Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 13
i MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 13 Fréttir Athugað verði að lækka skatta á landsbyggðinni - segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri á Þórshöfn í ; DV, Akureyri: „Norðmenn hafa beitt þeirri að- ferð að fólk greiði lægri skattapró- sentu eftir því sem það býr norðar í landinu, skattaprósentan er not- uð til að jafna aðstöðumuninn. Fólkið sem sækir þjónustuna lengra greiðir lægri skatta og þetta er aðferð Norðmanna til að halda fólkinu kyrru,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, en Jó- hann hefur viðrað þá hugmynd að það yrði skoðað hvort hægt væri að fara þessa leið hér á landi. „Þetta þýðir að nettólaunin, það sem fólk hefur til ráðstöfunar, er nokkuð svipað, óháð búsetu, því þeir sem norðar búa þurfa að kosta meiru til við að sækja sér þjónustu, bæði menntun, heilsu- gæslu og fleira. Þetta er þekkt og er meðal þeirra hluta sem við get- um lært af öðrum þjóðum til að taka á þeim vanda hér sem fólks- flóttinn af landsbyggðinni er. Það er a.m.k. nauðsynlegt að menn fari að vinna heimavinnuna sína til að átta sig á hvaða ákvarðanir þarf að taka ef menn hafa áhuga á að sporna við þeirri þróun sem við höfum búið við. Menn tala og tala um að þeir vilji ekki sjá sömu þróun hér áfram en það þarf að gera meira en að tala. Við þurfum að átta okk- ur á því að við getum farið í smiðju til annarra þjóða sem hafa glímt við sama vanda og við og tekið á vandamálinu en ekki bara talað um það endalaust eins og hér hefur gerst. Hugsanlega eru hér einhverjir agnúar á að fara þessa skattaleið en það er alveg ljóst að það verður eitthvað að fara að ger- ast.“ Jóhann segist viss um að fólk hafi síður en svo á móti því að búa úti á landi en það geti ekki búið við það að ef það lendi í veikind- um eða þurfi að senda börnin sín frá sér í skóla hafi það ekki í sig og á í staðinn. „Nettólaunin þurfa að vera svipuð hvar sem fólk býr í landinu og á því hafa Norðmenn m.a. tekið. Stjórnvöld hér þurfa að setja í gang vinnu við þetta og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu mála. Það fer varla á milli mála að það er þjóðhagslega hagkvæmt að halda jafnvægi í byggð landsins og það sé vöxtur og nýsköpun úti um landið þar sem mesta verðmætasköpunin með til- liti til gjaldeyristekna fer fram,“ segir Jóhann. -gk SIRIUS Aukaljós Gæðavottuð ISO 9002 og uE”-merkt Höfðingleg gjöf til Sjúkrahúss Akraness Bæjarráð SigluQarðar: Stjórnvöld ýta undir fólksflóttann vægis. „Það skýtiu- hins vegar skökku við að á sama tíma skuli stjómvöld vera með aðgerðir sem með beinum hætti ýta imdir frek- ari fólksflótta af landsbyggðinni. Bæjarráð Siglufjarðar hvetmr stjómvöld til að endurskoða þess- ar ákvarðanir og beita sér fyrir því að jafnaður verði svo um muni aðstöðumunur íbúa lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis þannig að stöðva megi fólksflótt- ann af landsbyggðinni þjóðinni allri til hagsbóta" segir í ályktun bæjarráðs. Haukur Ómarsson segir að verð nauðsynjavara á lands- byggðinni sé mjög stór liöur í út- gjöldum fólks og í minni byggðar- lögum eins og Siglufirði sé vöru- verð mjög hátt, eða um 30% hærra en það sé lægst á Akur- eyri. Hann segir að hækkun á kostnaði flutningsaðila muni sjálfkrafa leiða til þess að vöm- verð á landsbyggðinni hækki og aðstöðumunurinn aukist. -gk '43 m. Allar stærðir sendibíla DV, Akranesi: Nýlega færði Akranesdeild Rauða kross íslands Sjúkrahúsi Akraness veglega gjöf. Að þessu sinni var það handlækningadeild sem fékk fúll- kominn vaktara sem formaður Rauða kross deildarinnar, Gísli Bjömsson, afhenti. Rauða kross deildin hefur fært sjúkrahúsinu fjölmargar gjafir á undanförnum árum og í tilefni af þvf bauð sjúkrahúsið stjóm deildar- innar til kvöldverðar ásamt stjóm- endum þeirra deilda sem fengið hafa tækjagjaflr frá henni. í máli formanns Rauða kross deildarinnEir, Gísla Bjömssonar, kom fram að deildin hefur frá upp- hafi lagt áherslu á stuðning við sjúkrahúsið og samvinna á milli hennar og sjúkrahússins hefur ver- ið afar góð frá upphafi. Á síðustu Stjórn Akranesdeildar RKÍ, framkvæmdastjóri SHA, formaður læknaráðs, hjúkrunarforstjóri, yfirlæknar og deildarstjórar þefrra deilda sem fengu gjaf- irnar. DV-mynd Daníel fjórum árum hefur Rauða kross verðmæti þrjár til fjórar milljónir deildin fært sjúkrahúsinu gjafir að króna. -DVÓ Urt road NS 860 Settiðkr. 12.350 Þegar kólnar í veðri breytist umhverfið til muna og ýmsar myndanir sjást tii tilbreytingar í gráum hversdagsleikanum. Þessi grýlukerti hafa myndast úr klettum hjá Vík í Mýrdal og þau lífga sannarlega upp á þá í skammdeginu þegar fýllinn er ekki til staðar með sitt vinalega hljóð. DV-mynd nh DV, Akureyri: „Hækkun á þungaskatti sem tekur senn gildi mun þýða enn frekari hækkun nauðsynjavara á landsbyggðinni og mér eins og öðrum finnst nóg um nú þegar. Við mótmælum þessu því harð- lega því það er vitað að flutninga- fyrirtækin mörg hver berjast í bökkum og þessi hækkun fer beint út í verðlagið," segir Hauk- ur Ómarsson formaðm- bæjar- ráðs Siglufjarðar. Bæjarráð hefúr samþykkt harðorða ályktun þar sem boðuðum hækkunum á þungaskatti og annars kostnaðar vöruflytjenda vegna breytts gjaldkerfis er mótmælt harðlega. í ályktun bæjarráðs er því fagnað mjög að í skoðun skuli vera sérstaklega jöfnunaraðgerð- ir af hálfu ríkisvaldsins til að mæta aðstöðumun íbúa höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðar í tengslmn við jöfnun atkvæða- riskiauga NS 98 Settiðkr. 11.980 Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 SMÁSKÓR í bláu húsi v/Fákafen ““utsdia Kuidaskór frá kr. 1.990 Moonboots frá kr. 990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.