Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Hestar Aldrei stefnt aö því að verða hrossaræktarráðunautur - segir Ágúst Sigurösson frá Kirkjubæ Ágúst Sigurðsson frá Kirkjubæ, hinn nýi hrossaræktarráðunautur. DV-mynd EJ Eftir mikinn óróa meðal hrossaræktenda undanfarin ár lauk deilunum með því að Kristinn Hugason og Bændasamtökin gerðu með sér starfslokasamning síðastliðið haust. Kristinn hætti en Ágúst Sigurösson frá Kirkjubæ var ráðinn í staðinn. Ágúst er 34 ára, fæddur að Hólum í Hjalta- dal en flutti ungur að Kirkjubæ á Rangárvöll- um. Hann býr þar með konu sinni, Unni Ósk- arsdóttur frá Hvolsvelli, og tveimur börnum, og rekur Kirkjubæjarbúið með Guðjóni bróð- ur sínum. Ágúst er með doktorsgráðu i búfjárerfða- fræði frá Uppsölum i Svíþjóð og útskrifaðist árið 1996. „Ég var í raun óviðbúinn því þegar mér var boðið þetta starf og ég held ég verði að játa það aö ég hef aldrei stefnt að því aö verða hrossaræktarráðunautur,“ segir Ágúst. Kynbótamat er sérgrein mín „Ég hef aftur á móti verið í vinnu hjá Bændasamtökunum um nokkurt skeið í af- mörkuðum verkefnum og þekki þvi vel til þar á bæ. Eitt af námsverkefnum mínum var til dæmis unnið fyrir Bændasamtökin. Doktors- ritgerðin mín fjallaði reyndar að stærstum hluta um þróun aðferða til útreiknings á al- þjóðlegu kynbótamati og var hluti af stærra samstarfsverkefni. Kynbótamat á fjölþjóða grunni er þannig i raun sérgrein mín. Úr því að ég er farinn að tala um kynbótamat þá vil ég nefna að eitt af áhersluatriðum hjá mér í starfl hrossaræktarráðunautar mun verða að vinna að uppbyggingu á fjölþjóðlegum gagna- grunni fyrir íslensk hross sem síðan mun verða grunnur að kynbótamati fyrir islensk hross á heimsvísu. Slíkur gagnagrunnur ætti að nýtast hrossaræktendum og áhugafólki um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum, en vísirinn að þessu sem hægt er að byggja út frá er til nú þegar hér á íslandi. Frá því að ég tók við starfi hrossaræktar- ráðunautar nú um áramótin hef ég verið að koma mér inn í málin, ræða við samstarfsfólk mitt, og átta mig á stöðu þeirra mála sem heyra undir starfið. Eitt fyrsta verkið var að funda með fagráði hrossaræktar en fagráðið hefur ákvörðunarvald hvað varðar stefnu í kynbótum, rannsóknum, fræðslumálum og þróunarstarfi greinarinnar. í Fagráði eru fjór- ir fulltrúar skipaðir af Félagi hrossabænda, þar af einn í samráði við LH, tveir frá Bænda- samtökunum og einn úr rannsókna- og kennslugeiranum. Formaður félags hrossa- bænda er um leið formaður fagráðs en eins og kunnugt er tók Kristinn Guðnason í Skarði við stjómartaumum þar i haust. Landsráðu- nautur í hrossarækt situr einnig í fagráði og starfar þar sem eins konar framkvæmdastjóri. Fréttir af þessum fundi eru þær helstar að við vorum að undirbúa og skipuleggja sýn- ingahald á árinu en reiknaö er með svipaðri framkvæmd á því og verið hefur undanfarin ár og verður að öllum líkindum byrjaö með sýningu á stóðhestum i Gunnarsholti siðustu vikuna í apríl." Landsráðunautur taki þátt í dómum „Fyrsta mál á dagskrá þessa fundar fagráðs var þó tillaga frá Félagi hrossabænda um að landsráðunautiu- myndi ekki taka þátt í dóm- störfum. Miklar umræður urðu um málið en það varð samhljóða ákvörðun fagráðsmanna að miðað við núverandi skilgreiningu á starfi landsráðunautar sé nauðsynlegt að hann taki virkan þátt í dómstörfum. Rökin eru þau að landsdómari er aðalkennari kynbótadómara auk þess að vera ætluð stefnumótun í ræktun- arstarfi og dómum og þarf af þeim sökum að vera í góðri æfmgu við dóma. Dómsstörfm krefjast æfingar og aftur æfingar til að öðlast hæfni og sjálfstraust. Hitt er annað að engin þörf er á því að landsdómari sitji í öllum dóm- nefndum." Kaupa þjónustu fagfólks „Til að fólk hafi traust á dómstörfum þarf aö mínu mati að leggja áherslu á nokkur at- riði. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að ræða á op- inskáan hátt um ræktunartakmark í íslenskri hrossarækt enda þurfa menn að vera í stórum dráttum sammála um hvert eigi að stefha. Til að opna þá umræðu nú, þegar nýir menn eru að taka við, erum við að skipuleggja málfundi um ræktunarmarkmið og hrossabúskap með hrossaræktendum og hestafólki hringinn í kringum landið nú í febrúar og mars. Við Kristinn Guðnason munum halda þar stutt framsöguerindi en megintilgangur fundanna er að fá fólk til að tjá sig og koma hugmynd- um sínum og skoðunum á framfæri til um- ræðu. Annað áhersluatriði er að menntun og starfsþjálfun dómara sé traustvekjandi í hví- vetna. Enda tel ég lykilatriði að fólk sem kem- ur með hross til dóms skynji að það er fyrst og fremst að kaupa þjónustu fagfólks. Reglumar nú segja að dómari þurfi að vera búfræðikandidat, en ég sé ekkert athugavert við það að fólk með hliðstæða menntun og þjálfun komi að dómstörfum, þar með talið út- lendingar. Ég tel að það sé góður kostur að dómarar hafi verkreynslu og fagmenntun í reið- mennsku auk framhaldsmenntunar í búfræði eða einhverju hliðstæðu. Ég sé fyrir mér að þetta er að gerast með samstarfi framhalds- deildarinnar á Hvanneyri og Hólaskóla, og ég hef engar áhyggjur af því að það verði hörgull á hæfu fólki til dómsstarfa á næstu árum. Hvað varðar dómafyrirkomulag að öðru leyti þá held ég að núverandi kerfi sé að mörgu leyti ágætt. Það er búið að prófa hvort komi betur út að dómarar dæmi sjálfstætt eða saman í dómnefnd og eru kostir og gallar við báðar aðferðir. Svo virðist þó sem dómnefnd- arfyrirkomulagið sé gallaminna og ég held að ekki sé ástæða til að hræra meira í því í bili.“ Birta dóma á risaskjám eða Ijósa- töflum „Það er áhugamál hjá mér að gera kynbóta- sýningar enn opnari en fyrr og jafnframt meira spennandi fyrir áhorfendur. Með því að birta dóm á ljósatöflu, risaskjá, eða þvilíku, strax að afloknum dómi þannig að allir áhorf- endur geti fylgst grannt með ættu sýningam- ar að verða enn áhugaverðari. Ég held að nauðsynlegt sé að gera eins vel og unnt er viö hina fjölmörgu áhugasömu og þaulsætnu áhorfendur kynbótasýninganna. Það þarf að kanna kostnað við að koma upplýsingunum á framfæri með þessum að- ferðum en það væri gaman að gera þetta svona a.m.k. á stærri mótum og nauðsynlegt að gera ráðstafanir í þessa veru fyrir Lands- mótið í Reykjavík árið 2000. Margir vilja hafa sérstakan reiödómara eins og í Þýskalandi. Ég hef kynnst því af eig- in raun og starfað mikið sem reiðdómari er- lendis. Reiðdómararnir fara á bak hverju hrossi til að meta vilja og geðslag en einnig til að sannreyna skoðanir sínar á öðrum hæfi- leikum hrossins. Mín reynsla er sú að þetta sé til hjálpar í sumum tilfellum, sérstaklega þeg- ar um er að ræða einstaklega þjál og eftirgef- anleg hross sem virka oft á tíðum ekki eins viljug. Þó verður að segjast eins og er að í langflestum tilfella ber reiðdómara og hinum sem ekki prófa hrossið saman. Væru sýning- amar ekki eins ásettar og tilfellið er hérlend- is væri ég ekki í vafa um að prófa hrossin í reið en taka verður með í reikninginn tímann sem fer í þetta og vega það á móti því sem ávinnst. í fyrra hófu Þjóðverjar að dæma fyrir þjálni hesta það sem þeir kalla Leichtrittkeit. Ég hef ekki þekkingu á þessum dómum en hef í hyggju að fara til Þýskalands í vor að kynna mér það og önnur dómstörf í Þýskalandi bet- ur. Fyrr get ég ekki tjáð mig um málið. Ég tel afar brýnt að samræma þann dóm- skala sem íslensk hross eru dæmd eftir víða um lönd þó svo að ekki sé úrslitaatriði að ná- kvæmlega eins sé staðið að öllum atriðum dómstarfanna. Viö erum að færast nær FEIF dómskalan- um á þessu ári því búið er að ákveða að taka upp dóma á feti í vor. Það hafa komiö fram sterkar óskir um að fet væri dæmt, ekki síst erlendis frá, enda er þetta ein af fimm gang- tegundum íslenska hestsins. Ég tel sjálfsagt að verða við þvi og fagna því að þessi ákvörðun var tekin ekki síst með það í huga að ákveðið var að útfæra þetta á þann hátt að fetsýning- in félli inn i miðja sýningu. Það sem ávinnst með þvi er hugsanlega tvíþætt. Annars vegar fær hrossið hvíld í miðri sýningu og hins veg- ar er sú tilgáta við lýði að við munum fá betri upplýsingar um geðslag og vilja með því að fylgjast með því hvemig hrossið bregst við niðurhægingunni og því að spinna sig af feti upp á annan gang.“ Erfiðast að dæma geðslag „Það er mjög erfitt að dæma geðslag hrossa og vilja, sérstaklega geðslag og hugsanlega þarf að breyta skilgreiningu einkunnanna og jafnvel sameina þær. Samspil þessara tveggja þátta er hinn verðmæti eiginleiki sem við erum að leita að. Hvað varðar umræðu um ræktunarmark- mið er margt sem líta þarf til og athuga. Dóm- arar meta í dag fax og tagl hrossa og gefa ein- kunn fyrir svokallaðan prúðleika. Það er ekki nokkur vafi að þessi eiginleiki hefur mikið markaðsvirði í dag og sennilega til langframa. Hvorki einkunnir né kynbótamat prúöleika hafa verið teknar inn í heildareinkunnir hrossa. Mér finnst koma sterklega til greina að vega prúðleikann sérstaklega inn í heilda- einkunn kynbótamats. Hið sama er ekki að segja um sérstaka liti hrossa. Litir eru meira háðir tískusveiflum og það sem er í tisku í dag verður það ekki endi- lega eftir nokkur ár og því ómögulegt að byggja liti sérstaklega inn i einkunn. Við þurf- um hins vegar að vera meðvituð um þessa sjaldgæfu liti, kannski sérstaklega þá sem markaðurinn sér ekki um aö halda við. Það er áhyggjuefni ef litaafbrigði týnast. Litförótt hross eru til dæmis með sjaldgæf og má í raun ætla að litforótt sé útrýmingarhættu í ís- lenska hrossastofiiinum. Ég hef mínar hugmyndir um eitt og annað er viðkemur íslenskri hrossarækt en hef ein- sett mér að koma inn í þetta starf með opnum hug. Ég vil heyra hvað hrossaræktendur og hestafólk hefur til málanna að leggja áður en lengra er haldið og frekari ákvarðanir verða teknar. Rétt er að árétta að róttækar breytingar á dómsskala eða ræktunarmarkmiðum verða ekki gerðar á næstu vikum eða mánuðum," segir Ágúst. Ágúst rekur Kirkjubæjarbúið ásamt bróður sínum Guðjóni. „Við erum búnir að marka einfalda stefnu fyrir Kirkjubæjarbúið og henni verður fylgt. Við reynum að komast í eins góða stóðhesta og frekast er unnt, leggjum allt í að eiga góð- ar hryssur til undaneldis og kappkostum að hafa hrossin ekki fleirri en svo að hægt sé að halda utan um hlutina sómasamlega. Síðan gengur þetta náttúrlega upp og ofan, sumt heppnast en annað ekki, eins og hjá öðrum. Við tökum okkar áhættu og höldum í eina og aðra sérvisku enda er svo óskaplega gaman að rækta hross hér í frjálsræðinu á íslandi. Það er varla neitt skemmtilegra, held ég“, segir Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.