Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 43 DV Mettryggð hjá Júlíu Roberts Samband Júlíu Roberts og kærasta hennar, Benjamins Bratts, er um það bil að slá met. Frá því i nóvember 1997 hefur Júlía verið gagntekin af Benja- min. Benda menn á að hún hafi líklega aldrei verið jafiilengi í sambandi. Hjónaband Júlíu og Lyle Lovetts stóð stutt og sam- band hennar og kærastans, Ki- efers Sutherlands, slitrótt. Benja- min er enn í náðinni og leikkon- an eys yfir hann gjöfúm. Paul McCartney öskureiður Paul McCartney er æfur yfir því að sjónvarps- og útvarpsstöðv- ar í Englandi hafa bannað flutn- ing á nýrri plötu með laginu The Light Comes ffom within. Lagið tók Paul upp meö eiginkonu sinni, Lindu, áður en hún lést í fyrra. í textanum eru dónaleg orð og útvarpsmenn vilja ekki að lítil böm hlusti á þau. Paul sakar mennina um tvöfeldni því sjáifir noti þáttagerðarmenn þessi orð. Cher er orðin leið á einlífinu Söngkonan Cher, sem er oröin 52 ára og hefur verið jafnþekkt fyrir ástarævintýri sín eins og söngferilinn, er orðin leið á að lifa ein. Þrátt fyrir öll samböndin hef- ur aldrei orðið þreytt á að deila lífinu með karlmönnum. „Égþarf engan til að sjá fyrir mér. Ég vil bara einhvem sem er húmoristi, hjartahlýr, tilfinninganæmur og skapandi." Svið sljós Annar vildi en hinn fékk: Fiennes-bræður keppa um hyllina í Holly wood Ralph Fiennes hugsar áreiðanlega litla bróður sínum þegjandi þörfina. Breski stórleikarinn missti hlutverk sem hann girntist mjög í hendur bróð- urins, Josephs, og nú er Joseph á góðri leið með að verða eftirsóttasti leikarinn í glimmerborginni Hollywood. Sérfræðingar eru jafnvel famir að spá piltinum óskarsverð- launum. Hlutverkið sem var svona spenn- andi er að sjálfsögðu hlutverk stór- skáldsins Williams Shakespeares í myndinni Shakespeare in Love sem er að gera allt vitlaust vestanhafs þessa dagana. Hinn kynþokkafulli Ralph reyndi hvað hann gat til að krækja í hlut- verkið. Honum veitir nefnilega ekki af einhverju bitastæðu til að bæta upp fyrir klúðimnyndma The Avengers joeph Fiennes og Gwyneth Paltrow þykja sýna afburðaleik í hinni rómuðu sem þótti einhver versta mynd síðasta kvikmynd um ástfanginn Shakespeare, leikskáldið mikla. árs, að minnsta kosti í hópi þeirra sem einhverjar vonir vora bundnar við. Ralph fór í leikprufu á móti hinni munnstóra Juliu Roberts sem átti að leika aðalkvenhlutverkið. Juliu leist hins vegar ekkert á kauða og klásúla í samningi hennar gaf henni leyfi til að hafna mótleikara sínum svo fara varð að kröfum hennar. Svo fór að lokum að breska leikkon- an Gwyneth Paltrow var fengin til að fara með aðalkvenhlutverkið í stað Juliu. Bæði hún og John Madden, nýi leikstjórinn sem var fenginn til að stýra herlegheitunum, vildu fá Jos- eph. Það varð því úr, þótt piltur væri engin stórstjarna. Talið er að allt þetta havarí muni hafa áhrif á samband bræðranna til hins verra. Ralph var alltaf mjög hjálplegur en ekki er víst að svo verði Bandaríska leikkonan Angelina Jolie mætti glaðbeitt tll Golden Globe-verðlaunaafhendingarinnar í Hollywood um helgina. Svo fór að hún var valin besta leikkonan í stuttri sjónvarpsþáttaröð. Ljóskur hugga Rod Rod Stewart virðist nú ekki vera að farast úr ástarsorg þó að hann hafi grátbænt eiginkonu sína, Rachel Hunter, um að snúa aftur heim. Frá því að Rachel fór hefur hann sést yfirgefa næturklúbb með tvær blondínur í taumi. Kappinn hefur einnig sést með fyrrverandi vin- konu sinni, Kelly Emberg, og virtist fara nokkuð vel á með þeim. Vinir Rods segja að samvera hcms með blondínunum sé liður í því að lækna hjartasárið. Rod þurfi á slíkri lækningu að halda eins og áfengissjúklingur þarf frí með Oliver Reed sem er alræmd fyllibytta. Rod og Rachel gáfu út yfirlýsingu á dögunum um að þau hefðu slitið sambúðinni. Síðan hefur verið tilkynnt að Rachel hafi ekki farið langt heldur búi í nágrenni við Rod bamanna vegna. Hann kvaðst vera harmi sleginn og vonast til að þau gætu náð sáttum. Kunnugir segja að Rachel hafi verið orðin leið á kvenseminni í Rod og drykkjunni. Hann lofar bót og betran til að fá eiginkonuna fogru, sem er rúmum tveimur áratugum yngri en hann, heim á ný. Jóakim prins vill eignast son Jóakim prms í Danmörku á enga ósk heitari en þá að eignast son sem gæti tekið við búrekstr- inum i Schackenborgarhöll á Suð- ur-Jótlandi. Alexandra prinsessa, eiginkona hans, hefði heldur ekk- ert á móti þvi að heyra í tiplandi barni á hallargöngunum, að því er Billed Bladet segir. Hún segist bara ekki haft tima til að eignast börn fram að þessu. Það muni þó gerast þegar aðstæður leyfa og allt er til reiðu. Sukksporin á andliti Madonnu Kúnnugir telja næsta öruggt að kynbomban Madonna muni fara í andlitslyftingu áður en langt um líður. Húðin í andliti hennar er ekki lengur mjúk eins og bams- rass. Hvemig mætti það líka vera eftir allt sukkið og svínaríið í gegnum tíðina. Ekki fékk efnis- hyggjustúlkan svo meiri svefii eft- ir að dóttirin Lourdes kom í heiminn, ekkert fremur en aðrar nýbakaðar mæður. Allar vökum- ar eru famar aö taka sinn toll á þessu fallega andliti sem eitt sinn var og verður kannski á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.