Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 10
wnmng MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Sjálfsvitund Sama Á Samavikunni eru nú fyrirlestrar á hverju kvöldi í Norræna húsinu eins og nefnt hefur verið hér á síðunni. í kvöld kl. 20 tal- ar Odd Mathis Hætta um forn trúarbrögö og siði Sama en annað kvöld flyt- ur Veli-Pekka Lehtola frá háskólanum í Rovaniemi fyrirlestur um sjálfsvit- und Sama í samfélagi nú- tímans. Einnig kynning á samískri list af fjölmiðlunardiski. Myndlistarsýningar hanga uppi í anddyri og sýningarsölum hússins og kaffistofan hefur á boðstólum samíska rétti, m.a. hrein- dýrakjöt. Kynjamunur á viðhorfum unglinga Árið 1995 tóku íslendingar þátt í umfangs- mikilli samevrópskri könnun á söguvitund unglinga. Meðed annars var spurt um viðhorf þeirra til auðæfa, fátækra í eigin landi og annars staðar, innflytjenda, jafnréttis kynja, menntimar, vísinda, trúar, umhverílsvemdar og þjóðemis. Þar sem þátttakendur voru líka spurðir um kynferði sitt má reikna út muninn á svömm drengja og stúlkna, og í erindi á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum á morgun kynnir Gunnar Karlsson prófessor hvaða munur kemur fram á við- horfum íslenskra unglinga til þessara mála. Hann skoðar líka afstöðu þeirra til jafnréttis í samanburði við aðrar þátttökuþjóðir. Fyrirlesturinn verður í stofu 201 í Odda milli kl. 12 og 13. Kynjavíddin Háskólaútgáfan hefúr gefið út bókina Líkt og óllkt. Kynjaviddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi. Þetta er greinasafn níu höfúnda og liður í umfangsmikilli norrænni rannsóknar- og þróunarvinnu um jafnrétti í inntaki og aðferð- um kennaranáms. Aðalritstjóri þess er Anne-Lise Amesen. Bókin skiptist i 8 kafla og meðal efnis má nefna kynja- næma uppeldisfræði eftir Kirsten Reisby, uppeldis- fræði fyrir stelpur og stráka, reynslu og framtíö- arhorfur eftir Anne-Mette Kruse, kynjaskiptingu á leikskólanum Hjalla eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, kynferði í námskrám og skólastarfi eftir Elinu Lahelma og Tuula Gordon og kyn sem ögmn og tækifæri eftir Vappu Sunnari. Aðstandendur bókarinnar gera sér vonir um að hún stuðli að því að samspil kynferð- is og uppeldisfræði fái itarlegri umfjöllun í námi kennara og í skólunum. Bókin er hugsuð fyrir kennaranema, kennara og aöra sem vinna með bömum og unglingum. Ingólfúr V. Gíslason þýddi hana. Kammersveit Reykjavíkur, þétt og örugg þó að verkin væru splunkuný. Það voru prúðbúnir áheyr- endur sem fjölmenntu á tón- leika Kammersveitar Reykja- víkur í Salnum á sunnudags- kvöldið. Sveitin skartaði líka sínu fegursta með kvenliðs- menn í litríkum kjólum sem em kærkomin tilbreyting frá hinu hefðbundna svart-hvíta dressi. Tilefnið var ærið því þessir tónleikar, sem haldnir vom í samstarfi við Tónskálda- félag íslands, bám yfirskriftina íslenskir hátíðartónleikar. Þar var ekki bmgðið út af venju og frumflutt þrjú íslensk verk en leikurinn hafinn á verki eftir Jón Leifs, Scherzo concreto ópus 58 (1964). Jón skrifar um þetta verk að það megi kallast á íslensku mark- viss gamanþáttur, í því komi fyrir 10 hljóðfæri sem sýni 7 persónur, háðfuglinn, hinn tignar- lega, saklausu meyjuna, hinn ást- fangna og ástleitna, dónann, læðu- pokann og hinn þunglynda. Eftir að hafa lesið þetta hugsaði ég með mér að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem ég heyrði húmorískt verk eft- ir Jón. En öflu gamni fylgir nokk- ur alvara og kom þetta verk svo sem ekki mikið á óvart þó að yfir- hragð þess sé léttara en margra annarra. „Persónusköpunin" var myndræn og svolítið skondin á köflum og skemmtilega útfærð af flytjendum undir stjóm Guðmund- ar Óla Gunnarssonar. Sagan sem er uppistaða verks Johns A. Speights, Djákninn á Myrká (1998), er grafalvarleg eins og allir vita; þó var það mun kó- mískara en verk Jóns. Sagan sjálf var í góðum höndum Amars Jóns- sonar en lýsandi tónlistin myndar umgjörð um hana og gengur þjóð- lagið „Kvölda tekur...“ sem rauður þráður í gegnum verkið. Það er skrifað með áheyrendur frá 10-100 ára í huga og hefur John tekist að skapa fjölskylduverk þar sem engin tilraun er gerð til að hræða úr manni líftóruna. Þó hélt verkið ágætri spennu sem náði hápunkti þegar djákninn reynir að draga Guðrúnu með sér niður í gröfina. Flutningur hljóðfæraleikara og sögumanns var með mestu ágætum svo af varð hin besta skemmtun. Þorkell Sig- urbjömsson segir í efnis- skrá um verk sitt Umleik fyrir Rut og Kammersveit (1998) að það sé „leikur um tóna sem hoppa upp og tóna sem era í skrefum og þar af leiðandi lagrænir" og varla hægt að lýsa því betur. Þetta er lítill fiðlukonsert í einum þætti en þó fannst mér hægt að greina þar hina þrjá hefðbundu þætti með smá kadensum. Hefðbundnir hljóðfæra- hópar mynduðu þéttan bakgrann við fiðluna, og sveitin var þétt og samtaka undir hand- leiðslu Guðmundar Óla. Einnig er vert að minnast á leik Rúnars Vilbergssonar fagott- leikara sem var afbragð og að sjálfsögðu leik einleikarans Rutar Ingólfsdóttur sem var einkar fallegur og öruggur í þessu yndis- lega verki. Eitt verk var á efnisskrá eftir hlé, Erj- ur, konsert fyrir selló, strengjasveit og pí- anó (1997) eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið er í þremur köflum, „Erjur“, „Órar“ og „Ryskingar", og gefa titlarair ágæta mynd af tónlistinni. Verkið var samið fyrir Erling Blöndal Bengtsson sem lék með Kammersveitinni á tónleik- unum. Fyrsti þátturinn er agressífur og býr yfir einhverjum ógnarkrafti, ljóðrænn annar þátturinn var einkar tilfinningaríkur og áhrifamikill og sá þriðji kraftmikill og töff i Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir anda Stravinskýs þó einhver íslenskur nátt- úruaflablær svífi yfir vötnum. Verkið reynir mikið á flytjendur og þá sérstaklega einleik- arann, maður gat bókstaflega varla beðið eft- ir að sjá hvaða þrautir yrðu lagðar fyrir hann næst. En líkt og Herakles leysti hann þær all- ar með glans og Kammersveitin einnig imdir dyggri stjóm Guðmundar Óla sem bætir einni rós við í hnappagatið með þessum tón- leikum. Erling Blöndal Bengtsson: Leysti allar þrautir. Pia Tafdrup hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Munúðin sigraði Ljóðræna og kraftur Danska skáldkonan Pia Tafdmp hlaut í gær hin eftirsóttu Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyr- ir níundu Ijóðabók sina, Dronningeporten (Drottn- ingahliðið). Hún fæddist 1952 og gaf út fyrstu ljóða- bókina sína 1981, Nár der gár hul pá en engel - Þeg- ar gat kemur á engilinn. Á ljóðrænan hátt hefúr hún alveg frá þeirri bók unnið með samband mannslíkamans og náttúr- unnar og spurt stórra spuminga um líf og dauða, nærvera og fjar- vem, lífsfyllingu og missi, vemleika og draum, eins og danski dómnefndar- maðurinn May Schack skrifar í rökstuðningi með tilnefningu hennar. Pia er formmeðvitað ljóðskáld og ræður bæði við hefðbundinn brag og óhefðbundinn. Hún varð fyrst norrænna skáldkvenna til að gefa út skáldskaparstefnu- skrá sína, Over vandet gár jeg (Yfir vatnið geng ég) árið 1991. Ljóð hennar era holdleg og munúðarfull, ástarljóð hennar snúast um gimdir kvenna og hrynjandina í lífi þeirra kringum líkamlegan þroska, getnað, fæðingu og móðurhlutverkið sem um leið verða mynd- ir af skáldlegum sköpunarferli. Ljóð hennar höfða beint til tilfinn- inganna og þykja ákaflega falleg. Náttúran er enn yrkisefni Piu í nýju bókinni og ljóðin era enn þá stærri og merkingarþrungnari en fyrr. Meginþráður hennar liggur um eitt kvenlegasta náttúra- aflið, vatnið, það birtist hér í öflum sínum myndum. Bókin skiptist í níu hluta og í hverjum þeirra er einu formi úr vatni gefið skáld- legt líf. Við færum okkur frá dropa, dögg, snjókorni, ís, ísi lögðum vötnum, þurrum árfarvegum og brunnum að ám í vexti, flóðum, regni, þrumuveðri og haf- inu sem verður hið endanlega tákn kvenleikans í lengsta ljóði bókarinnar, „Havet, jeg“. Lífsvökvar eins og tár, blóð, sæði, legvatn og móðurmjólk fá einnig sinn kafla. Það er einhver óbeislaður frumkraftur i ljóðum Piu Tafdrup sem gerir þau lesandan- um nákomin undir eins og gleður hann sér- kennilega. Kannski er það einmitt vegna þess hvað hún tekur alla starfsemi líkamans sem svo sjálfsagðan og yndislegan hlut. í ljóði sem heitir „Inskription" (Áletran) í kaflanum um lífsvökvana horfir hún á karlmann pissa í sand og rifjar upp þá daga þegar drengimir „med dampende gult / skrev deres navne i sneen, og vi, / fra en gynge i fart, svarede / med en endnu længere funklende strále...‘ Ljóðin í Drottningahliðinu eru flest löng og efnismikil, en meðal hinna styttri er „Sus“ sem er gott dæmi um þá unaðslegu vætu sem veitir lifi í ljóð bókarinnar: Sus Det gronne, dráberne i skovbunden efter regnen, dráberne i mos og venushár, det hoje grœs, den váde sommer, hvor fuglen har rede og ræven grav. Det suser i trœerne, suser i mit hoved, det perler, det bruser, koldt, varmt, koldt, dráberne tæt i lavet, det glimter, blinker, nárjeg rorer ved det váde, ryster grenene, spreder det blanke, det vildt glirtsende, som ogsá vœlder fra mig, lystungt. Jeg ábner munden, rœkker tungen frem, mœrker det váde, det stjernefarvede, det suser i trœerne, suser i mit hoved, den hoje sommer, det vildtvoksende grœs, din regnváde smag, din rá, duftende regn, synker til bunds i det nwrkt flammende gronne, i en kile stigerfugle hajt over træerne. Dronningeporten kom út hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn 1998. Hugmyndir í bókinni Hugmyndir heiöra 22 einstak- lingar minningu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og alþingismanns, með greinaskrifúm. Tilgangurinn er ekki að fjalla sérstaklega um Eykon, persónu hans eða störf, heldur að taka ýmsar hugmyndir sem honum voru hugstæðar og fylgja þeim inn í 21. öldina. Allir höfundamir era ungt at- hafnafólk, fætt á 7. eða 8. ára- tugnum, irni svipað leyti eða eftir að bók Eykons, Alþýða og athafnalíf, kom út. Þar viðraði Eykon meðal annars hugmyndir um opin hlutafé- lög í eigu almennings, sölu ríkisfyrirtækja, verðbréfamarkað, áhættufjármagn í atvinnurekstri, fjárfest- ingarfélög og erlenda fjárfestingu í atvinnu- lffinu. Þá og raunar lengi síðan þóttu þessar hugmyndir framandi en nú er skilningur vaxandi á þeim. Formaður útgáfuráðs bókarinnar er Dav- íð Oddsson forsætisráðherra sem ritar ávarp. Aðrir í útgáfuráði voru Baldvin Tryggvason og Hörður Einarsson. Ritstjóri bókarinnar var Þór Sigfússon en Fjölsýn gefúr út. Umsjón Silja Aöalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.