Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 7 I>V Fréttir Ætla að skila hagnaði - af landsmóti í Reykjavík Stjórn hlutafélags um landsmót árið 2000 í Reykjavík hyggst skila hagnaði af mótinu. Eitt og hálft ár er til stefhu og hefur mikil undirbúningsvinna átt sér stað. Gerður hefur verið styrktar- samningur við nokkur fyrirtæki og er hann talinn nema 12 milljón- um króna. Fyrirtækin eru: Frjáls fjölmiðl- un sem gefur meðal annars út DV, Dagsprent sem gefúr út Dag, Flug- leiðir, Olíufélagið ESSO, VifilfeU, Samvinnuferðir-Landsýn, Sól-Vik- ing hf„ Sláturfélag Suðurlands, ís- landsbanki og Flugleiðir. Fimmtán hestamannafélög frá Hvalfjarðai'botni til Lómagnúps eiga hlutafélagið um landsmótið og er hlutur hvers félags í hlutfalli við félagatal. Áætlaður kostnaður við rekstur mótsins er tæpar 60 milljónir króna. Kostnaður við vinnu á svæðinu er talinn nema um 180 milljónum króna og aðrar 50 milljónir fara I lagfæringar á Reiðhöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem lands- mót verður haldið í Reykjavík og er búist við fjötmenni, ekki síst út- lendingum. Dagskrá verður ekki með hefðbimdnu sniði heldur verður reynt að dreifa áhugaverð- ustu sýningunmn jafht á dagana og jafnframt brydda upp á nýjung- um. Reykjavíkurborg mun styðja myndarlega við bakið á mótshöld- urum og er landsmótið hluti af átakinu Reykjavík menningarborg 2000. Landsmótið verður kynnt á Internetinu og veffangið er landsmot.is -EJ Haraldur Haraldsson, formaður stjórnar hlutafélags um rekstur landsmóts árið 2000 í Reykjavík, ásamt hluta styrkt- araðila mótsins, þeim Páii Líndal frá Vffilfelli, Stefáni Steinsen frá Sól-Víking hf„ Geir Magnússyni forstjóra Olíufélagsins hf. og Sveini R. Eyjólfssyni stjórnarformanni Frjálsrar fjölmiðlunar. DV-mynd Teitur Frjálslyndi flokkurinn: Rætt við Ellert um framboö Valdimar Jóhannesson. un mína,“ sagði Ellert í gær. Hann vildi ekkert staðfesta um hugsan- lega þátttöku sína í ffamboðsmál- um. Framboðsmál Frjálslynda flokks- ins eru nú í skoðun og reyna menn aö klófesta menn sem reikna má með að trekki vel. Valdimar Jó- hannesson, kvótabaninn, er ákveð- inn í að gefa kost á sér í ffamboð í Reykjaneskjördæmi. Þar mun vara- formaðurinn, Gunnar Ingi Gunn- Gunnar Ingi Gunnarsson, vill fara fram í Reykjaneskjördæmi. arsson, jafnframt verða fyrir sem þingmannsefni. „Ég bauð mig ekki fram í stjórn- ina, en fékk samt 10 atkvæði, ég vildi ekki fara í neina kosningu. En ég ætla í ffamboð. Ég er ákveðinn í að ég eigi heima í fremstu röð og ég vona að margir muni slást um efstu sætin, því betri frambjóðendur sem við fáum, þeim mun fleiri atkvæði fær Lýðræðisflokkurinn," sagði Valdimar Jóhannesson í gær. -JBP „Ég get ekkert neitað þvi að við Sverrir höfum hist og spjallað sam- an. Við höfum rætt um daginn og veginn, meðal annars um kvótamál og fleira," sagði Ellert B. Schram, formaður íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar, í spjalli við DV. Samkvæmt heimfldum blaðsins eru taldar allgóðar líkur á að Ellert muni gefa kost á sér í ffamboð imd- ir merkjum Frjálslynda flokksins. Ellert Schram seglst hafa talað við Sverri. „Ég er alveg sammála Sverri í baráttu hans gegn kvótabraskinu, ég hef ekki farið dult með þá skoð- Samfylking Noröurlandi vestra: Fjórir vilja í 1. sætið DV, Akureyri: Alls gefa átta manns kost á sér í prófkjöri samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra sem haldið verður 13. fehrúar. Fjórir þeirra gefa kost á sér í 1. sæti listans. í prófkjörinu á að merkja við fjögur nöfn en kosning í tvö efstu sætin verður bindandi og engar „girðing- ar“ eru uppi. Þeir sem gefa kost á sér eru: Anna Kristin Gunnarsdóttir, Sauð- árkróki, Björgvin Þór Þórhallsson, Blönduósi, Jón Bjamason, Hólinn í Hjaltadal, Jón Sæmimdm- Sigur- jónsson, Siglufírði, Kristján L. Möller, Siglufirði, Pétur Vilhjálms- son, Hvammstanga, Signý Jóhann- esdóttir, Siglufirði, og Steindór Haraldsson, Skagaströnd. Anna Kristín, Kristján, Jón Bjamason og Signý gefa kost á sér í 1. sætið. Þótt Kvennalistinn eigi formlega aðild að samfylkingunni á Norður- landi vestra tekur engin kona á vegum listans þátt í prófkjörinu. Þrír þeirra sem það gera eru krat- ar, Kristján, Steindór og Jón Sæ- mundur, en hinir frambjóðendum- ir fimm eru úr röðum Alþýðu- bandcdagsins. í kosningunum 1995 fékk Al- þýðubandalag 15,6% atkvæða og einn mann kjörinn á Norðurlandi vestra, Ragnar Amalds, en hann lætur nú af þingmennsku. Alþýðu- flokkurinn fékk þá 5% og engan mann og Kvennalistinn 3,2% og engan mann. Þá bauð Þjóðvaki fram og fékk 6,8%. Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur fengu þá tæplega 70% atkvæða og fjóra þingmenn af þeim fimm sem kosið var um í kjördæminu. -gk Grundarfjörður: Fengu viðurkenningu fyrir átak í DV, Vesturlandi: ÍS veitti fyrir skömmu Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Guðmund- ar Rimólfssonar hf. í Grundarfirði viðurkenningu fyrir átak í vöm- vöndun og góða samvinnu í gæða- málum. Að sögn Mósesar Geir- mundssonar verkstjóra er viður- kenningin starfsfólki jafnt sem sjó- mönnum hvatning til þess að standa vel að meðferð fisksins allt vöruvöndun frá því hann er dreginn úr sjó og þar tfl hann er fullunninn. Ástand það sem skapast hefur í kjölfar rækjuveiðibrestsins kemur ekki til með að hafa áhrif á starfsemi Fiskiðjunnar Skagfirðings í Grundar- firði. Að sögn Áma Halldórssonar rekstrarstjóra býr fyrirtækið það vel að geta skipt yfir í vinnslu á karfa meðan þetta ástand varir. Togari fyr- irtækisins, Klakkur, hefur verið á karfaveiðum eftir jólaleyfi. DVÓ/GK LLfcú-tU LLLúllir-.l.'lLÚ 4PP ■ PW ^ iíMfíE?jirtn=j QgsaglÞQEeaggfíMimR **! - \ fHrfþffrg^rfTIrrfi TMJjlÞ E@ [iECMaMljQ?®®! QEEEflíiCl 7 hliómfliiliiiimslíttki A/!RMSTutViii|ismaniiíii i IIICÓ fttðskilir] TOsKilifl 1iai£iia!jí(g-wav)]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.