Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Fréttir 13 I>V Hugmynd aö Sjávargarði á Akranesi: Myndi kosta um 100 miinónir króna DV, Akranesi: „Það eru nokkur ár síðan áhuga- hópur um Sjávargarð á Akranesi fór að skoða hugmynd að Sjávargarði á Akranesi - kynningarmiðstöð um líf- ríki og auðlindir hafsins," segir Björn S. Lárusson, markaðs og at- vinnumálafulltrúi Akraneskaupstað- ar. „Hópurinn vann mjög gott starf og ég efast um að nokkur hugmynd að álíka starfsemi hafi verið jafnvel undirbúin. Það varð ljóst í þessari undirbúningsvinnu að garðurinn gæti ekki staðið undir fjármögnun en að reksturinn myndi standa undir sér.“ Haustið 1997 færði hópurinn Akra- nesbæ niðurstöður vinnu sinnar í þeirri von að hrinda mætti hugmynd- inni I framkvæmd undir stjórn bæj- arins. Akranesbær skipaði nefnd til að vinna áfram að málinu og sú nefnd hefur verið að störfum síðan. „Verkefni nefndarinnar hefur fyrst og fremst falist í að kanna áhuga fleiri á því að koma kynning- armiðstöðinni á fót. Við teljum nauð- synlegt að á íslandi verði starfandi slík miðstöð, sem hafi það að mark- miði að kynna fyrir umheiminum að íslandsmið eru ekki bara risavaxið fiskabúr, heldur nýtum við þessa auðlind og viljum sýna hvemig við gerum það af skynsemi. Ég legg áherslu á að þessi hugmynd er alfar- ið okkar, en við viljrnn fá fleiri til liðs við okkur því það er ofvaxið ein- um kaupstað að kosta hana, þótt fjár- festing sé tiltölulega lítil, eða um 100 milljónir króna.“ -DVÓ Tjón vegna spennuhækk- unar á sjöttu milljón DV, Akranesi: 30. september varð sperinuhækkun í aðveitustöð Akranesveitu sem leiddi til þess að mikið af rafmagnstækjum Akumesinga bilaði eða eyðilagðist. Varðandi bótaskylduna komust lög- fræðingar að þeirri niðurstöðu að tjón vegna einstaklinga væri bótaskylt og var þar stuðst við lög um skaðabótaá- byrgð, en varðandi fyrirtækin töldu þeir það tjón ekki bótaskylt. VÍS greiðir því tjón vegna einstak- linga en Akranesveita hefur þrátt fyr- ir niðurstöðuna ákveðið að greiða tjón fyrirtækja. VÍS sá um að greiða bæfumar til fyrirtækja fyrir hönd Akranesveitu endurgjaldslaust. Enn era að berast tilkynningar vegna tjóna hjá einstaklingum og er búið að greiða út um 4,0 milljónir og gæti sú upphæð farið í 4,5 milljónir. í upphafi var gert ráð fyrir að tjón fyrirtækja væri um 1,8 milljónir en tjónið reyndist minna en gert var ráð fyrir. Það er meðal annars vegna þess að hægt var að gera við tæki sem talið var að væra ónýt og er vonast til þess að tjónið hjá fyrirtækjunum sé rétt um milljón. Tjón vegna spennuhækk- unarinar 30. september er því á sjöttu milljón króna. -DVÓ Vogar á Vatnsleysuströnd: Hefur margt að bera DV, Suðurnesjum: Vatnsleysustrandarhreppur virð- ist ekki vera ofarlega i hugum þeirra sem hyggja á einbýlishúsa- byggingar. Hreppurinn virðist þó hafa flest til að bera sem eftirsókn- arvert getur talist þeim sem sækjast eftir því að búa utan skarkala höf- uðborgarinnar en þó stutt frá öllu því sem borgin hefur upp á að bjóða. Fyrir bamafólk ætti staðurinn ekki siður að vera kjörstaður þar sem boð- ið er upp á skóla, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu auk flestrar þeirrar þjón- ustu sem stærri sveitarfélög hafa. Ekki ættu gatnagerðar- gjöldin að fæla fólk frá en í gjaldskrá sem samþykkt var af sveitarstjóm um miðjan desember er gert ráð fyrir að þau verði miðuð við til dæmis einbýlishús á 750 fm lóð kr. 300.000, heimæðargjöld kr. 100.000 og byggingarleyfisgjöld kr. 45.000 eða samtals 445.000 krónur. -AG Námskeið í Spádómsbók Daníels Ein merkasta bók Biblíunnar er án efa Spádómsbók Daníeis. Hún spáði nákvæmlega um fyrri kontu Krists til jarðarinnar. Hún spáir einnig um endurkomu hans. Þá greinir bókin einnig frá heimsviðburðum alveg fram á okkar eigin tíma, svo sern: 1. Hruni fomríkja: Babýlonar, Medíu og Persíu, Grikklands og Rómaveldis. 2. Skiptingu Rómaveldis í smáríki sem síðar urðu að ríkjum Evrópu. 3. Og hruni Sovétríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Bókin fjallar einnig um óvefengjanlegt gildi samviskufrelsis sem er undirstaða allra mannréttinda. En miðdepill bókarinnar er Jesús Kristur og tilboð hans um frelsi og eilíft líf öllurn til handa. Námskeiðið er ókeypis. Fyrirlestramir verða 5 talsins, kl. 20.30 á miðvikudagskvöldum í LOFTSALNUM að Hólshrauni 3, Hafnarfirði (Fjarðarkaupsreitnum) og verður sá fyrsti miðvikudagskvöldið 27. janúar. Björgvin Snorrason heldur fyrirlestrana en undanfarin 20 ár hefur hann ferðast víða og haldið fyrirlestra á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Danssýning á Eskifirði Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rafick Hoosain héldu sýningu á samkvæmisdönsum í Fjarðabyggð og dönsuðu á hverjum stað fyrir sig. Áhorfendur tóku þessari ný- breytni mjög vel og mættu vel og á Eskifirði var nánast fullt hús. Elísabet er aðeins 17 ára og hef- ur lært dans frá 8 ára aldri og hlot- ið mörg verðlaun, s.s. Norður- landameistaratitil 18 ára og yngri og fjölda íslandsmeistaratitla, auk þess sem hún hefur unnið óopin- bert heimsmeistaramót. Elísabet var í 5. sæti á London open en þar er keppt í fullorðinsflokki. Rafick er frá Suður-Afríku og á einnig marga sigra að baki, s.s. fjóra suðurafríska meistaratitla. Hann varð í 8. sæti á síðasta heimsmeistaramóti og lenti í 3. sæti á óopinberu heimsmeistara- móti í Blackpool. Hann byrjaði að dansa 12 ára en er núna 23 ára. Elísabet og Rafick hafa dansað saman í 5 mánuði en það er eins og þau hafi aldrei gert neitt annað. Áhorfendur kunnu vel að meta það sem bar fyrir augu því það er ekki mjög algengt að farið sé út á land með sýningar af þessu tagi. -ÞH Dansparið Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rafick Hoosain. DV-mynd ÞH Favorit 3030-W Frístandandi H-85, B-60, D-60 Ryðfrítt innra byrði Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) 4-falt vatnsöryggiskerfi Hjóðlát 49db (re 1 pW) Sjálfvirk hurðarbremsa 12 manna stell 3 kerfi skolun 10 mín. venjulegt 65°C 69 mín. sparnaðar 65°C 60 mín. Spamaðarkerfi 65°C 1,5 kwst Venjulegt 65°C kerfi 1,5 kwst Sparnaðarkerfi 65°C 16 lítrar Venjulegt 65°C kerfi 20 lítrar Venjulegt kerfi 65° 69 mín. Gerð: Taumagn: Þvottakerfi: Orkunotkun: Vatnsnotkun: Þvottatími:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.