Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 nn Ummæli sæti til Framsóknar? „Óneitanlega væri gaman aö því og þaö væri vel ráðið hjá kjósendum í kjördæminu (Norðurlandi vestra) að láta Framsóknar- flokknum öll sætin eftir." Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra, í Morgunblaðinu. Tannlæknar í fýlu „Tannlæknar verða að fara að átta sig á því að sjúkling- arnir eru algjör undirstaða undir rekstri hverrar tann- læknastofu. Því hlýtur þeim að bera, bæði sín vegna og sjúklinganna vegna að sjá til þess að endurgreiðslur hjá Tryggingastofnun stöðvist ekki bara vegna þess að þeir eru í fýlu.“ Guðmundur Lárusson tann- læknir, í DV. Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunar íslands M.: Varaformaðurinn fékk útreið „Að mínu mati er varaformaður flokksins að fá al- gera útreið og það segir meira en mörg orð að hann skuli ekki fá fleiri at- kvæði." Arnþrúður Karlsdóttir, um prófkjör Framsóknarflokks- ins, í Morgunblaðinu. Innri fáviti íslend- inga „Ég held að íslendingar séu í snertingu við sinn innri fá- vita og kunni því að meta myndina." Lars Von Trier, leikstjori Idioterne, í Morgunblaðinu. Nektardansarar og fordómarnir „Starf nektardans- ara er nógu strembið vegna erfiðs vinnutima, óreglulegra tekna og for- dóma sem dólg- feministar ala á í þeirra garð þótt ekki bætist við ofsóknir frá borgaryfirvöldum." Glúmur Jón Björnsson, í Degi. Kleif metorðastigann Sturla Geirsson viðskiptafræðing- ur, nýráðinn forstjóri Lyfjaverslun- ar íslands hf., hefur starfað hjá fyr- irtækinu í fimm ár. Hann kleif met- orðastigann innan veggja þess. Fyrst gegndi hann starfi aðalbókara félagsins, síöan varð hann fram- kvæmdastjóri heildsölusviðs og í fyrra var hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill for- Maður dagsins stjóra félagsins. Um 50 manns starfa hjá Lyfja- verslun Islands hf. Fyrirtækið flyt- ur inn lyf og hjúkrunarvörur ásamt efna- og rannsóknarvörum. Einnig er félagið með umboð fyrir erlend fyrirtæki með fyrrnefnda vöru- flokka. Þar að auki er Lyfjaverslun eignaraðili að ýmsum öðrum fyrir- tækjum, bæði hér á landi og í út- löndum. „Lyfjaverslun íslands hf. er eitt af þremur stærstu lyijadreifend- um á Islandi," segir Sturla. Nýi forstjórinn er kvæntur Ástu Friðriksdóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Það eru tví- burarnir Árni og Erla Guðrún sem eru sex ára. „í nýja starfinu ætla ég að beita mér fyrir framgangi Lyfjaverslunar Islands hf. sem framsæknu og öfl- ugu fýrirtæki. Ég er svo heppinn að hjá Lyfjaverslun starfar mikið af framsýnu og hæfileikaríku fólki og sama má segja um stjóm félagsins og fyrrverandi forstjóra. Við höfum verið að vinna að stefnumótun fé- lagsins síðasta árið. Sú stefnumótun er enn í gangi og miðast að sjálf- sögðu við að auka hag hluthafa fé- lagsins svo og rekstur félagsins til framtíðar. Þegar er búið að hrinda ákveðnum stefnumótandi aðgerðum í framkvæmd, svo sem sölu á þróun- ar- og framleiðslueiningu félags- ins til Delta hf.“ Uppgötvun lyfja og fram- leiðsla þeirra er of dýrt dæmi fyrir íslendinga. „Það þarf svo gríðarlega stór fyrirtæki og öflugan fjárhag til að stunda frumrannsóknir og búa til ný lyf. Þess vegna er lyfjaframleiðsla á íslandi ekki inni á þeirri linu heldur er hún fyrst og fremst i því að kópera lyf sem fara af einkaleyfi hjá frum- lyfjaframleiðendum en einkaleyfi gildir í ákveðinn tíma.“ Sturla segist hafa mjög gaman af vinnunni og oft er vinnudagurinn langur. Lengd hans fer þó eftir álaginu hverju sinni. Þegar heim er komið nýtur Sturla þess að vera með fjölskyldunni. „Ég hef mikla ánægju af stangaveiði og úti- vist almennt. Einnig er ég mikill áhugamaður um íþróttir. Ég er fé- lagi bæði í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og Ármönnum. Ég spfla badminton með félögum mínum á vetuma og er ný- lega byrjaður að fikta lítil- lega við bridge en það spflaði ég talsvert á mín- um yngri árum.“ -SJ Sturla Geirs- son. DV- mynd '<■ ÞOK 4 Sigurlaug Knudsen syngur í Landakotskirkju annað kvöld. Einsöngs- og ein- leikstónleikar Einsöngs- og einleikstó- leikar verða í Landakots- kirkju á morgun, þriðjudag, 26. janúar. Einsöngvari er Sigurlaug S. Knudsen. Undir- leikari hennar og einleikari á orgel kirkjunnar er Claudio Rizzi. Á efhisskránni er eink- um tónlist frá endurreisnar- og barokktimanum. Sigurlaug S. Knudsen er fædd í Kaupmannahöfn 1978. Hún hefur stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lýkur þaðan burtfarar- prófi í vor. Kennarar hennar þar hafa verið Ásrún Davíðs- dóttir og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Auk námsins við Söngskólann hefur Sigurlaug sótt námskeið bæði hér heima og erlendis hjá pró- fessor Orlowitz. Þá hefur hún verið meðlimur í Kór ís- Blessuð veröld lensku óperunnar undanfar- in tvö ár. Claudio Rizzi er æf- ingastjóri Islensku óperunn- ar. Hann er fæddur á Norður- Italiu og hlaut þar viðtæka tónlistarmenntun. Tónleik- amir eru á vegum Viðhalds- sjóðs orgels kirkjunnar og hefjast kl. 20.00 Myndgátan Gyrðir hest Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Verk eftir Kaffe Fassett í Hafnar- borg Bútasaumur I Hafnarborg stendur nú yfir sýning á verkum eftir Kaffe Fas- sett sem er nú vafalaust einn af vinsælustu textílhönnuðum heimsins. Einstakt hugmyndaflug og ótrúlega djörf litameðferð eru höfuðeinkenni verka hans. I meira en áratug hafa sýningar Kaffe Fassetts verið settar upp í listasöfnum viða um heim. Hafnarborg hefur áður staðiö fyrir sýningu á verkum Kaffe Fas- sett en á þeirri sýningu var lögð áhersla á prjóna- og útsaumsverk hans. Að þessu sinni er nýr miðill Sýningar i brennideplinum, það er búta- saumur eða quilt. Listamaðurinn byggir hér á aldagamalli hefð, handverki sem þekkt er víða um veröld, en útfærsla hans er sem fyrr einstök og frábmgðin öllu því sem áður hefur verið gert með þessari tækni. Fyrirmyndir að verkum sínum dregur Kaffe Fassett víða að, gjarnan frá eldri listaverkum eða úr listahandverki fyrri tima, en einnig úr náttúrunni. Sýningin er opin kl. 12 tfl 18 alla daga nema þriðjudaga og hún stendur til 8. febniar. Bridge Ef spiluð er slemma á hendur AV verður sagnhafi að vanda sig í úrspilinu. Gerum ráð fyrir að spil- uð séu 6 hjörtu í vestur og norður hitti á að spila út spaðatvisti. Hætt er við að sagnhafi sé svekktur yfir því að fá þetta útspfl, því slemman á góða möguleika ef ekki kemur út spaði: * K42 10 * D1086432 * 64 * ÁG983 v DG6 - * ÁKG53 * D76 * K872 * 975 * 972 4 105 * Á9543 * ÁKG * D108 Sagnhafi verður að drepa strax á ásinn og vonast tfl að trompið sé upp á engan gjafaslag. Hjarta- drottningu er spilað og legan gerir það að verkum að hægt er að taka þrisvar sinnum tromp. Vörnin á samt einn trompslag, en ekki þýðir að gefast upp. Vinningsmöguleik- inn byggir nú á því að suður eigi að minnsta kosti 3 lauf og þá er hægt að henda spaðatapslagnum í blindum ofan í fjórða laufið. Sex laufa samningur er vandasamari og krefst nákvæmrar spila- mennsku. Gerum ráð fyrir að vest- ur sé sagnhafi og norður spili út einspili sínu í hjarta. Ef hjörtun liggja 3-2 fær sagnhafi auðveldlega 13 slagi, en ef þau liggja 4-l(eins og útspflið bendir tfl) er varúðar þörf. Sagnhafi ætti að leggja fyrst niður laufkónginn og spila síðan laufi á drottningu. I þessari stöðu er sagn- hafa óhætt að spila lágu hjarta að heiman án þess að eiga það á hættu að tapa spflinu. Ef norður á aðeins eitt hjarta og 3 tromp fær hann aðeins einn slag á tromp. I þessari legu getur sagnhafi hins vegar spilað næst laufi á tíuna og svínað spaðatíu. Hjartanían er síð- an innkoma tfl þess að endurtaka spaðasvininguna. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.