Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Rannsókn á fellibyljum gerir gagn: Auðveldara að spá fyrír um hamfarir Samvinnuverkefni um rannsókn- ir á fellibyljum, sem fram fór síð- asta haust, hefur veitt visindamönn- um gífurlegt magn gagna til rann- sókna á nasstu mánuðum. Verkefnið fólst í að senda flugvélar, hlaðnar rannsóknartækjum af nýjustu tækni, inn í ský fellibyljanna. Flug- vélarnar fóru í tvöfalda til þrefalda hæð venjulegra rannsóknarflugvéla og gerðu þar ýmsar mælingar sem ekki er hægt að gera með gervi- hnattamyndatökum. Að sögn þeirra sem hafa farið yfir gögnin á síðustu mánuðum er magn þeirra og gæði svo mikil að nánari rannsóknir munu gera mönnum kleift að gera mun nákvæmari spár um fellibylji en hingað til hefur verið mögu- legt. Rannsóknirnar fóru fram á tímabilinu milli 12. ágúst og 23. septem- ber á síðasta ári og rannsakaðir voru fjórir fellibyljir, Bonnie, Danielle, Earl og Geor- ges, sem áttu upptök sín á Atlantshafi. Eitt af því sem vísinda- menn hafa þegar kom- ist að við rannsókn gagnanna er að ferli vinda inn og út úr felli- byljum er mun flókn- ara en áður hafði verið talið. Mikilvægt er að geta spáð fyrir um hegðun felli- bylja með góðum fyrirvara. Það efast enginn um að Satúrnus sé pláneta, með sína tignarlegu hringi. Spurningin er hins vegar hvort geimgrjótið Plútó eigi skilið að verða nefnd- ur í sömu andrá og Jörðin, Júpíter, Satúrnus og hinar plánetur sólkerfisins. Plútó á undir högg að sækja: Gæti misst stöðu sína sem pláneta Geimvísindamenn deila rnn þess- ar mundir harkalega um það hvort eðlilegt sé að Plútó teljist pláneta. Margir vilja nefnilega meina að Plútó eigi frekar heima í hópi hala- stjarna eða smástima. Þessar deilur eru ekki nýjar af nálinni, en á síðustu dögum hefur hitnað verulega í kolunum eftir að alþjóðlegt félag geimvísindamanna, IAU, gerði skoðanakönnun meðal meðlima sinna með tölvupósti. Þar var spurt um það hvort flokka ætti þetta litla grjót við endimörk sól- kerfisins með öðru litlu geimgrjóti, eða leyfa Plútó að vera áfram í hópi „alvöru" reikistjama. Plútó hefur alltaf verið talinn háif undarleg reikistjama, sérstaklega vegna þess að sporbaugur hans er egglaga en ekki hringlaga eins og hinna plánetanna. Þetta gerir það t.d. að verkum að sporbaugur Plútó sker sporbaug Neptúnusar, þannig að á vissum tímapunktum er hann nær Sólinni en Neptúnus. Að undanfómu hafa geimvísinda- menn fundið um 80 hluti í geimnum sem hafa svipaðan sporbaug sem einnig sker sporbaug Neptúnusar. Þegar þeir ákváðu að búa til einn hóp geimfyrirbæra til að flokka saman alla þá hluti sem skera spor- baug Neptúnusar fannst mörgum sem verið væri að niðurlægja Plútó og í kjölfar þess hófst hin heita um- ræða um það hvað Plútó í rauninni sé. Áhöfn MÍR vinnur nú baki brotnu að því að koma geimspegli í gagnið, en hann á að geta lýst upp næturhimininn á dimmum vetrarnóttum norðurhvels jarðar. Tilraunir gerðar úti í geimnum: Geimspeglar gætu komið í stað götuljósa • Áhöfiiin um borð í MÍR geimstöð- inni býr sig nú undir að breiða út stóran geimspegil í næsta mánuði. Með slikum spegli verður hægt að varpa sólarljósi til þess hluta jarðar sem er dimmur hverju sinni, að sögn Valery Lyndin, talsmanns rússnesku geimferðastofnunarinn- ar. „Mögulegt væri að nota spegla sem þessa tO að lýsa upp ákveðna hluta jarðar að nóttu, eins og t.d. þegar vinna þarf eitthvað ákveðið verkefni, t.d. vinna hjálparstarf í landshluta sem veröur fyrir nátt- úruhamforum," segir hann. „Einnig væri hægt að hugsa sér að lýsa upp landssvæði á norðurhveli jarðar á vetramóttmn til að draga úr notkun götuljósa." Tilraunin sem gerð verður 4. febr- úar fer þannig fram að gamalt farm- skip mun aftengjast MÍR og breiða út hinn 25 metra langa spegil í allt að 18 klukkusúmdir. Þeir sem gætu orðið lýsingarinnar varir eru íbúar á landamærum Bandarikjanna og Kanada auk íbúa Hollands, Þýska- lands, Tékklands, Úkraínu, Suður- Rússlands og Kasakkstan. Þetta verður önnur tilraunin af þessu tagi, en áður var þetta reynt árið 1993 án þess að aukinnar birtu yrði vart á jörðu. Að sögn Lyndin á birtan frá speglinum að verða álíka mikil og birtan frá tunglinu - að því gefnu að himinninn sé heiðskír. Þeir bjart- sýnustu segja að vel sé mögulegt að setja heilt speglakerfí á loft sem væri hægt að nýta á ýmsan máta. Nýr mHf|ul@iki Veisluna nánast hvar sem er. Rent a tent tjöldin eru virkilega falleg. Þau eru sterk og auðveld í upp- setningu. Mismunandi stærðirfrá 12-300 manna. Leigjum einnig borð, bekki/stóla. Vinum þínum finnst gaman í tjaldveislu. Hvað með ættarmótið - afmælið - brúðkaupið ? Yjaláay ðigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22, sími 544 5990 Leið til betra lífs Miðvikudaginn 3. febrúar mun aukablað um mat, líkamsrækt og heilsu fýlgja DV. Meöal efnis veröur: Sundleikfimi, barnaleikfimi, heilsurækt forstjóranna,leikfimi fyrir veröandi mæöur, bætiefni, uppskriftir, einkaþjálfun, fjölskyldan saman í líkamsrækt o.fl. Auglýsendum er bent á aö hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV í síma 550 5720 sem allra fyrst, en þó eigi síðar en fimmtudaginn 28. janúar. Augiýsendur athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudaginn 28. janúar. 'k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.