Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 ÍÞRðTTIR Stormotið í Laugar- dalshöll Bls. 24-25 Maurice Spillers hafði skamma viðdvöl hjá Þór. Fótbrotn- aði í fyrsta leik Maurice Spillers, Bandarikjamað- urinn sem lék sinn fyrsta leik með Þórsurum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á fostudagskvöldið, fótbrotnaði í leiknum gegn Njarð- víkingum. Hann missteig sig Úla í síðari hálfleiknum og í ljós kom við skoðun að hann hafði fótbrotnað.. Þar með er ljóst að Þórsarar þurfa að leita að nýjum Bandaríkjamanni en Spillers, sem lék með Keflvíking- um undir lok síðasta keppnistima- biis, var fenginn til að leysa Lor- enzo Orr af hólmi. -GH/JJ Arnar Gunnlaugsson: Ahugi hja Derby og Leicester hefur líka haft samband Enska knattspymufélagið Derby County hafði á föstudag samband við umboðsmann Arnars Gunn- laugssonar og lýsti yfir áhuga á að fá Skagamanninn til liðs við sig. Daginn áður hafði Leicester haft samband á svipuðum nótum. Bú- ast má við að Bolton fái tilboð í hann frá öðru félaginu eða báðum á næstu dögum. Enskir fjölmiðlar hafa talsvert fjallað um Amar síðustu daga og orðað hann við mörg félög í efstu deildinni. Auk Leicester og Derby em það Sheffíeld Wednes- day, Southampton og West Ham, og áður Leeds og Nott- ingham Forest. Amar hefur hvorki áhuga á Sout- Ristic i Stjornuna Boban Ristic, markahæsti leikmaður KVA í 1. deildinni í knattspymu síðasta sumar, er genginn til liðs við 1. deildarlið Stjörnunnar. Ristic, sem er Júgóslavi, gerði 12 mörk fyrir KVA í deild og bikar í fyrra og gæti leyst helsta vandamál Garðbæinga - að skora mörk. Stjaman hafði áður fengið landa hans frá KVA, Dragoslav Stojanovic. -VS ^ Ole Gunnar Solskjær fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United gegn Liverpool í gær. Reuter hampton né Forest vegna stöðu þeirra í deildinni. Bolton lék ekki um helgina og bendir allt til þess að Arnar hafi spilað sinn siðasta leik með félag- inu, eins og hann sagði sjálfur við DV fyrir helgina. Engin tilboð höfðu enn borist Bolton á föstu- dag, hvað sem gerist í þessari viku. -DVÓ/VS Sex fjúka úr Ólympíu- nefndinni Forystumenn Alþjóða Olympíu- nefndarinnar tilkynntu eftir fund í framkvæmdastjóm nefndarinnar í Lausanne i Sviss í gær að lagt hefði verið til að reka sex meðlimi úr nefndinni. Fundurinn var boðaður til að ræða meinta mútuþægni nefndarmanna þegar ákveðið var að Salt Lake City fengi vetrarólympíu- leikana árið 2002. Endanleg ákvörð- un verður tekin á sérstökum fundi í mars. Sexmenningamir era frá Malí, Kenía, Súdan, Chile, Ekvador og Kongó. Þá sagði fulltrúi Svasilands í nefndinni af sér. Framkvæmdastjóri nefndarinnar, Francois Carrard, sagði að þáttur þriggja til viðbótar, fulltrúa Fíla- beinsstrandarinnar, Suður-Kóreu og Rússlands, yrði rannsakaður nánar. Enn fremur yrði nefndar- mönnum í framtíðinni bannað að heimsækja borgir sem sótt hefðu um að halda Ólympíuleikana. Sumarleikamir verða í Sydney árið 2000 og vetrarleikamir í Salt Lake City 2002, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. -VS Baldur hættur Baldur Bjarnason knattspymumaður, sem lék með Fram í úrvalsdeildinni í knattspymu á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Baldur, sem er 29 ára gamall, á að baki 127 leiki í efstu deild með Fram, Stjömunni og Fylki og skoraði 20 mörk í þeim leikjum. Hann á 11 landsleiki að baki. Baldur lék alla 18 leiki Fram-liðsins á síðasta tímabili og skoraði 3 mörk. Baldur er fjórði leikmaðurinn sem Framarar missa frá síðasta sumri. Þórir Áskelsson er genginn til liðs við Dalvíkinga, Ásgeir Halldórsson er kominn til Víkings og Ágúst Ólafsson er kominn í frí vegna meiðsla. Þá er ekki vitað hvort Kristófer Sigurgeirsson verður með Fram í sumar en hann er að reyna fyrir sér með Aris Saloniki í Grikklandi. Framarar hafa á móti fengið fimm leikmenn: Ágúst Gylfason frá Brann, Steinar Guðgeirsson frá ÍBV, Friðrik Þorsteinsson frá Skallagrími, ívar Jónsson frá HK og Ómar Sigtryggsson frá Stjörnunni. -GH Island Evrópumeistari B-þjóöa í badminton: „í sjöunda himni“ „Við eram i sjöunda himni og rúmlega það, enda er þetta besti árangur sem lands- liðið í badminton hefur náð,“ sagði Broddi Kristjánsson, landsliðsmaður og landsliös- þjálfari í badminton, við DV í gær, skömmu eftir að íslendingar höfðu tryggt sér sigur í Evrópukeppni B-þjóða í badminton sem lauk í Belfast í gær. íslendingar töpuðu fyr- ir Pólverjum, 3-2, en urðu engu að síður í efsta sæti á fleiri unnum leikjum en Pólverj- ar og Portúgalar sem ásamt íslendingum komast einnig i A-keppnina. „Ég þakka þennan sigur fyrst og fremst frábæra og mjög samstilltu liði. Við náöum mikilli stemningu í hópinn og vorum fræg fyrir þaö á mótinu að ná góðri stemningu í salinn. Ég átti ekki von á því fyrir mótið að við myndum fara alla leið en markmiðið var að vera í einu af þremur efstu sætun- um og tryggja okkur þannig sæti í A-keppninni. Það gekk hins vegar allt upp hjá okkur. Sigurinn á írum í fyrsta leikn- um gaf liðinu gott sjálfstraust og sá sigur hjálpaði okkur í leikj- unum á eftir,“ sagði Broddi. Sjá nánar um mótið á bls. 28. -GH Broddi Kristjánsson - frábær árangur sem þjálfari og leik- maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.