Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Spurningin Stundar þú vetraríþróttir? Lárus Jóhannesson nemi: Já, stundum. Egill Sigurjónsson hárgreiðslu- sveinn: Já, snóker, því hann er bara spilaður á vetuma. Amar Marvin Kristjánson, 10 ára: Nei. Sólrún Melkorka Maggadóttir nemi:Nei. Hildur Helga Pétursdóttir, 7 ára: Nei. Lesendur Þjónusta Lands- símans í númer 118 - altæk og ódýr þjónusta Guðbjörg Gunnarsdóttir, Upplýs- inga- og kynningarmálum Lands- símans, skrifar: Föstudaginn 22. janúar sl. birtist í DV kvörtun frá lesanda vegna þjón- ustu 118. Lesandinn segir m.a. að svarað sé seint í númerinu og þjón- ustan hæg og dýr. Svarað er í 118 á fjórum stöðum á landinu: í Reykjavík, á Akureyri, Isafirði og Egilsstöðum. Nú nýlega ákvað Landssíminn að þær stöður sem losnuðu í Reykjavík flyttust til Akureyrar. Síðustu vikur hefur ver- ið unnið að þessum breytingum og húsnæði á Akureyri m.a. endur- bætt. Því miður hafa óvænt vanda- mál komið upp við flutninginn og því hafa færri starfsmenn verið að svara undanfarið en venja er. Eftir þessu hafa viðskiptavinir tekið og sýnir það e.t.v. best að þeir eru van- ir fyrirtaks þjónustu í 118 og að þar sé svarað fljótt. Vonir standa til að málið leysist fljótlega og þykir Landssímanum leitt að vegna þessa tímabundna ástands hefur þjónustan ekki verið eins góð upp á síðkastið og endranær. Þess má til gamans geta að í 118 er um 2500 fyrirspurnum svarað á klukkutíma yfir daginn og stefnt er að því að meðalbiðtími sé um 15 sekúndur en undanfarið hef- ur hann verið um 40 sekúndur. Landssíminn tekur aftur á móti ekki taka undir þá gagnrýni lesand- ans að þeir sem vinna í 118 fari sér hægt. Hann vill í þessu sambandi Á fullu við þjónustu í 118. - Þjónustan fellur undir svokallaða alþjónustu sem fyrirtækinu er skylt að starfrækja þótt hún standi ekki fyllilega undir sér, segir Guðbjörg m.a. í bréfinu. nefna að í öllum könnunum sem gerðar hafa verið hefur þjónusta 118 fengið háa einkunn og er Landssím- inn stoltur af frammistöðu þessara starfsmanna sinna. Varðandi kostnað við að hringja í 118 má þess geta að þjónustan fellur undir svokallaða alþjónustu sem fyrirtækinu er skylt að starfrækja þó hún standi ekki fyllilega undir sér. Þjónustan hér á landi er með þeim ódýrustu sem þekkjast í ná- grannalöndum okkar. Landssíminn leggur sig fram við að bæta þjónustu sína og það skal tekið fram að ábendingum um hvað betur má fara er komið áfram til þeirra er málið varðar. Hærra verð á kassa en í hillum Lýdía Jörgensen skrifar: Ég bý héma rétt hjá einni 11-11 verslun, í Eddufelli. Þar hef ég versl- að árum saman. En það er einn galli þar - sem ég hef líka tekið eftir ann- ars staðar - að verð á vöru sem mað- ur er að kaupa og tekur úr hillum eða annars staðar búðininni breytist þegar komið er að kassanum, og er þá oröið hærra en það sem skráð var i hillunni. Mér finnst þetta mál sem er þess eðlis að ætti að koma fyrir sjónir almennra neytenda. Fyrst er þetta gerðist, fyrir um 3 árum, fór ég til verslunarstjórans og sýndi honum dæmi um þetta. Hann var allur af vilja gerður til að leið- rétta og afsakaði sig og sagði þetta myndi lagfært. En ég hef bara rekist á þetta aftur og aftur. Því fer ég ekki í verslun þessa nema brýna nauð- syn beri til. Þama verslar mikið af eldra fólki sem tekur margt hvert líklega ekki eftir þessu. - í gær, sunnud. 17.1. fómm við hjónin í verslunina þar sem okkur vanhagaði um smáræði. Ég sagði við manninn minn áður en við fómm inn, að ég vonaði að þurfa ekki að leiðrétta verðið viö kassann. En viti menn; ég rak augun í rófúr sem vom á mjög góðu verði, en þeg- ar stimplað var inn á kassann kom í ljós, að verðið var mun hærra. - Sem betur fer leiðrétti maðurinn minn þetta og stúlkan borgaði okk- ur mismuninn. Ég hef að vísu ávallt fengið leið- réttingu minna mála hvað þetta varðar, en það er afar hvimleitt að þurfa sífellt að vera á varðbergi um að ekki sé verið að hafa af manni. Manni verður á aö hugsa, hve mik- ið maður er búinn að borga gegnum árin vegna þessa misræmis. Eining um trausta forystu Kristján Gunnarsson skrifar: Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður hefur setið á Alþingi lengst þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi. Hún hefur verið félags- málaráðherra, varaformaður Al- þýðuflokksins og er nú form. þing- flokks Jafnaðarmanna. Hún sat i bæjarstjóm Kópavogs í áratug. Hún býr því yfir víðtækri og farsælli reynslu í stjórnmálum. Það hlýtur að vera keppikefli þeirra sem styðja Samfylkinguna að væntanlegt prófkjör .á Reykjanesi skili sigurstranglegum framboðs- lista. Þá skiptir máli að takist að skapa einingu um þann sem leiðir framboðiö. Það er mitt mat að Rannveig Guðmundsdóttir sé eini frambjóöandinn í prófkjörinu sem að eining geti skapast um að veita framboðinu forystu. þjónusta allan Rannveig Guðmundsdóttir að störfum á Alþingi. Fyrir því eru einkum þrjár ástæð- ur: í fyrsta lagi verður að hafa í huga að kratar hafa ætíð haft mun meira kjörfylgi en Alþýðubandalag og Kvennalisti kjördæminu og því er skynsamlegast að tefla fram krata í fyrsta sæti listans. í öðru lagi er Rannveig oddviti Alþýðuflokksins í Reykjanesi, sigr- aði glæsilega í síðasta prófkjöri flokksins, og allt sem bendir til að hún hafi fremur styrkt stöðu sína í stjómmálum síðan. í þriðja lagi er Rannveig stjóm- málamaður sem nýtm- virðingar hjá öllum þeim sem að samfylkingunni standa fyrir eljusemi og samstarfs- hæfni. - Sýnum því einingu með stuðningi við Rannveigu í fyrsta sæti. Samfylkingin ekki til frambúðar? Jóhann Gíslason skrifar: í þættinum í vikulokin sl. laugar- dag, þar sem rætt var m.a. um framboð vinstri flokkanna í formi samfylkingar, skaut þingmaðurinn Svavar Gestsson inn þeirri skoðun sinni að framboð samfylkingarinn- ar þyrfti ekki endilega að vera til frambúðar, það gæti breyst síðar. Mér fannst þessi ummæli þing- mannsins í hæsta máta furðuleg þar sem hann er nú einn þeirra sem segjast standa að þessari sam- fylkingu þótt hann sé ekki sjálfúr þátttakandi. Hins vegar get ég fylli- lega samsinnt Svavari um þetta at- riði. Það er vafaatriði að svona samfylking hafi erindi sem erfiði í íslenskum stjórnmálum og eölilegt að kjósendur hiki við að ljá henni atkvæði í prófkjöri. Kringlan lokuð á sunnudögum Sigrún hringdi: Við hjónin fórum í Kringluna til að skoða og gera innkaup í verslun- um þar sunnudaginn 17. jan. sl. Við vissum að þar stóð yfir útsala. En þegar við komum á staðinn voru allar verslanir harðlæstar. Ekki einu sinni var opiö í kaffihúsinu eða á litlu matsölustöðunum sem eru orðnir vinsælir hjá gestum og gangandi. Og þarna var urmull af fólki sömu erinda og við, en sneri við eftir frekari eftirgrennslan á staðnum. Það stóð ekki á Kringl- unni að auglýsa opnunartíma á laugardögum og sunndögum í des- ember, og raunar oftar. Og sunnu- dagar eru einmitt tilvaldir fyrir fjölskylduna til að skoða og versla saman umfram aðra daga. - Mér fmnst þessi háttur, að loka á sunnudögum, vera fullkomið virð- ingarleysi eigenda Kringluverslana gagnvart viðskiptavinum. Skattsvik vínveitingahúsa Helgi Sigurðsson hringdi: í frétt í Mbl. alveg nýverið sagði að borgarráð hefði sent erindi til Lögreglustjórans í Reykjavík varð- andi meint skattsvik einstakra vín- veitingahúsa í borginni. í svari lög- reglustjóra, Böðvars Bragasonar, til borgarráðs vísar hann erindinu frá sér, segir í fréttinni, og segir skatta- og efnahagsbrot ekki lúta rannsókn lögreglustjóraembættisins heldur Ríkislögreglustjóra. Borgarráð sendir erindið hins vegar til Lög- reglunnar í Reykjavík, vegna þess aö lögreglustjóri gefur út og aftur- kallar vínveitingaleyfi til vínveit- ingahúsanna. Annaðhvort þekkir borgarráð ekki gang mála í borg sinni hvað varðar brot á skattalög- um eða lögreglustjóri er að koma sér hjá að taka afstöðu til þessara mála. Það væri líka jafnvandræða- legt. - Hvort tveggja út í hött. Fyrrverandi for- seti á fjárlögum? Guðjón Einarsson hringdi: Nú hefur fyrrverandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, veriö skip- uð formaður heimsráðs um siðferði í vísindalegri þekkingu, og er orðin farandsendiherra UNESCO. Á fjár- lögum sem giltu fyrir síöasta ár var fyrrverandi forseta úthlutað ákveð- inni fjárupphæð sem nýta mætti til ferðalaga og ýmiss kostnaðar við verkefni á vegum íslenska ríksins. Fróðlegt væri að heyra um hvort þessi upphæð hefði verið endumýj- uð á nýjum fjárlögum fyrir yfir- standandi ár og hvernig upphæðin hefði nýst á þeim síðustu. - Hér er jú um skattfé almennings að ræða og ekki óeðlilegt að um sé spurt. Lesendasíða DV fékk þær upp- lýsingar hjá forsætisráðuneytinu að á yfirstandandi fjárlögum væri end- urnýjuð sú upphæð sem sett var inn á síðustu fjárlögmn undir liðnum „Ýmis verkefni“. Fjárhæðin er ætl- uð til að mæta kostnaði fyrrverandi forseta íslands, m.a. vegna ferðalaga og útgjalda þar að lútandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.