Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 33
I 33V MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Erlingur Gíslason og Guðrún Ás- mundsdóttir í hlutverkum sínum. Rommí Annað kvöld verður sýning í Iðnó á Rommí eftir D.L. Coburn en það hefur fengið mjög góðar viðtökur og verið sýnt aJIt frá því í sumar. Aðeins tveir leikarar eru í verkinu, Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir, og hafa þau, ekki síður en verkið i heild, fengið góða dóma fyrir túlkun sína. Erlingur og Guðrún, sem leika Weller og Fonsíu, hafa þekkst lengi. Þau voru bekkjarfé- lagar í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins en hafa ekki leikið saman í leikriti síðan þau léku bæði í Brúðuleikhúsinu hjá Þjóðleikhús- inu fyrir tuttugu og flmm árum. Rommi hefur áður verið sett upp í Iðnó. Var það fyrir tuttugu árum og þá léku Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín hlutverkin tvö. Leikhús Leikstjóri er Magnús Geir Þórð- arson sem meðal annars leik- stýrði Stone Free og Veðmálinu. Leikmynda- og búningahönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson og um ljósahönnun sér Lárus Björnsson. Tónlistin í Rommí er frumsamin og er það hljómsveitin Skárr’en ekkert sem semur og leikur. Kynjamunur í viðhorfum ís- lenskra unglinga í hádeginu á morgun verður rabb á vegum Rannsóknarstofú í kvenna- fræðum í stofú 201 í Odda. Þar mun Gunnar Karlsson, pró- fessor í sagn- fræði, flytja fyr- irlestur sem hann kallar Kynjamunur í viðhorfum ís- lenskra ungl- inga. Fjallar hann um þátt Is- lendinga í umfangsmikilli samevr- ópskri könnun á söguvitund ung- linga sem gerð var 1995 og er enn verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Rabbið hefst kl. 12. Samkomur Ungt fólk og búseta á Austurlandi í kvöld kl. 20.30 verður fræðslu- fundur á vegum Félags landfræð- inga í stofú 201 í Odda. Karl Bene- diktsson og Óskar Eggert Óskarsson segja frá könnun sem þeir gerðu á síðastliðnu ári ásamt landfræðistúd- entum á meðal nemenda í fram- haldsskólum Austurlands. ITC-deildirnar Melkorka og Fífa Sameiginlegur fundur verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Hin hliðin á 2000-vandanum í fyrramálið mun Verslunarráö íslands halda morgunverðarfund á Hótel Borg undir yfirskriftinni Hin hliðin á 2000-vandanum. Hefst hann kl. 8. Framsögumenn eru fram- kvæmdastjórarnir Guðjón Rúnars- son, Ragnar Birgisson, Friðrik Sig- urðsson og Sigmar Ármannsson. Sóldögg á Gauknum Gaukur á Stöng býður upp á lif- andi tónlist i kvöld sem og önnur kvöld. í gærkvöld var mikil hátíö þegar tónlistarblaðið Undirtónar hélt tónlistarkvöld með hljómsveit- xmum Botnleðju og Ensíma. í kvöld er komið að hinni vel þekktu hljóm- sveit Sóldögg sem hefur verið á fullu við að fylgja eftir nýrri plötu hljómsveitarinnar sem her einfald- lega nafnið Sóldögg. í kvöld mun sveitin flytja talsvert af frumsömdu efni eins og lagið Lifi áfram sem nýtur nú talsverðra vinsælda sem og lagið Bíddu pabbi sem Vilhjálm- Skemmtanir ur Vilhjálmsson söng um árið og Sóldögg hefur endurnýjað fyrir minningarplötuna um þann ástsæla söngvara og hefur endurgerð Sól- daggar slegið í gegn. Á föstudags- kvöld mun Sóldögg leika í Þjóðleik- húskjallaranum. Það verður síðan hljómsveitin Buttercup sem tekur við af Sóldögg á Gauknum og skemmtir gestum á föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld er KK-kvöld þar sem þeir félagar KK og Magnús Ei- ríksson koma fram. Sóldögg leikur á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Veðrið í dag Slydda eða snjókoma 977 mb lægð um 600 km vestsuð- vestur af Reykjanesi hreyfist aust- norðaustur á bóginn. í dag verður hvöss austan- og suð- austanátt og slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og rigning eða slydda með köflum er kemur fram á daginn. Suðaustankaldi og síðan stinnings- kaldi eða allhvasst og víða dálítil snjókoma síðdegis norðan- og aust- anlands. Hlýnar heldur í veðri. Á höfuðhorgarsvæðinu verður allhvöss suðaustanátt og slydda eða snjókoma, en talsvert hægari og rigning með köflum er kemur fram á daginn. Hiti 0 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.58 Sólarupprás á morgun: 10.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.49 Árdegisflóð á morgun: 03.29 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur : Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg > í morgun: skýjað -6 skýjaö -2 skýjaö -2 -13 snjókoma 0 slydda 1 léttskýjaó -3 snjókoma 0 rigning 3 léttskýjaó -2 snjókoma -19 skýjaö 2 alskýjað -8 -11 heiöskírt -2 jók. á síó. kls. -14 heióskírt 8 hálfskýjaö 5 mistur 7 alskýjað 3 hálfskýjaö 2 skýjaö 2 skýjaö -5 skýjaö 4 skýjað 1 alskýjaö 4 alskýjaö -4 léttskýjaö 3 rigning 2 léttskýjaö 13 léttskýjaö -3 snjóél -3 heiöskírt 3 þokumóöa 15 skúr 5 rigning 13 skýjaö -1 léttskýjaö -2 heiðskírt -13 Víða þungfært Víða er illfært á þjóðvegum vegna skafrennings. Þungfært er um Hellisheiði, Þrengsli, á Kjalamesi og heiðum á Snæfellsnesi. í morgun var verið að hreinsa vegi i Ámessýslu og á Suðurlandi. Sæmileg Færð á vegum Ástandvega^ b-ob * Q °0 o* o jj *8. g möo m T^Skafrenningur 151 53 Steinkast El E1 Hálka @ Vegavinna-aágát @ Óxulþungatakmarkanir (3^) ófært tD Þungfært ® Fært fjaliabflum færð er á Norðurlandi. Mokstur hófst í morgun á Möðmdalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Vatns- skarði eystra til Borgarfjarðar eystri. Fært er með austurströndinni og suður um. 7? Alexandra Helma Myndarlega stúlkan á Helma, kom í heiminn 14. myndinni, sem fengið hef- janúar á fæðingardeild ur nafnið Alexandra Landspítalans. Við fæö- Dnm rlao’cinc 50 sm- Móðfr hennar er ■Mllll uagailia Sandra Heimisdóttir. Vatnsberinn og móðlr hans. Adam Sandler og Kathy Bates f hlutverk- um sfnum. Vatnsberinn Sam-bíóin og Stjörnubíó sýna gamanmyndina The Waterboy. I henni leikur Adam Sandler Bobby Boucher, þrjátíu og eins árs gaml- an einfeldning í umsjá móður sinnar sem ofvemdar hann. Eina samband hans við umheiminn er vinna hans sem vatnsberi hjá há- skólafótboltaliði þar sem leik- menn gera stanslaust grín að hon- um. Þegar nýr þjálfari er ráðinn sér hann aumur á Bobby og segir honum að hann eigi að svara fyrir sig á einhvem hátt þegar honum ///////// Kvikmyndir er strítt jafnmikið og 1*^®^ raunin er. Bobby tekur þjálfarann á oröinu og næst þegar honum er strítt ræðst hann á viðkomandi af miklum krafti og sá liggur á auga- bragði í gólfinu. Þjálfarinn sér þennan fimakraft í Bobby og telur að hægt sé að virkja hann í fót- boltanum. Auk Adams Sandlers leika Kathy Bathes og Henry Winkler stór hlutverki í The Wa- terboy. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Enemy of the State Bíóborgin: Ronin Háskólabíó: Spánski fanginn Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: The Waterboy Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: Rounders Stjörnubíó: Stjúpmamma 4" Krossgátan 1 2 3 4 S 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 rófa, 5 tón, 7 skarð, 8 blöskraði, 9 mylsna, 10 enduðu, 12 bleyta, 14 fugl, 16 málmur, 18 ryk- kom, 19 skinnskór, 21 fóðrar, 22 til. Lóðrétt: 1 þrútna, 2 kött, 3 kúga, 4 mælir, 5 vitlausi, 6 seðill, 8 slys, 11 hviða, 13 væna, 15 gruna, 17 mark, 20 kind. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: 1 húri, 5 fló, 7 æði, 8 lofs, 10 tafir, 12 já, 14 traðkar, 16 akur, 18 mun, 19 arki, 20 ásár, 21 ið. Lóðrétt: 1 bætum, 2 úða, 3 rifa, 4 il, 5 forkur, 6 ós, 9 fjarki, 11 iðkar, 13 áreið, 15 raus, 17 kná.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.