Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 51
DV LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 hún er afar blíðlynd og góðhjörtuð. Hún vinnur fyrir sér sem nýaldarnudd- ari og skiptir um kærasta eins og nær- föt. Miklar vinsældir Friends David Schwimmer hefur eins og aðrir úr Friends reynt fyr- ir sér í kvikmyndum. all steingervingafræðingur, svolítið lúðalegur, en mjög gáfaður og til- finninganæmur. Hann var giftur, en konan hans komst að þvi að hún væri lesbísk og yfírgaf hann fyrir aðra konu. Hann var skotinn í Rachel á unglingsaldri og verður ástfanginn upp á nýtt þegar hún birtist á brúðarkjólnum á Central Perk, kaffihúsinu sem vinimir sækjá. Sjötti vinurinn i hópnum er síðan Phoebe (Lisa Kudrow), fyrrverandi meðleigjandi Monicu. Hún er ekkert alltof vel gefin og vinirnir vita sjaldnast um hvað hún er að tala, en þættirnir eru búnir að vera í hópi vinsæl- ustu gaman- þátta i Bana- ríkjunum frá því að þeir hófu göngu sína árið 1994, en þeir eru nú á sínu fimmta ári. Sam- myndbönd gáfu i vikunni annað árið út á myndbandi og eru þar með fyrstu tvö árin fáanleg með íslensk- um texta á myndbanda- leigum. Vin- sældum þátt- anna virðist ekkert ætla að linna og svo virðist sem það eina sem komið í fyrir að haldi geti veg þeir göngu sinni áfram vel inn í næstu öld sé að leikaramir flytji sig alveg yfir í kvikmyndimar. Vinsældir þáttanna má að nokkru leyti rekja til þess að þeir höfða til nokkuð breiðs áhorfendahóps ungs fólks. Vinahópurinn myndar nokkuð góð- an þverskurð af ungu nútimafólki og inniheldur persónur sem flestir geta fundið sig í. Þættirnir taka á þeim málum sem em ofarlega í huga fólks á þessum aldri - ástar- samböndum, vinatengslum, at- vinnumöguleikum o.s.frv., en gleymir aldrei að gera grín að öllu saman líka. -PJ Leikararnir í Vinum Courtney Cox hóf feril sinn sem fyrirsæta en vakti fyrst athygli á leiklistarsviðinu í sjónvarpsþátt- unum Family Ties, þar sem hún lék kærustu Alex Keaton (Michael J. Fox). Hún var sú eina af leikur- unum sex sem hafði skapað sér nafn áður en hún var ráðin í Friends, en hún hafði fym á árinu leikið í Ace Ventura: Pet Detective með Jim Carrey, en myndin sló óvænt í gegn. Hún lék blaðakon- una í Scream og Scream 2 og er væntanleg í myndunum The Runn- er og Alien Love Triangle sem er í leikstjórn Skotans Danny Boyle (Trainspotting). Jennifer Aniston er dóttir leik- arans John Aniston (úr sjónvarps- þáttunum Days of Our Lives) og guðdóttii- TeUy Savalas. Hún byrj- aði snemma í leiklistinni og náði i sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í Leprechaun ári áður en hún byrj- aði í Friends. Hún hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, þ. á m. Dream for an Insomniac, She’s the One, Picture Perfect, ‘Till There Was You og The Object of My Af- fection, en næstu myndir hennar eru teiknimyndin The Iron Giant og rómantíska gamanmyndin Office Space. David Schwimmer stofnaöi Lookingglass leikhópinn með sjö félögum úr leiklistardeildinni í Northwestern-háskólanum og er enn að vinna með þeim af og til. Eftir að hann hóf að leika Ross í Friends fékk hann mjög svipaö hlutverk í myndinni The Pallbear- ers, en hann lék einnig í Six Days, Seven Nights, sem var að koma út á myndbandi í mánuðinum. Vænt- anlegar myndir með honum eru Kissing a Fool, AU the Rage og Apt Pupil, eftir smásögu Stephen King. Lisa Kudrow er menntaður líf- fræðingur en sneri sér að leiklist að áeggjan vinar síns, leikarans Jon Lovitz. Hún hefúi’ m.a. leikið í myndunum Romy and Michelle’s High School Reunion og The Opposite of Sex, en von er á henni í Hanging Up, með Diane Keaton og Meg Ryan og gamanmyndinni Analyze This, meö Billy Crystal og Robert DeNiro. Matthew Perry ólst upp í Kanada þar sem hann iðkaði tenn- is og var í hópi fremstu tennisleik- ara Kanada í sínum aldurshópi. Stuttu eftir að hann flutti til Los Angeles gaf hann tennisiðkun upp á bátinn og sneri sér alfarið að leiklistinni. Hann lék f Fools Rush In og gamanmyndinni Almost Her- oes, með Chris Farley, en næsta mynd hans er Three to Tango, með Neve Campbell. Áður en Matt LeBlanc var ráð- inn í hlutverk Joey í Friends var hann í svipaðri aðstöðu og persón- an sem hann var að fara að leika. Hann hafði fengið lítið aö gera, en það átti eftir að breytast. Hann lék aðalhlutverkið í Ed, um hafna- boltaspilara sem vingast við apa, og lék síöan í hasarmyndinni Lost in Space. -PJ myndbönd ®»- Myndband vikunnar |__________________Senseless___________jj| ★ SÆTI ÍFYRRÍ VÍKUR ! j VIKfl ;Á LISTAj 1 i i TITILL ! ÚTGEF. j i ) TEG. j uBHH 1 ný ; 1 ; Six Days Seven Nights 1 I J 1 Gaman j 2 , i j NY i 1 ) > i ) Godzilla ! Skrfan J j i Spenna Wmm 3 ! 4 ; 2 ! Siiding Doors Myndform Gaman 4 t j j > 2 ) 5 1 J j ) Mercuiy Rising i J CIC Myndbönd J J J Spenna J 5 J 3 i 3 j Red Corner j WarnerMyndir j Spenna 6 J j J 1 1 J 4 1 J 1 i 4 j 1 t 1 • Lethal Weapon 4 J ■' ! WamerMyndir j fgfgj j Spenna 1 ÍV> 7 r r } J 5 ) 3 J J j J J J r 1 j 6 j b j J j ). The Object Of My Affection J Skrfan . - ■':. . , , , , . 1 J Gaman j. J Spenna J 8 TheBigHit ; Skífan J 9 ! io ; 2 ; Phantoms J Skrfan J j Spenna 10 j j j J 12 ) 2 ) j j j HeGotGame ) j Bergvik j j 1 Drama ) 11 ! 9 ; 6 ! CHy Of Angels J WamerMyndir J Drama 12 : » : J The Man Who Knew Too Little j 1 WamerMyndir j; t Gaman j 13 J j i J 8 ] 6 1 Hush ! Skrfan j Spenna 14 J j J 13 8 Wild Things Skífan ! Spenna U.S. Marshals J WamerMyndir ) Spenna j i CIC Myndbönd t Spenna 17 16 ; 8 ; For Richer Or Poorer ! CIC Myndbönd Gaman 18 15 1 ! 5 j j Mr. Magoo j SAM Myndbönd ] M Gaman 19 19 ! 7 ! Breast Men ! Skffan j Gaman 20 20 12 í U-Tum 1 Skrfan Spenna Vikan 12. - 18. jan. Glórulaust Marlon Wayans leikur hér Darryl Witherspoon, sem er með allar klær úti til að reyna að fjármagna skólagöngu sína. Ekki bætir úr skák að hann þarf einnig að hjálpa móður sinni við að framfleyta fjöl- skyldunni. Hann skrapar sam- an peningum með alls kyns aukastörfum, svo sem að leið- beina hópum nýnema um svæðið, sendast með pakka, tína rusl af skólalóðinni, o.s.frv. Hann drýgir einnig tekjumar með sæðis- og blóð- gjöfum, en afdrifaríkasta fjár- mögnunaraðferðin hans er að prófa nýtt tilraunalyf sem efhafræðideild skólans hefur þróað. Hann er sá eini sem samþykkir að taka þátt í til- rauninni, enda svaf hann í gegnum upptalninguna á mögulegum hliðarverkunum. Lyfið hefur þau áhrif að öll skilningarvit hans verða tífalt skarpari, sem til að byrja með hjálpar honum verulega í sam- keppni um að komast í starf hjá virtu fjármála- fyrirtæki, en eftir að hann tekur of stóran skammt fer hann að missa tímabundið eitt af skilningarvitimum í einu og hefst þá fjörið fyrir alvöru. Darryl Witherspoon er að vissu leyti ánægjuleg tilbreyting Marlon Wayans í hlutverki Darryl Witherspoon, sem tekur hvaða starfi sem er til að eiga fyrir skólagjöldum. frá hefðbundnum söguhetjum grín- mynda um svarta Bandaríkjamenn. Hann er harðduglegur og hjálpsam- ur, traustur og ber virðingu fyrir hinu kyninu. Hins vegar er ekki það sama að segja um húmorinn í myndinni, sem er fyrst og fremst neðanbeltis aula- húmor, og ævintýraleg skrípalæti í Marlon Wayans eiga greinilega að bera myndina uppi. Ég hef ekkert á móti aulahúmor og hef grenjað af hlátri yfir sumum slíkra mynda, en til þess þarf húmorinn að vera fyndinn. Svo er ekki hér og hamagangur- inn i Marlon Wayans breytir litlu þar um þótt óneitanlega séu hæfi- leikar hans á sviði ýktrar líkams- tjáningar aðdáunarverðir. Það er eiginlega hálfsorglegt að í „þeldökkri" gamanmynd séu það hvítu leikaramir sem steli senunni. Matthew Lillard leikur herbergisfé- laga Darryl, sem heldur að hann sé kominn út i eiturlyf. Rip Tom leik- ur einn af stjómendum fyrirtækis- ins og Brad Dourif leikur efnafræð- inginn undarlega. Hins vegar er David Spade út í hött sem aðal- keppinautur Darryl um stöðuna, maður á fertugsaldri í framhalds- skóla? Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Pene- lope Spheeris. Aðalhlutverk: Mar- lon Wayans og David Spade. Bandarísk, 1998. Lengd: 93 mín. Öllum leyfð. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.