Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Fréttir Karl Tryggvason læknir kemst á landakort vlsindanna: Með Fjölskylda Karls Tryggvasonar, læknis og prófessors í læknisfræði- legri efnafræði við hið virta há- skólasjúkahús, Karolinska, er lækn- isfræðilega sinnuð. Synir Karls og Marja-Terttu eru þrír. Tveir þeirra munu án efa feta í fótspor foðurins. Karl Kristján, 23 ára, er að klára líf- efnafræði og vinnur að doktorsrit- gerð sinni i Stokkhólmi. Sam Henri, 20 ára, er aö verða verkfræðingur í líftækni. Yngsti sonurinn, 14 ára, hefur enn ekki ákveöið hvaða svið hann velur. Ungi stúdentinn sem hélt til Finnlands 1968 hefur aðal- lega verið heima á Fróni sem gestur síðan, utan þess að hann vann hér á landi sem læknakandidat við afleys- ingar eitt sumar. Gallinn í litningi nítján Alþjóðlegt lið vísindamanna, sem prófessor Karl stjómaði, náði þeim árangri í mars í fyrra að finna gen- ið sem veldur svokölluðum nephrot- ic-einkennum, Ulvígum nýmasjúk- dómi, sem veldur því til dæmis hjá bömum að þau verða að gangast undir nýmaskipti fái þau sjúkdóm- inn. Þetta illvíga gen fannst í litn- ingi 19 sem vísindamenn númera svo. Margra ára vinna Karls bar ár- angur. Sjúkdómurinn hefur í för méð sér talsverðan leka á prótínum, nephrines, í þvagi sjúklingsins. Hann er afar algengur I Finnlandi þar sem Karl hóf rannsóknir sínar. Eftir uppgötvunina fékk Karl vís- indamenn í Bandaríkjunum til starfa, auk finnskra koúega. Karli tókst að ákveða svæðið þar sem gen- iö var að fmna, og síðan að ein- angra það. Karl er í dag forystumaðurinn í stómm hópi vísindafólks við hina virtu sjúkrastofnun, Karolinska í Stokkhólmi, sem fæst við rannsókn- ir á sviði sykursýki. Alvarlegir fylgikvillar sykursýki era krans- æðastifla, heilablóðfall, æðaþrengsl, nýmabilun og blinda. í fyrradag tók hann við stærsta styrk sem vitað er til að nokkra sinni hafi verið veittur frjálsu vís- indastarfí, rúmum milljarði króna, sem Margrét Danadrottning afhenti við hátíðlega athöfn í Glyptotekinu í Kaupmannahöfh. Segja má aö þar hafi íslenskir vísindamenn enn einu sinni stimplað sig inn í hinn alþjóðlega vísindaheim. Karl sagði í gær að rannsóknimar hefðu staðið áram saman og væri styrkur Novo Nordisk sjóðsins vel þeginn. í rannsóknarhópnum era leið- andi sérfræðingar í mörgum grein- um vísinda, meðal annars sam- eindalíffræði, framulíffræði og erfðavísindum. Vísindamennimir koma frá háskólum í Helsinki, Stokkhólmi, Gautaborg og Uppsöl- um. Þúsundir íslendinga með sykursýki „Á næstu áram munum við rann- saka smáæðakerfi sykursjúkra og heilbrigðra. Því meira sem við vit- um um líffræöi æða þeim mun meiri líkur era á því að við komumst að því hvaða áhrif sykursýki hefur á æðakerfíð. Þessi þekking gefur okk- ur möguleika á að koma í veg fyrir og lækna fylgikvilla sykursýki, eins og blindu og nýmabilun,“ segir Karl Tryggvason. í þessu sambandi er nauðsynlegt að sýna fram á hlutverk erfða í nýmabilun sem stafar af sykursýki. Verði það unnt veröur hægt að fmna þau 30 prósent sykursjúkra sem era veik fýrir og því í sérstakri hættu að fá þennan fylgikvilla. Karl segir að ef til vill sé hægt að draga úr eða koma algjörlega í veg fyrir nýmaskaða. „Ég yrði ekki hissa þótt verkefni okkar yrði einn daginn til þess að hægt verði að koma heilbrigðum erfðavísum inn í nýmafrumur sjúk- lings sem aftur gætu lagaö gallann og þar með komið í veg fyrir nýma- bilun,“ segir Karl. Um 175 milljónir jarðarbúa þjást milljarð að vopni Karl Tryggvason tekur við verðlaunum Novo Nordisk í fyrradag úr hendi Danadrottningar í Glyptoteket f Kaupmannahöfn. af sykursýki og æ fleiri veikjast á ári hverju. Á íslandi einu saman er talið að 500 manns séu með insúlínháða sykursýki, en rannsóknir Hjarta- vemdar benda til að 2.300 karlar og 1.900 konur séu með insúlínóháða sykursýki. Tekist hefur hér á landi að halda í lágmarki fylgikvillum eins Karl Tryggvason í námi og starfi -1967 Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík (1. einkunn 8,56) 1968-1971 5 Arkitektanám í Rnnlandi - hætti 1975 Læknir fra Oulu-háskóla t Rnnlandi 1975 3 Aöstoöarkennari í lífrænni efnafræöi viö Oulu-háskóla -19W-~ Dr. med. viö Oulu-háskóla 1977 3: líéraöslæknlr í Kalix í Svíþjóö 1978-1979 1980 1983-1985 1985-1987 1987-1995 1995 Gistivísindamaður í Bethsesda/Md í USA Dósent viö Oulu-háskóla Aðstoðaprófessor við Rutgers-læk Aðstoöarprófessor viöháskðjanrj fióúii Formaöur lífefnafr.a PrófessSr í lækníáfr^RSHfegn efnafræöi viö Karoiinska háskólasjúkrahúsiö I Stokkhólmi Æskumyndir af Karll Tryggvasyni: Sú fyrrl er af honum sjö ára gömlum, áreiðanlega með þann draum að verða brunaliðsmaður. Sú selnnl sýnlr nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, stoltan yfir hvíta kollinum og ágætis vitnisburði úr skóla. Stuttu sfðar var Karl kominn til Finnlands. Þaðan ætlaði hann að snúa aftur sem arkltekt, en örlögin höguðu því svo að hann varð læknir f Finnlandi og síðan hefur hann aðallega komið til íslands sem túristi og blindu og nýmabilun en þó er vandamálið vaxandi hér. Hálfgerður prófessor alla ævi En hver er Karl Tryggvason? Hann fæddist í Reykjavík 17. mars 1947, annar í hópi fjögurra bama hjónanna Ásu Karlsdóttur og Tryggva Steingrímssonar, bryta á skipum Eimskips. Bræðumir, Karl og Bjöm, urðu báðir læknar og starfar Bjöm í Reykjavík, en systur þeirra era Guðrún og Ingveldur María. „Hann var og hefúr verið hálfgerður prófessor alla ævi,“ segir Ása, móðir Karls Tryggvasonar, stolt og hlær við minninguna. Hún segist halda að Karl hafi aðallega sótt hæfileikana til föður síns en hann lést fyrir tveim árum. Fjölskyldan bjó fyrst að Háteigs- vegi 11, síðan i Grænuhlíð 6 og loks í Bjarmalandi 11 í Fossvogi. Ása segir að kringum Karl hafi verið líf- legur og skemmtilegur strákahópur, sérstaklega í Grænuhlíðinni. Þar vora ungir menn sem áttu eftir að láta að sér kveða, Jón Steinar Gunn- laugsson lögmaður, Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt, bróðir Kára, Eirík- ur Bjamason læknir og Helgi Krist- bjamarson læknir, skólabræður í Gaggó Aust og MR, sem héldu hóp- inn og vora mikið heima hjá okkur. Og einhverjir fleiri í þessum hópi fóra í læknisfræðina. „Þetta var mjög ánægjulegm- tími. Svo fór hann frá okkur strax eftir stúdentsprófið til Finnlands og lærði arkitektúr í þrjú ár strax eftir stúd- entsprófið, Finnar voru framarlega í þeirri grein. Einu sinni þegar hann hringdi var hann kominn í læknis- fræði og lærði hana alla í Finnlandi. Hann leigði hjá læknishjónum og smitaðist þar,“ segir Ása. „Hann talaði við mig í síma og sagði mér frá þessu öllu þegar hann loksins náði sambandi í gærkvöld. Það voru svo margir sem hringdu til mín að óska til hamingju," segir Ása. Gagnagrunnurer ómetanlegur DV ræddi við Karl Tryggvason í gærmorgun. Þá var hann í Kaup- mannahöfn og svaraði í GSM-síma sín- um. Hann sagði að styrkveitingin heföi ef til vill ekki komið sér algjörlega á óvart, menn heföu verið vongóðir. Við verkefnin, sem Karl stjómar, vinna 25 manns í Svíþjóð og 10 í Finnlandi. Peningamir þýða aö starflð getur haldið áfram í 10 ár. Féð skiptist til fimm hópa þannig að það dreifist, en samt er það góð fjár- veiting á hverju ári sem hægt verð- ur að vinna fýrir, auk þess sem hóp- amir eiga nú auðveldara með að ferðast hver til annars og vinna virkilega vel saman við að fmna nýja vitneskju um háræðakerfi nýrnanna og þær æðaskemmdir sem sykursýki veldur í líffærinu. Karl segist ekki beinlínis vera á leiðinni heim. Hann segir að enda þótt vísindasamfélagið á íslandi sé orðið þróttmikið með íslenskri erfðagreiningu þá hafi hann ekki aðstöðu eða peninga til að stunda rannsóknir sínar nema í Svíþjóð. Karl segir í sambandi við ís- lenska miðlæga gagnagranninn að hann hafi orðið var við mikinn mis- skilning hjá starfsbræðrum erlend- is. „Þeir vita ekki hvaö þeir era að tala um, halda að verið sé að selja ótakmarkað allar upplýsingar um heilbrigðismál á íslandi til einkafyr- irtækis í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað ekki svona. Þetta er eitt- hvert glæsilegasta tækifæri sem ís- lendingar hafa til að geta orðið stór- ir í læknavísindum. Það er um að gera að notfæra sér það,“ segir Karl. Hann segir að til sé fmnskur gagna- grunnur á heilbrigðissviði, ekki nándar nærri eins sterkur og sá sem er í uppsiglingu á íslandi. Engu aö síður hafi upplýsingar úr þeim branni reynst sér afar vel við rann- sóknimar sem nú er verið að styrkja svo myndarlega. -JBP Á Moggann A nýjum vef Grósku á Netinu er fjallað um væntanlegt varaformanns- kjör í Sjáifstæðisflokknum. Er sú kenning viðruð að á landsfundi flokksins í mars muni Björn Bjama- son menntamálaráð- herra tilkynna að hann muni með vor- inu taka við ritstjóm Morgunblaðsins og því ekki taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Segir að Geir H. Haarde sigli þá í annaö sæt- ið á lista flokksins í Reykjavík og vinni varaformannskjörið gegn Sól- veigu Pétursdóttur með elegans. Er minnt á að í leiðara Mogga hafi farið ffarn endanlegar sættir við Sjálfstæð- isflokkinn um sjávarútvegsmál þar sem kvótaást Þorsteins var hampað mjög og sagt að lausn væri í sjónmáli, féllist flokkurinn á að útgerðin stæði undir öllum kostnaði við viðhald og rannsóknir á auðlindinni. Segja gróskumenn að þannig yrði innganga Bjöms á Mogga auðvelduð og Davíð gæti um leið látið af langvinnri ólund sinni í garð blaðsins. Mikið á sig lagt Ekki reyndist auöveld heimferðin fyrir þá sem töldu atkvæði I prófkjöri framsóknarmanna á Norðurlandi vestra í fyrri viku þar sem Páll Pét- ursson bar sigur úr býtum ásamt fyrrverandi aðstoðar- manni sínum, Árna Gunnarssyni. Talið var á Sauðárkróki. Talningarsveitir úr Vestur-Húnavatns- sýslu og frá Siglu- firði lögðu af stað upp úr hádegi en þegar talningu lauk miðnætti var skollið á vitlaust veður. Húnvetningar héldu áleiðis heim í samfloti en lentu í þvílíku veðri að skilja varð fólksbíla eftir í Langadaln- um og halda áfam á jeppum. Náðu þeir fyrst heim eftir sex klukku- stunda baming. Siglfirðingamir létu fyrirberast á Króknum þar sem veg- urinn heim var lokaður vegna snjó- flóðs. Vora þeir því heilan sólarhring í talningartúrunum. Óhætt er að segja að framsóknarmenn nyrðra leggi mik- ið á sig fyrir Höllustaðabóndann... Fyrirferð Töluvert hefur farið fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni, sendiherra í Washington, undanfarið. Hann lýsti yfir eindregnum stuðningi við einn frambjóðanda í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík, sem varð tO þess að annar frambjóðandi sagði: Ég hélt að Jón styddi Leif heppna. Jóni fannst stefnu- ræða Clintons, sem hann hlýddi á í eig- in persónu, inni- haldslaus og var ekkert að leyna því að hann heföi þurft að hnippa I sessunaut sinn tfl að halda honum vakandi. Loks hefur Jón látið Ul sin taka í umræðunni um gagna- grunninn vestra. Fyrirferðin i Jóni, þó í annarri heimsálfu sé, snerti við- kvæmar taugar nokkurra eðalkrata sem sögðu dreymnir á svip að kannski væri Jón á leiðinni heim... Völvuspá Völvuspá blaðsins Vestra á ísafiröi oUi einhverjum taugatitringi þar vestra en spáð var aUs kyns hamförum og ósköpum á árinu. í hagyrðingaþætti Vestra mátti sjá þessa vísu um völvuspána: Ekkert ljótt sjá augu blind. ísfirðingar bölva þeirri dimmu og döpru mynd sem dró upp Strandavölva. Umsjón: Haukur L. Hauksson , . ■ ■'■■. Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.