Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 56
> o Q o:<= LU §<= ■Q 2 lo < C/3 O hO ■>■ 2 LT3 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 Vitnið Patricia Mikkelsen og Arnar Jensson, fulltrúi ríkislögreglustjóra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. DV-mynd ÞÖK Ákæruvald og vörn takast á í málverkamálinu: Ásakanir um að hafa áhrif á vitni ég vil ekki tala um þetta, segir aðalvitniö við DV „Þetta var óþægilegt. Það mætti halda að ég sé sú sem er ákærð i þessu máli. Ég veit ekki hvað þeir vilja," sagði Patricia Mikkelsen, 36 ára, frá Danmörku nýkomin út úr aðaldómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þar sem hún bar vitni í málverkamálinu svonefnda. Réttarhaldið hafði greinilega tekið á Patriciu. Hún var að jafna sig eftir að hafa svarað í langa hríð viðstöðu- laust spumingum ákæruvaldsins og fjölskipaðs dóms - spumingum sem greinilega bentu til að ákærði í mál- inu, Pétur Þór Gunnarsson, annar eig- enda Gallerís Borgar, hefði fyrr í jan- úar og einnig í ágúst síðastliðnum (í Danmörku) reynt að hafa áhrif á framburð hennar i réttarhöldunum. Pétur Þór sagði i dómssalnum að lögregla og ákæravald hefðu að und- anfómu haft í hótunum við Patriciu - sérstaklega í ljósi þess að framburður hennar stangast á við sönnunargögn og framburði annarra. Gagnaöflun um þetta, m.a. í samráði við lögmann Patriciu, fer fram nú um helgina. „Ég vil ekki tala um það. Getur þú ímyndað þér hvað hefði gerst þama inni ef ég hefði sagt eitthvað slíkt þarna,“ sagði Patricia þegar DV spurði hana hvort málsaðilar hefðu reynt að hafa áhrif á hana. Inni í dómsal rétt áður kvaðst hún „ekki vilja meina" að lögregla hefði reynt að hafa áhrif á hana. „Ég vil helst ekki blandast inn í þetta mál. Þessi réttar- höld era mál þeirra sem málatilbún- aðurinn snýst um,“ sagði Patricia við DV. Ingibjörg Benediktsdóttir dómsfor- maður spurði Patriciu ítrekað út i það hvers vegna hún hefði ekki komið fyrr hingað til að bera vitni eins og henni ber skylda td. Hún svaraði að hún hefði ekki komið fyrr þar sem hún var að gæta húss móður sinnar og hunda hennar. Þegar Jón H. Snorrason aðalsækjandi spurði hvar í Danmörku hún hefði hitt Pétur Þór nýlega sagði hún fyrst að hún myndi það ekki. Þegar Ingibjörg spurði nokkru síðar sagði hún: „Það var í húsi móður minnar.“ Þegar DV spurði Patriciu hvað henni fyndist um að málverk sem fað- ir hennar gaf henni fyrir 10 árum, skráð eftir Jón Stefánsson, væri falsað sagði hún: „Það er hræðilegt. En ég segi bara - ég get ekki verið fullviss um að akkúrat það málverk sem ég átti og seldi Pétri Þór á sinum tima sé verkið sem mér var sýnt í dómsaln- um. En það líkist því.“ Sjá nánar um réttarhöldin á bls. 4. -Ótt Þrengslavegur: Klipptur út úr bílnum Harður árekstur varð á Þrengsla- vegi, sunnan til í Lambafelli, um miðj- an daginn í gær þegar vöruflutninga- bifreið og malarflutningabifreið lentu saman. Ökumaður vöruflutningabif- reiðarinnar var fastur í bílnum og þurfti að kalla til tækjabíl slökkvilið- ins til að bjarga manninum út. Mikil hálka var á veginum og færi slæmt. Vegurinn var lokaður á meðan hjálp- arstarf stóð yfir. -hb Maggi -gœði, úrval og gott verð MERKILEGA MERKIVELIN bfOther PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgeroir, 8 stæröir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm boröar prentar f 7 linur Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport í ERU VTTNIN ^FÖLSUÐLÍKA? Hillary Clinton kemur til ís- lands í Hillary Clinton, eiginkona Banda- ríkjaforseta, mun verða í forsæti al- þjóðlegrar ráðstefnu um „Konur og lýðræði við árþúsundamót" í Reykjavík í október næstkomandi. Hún hefur þegið boð Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra þessa efnis. Ríkisstjómir íslands og Banda- ríkjanna standa sameiginlega að ráðstefnunni. Davíð Oddsson hefur skipað dr. Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur til þess að veita for- ystu undirbúningsnefnd um fram- kvæmd ráðstefnunnar fyrir hönd Is- lands, sem verður gestgjafi. Kynnt- október ar verða og ræddar áætlanir um hvernig tryggja megi að konur geti tekið fullan þátt í mótim þjóðfélags- ins. Fulltrúar Norðurlandanna, Rússlands, Bandaríkjanna og Eystr- arsaltsríkjanna sækja ráðstefnuna. Hvíta húsið í Washington hefur lýst því yfir að þegar Hillary Clint- on kemur til íslands, hafi hún áhuga á að taka þátt í viðburðum sem m.a. tengjast samvinnu íslands og Bandaríkjanna um að minnast árþúsundamótanna og eitt þúsund ára afmælis landafundanna. -Ótt Davíð Oddsson hefur skipað dr. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur til að veita forystu undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar „Konur og lýðræði við árþúsundamót'. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á morgun: Austanátt og slydda Á morgun, sunnudag, verður allhvöss austan- og norðaustanátt og slydda, einkum á austanverðu landinu. Hiti verður um eða yfir frost- marki á láglendi. Veðrið á mánudag: Hiti yfir frostmarki Á mánudag verður allhvöss norðaustanátt og snjókoma norðvestan til en fremur hæg austlæg átt og slydduél annars staðar. Hiti verður á bil- inu 1 til 5 stig en um frostmark norðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.