Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Spurmngin Hvernig líta geimverur út? Árni Freyr Ársælsson, 10 ára: Þær eru hvítar og með skásett augu. Margrét Jakobsdóttir, 10 ára: Þær eru með breiðan haus, mjóan háls, mjóa höku, þrjá putta og tvær tær. Þær eru með mjóan búk og eru slímugar. Róbert Gústafsson, vinnur í bak- arii: Ég hef ekkert pælt í þessu. Brendan Weipel nemi: Þær eru marglitar og litlar, með stórt höfuð, tvö augu, þrjá fingur, tvo fætur og þær eru með hala. Rachel Hainer nemi: Þær eru með egglaga haus og eru slimugar. Lesendur__________ Skýrsla handa gagnagrunni Vinur okkar var einn af þeim sem ímyndunin hafði ítrekað lagt í rúmið og læknirinn gefið honum sprautu með „óblönduðu" sem lækningu við „veik- indum“ hans. Konráð Friðfinnsson skrifar: Það gerist á bestu bæjum að fólk veikist og þarf á aðhlynningu lækn- is að halda. Eftir að hugmyndir um gagnagrunninn komu í umræðuna er ef til vill brýnna en áður að menn leiti á mið lækna og sérfræðinga til þess að unnt sé að leggja inn skýrslu í gagnagrunninn. Þannig vill til að maður einn, sem við getum bara nefnt „X“, þurfti á þessari þjónustu að halda. Hann er að vísu, að eigin mati, oft- ar krankur en aðrir menn, en nú var hann hreinlega veikur. Og í maganum, af öllum stöðum líkam- ans. Er X mætti hjá doktornum var hann spurður hvað amaði að hon- um. Læknirinn lét þess getið, svona í framhjáhlaupi, að honum fyndist X vera fólur á vangann og augun í sljórra lagi. Sjúklingurinn játar því og tekur til við að segja lækninum hvað að sér ami. Tekur þá doksi fram hlustunar- pípu til að athuga hjartsláttinn, síð- an tunguspýtuna til skoðunar á kokinu. En vegna þess að X var jafntíður gestur á stofunni og skýrslur sönnuðu, lét læknirinn hann segja B í stað A, er hann hafði komið timbrinu fyrir í munni mannsins. Rétt svona til að fá til- breytingu í hlutina. Síðan var lyf- seðill skrifaður og skýrsla gerð. Líkt og nærri má geta var staflinn sem tilheyrði X orðinn allvænn. Gagnagrunnurinn er nú svo gott sem kominn á laggirnar og störf þar á fullum dampi. Og þennan grunn hungrar í sjúkraskýrslur fólks. Menn eru því sendir út af örkinni til að þefa þær uppi hvar sem færi gefst. Og er gagnagrunnssveinar mættu á stofu læknis X urðu þeir í hjarta sínu glaðir er þeir litu á einn staflann, sem var töluvert hærri en aðrir á þessum stað. Væntu þeir sér mikils af lestrinum. Mennirnir töldu sem sé stóru stundina runna upp í starfi sínu. En ljóminn hvarf smám saman úr aug- um þeirra eftir því sem lengra leið á lesturinn. Þeir komust nefnilega að raun um að X, vinur okkar, var einn af þeim sem ímyndunin hafði ítrekað lagt í rúmið og læknirinn hafði gefið honum sprautu með „óblönduðu" sem lækningu við „veikindum" hans. Og sem X hafði orðið alheill af. Mennimir stóðu því upp, þökk- uðu fyrir sig og tóku langa kaffi- pásu. Rétt til þess að komast aftur í jarðsamband. Niðurstaðan í þessu máli - eða lærdómurinn sem af þessu má draga - er að fólk lætur stundum ímyndun eina fljúga með sig hvert sem hugurinn leitar. Flugleiðir svara ekki athugasemdum Fugfarþegi skrifar: Undanfarið hefur mátt lesa fréttaumfjöllun í fjölmiðlum undan- farið um bréf frá dönskum farþega sem var á leið til landsins með Flug- leiðavél í sept. sl. og varð fyrir óþægindum er flugstjórinn hóf eins- konar útsýnis- og lágflug fyrir lend- ingu í Keflavík. Daninn sendi kvört- unarbréf til Flugmálastjórnar og Flugleiða hf. Flugmálastjóm þótti ekki ástæða til að gera athugasemd- ir við flugið en óskaði skýringa frá flugrekstrardeid Flugleiða, sem taldi ekki ástæðu til að svara far- þeganum beint, en staöfesti að við- komandi flugstjóri hefði farið í „veikindafrí" að þessu flugi loknu, en það sé alls óskylt þessu umrædda flugi. - Stangast nú enn á svör Flug- málastjómar og Flugleiða. Eru því fréttir af þessu ólánsflugi ekki full- nægjandi. Þar sem ég lenti forðum daga í svipuðum aðstæðum í flugvél Flug- leiða ásamt öðrum farþegum fyrir lendingu i Keflavík, þegar flugstjóri skipti skyndilega um lendingar- braut, þykir mér fróðlegt að fylgjast með þessu máli nú. Vonandi svara Flugleiðir hinum danska farþega með fullnægjandi hætti og biðjast afsökunar á hegðun flugmannsins eða veita honum viðhlítandi bætur, óski hann þess. Ríkisútvarpið stöðvar umfjöllun ~—*±:—I—;—. Útvarpshúsið við Efstaleiti. - Hjá Ríkisútvarpinu starfar „menningarelíta" landsins, segir bréfritari m.a. Einar Einarsson skrifar: Útvarpsfréttir á íslandi hafa um helmingi meiri hlustun en útvarps- fréttir i nágrannalöndunum og því augljóst hversu áhrifamiklar þær era. En það er ekki síður mikilvægt að þeir sem stýra fréttatímunum axli þessa miklu ábyrgð með því að draga ekki umfjöllun eða leggja lykkju á leið sína til að framkvæma eftir einkaskoðunum sínum. Tökum málverkafölsunarmálið sem dæmi. - í DV kom fram að bíll vitnis var tekinn gjörsamlega i gegn og myndir af honum sýndu hrotta- leg orð skrifuð með verkfæri á bíl- inn. Hvenær var minnst á þennan atburð í Ríkisútvarpinu? Ég minn- ist þess ekki. Fréttastofa Ríkisút- varpsins hefur ekki haft undan að flytja fréttir af málverkafölsun- armálinu og var t.a.m. löng frétta- skýring daginn áður en vitna- leiðslur hófust fyrir rétti. - Já, daginn áður! Og alltaf sami frétta- maðurinn. En hvað veld- ur því að núna sér þessi menn- ingarfréttastofa enga ástæðu til þess að fjalla um málið? Því er ein- falt að svara. Hjá Ríkisútvarpinu starfar „menn- ingarelíta" lands- ins. Hún gætir þess að enginn skemmi fyrir listaelítunni. En þegar eitthvað kemur fram sem gæti skemmt fyrir elítunni skal um- fjöllun stöðvuð. Einmitt það gerist þegar áðurnefndur bíli er skemmd- ur í Kaupmannahöfn. Eigandinn er maður sem hefur lýst því opinber- lega hvernig höndla skuli með lista- verk á markaðstorgi viðskiptanna. Bilskemmdimar varpa því nýju ljósi á málið. Einhver öfundarklíka heldur að réttarhöldin muni ganga þannig fyr- ir sig að ákærði verði dæmdur. Þess vegna má ekki segja frá einhverju sem gæti varpað nýju ljósi á málið- En RÚV segir ekki frá svoleiðis hlutum. Það segir bara frá annarri hlið málsins, en ekki hinni, svo menningarelítan reiöist ekki. Heildarlaun þingmanna Árni Einarsson skrifar: Um áramótin hækkuðu laun æðstu embættismanna ríkisins um 3,65% líkt og annarra launamanna. Þingmenn þykjast nú afskiptir launalega og hugsa sér til hreyfmgs. Það má m.a. marka af ummælum forseta Sameinaðs Alþingis um að hæfileikafólk fáist ekki til þingsetu með núverandi launum. Þingmenn flagga því ákaft að laun þeirra séu aðeins rúm 228 þús. kr. á mánuði. En við hin gleymum ekki 40 þúsund kallinum sem þeir úrskurðuðu sér sjálfir fyrir ekki löngu siðan. Nær væri að laun alþingismanna séu nú um 260 þús. kr - Engin ofsalaun, al- veg rétt, en góð laun samt þegar allt annað er meðtalið. Nóg komið af týndu tíkinni H.K. skrifar: Eru fjölmiðlar að ganga af göflun- um eða hvað? Lítill hundur týnist og það er eins og heimurinn sé að far- ast! Fyrst er hvarfmu gerð góð skil í báðum fréttatímum Stöðvar 2, líkt og um mannshvarfi og daginn eftir eru dagblöð með allt að hálfri síðu undir málið. Þvi voru hjálparsveitir skáta ekki kallaðar út? Og hvers vegna gengur þetta hundshvarf svona út í öfgar, kannski vegna verðsins á dýr- inu sem talið er vera um hálf milljón króna? Ekki fengi trausti heim- ilskötturinn minn svona umfjöllun væri hann týndur. Nær væri að gera gangskör að þvi að finna kisukvalar- ann sem lét heimilisketti i Sundun- um hverfa í fyrra. Betlistafir í gjafaöskjum Sigurión hringdi: Mér hefur oft dottið í hug þegar ég les stjómmálagreinar eða heyri við- töl við stjómmálamenn eða aðra sem koma nálægt okkar stjórnkerfi og þeir taka sér í munn orðið „betli- stafur", að gera mætti alvöm úr þessu vinsæla orði - eða stoðtæki. Getur ekki einhver hugmyndaríkur hafið framleiðslu á „betlistöfum"? Þeim mætti pakka haganlega í þar til gerða og smekklega öskju. Þetta yrði áreiðanlega vinsæl tækifæris- gjöf, seld við hæfilegu veröi. Eilítið dýrara væri stafurinn sérmerktur. En „betlistafur" gæti verið, í alvöru talað, öflugt stuðningstæki mörgum hér á landi. Ekki síst þeim sem biðja um fund með ráðherrum og öðrum sem sjá um að deila út skattfé okkar. Læknar þora ekki aö hætta Svanhildur hringdi: Maður heyrir að læknar séu orðnir hundfúlir yfir velgengni Gagnlindar og ganga sumir svo langt að hóta hætta samstarfi með því aö stöðva flæði sjúkragagna frá sér. Aðrir læknar taka skynsaman pól i hæðina og gera ekki athuga- semdir. Það er sem ég sjái lækna hætta samstarfi um sjúkragögnin. Allt er þetta spuming um peninga og læknar kasta ekki frá sér lifi- brauðinu þegar á reynir. Ekki frek- ar en aðrir. Áfellisdómur yfir þingmönnum H.J. hringdi: Á meðan láglaunastefnan er við lýði og lægstu laun em í kringum 70 þús. kr. á mánuði, ættu þing- menn með hátt í 300 þús. kr. á mán- uði ekki að fara fram á kauphækk- un. Þeir ættu fremur að sjá til þess að lágtekjumenn hækkuðu í laun- um. Það vita allir aö ekki er hægt að reka hemili fyrir minna en 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Skattamörk ættu þvi að vera við 150 þús. kr. mörkin. - Þessi lágu laun era fyrst og fremst áfellisdómur yfir þeim þingmönnum sem hafa setið lengi á þingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.