Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 2
20 III Skattar og fjármál. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Lífeyrissjóðir eiga að tryggja öllum þægilegt ævikvöld Um mitt síðastliðið ár tóku gildi ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessi nýju lög leysa af hólmi eldri lög um skráningu lífeyrisréttinda og ýmsar greinar í öðrum lögum. Fyrstu lifeyris- sjóðimir urðu til árið 1965. Fyrst var iðgjald- ið aðeins 2,5% af dagvinnulaunum en með breytingum í gegnum árin er gjaldið nú 10% af öllum launum. Launþegi greiðir 4% og at- vinnurekandinn 6% upphæðar en sjálfstæð- um atvinnurekendum ber að greiða öll 10%. Upphaflegt frumvarp fjármálaráðherra gerði ráð fyrir víðtækara frelsi um val á líf- eyrisspamaði og að innleiða samkeppni milli lífeyrissjóðanna. Að mati stjómenda lífeyris- sjóða hefði frumvarpið að óbreyttu gerbreytt stööu lífeyrissjóðanna, dregið úr félagslegri tryggingavemd og leitt til stóraukins kostnað- ar. Þetta segir Þórarinn V. Þórarinsson í grein sem hann skrifaði í fréttabréf Lífeyris- sjóðsins Framsýnar í september 1997. Hann segir að rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna sé mjög lágur miðað við aðrar fjármálastofnanir á borð við banka og tryggingafélög. Skylduað- ildinni fylgi lítill rekstrarkostnaður og mögu- samsvari skuldlausu íbúðarhúsnæði við starfslok og upphaf töku ellilífeyris. Frá sjón- arhóli heildarinnar ætti þessi spamaður hins vegar að draga úr skattheimtu og kostnaði við almannatryggingakerfið," segir í greinargerð með frumvarpinu. og nú innan við 0,3% en var árið 1991 0,41%. Nýju lögin hafa þó ýmsar breytingar í för með sér þrátt fyrir að grundvöllur lífeyrissjóð- anna sé að mestu óbreyttur. Eftirlitsskylda ríkisskattstjóra Meirihluti vill félagslega samábyrgð í síðustu setningunni hér að ofan er kannski falið það markmið sem þurfti að nást í lögunum; það er að almannatryggingakerfið hefði aldrei að óbreyttu geta tekið við þeim fjölda ellilífeyrisþega sem fyrirsjáanlegur er á komandi áram. Við verðum jú allra karla og kerlinga elst í heiminum. í annan stað kemur fram í greinargerðinni að almenningur sé meðvitaðri um þá hags- muni sem em í húfi. í könnun sem Samband almennra lífeyrissjóða og Landssambandi líf- eyrissjóða lét Hagvang gera haustið 1997 kem- ur fram að afgerandi meirihluti þjóðarinnar (80,3) er þeirrar skoðunar að almennu lífeyris- Sem fyrr er það ákvæði í lögunum að öllum sé skylt að greiða í sameignarlífeyrissjóð ákveðið hlutfall af launum. Launþegar og launagreiðendur hafa uppfýllt þessa skyldu í sínum samningum. Hins vegar hefur orðið misbrestur á því að sjálfstæðir atvinnurek- endur og verktakar hafi staðið í skilum lögum samkvæmt. Fram til þessa hefur engin eftir- litsskylda verið en nú ber embætti ríkisskatt- sfjóra að hafa með höndum þetta eftirlit. Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðir og launagreiðend- ur geri árlega grein fyrir því iðgjaldi sem greitt hefur verið til sjóðsins fyrir hvem sjóð- félaga og hver framtalsskyldur einstaklingur á að gera grein fyrir sinu framlagi á skatt- framtali. Komi í ljós að skyldutrygging hafi ekki verið uppfyllt ber að gefa viðkomandi kost á að uppfylla iðgjaldsskylduna innan til- skilins frests. Ríkisskattstjóri getur lagt á hann iðgjald en það leysir ekki lífeyrissjóðinn undan þeirri skyldu að innheimta vangoldin iðgjöld. Þar sem lögin kveða á um að lágmarksið- gjald skuli reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu. Þetta þýðir breytingu fyrir marga sem hingað til hafa talið sig uppfylla lífeyrisskylduna með greiðslu af fostu launun- um sínum en ekki af öðram greiðslum, svo sem verktakagreiðslum i aukavinnu, greiðslu fyrir nefndarstörf eða stjómarsetu og aðrar greiðslur. Núna er heimild til að ganga eftir lífeyrisgreiðslum í sameignarsjóð af þessari aukagetu launþegans sem ekki teljast hlunn- indi, svo sem fatnaður, fæði, húsnæði, öku- tækjastyrkir, dagpeningar og fæðispeningar sem undanþegin era skatti. Sakttstofninn er sem sagt sú viðmiðun sem lífeyrislögin ná yfir. um öölast þær sjálfstæðan rétt í eigin lífeyrissjóði. Hins vegar eru þær oftar heimavinnandi eða í hlutastarfi á ákveðnum tima ævinnar meðan bömin eru ung. Á þeim tíma er atvinnuþátttaka karla oft- ast mest, tekjumar hæstar og iðgjaldsgreiðsl- ur i lífeyrissjóð í hlutfalli af því. Því er sann- gjamt að maki (í flestum tilfellum eiginkon- an) öðlist hlut í þeim réttindum sem verða til á sambúðartímanum. Hvemig þetta verður í framkvæmd er ekki hægt að segja til um ná- kvæmar en það sem segir beint i lögunum. Til dæmis hvort maki verði að krefjast þessarar hlutdeildar til þess að réttur hans nái fram að ganga ef til skilnaðar kæmi eða hvort hann stofhast sjáffkrafa sem hjúskapareign. í séreignarsjóði safna launþegar ákveðinni innstæðu líkt og á bankabók. Inneignin er þó varin fyrir skuldheimtumönnum og eigandinn getur aðeins gengið að henni þegar umsömdum lífeyrisaldri er náð. leiki á að bjóða mikil réttindi vegna mikillar áhættudreifingar í stórum hópi. Ef reglum um sjóðina yrði breytt þannig að þeir þyrftu að meta hvem og einn sjóðfélaga og keppa um þá ungu, hraustu, einhleypu og skeggjuðu, kæmi það niður á réttindum sem sjóðimir tryggja sínum sjóðfélögum, segir Þórarinn enn frem- ur í grein sinni. Greinargerð með frumvarpinu „Allt fram á þennan áratug hefur framtíð lífeyrissjóðakerfisins verið háð mikilli óvissu. Ekki era nema 15 ár síðan flest benti til þess að markmið kerfisins og tilætlaður árangur næðist ekki; kerfið myndi sigla í strand og lið- ast í sundur. Fjárhagsstaða flestra lífeyris- sjóða sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda hefur hins vegar gjörbreyst á undanförnum „ Fjárhagsstaða flestra Ufeyrissjóða sem staifa án ábyrgðar launagreið- enda hefur hins vegar gjörbreyst á undanfómum árum og telst nú við- unandi. “ árum og telst nú viðunandi. í stað neikvæðr- ar raunávöxtunar á fyrstu áram almennu sjóðanna hafa þeir á undanfomum árum náð að ávaxta ráðstöfunarfé sitt langt umfram tryggingafræðilegar fosendur. Sjóðir hafa þar að auki verið sameinaðir og réttindi löguð að eignastöðunni. Nú er svo komið að óhætt er aö fullyrða að með samkomulagi aðila vinnu- markaðarins hafi tekist að byggja upp lífeyr- istryggingakerfi á íslandi sem jafnast á við það besta í heiminum. Til að undirstrika þetta má geta þess að ýmsar þjóðir era nú í óðaönn að breyta lífeyriskerfum sínum í hátt við það sem íslendingar búa við. Samhliða bættri fjár- hagsstöðu lífeyrissjóða er almenningur með- vitaðri en áður um þá hagsmuni sem era í húfi. Frá sjónarhóli einstaklingsins er um að ræða uppsöfhun verðmæta sem vænta má að sjóðimir séu nauðsynleg stoð i íslensku þjóð- félagi. Hvað varðar gagnkvæmt valfrelsi eða þess að innleiða samkeppni og mat á einstak- lingum í stað þeirrar félagslegu samábyrgðar sem er grandvöllur núverandi lifeyrissjóða- kerfis era skoðanir afdráttarlausar. Tæplega 98% lýstu andstöðu við þá hugmynd að lífeyr- issjóðimir geti hafnað sjóðfélaga á grandvelli kyns, aldurs eða heilsufars, tæplega 93% era hlynnt greiðslu maka- og bamalífeyris og rúmlega 77% vilja heldur lífeyri til æviloka en hærri lífeyri tímabundið. í greinargerðinni er einnig komið inn á þá umræðu sem varð mjög hávær á síöasta ára- tug að lífeyrissjóð- imir næðu ekki að standa undir skuld- bindingum sínum og þeir væra þar af leiðandi tíma- skekkja. Eftir að frelsi lífeyrisjóða til þess að ráðstafa fjár- magni sínu var auk- ið náðu þeir að snúa vöm í sókn. Margir lífeyrissjóðir hafa á síðustu árum náð mikilli ávöxtim með fjölbreyttum fjárfest- ingum innanlands og utan. Staða þeirra er því gjör- breytt og einnig vegna þess að fá- mennir lífeyrissjóð- ir hafa sameinast í stærri einingar til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri og aukinni áhættu- dreifingu. Rekstrar- kostnaður lífeyris- sjóða sem hlutfall af eignum hefur farið lækkandi ár frá ári Réttur maka til ellilífeyris Nýmæli í þessum lögum er réttur makans eða fýrrverandi maka til ellilifeyris úr sam- eignarlífeyrissjóðnum. Sjóðfélagi hefur allan rétt til að skipa þessum málum milli síns og makans. Gefhir era þrír kostir fyrir sjóðfélaga til að velja um. Að eililífeyrirsgreiðslur skipt- ist til helminga miili sjóðfélaga og maka eða fyrrverandi maka. Deyi makinn á undan skal sjóðfélagi fá fulla greiðslu en deyi hann á und- an falla greiðslur til makans líka niður. 1 ann- an stað getur makinn öðlast sjáifstæðan lífeyr- isrétt í sameignarsjóðnum og greiðslur halda áfram þrátt fyrir að sjóðfélaginn falli frá á undan. í þriðja lagi er sá réttur að með mögu- legri skiptingu iðgjalds öðlast maki sjóðfélaga rétt til þeirra tryggingavemdar sem viðkom- andi sjóður veitir vegna ellilífeyris. Ofangreindur réttur á við maka af hvora kyninu sem er en líklega bætir þetta rétt kvenna umfram karla. Atvinnuþátttaka kvenna er mjög há hér á landi og af þeim sök- Aukinn lífeyrissparnaður Iðgjöld launþega í sameignarlifeyrissjóð era 4% og nú að fullu frádráttarbær til skatts og hefur það gerst í áföngum á síð- ustu árum. Áður var iðgjaldið ekki frádrátt- arbært og mikil umræða í gangi um tví- sköttun sem þótti ósanngjöm. Samhliða þessum nýju lögum gaf ríkisstjórnin fyrir- heit um að hækka frádráttarbærni lífeyris- sjóðsiðgjalda og iðgjalda vegna lífeyris- spamaðar í 6%. Það ákvæði kom til fram- kvæmda nú um áramótin. Þessi umfram 2% gæti launþegi ráðstafað að eigin vali innan þeirra marka sem lögin segja um lífeyris- spamað. Margir frjálsir séreignarsjóðir standa fólki til boða og einnig eru hinu hefð- bundnu lífeyrissjóðir að stofna séreignar- deildir. í séreignarsjóði safna launþegar ákveð- inni innistæðu líkt og á bankabók. Inneign- in er þó varin fyrir skuldheimtumönnum og eigandinn getur aðeins gengið að henni þeg- ar umsömdum lífeyrisaldri er náð. Hins veg- ar tryggir aðild að séreignarsjóði aðeins sjóðfélagann í samræmi við innistæðu hans en ekki ævilangt eins og lífeyrissjóðirnir gera. Séreignarsjóður kemur á móts við þá sem vilja hærri greiðslur á fyrsta hluta eUi- áranna þegar heilsan er vonandi góð og tækifæri gefast til ferðalaga og aukinna tóm- stunda. Lífeyrisspamaður í séreignarsjóði erfist eins og aðrar eignir en það gerir inneign í almennum lifeyrissjóði ekki. Þetta hefur mörginn þótt rangt og kallað eignaupptöku en í raun nýta hinir langlifu meira en þeir greiða inn en þeir skammlífu „tapa“ ef svo má að orði komast. Hins vegar veit enginn sína ævi fyrr en öll er, segir máltækið. Hvort við náum markmiðum okkar um skemmtilega elli er allsendis óvíst. Ef við lifum fram yfir sjötugt er fjárhagsstaðan að minnsta kosti tryggð með greiðslum úr lifeyrissjóði sem orðið hefúr til sem hlutfalll af launimi og með mótframlagi frá atvinnurekanda. Og þeir geta leyft sér meira sem hafa lagt í umfram- spamað til elliáranna í séreignarsjóð. -jáhj Þú gætir þurft að sjá fyrir þér í 25 ár eftir að þú hættir að vinna - jafnvel lengur Fólk lifir lengur en áður Aætlaöur meöalaldur 65 ára einstaklings Góðar líkur eru á að 65 ára einstaklingur Itfi í 20 ár til viðbótar, jafnvel í 30 ár 65 ára 100 60 1910 1930 1950 1970 1990 í dag getur hver 65 ára eftirlaunaþegi aö meöaltali búist viö því aö lifa f 17 ár til viöbðtar samanboriö viö 12 Sr hjð 65 ára eftirlaunaþega áriö 1910. 65 ára einstakllngur getur aö meðaltali relknaö meö aö lifa til 80 ára aldurs en þaö eru 42% likur á aö viökomandi veriö 85 ára. Hjá 65 ára gömlum hjónum eru 39% líkur á aö annaö þeirra veröl 90 ára. Heimiid: Utla bökin um lífeyrismöi (Veröbréfarnarkaöur fslandsbanka). t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.