Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 -? gott í hátalara Gamalt bananahýði er úr- valshráefni fyrir góða hátal- ara. Því halda forráðamenn japanskrar pappírsfabrikku að minnsta kosti fram og eru farnir að gera tilraunir með að framleiða hátalarahimnur úr bananahýði. Hátalarahimnur eru alla jafna búnar til úr pappír sem '* þcirf að búa yflr mörgum eig- inleikum. Hann þarf að vera sveigjanlegur, geta dempað titring fljótt og brugðist við straumi frá rafsegli hátalar- Japönsk rafeindafyrirtæki eru þegar farin að þreifa fyrir sér með framleiðslu hátalara með bananahýði í og til þessa hafa niðurstöðurnar verið já- kvæðar. * Rafhlaða í svörtu kassana Svörtu kassarnir svonefndu sem settir verða í almennar farþegaflugvélar eftir árið 2000 verða útbúnir með aukaraf- hlöðu svo þeir geti haldið áfram að hljóðrita það sem fram fer í stjórnklefa vélarinn- ar, fari rafmagn af henni ein- hverra hluta vegna. Tímaritið New Scientist seg- ir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í kjölfar flugslyss- ins undan ströndum Nova Scotia í Kanada í haust. Þá fórst þota frá Swissair með mörg hundruð manns innan- borðs. Svörtu kassarnir hættu að starfa nokkru áður en vélin skall i hafið, líklegast vegna þess að flugmennimir höfðu drepið á hreyflunum og þar með rafmagninu. Ef aukaraf- hlaða hefði verið í kössunum, hefðu þeir haldið áfram að hljóðrita og skrá. Bit gæludýra veldur sýkingum Eins og hvert annaánunds- ^ bit, segja menn og láta sem það sé ekkert til að gera veður út af. Aldeilis ekki. Hundsbit getur verið djöfullegt, og katt- arins líka. Og það sem verra er, að bit þessara elskulegu gæludýra okkar getur haft al- varlegar sýkingar í för með sér. Kettirnir eru þar verri, því fjórum sinnum meiri líkur eru á að kattarbit valdi sýk- ingu en hundsbit. Samkvæmt rannsókn banda- rískra visindamanna em miklu fjölbreyttari bakteríur í biti hunda og katta sem geta valdið alvarlegum sýkingum en hingað til hefur verið talið. Um það bil 300 þúsund Bandaríkjamenn koma árlega á slysavarðstofur sjúkrahúsa eftir gæludýrabit. Leggja þarf um tíu þúsund inn og tuttugu manns, aðallega ung böm, £. deyja af völdum bitsins. Forfeðurnir breyttu um mataræði þegar þeir fluttu úr trjánum: Glerungurinn kom upp um þad sem þeir átu Forfeður okkar mannanna tóku ekki bara upp á þvi að ganga likar því sem við nú gemm, þegar þeir fluttu sig úr trjánum niður á gresj- una. Þeir fóm líka að éta fæðu sem er líkari þeirri sem við leggjum okk- ur til munns. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Suður-Afríku rannsökuðu gler- ung á tönnum fjögurra eintaka svo- kallaðs australopithecus africanus, eða suðurapa, forföður mannsins sem var uppi fyrir þremur milljón- um ára, til að komast að því hvað hann borðaði. í ljós kom að forfaðir- inn borðaði ekki bara trjálauf og ávexti eins og simpansinn frændi okkar, heldur ýmisskonar gras og fræ eða dýr sem lifa á grasi og fræj- um. Þannig er að á glerungnum er að finna efnafræðilegar leifar þess sem dýrin átu. Þau Matt Sponheimer frá Rutgers háskóla og Julia Lee-Thorp frá há- skólanum í Höfðaborg beindu at- hygli sinni einkum að kolefninu í tanngleranginum. Það er mjög mis- munandi eftir því hvaðan það kem- ur. Vitað er að dýr sem éta lauf og ávexti úr skóginum hafa annars konar kolefni i glerunginum en dýr sem bíta gras. Niðurstöðurnar komu Spon- heimer og Lee-Thorp nokkuð á óvart. í tönnum forfeðranna var að finna mikið magn kolefnis sem rekja má til grass eða fræja. „Þeir gera mikið af því sem þeir gera, hvað svo sem það er,“ segir Sponheimer. „í einu tilviku reynd- ist þetta vera 50 prósent mataræðis- ins. Það er því ekki eins og hann hafi ákveðið að fá sér eitt grasstrá í svanginn. Þetta er algengt atferli.“ Niðurstöður rannsóknanna geta einnig bent til að þessir forfeður okkar hafi lagt sér kjöt til munnst þar sem kolefnin í tönnunum eru svipuð og hjá híenum sem lifðu á sama tima. En í tönnum híena eru kolefni sem líkjast kolefnunum í tönnum bráðar þeirra. Maðurinn getur ekki veitt og drepið dýr sér til matar með berum höndum. Gengið er út frá því að australopithecusinn, sem kunni ekki að smíða verkfæri, hafi ekki Bandarísk könnun sýnir að aðstoðarflugmenn veigra sér við að segja flugstjórunum sínum hreint út geri þeir síðar- nefndu mistök. Þess í stað grípa þeir til óbeinna ábendinga í þeirri von að flugstjórarnir átti sig og leiðrétti villuna. leiðrétta mistök f ugstjóra Ekki er sama hvernig maður seg- ir hlutina. Aðstoöarflugmenn í far- þegaflugi vita það og grípa þess vegna til óbeinna ábendinga til að leiðrétta mistök flugstjórans, jafnvel þótt um líf eða dauða geti verið að tefla. „Slíkt gæti talist kurteislegra en hrein og klár skipun,“ segir Judith Orasanu. Hún starfar við Ames til- raunastofu bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA sem lagði fé í rannsóknina. „En með því að tala ekki hreint út, á sá sem talar á hættu að ekki heyrist í honum." Flugstjórar, hvort þeir era karlar eða konur, gefa stöðu sinnar vegna tvisvar sinnum fleiri fyrirskipanir en aðstoðarflugmennimir, að því er fram kemur í rannsókninni. Rann- sóknir á einstaka flugslysum sýna að flugmennfrnir verða oft að leið- rétta mistök flugstjóranna. Flugmenn sem tóku þátt í rann- sókninni sögðu engu að síður að þeir notuðu oftast ábendingar. Bandarískir flugmenn voru tvisvar sinnum líklegri en evrópskir starfs- bræður þeirra til að hafa þann hátt- inn á í stað þess að segja hreint úr hvert vadamálið væri. „Það em bæði kostir og gallar við að segja hlutina ekki hreint út,“ seg- ir Ute Fischer við tæknistofnun Ge- orgíu sem stjómaði rannsókninni. „Með því að benda á vandamál lætur sá sem talar þann sem heyrir um að gera leiðréttinguna. Sá sem talar reynir því að þröngva sér sem minnst upp á hinn,“ segir Fischer enn fremur. Þetta getur hins vegar leitt til misskilnings. Fischer bendir á að sá sem orðunum er beint að geti túlk- að þau sem svo að ekki sé um beiðni um að grípa til aðgerða að ræða, heldur sé einungis verið að greina frá vandamáli. Þá fylgi svona óbein- um orðum lítill þrýstingur og hætta sé á að hlustandinn taki orð þess sem talar ekki nógu alvarlega. Greint er frá niðurstöðum rann- sóknar þessarar í greinasafni frá al- þjóðlegu málþingi um sálfræðirann- sóknir tengdar flugmálum. Sam- skiptaörðugleikar, hvort sem það er innan áhafharinnar eða milli áhafn- ar og starfsmanna á jörðu niðri, eiga snaran þátt í flugóhöppum. gert það heldur. „Ef australopithecusar borðuðu eitthvert kjöt að ráði, fengu þeir það sennilega úr ungum gasellum sem em veikburða fyrst eftir fæðingu," segir Sponheimer. „Margar engi- sprettutegundir éta gras og þær eru dásamleg skordýr. Vitað er að baví- anar éta þær stanslaust." Australopithecusinn lagði sér til munns mun fjölbreyttari fæðu en aðrir fmmmenn og mannapar. Vís- indamenn telja að nýtt umhverfi og þar með aukið fæðuframboð hafi ekki aðeins orðið til þess að maður- inn þraukaði, heldur hcifi það einnig valdið því að hann þróaðist yfir í það sem hann er í dag. í kapphlaupi við kjarnorkuúrgang Visindamenn beggja vegna Atlantshafsins eru nú komnir í mikið kapphlaup um að finna raunhæfa leið til að eyðileggjá hættulegan kjarnorkuúrgang með nifteindameðferð sem kall- ast umbreyting. í kjarneðlis- fræði þýðir það að ein kjama- tegund breytist í aðra. í grein í tímaritinu New Sci- entist kemur fram að með um- breytingu kunni að vera hægt að eyðileggja allar birgðir af hinu banvæna plútoni og draga um leið úr hættunni á að hryðjuverkamenn komist yflr kjarnorkusprengjur. „Maður eyðileggur hættuleg- ustu geislavirku efnin með því að bæta við þau einni eða tveim- ur nifteindum," segir í grein- inni. Eðlisfræðingar telja að með umbreytingu sé hægt að flýta helmingunartíma geislavirkni teknisíums-99, einhvers hættu- legasta kjarnorkuúrgangsefnis- ins, úr 200 þúsund ámm í 15,8 sekúndur. Teknitín-99 er afurð sem verður tO við kjamaklofning úrans og kjarnakljúfar um heim allan spúa um sex tonnum af efninu frá sér á hverju ári. Efnið leysist auðveld- lega upp í vatni og safnast því fyr- ir í fæðukeðjunni. Magn teknitíns-99 hefur hundraðfaldast í sumum hlutum úthafanna frá því á sjöunda áratugnum. íslend- ingar eru meðal þeirra sem óttast mjög að efni þetta muni spilla fyr- ir afkomu þeirra. Ríkisstjórnir Frakklands, Spánar og Ítalíu fá áður en langt liður skýrslu þar sem sagt er frá því hvað þurfi til að smiða frum- gerð umbreytingarkljúfs. Orku- málaráðuneyti Bandaríkjanna leggur sem svarar um 280 millj- ónum króna til eigin rannsókna og þróunar. Evrópskir eðlisfræðingur eru einnig að reyna að framleiða ódýra raforku, samhliða því sem þeir reyna að eyðileggja plúton og annan geislavirkan úrgang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.