömsdóttir, f. 16.6. 1938, skrifstofu- maður. Ætt Fjölskylda Kona Jóns frá 1981 er Lovísa Hjalti er sonur Þorsteins, b. í Bessastaðagerði í Fljótsdal, Halla- sonar, b. í Bessastaðagerði, Sig- mundssonar, b. i Bessastaðagerði, Sigmundssonar. Móðir Halla var Margrét Halladóttir Jónssonar. Móðir Halla Jónssonar var Helga Magnúsdóttir, Ámasonar, ættfoður Amheiðarstaðaættar, Þórðarsonar. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Þor- steinsdóttir, úr Fellum og á Seyðis- fnði Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Þórunn Jónsdóttir. Móðir Hjalta var Jónína Björg Jónsdóttir, b. í Kollsstaðagerði og á Freyshólum, Ólafssonar, og Hólm- fríðar Jónsdóttur. Anna er dóttir Björns Zophonías- ar, sjómanns á Dalvík, Arngríms- sonar, sjómanns í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal, bróður Jónínu, langömmu Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur alþm. Bróðir Arngríms var Sigurður á Göngustöðum, afi Krist- ins Jóhannssonar, skólastjóra og myndlistarmanns á Akureyri, og langafi fréttamannanna Óskars Þórs, Jóns Baldvins og Atla Rúnars Halldórssona. Amgrímur var sonur Jóns, b. á Göngustöðum, Sigurðs- sonar, ættföður Hreiðar.staðakots- ættarinnar, Jónssonar. Móðir Arn- gríms var Þuríður Hallgrímsdóttir, b. á Skeiði, Jónssonar, bróður Sig- urðar. Móðir Björns var Ingigerður Sigfúsdóttir, skipstjóra á Grund í Svarfaðardal, Jónssonar og Önnu Sigríðar Bjömsdóttur. Móðir Önnu Bjargar var Sigrún, verkakona á Dalvík, Júlíusdóttir, b. á Karlsá og útgerðarmanns á Dalvík, Björnsson- ar og Jónínu Jónsdóttur. Hafsteinn Guðnason Hafsteinn Guðnason skipstjóri, Faxabraut 59, Keflavík, varð sex- tugur í gær. Starfsferill Hafsteinn fæddist á Flankastöðum í Miðnes- hreppi en ólst upp í Sandgerði. Hann gekk í Bamaskóla Sandgerðis, lauk gagnfræðaprófi ffá Héraðsskólanum að Hafsteinn Núpi í Dýrafírði 1954, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiski- mannaprófi 1958. Hafsteinn var stýrimaður og síð- an skipstjóri í tuttugu ár. Hann var síðan vigtarmaður hjá Landshöfn Keflavikur og Njarðvíkur i tvö ár, starfaði um skeið hjá Gunnari Guðjónssyni, skipamiðlara í Reykja- vík en er nú starfsmað- ur Skipaafgreiðslu Suð- umesja. Fjölskylda Hafsteinn kvæntist 17.9. 1960 Eydísi Guönason. Blómquist Eyjólfsdóttur, f. 3.12. 1940, móttökuritara. Hún er dóttir Eyjólfs H. Þórarinssonar, sem lést 1987, og Maríu S. Helmannsdótt- ur. Böm Hafsteins og Eydísar eru María Hafsteinsdóttir, f. 1.1. 1961, skrifstofustjóri í Keflavík, gift Gunnari Rúnarssyni, f. 6.1.1961, for- stjóra, og er sonur þeirra Sævar, f. 22.4. 1981; Hafdís Hafsteinsdóttir, f. 25.6. 1964, viðskiptafræðingur í Kópavogi, en sambýlismaður henn- ar er Sigurður Á. Ásgeirsson, f. 23.4. 1965, rennismiður, og eru börn þeirra Eydís, f. 1.7. 1989, og Hafþór, f. 22.9. 1998; Björg Hafsteinsdóttir, f. 22.10. 1969, sjúkraþjálfari í Keflavík, en sambýlismaður hennar er Ágúst Þór Hauksson, f. 9.9. 1967, smiður, og er dóttir þeirra Thelma Dís, f. 30.9. 1998; Guðni Hafsteinsson, f. 2.4. 1971, viðskiptafræðingur í Kópa- vogi, en sambýliskona hans er Hild- ur Björg Aradóttir, f. 5.10.1973, flug- umferðarstjóri. Systkini Hafsteins: Gréta María Abbey Sigurðardóttir, f. 26.1. 1926, húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum; Guðjón Guðnason, f. 2.9. 1930, flug- þjónn, búsettur í Reykjavík; Guðrún Guðnadóttir, f. 7.9. 1932, d. 2.4. 1982; Hulda Guðnadóttir, f. 19.12. 1935, bankastarfsmaður, búsett í Reykja- vík; Sigurður B. Guðnason, f. 12.12. 1937, hárskeri, búsettur í Reykjavík; Karólína Guðnadóttir, f. 2.8. 1940, verslunarmaður, búsett i Keflavík; Guðfinna Guðnadóttir, f. 12.3. 1943, húsmóðir, búsett í London; Aðal- steinn Guðnason, f. 2.8. 1945, skip- stjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Hafsteins voru Guðni Jónsson, f. 29.4. 1905, d. 24.12. 1966, skipstjóri í Sandgerði, og Guðríður Guöjónsdóttir, f. 7.11. 1904, d. 26.6. 1980, húsmóðir. Jón Hermann Karlsson Jón Hermann Karlsson, forstjóri GLV ehf., Flúðaseli 85, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Borgarskipulag - lögfræðingur Lögfræðingur óskast til starfa hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. í starfinu felst m.a. ráðgjöf við skipulags- og umferðarnefnd og að vera ritari á fundum hennar, samskipti við Skipulagsstofnun og umhverfisráðu- neytið, ráðgjafastörf fyrir skipulagsstjóra o.fl. Nánari upplýsingar gefa skrifstofustjóri á Borgarskipulagi eða skipulagsstjóri. Umsóknum skal skilað skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, fyrir 10. febrúar nk. Jón Hermann fæddist í Neskaup- stað en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1975. Jón Hermann var framkvæmda- stjóri hjá Víði Finnbogasyni hf., Teppalandi, 1975-88, og fram- kvæmdastjóri og síðan forstjóri GLV ehf., sem starfrækir þrjár verslanir, Teppabúðina, Litaver og Teppaverslun Friðriks Bertelsen. Þá var Jón Hermann. aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og síðar félags- málaráðherra 1993-95. Jón Hermann lék fimmtíu og níu leiki með meistaraflokki Víkings í knattspymu á árunum 1959-68. Þá æföi hann og keppti með Val í hand- knattleik en hann lék meira en fimm hundrað leiki með meistara- flokki Vals í handknattleik á árun- um 1960-80 auk þess sem hann lék sextíu og átta landsleiki í hand- knattleik. Hann hefur unniö til ým- issa verðlaima i knattspyrnu og handknattleik með Víkingi og Val og orðið bikar-, Reykjavíkur- og ís- landsmeistari í nokkur skipti. Jón Hermann sat í stjóm Vals, í stjóm HSÍ, gegndi ýmsum nefndar- störfum fýrir Alþýðuflokkinn 1979 og 1980 og fyrir Félag ís- lenskra stórkaupmanna 1989 og 1990, hefur starf- að i Karlakór Reykjavík- ur frá 1987 og var for- maður stjómar Ríkis- spítalanna um skeið. Fjölskylda Eiginkona Jóns Her- manns er Erla Valsdótt- ir, f. 20.2. 1951, húsmóð- ir. Hún er dóttir Vals Sigurðssonar, f. 14.7. 1926, verslunarmanns, og Þóra Sigurðardóttur, f. skrifstofumanns. Sonur Jóns Hermanns frá því áð- ur er Úlfur Ingi Jónsson, f. 29.6. 1969, lyfjafræðingur í London, en unnusta hans er Marta Rúnarsdótt- ir. Böm Jóns Hermanns og Erlu eru Tinna Jónsdóttir, f. 9.3. 1971, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, en sam- býlismaður hennar er Erlendur Þ. Elvarsson og eiga þau tvö börn; Sif Jónsdóttir, f. 24.9. 1972, starfsstúlka á leikskóla, búsett i Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Leó Hauksson og eiga þau eitt barn; Þóra Dögg Jónsdóttir, f. 21.10. 1975, nemi í Reykjavík, og á hún tvö böm; Jón Hermann Karlsson. 14.2. 1927, Ragnhildur Ýr Jóns- dóttir, f. 29.11. 1979, nemi í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Guðni Ágústsson og eiga þau eitt bam; Erla Björk Jónsdóttir, f. 4.4. 1981, nemi í foreldra- húsum. Systkini Jóns Her- manns era Finnbogi Karlsson, f. 9.6. 1951, verslunarmaður í Reykjavík; Jóna Dóra Karlsdóttir, f. 1.1. 1956, húsmóðir og bæjarfulltrúi í Hafnar- firði; Karl Heimir Karlsson, f. 18.3. 1961, fyrrv. íþróttafréttamaður og kaupsýslumaður í HuO á Englandi. Foreldrar Jón Hermanns eru Karl D. Finnbogason, f. 25.11. 1928, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík, nú húsvörður, búsettur i Hafnarfirði, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 26.2. 1930, starfsstúlka við Sundlaug Hafnarfjarðar. Jón Hermann tekur á móti vanda- mönnum, vinum og kunnmgjum í Hreyfilssalnum við Grensásveg, laugardaginn 23.1. milli kl. 17.00 og 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.