Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 9 Utlönd Öldungadeild Bandaríkjaþings lokar enn aö sér: Monica tilbúin að bera vitni verði þess óskað Hussein Jórdaníukonungur hélt aftur til Bandaríkjanna í gær til sjúkrahússins sem hann dvaldi á í hálft ár vegna krabbameinsmeðferð- ar. Aðeins ein vika er síðan Jórdan- íubúar flykktust út á götur og torg til að fagna heimkomu konungs síns. Ók Hussein þá um í opinni límosínu í rigningu um götur Amm- an og óttast læknar að það kunni að hafa valdið því að konungurinn fékk hita og varð blóðlítill. Frétta- menn sem biðu komu konungs á flugvellinum í Rochester í Minnesota sáu hann ekki ganga út úr flugvélinni. Talsmaður sjúkra- hússins, sem forsetinn dvelur á, sagði að honum hefði verið ekið úr vélinni í hjólastól. Vikan, sem konungur dvaldi heima, var viðburðarík. Hann olli talsverðu uppnámi með því að svipta bróður sinn krónprinstitlin- um sem hann hefúr haft í 34 ár og gera elsta son sinn, Abdullah, að ríkisarfa. Ýmsir Jórdanir efast um að Abdullah sé fær um að stjóma ríkinu í fjarveru foður síns vegna reynsluleysis. Haim þykir þó ljúfur. Það að hann skuli vera háttsettur innan hersins og kvæntur palestínskri konu þykir þó benda til aö hann muni víða njóta stuðnings. Hillary myndi sigra í New York yrði kosið nú New Yorkbúar, einkum konur, vilja heldur Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, f öldunga- deild Bandaríkjaþings en Rudolph Giuliani borgarstjóra og Alfonse D’Amato, fyrrverandi öldunga- deildarþingmann. Þetta er niður- staða fylgiskönnunar sem birt var í gær. Ekkert þeirra þriggja hefúr lýst yfir framboöi sínu. En í New York er heitur orðrómur um að forsetafrúin muni bjóða sig fram fyrir kosningamar árið 2000. Samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunarinnar sem birt var í gær fengi Hillary Clinton 52,5 prósent atkvæða en Rudolph Giuliani 42 prósent ef þau tvö kepptu um öld- ungadeildarþingsætið sem losnar. Færi Hillary ffarn gegn D’Amato fengi hún 57,2 prósent. Hann hlyti aðeins 37,7 prósent. Vel vopnaðir suður-afrískir hermenn fóru um blökkumannabæinn Magoda nærri Richmond þar sem fjöldi manns var drepinn á dögunum. Hermönnum hefur, með nærveru sinni, tekist að halda friðinn í Richmond og nágrenni. Jórdaníukonungur aftur á sjúkrahús Dagskrá Málefni aldraðra á opnum fundi í Iðnó fimmtudaginn 28. janúar kl. 15. Menntir og menning á Sólon (slandus fimmtudaginn 28. janúar kl. 21. vikunnar: Þorrateiti á Hótel Borg föstudaginn 29. janúar kl. 20. mvw.jalrob.co.U Monica Lewinsky, konan sem allt snýst um í réttarhöldunum til emb- ættismissis yfir Bill Clinton Banda- rikjaforseta, hélt frá Washington í gær en er að sögn reiðubúin að bera vitni í öldungadeild Bandaríkja- þings verði þess óskað. „Henni líður þannig nú að hún vill bara koma sér burt úr bænum, og ég styð það,“ sagði lögmaður Mon- icu, Plato Cacheris, við blaðamenn í Washington í gær. „Ég ætla ekki að segja ykkur klukkan hvað hún fer. Hún á rétt á að fá að vera í friði.“ Ekki var heldur skýrt frá því hvert á land hún hélt. Þingmenn öldungadeildarinnar lokuðu enn að sér í gær til að ræða hvort kalla eigi vitni fyrir öldunga- deildina. Mjög skiptar skoðanir eru um það í deildinni. Bill Clinton lét réttarhöldin ekki aftra sér frá því að hitta Jóhannes Pál páfa sem hvatti til aukinnar siðvæðingar landsins. Saksóknarar fúlltrúadeildarinnar leggja hart að öldungadeildarmönn- um að kalla Monicu fyrir, og jafnvel fá að leggja spumingar fyrir sjálfan forsetann. Þá vilja þeir að Vemon Jordan, einkavinur forsetans, og Sidney Blumenthal, starfsmaður Hvíta hússins, verði einnig kallaðir fyrir. „Málið stendur vel án vitnanna en vitnin era til bóta. Við höfum fækkað þeim niður í þrjú,“ sagði repúblikaninn Henry Hyde, aðal- saksóknari fúlltrúadeildarinnar. Bæði repúblikanar og demókrat- ar ætla að reyna áfram að finna leiðir til að binda skjótan enda á réttarhöldin. Fundahöld em fyrirhuguð áður en greidd verða atkvæði um vitna- leiðslumar í kvöld. VelfMttt Jakob FrímicMivi « 2« AœtiS Engar sannanir um að Mata Hari hafi njósnað Breska leyniþjónustan fann ekki neinar vísbendingar til að sanna að Mata Hari, fatafellan fræga sem Frakkar tóku af lífi fyrir njósnir fyrir 80 árum, hafi verið njósnari. Þetta kemur fram í breskum leyniskjölum sem gerð vom opinber í morgun. Frakkar fundu fatafelluna seka um að hafa afhent Þjóðverjum leyniskjöl bandamanna í fyrri heimsstyijöldinni. Christopher Andrew, prófessor í Cambridge sem rannsakað hefur skjöl um Mata Hari, segir að þegar stríðið hafi brotist út hafi hún fariö að ímynda sér að hún stundaði njósnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.