Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 6
24 III MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 íslandsbanki og VÍB: Greið leið að góðum lífeyri íslandsbanki og VÍB bjóöa einfaldar og þægilegar leiðir sem skila traustri ávöxtun er byggist á mikilli reynslu fyrirtækjanna á fjár- málamarkaöi. Hægt er að velja á milli Lífeyr- issreiknings Íslandsbanka og ALVÍB og ráð- stafa sparnaðinum í ákveönum hlutföllum þar á milli. Lífeyrissreikningur íslands- banka yflr 4 milljarðar króna sem eykur mjög stöð- ugleika og öryggi. Verðmæti inneignar er uppfært daglega og ALVÍB er eini lífeyrissjóðurinn sem býður - sjóðfélögum að skoða inneign sína og innborg- anir á vefnum og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. Einnig fá sjóðfélagar send ítarleg yf- irlit. Launagreiðendur geta einnig flett dag- lega upp á skilagreinum og séð yfirlit yfir greidd iðgjöld í sjóðinn. Lífeyrisreikningur íslandsbanka er verð- tryggður, bundinn innlánsreikningur þar sem saman fara lágmarksáhætta og góð ávöxtun. Miðað er við að ávöxtun reikningsins verði ávallt sambærileg við það sem best gerist á sambærilegum reikningum á hverjum tíma. Með því að leggja lífeyrisspamaðinn fyrir á Lífeyrisreikningi heldur viðbótarlífeyririnn verðgildi sínu og ávöxtun er óháð sveiflum sem t.d. kunna að verða á hlutabréfamarkaði. Ef vilji er fyrir því siðar á samningstímanum að breyta ákvörðunum er mögulegt að breyta skiptingu lífeyrisins milli spamaðarforma hjá íslandsbanka eða VÍB að kostnaðarlausu. ALVÍB fjölmennastur ALVÍB er séreignalífeyrissjóður í rekstri VÍB. Raunávöxtun hans hefur verið 8,5% á ári frá stofnun árið 1990. Rekstrarkostnaður sjóðsins er sá lægsti sem vitað er um meðal sambærilegra sjóða, 0,48% sem skilar sér í aukinni ávöxtun til sjóðfélaga. ALVÍB er fjöl- mennasti séreignalífeyrissjóðurinn á íslandi með um 6.500 sjóðfélaga og er stærð sjóðsins Þrjú verðbréfasöfn Með ALVÍB er hægt að velja á milli þriggja verðbréfasafna með mismunandi áhættu og ávöxtun, Ævisafna I, II og III. Hægt er að velja safn, ýmist eftir því hversu mikla áhættu menn vilja taka eða eftir aldri. Jafnframt er hægt að flytja inneignina milli ævisafha eftir aldri. Eftirlaunareikningur Einnig er hægt að greiða viðbótariðgjöld inn á sérstakan fjárvörslureikning sem kall- ast Eftirlaunareikningur. Hann hentar þeim sem vilja ráða eignasamsetningunni eða auka vægi einstakra verðbréfaflokka í heildar- spamaði sínum. Á honum geta viðskiptavinir valið á milli eftirtalinna sjóða, annaðhvort einstaka sjóði eða blandað þeim að vild: Sjóðs 1 - innlend markaðsskuldabréf, Sjóðs 5 - inn- lend ríkisskuldabréf, Sjóðs 6 - innlend hluta- hréf, Sjóðs 12 - erlend hlutabréf, Lífeyris- reiknings íslandsbanka. DæinS um lífeyrSssparnað Sparnaður eftir Sé reiknað með 5.500 5 ár 372.976 kr. króna sparnaðí (miðað við 2,2,% af 250 þús. 10 ár 848.997 kr. kr. tekjum sem eru 20 ár 2.231.925 kr. u.þ.b. meðaltekjur 30 ár 4.484.567 kr. hjóna) og 5% raunávöxtun. 40 ár 8.153.885 kr. Ver&bréfasöfn Ævlsafn 1 Ævlsafn II Ævisafn III Hentar þeim sem vilja taka nokkra áhættu Þeim sem vilja taka meöaláhættu Þeim sem vilja taka litla áhættu Heppilegur aldur 20-44 ára 45-64 ára 65 ára og eldri Eignasamsetning % Stefna Safn Stefna Safn Stefna Safn Skuldabréf 65 77 75 79 85 86 Innlend hlutabréf 10 10 8 9 5 6 Erlend hlutabréf 25 13 17 12 10 8 Ávöxtun 1990-97 % 10,1 9,5 8,8 Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Stærstur með góða ávöxtun Þór Egilsson, deildarstjóri séreignardeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Vió stafiim séreignurdvildur innan Lif- eyrissjóós verzlunarmanna Vttr sjóónum skipi i A-deíld, sameignurdeild og fí-deild, séreignardeitd. Qreióslur til séreigntih deítdar kama ekki i staóinn j'yrlr íógjöld tii sameignardeiidar. Inneign t séreignardetld er góó viðbót viö þaö fjárhagslega ðryggi sem samtryggíngadeild veitír, Frá mánaöa- mótutn hafa mttrgír skráð síg í séreignar- deildína eóa spurst fyrir. „Kostimir við inneign á séreignarreikningi til viðbótar réttindum úr samtryggingadeildinni eru margvislegir. Skattahagræðið er augljóst því 2% viðbótarið- gjald af launum er ekki skattlagt við innborg- un og að auki fá launþegar 0,2 % mótframlag frá atvinnurekanda. Ekki þarf að greiða eign- arskatt af inneign í lífeyrissjóði né fjár- magnstekjuskatt. Inneign í lífeyrissjóði hefur ekki áhrif til lækkunar á t.d. vaxtabætur. Hins vegar er greiddur tekjuskattur af útborg- unum,“ segir Þór Egilsson, deildarstjóri sér- eignardeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þór tók að byggja upp séreignardeildina í maí á síðasta ári. Sveigjanleg starfslok „Með góðri inneign á séreignarreikningi opnast einstaklingum möguleiki á að hætta störfum áður en hefðbundnum lífeyrisaldri er náð en hægt er að hefja töku lífeyris úr sér- eign við 60 ára aldur. Eðlilegt er að fólk hafi þetta val í síbreytilegu og kröfuhörðu at- vinnuumhverfi." Starfi einstaklingur hins vegar þangað til ellilífeyrisaldri er náð hefur hann úr hærri líf- eyri að spila eftir að taka hans hefst sem ef til vill skapar möguleika til ferðalaga og ráðrúm og efni til að sinna áhugamálum. „Rétt er þó að benda þeim einstaklingum á sem komnir em yfir miðjan aldur að ef til vill er heppilegra að greiða viðbótariðgjaldiö í samtryggingadeild lífeyrissjóðsins þar sem leiða má líkum að því að meiri verðmæti fáist fyrir iðgjaldið í sameign heldur en séreign," segir Þór. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóður verzlunarmanna er lang- tímafjárfestir og er það sjónarmið lagt til grundvallar við fjárfestingar og eignastýringu á verðbréfasafni sjóðsins. Eignimar era ávaxtaðar með tilliti til þeirra kjara sem best eru boðin á hverjum tíma, að teknu tilliti til varúðarsjónarmiða, áhættu og verðtryggðra langtímaskuldbindinga sjóðsins. Vægi innlendra og erlendra hlutabréfa í eignasafni sjóðsins er 20% og hlutur skulda- bréfa 80%. Heildareignir sjóðsins um sfðustu áramót vora um 60 milljarðar. Undanfarin ár hefur vægi hlutabréfa farið vaxandi í eigna- safninu og hefur aukið vægi erlendra hluta- bréfa aukið áhættudreifingu sjóðsins. Raunávöxtun 7,7% undanfarin 5 ár Meðaltalsraunávöxtun erlendra hlutabréfa LV hefur síðustu fjögur ár verið 15% og árleg raunávöxtun innlenda hlutabréfasafnsins ver- ið 16% síðustu 18 árin. Skuldabréfasafn sjóðsins er að stærstum hluta til skuldabréf til langs tiíma með ábyrgð ríkissjóðs. Þannig hefur lifeyrissjóðurinn tryggt sér háa vexti af skuldabréfasafninu til langs tíma. Fjárfestingarstefna og eignasam- setning sjóðsins hefur skilað sjóðnum góðum árangri á undarfomum áram en meðalrauná- vöxtim sjóðsins nemur 7,7% og raunávöxtun á árinu 1997 var 10,2%. Ekki má gleyma að geta þess að rekstrar- kostnaður lífeyrissjóðsins er með því lægsta sem gerist eða aðeins 0,14% af eignum. Samþykktir vörsluaðilar m 1. * Eftirtaldir aðilar hafa heimild til að taka við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði. Þess ber þó að geta að fleiri fyrirtæki/sjóðir hafa lagt inn umsóknir til ráðuneytisins sem bíða samþykktar: Almennur lífeyrissjóður VÍB Búnaðarbanki íslands Frjálsi lífeyrissjóðurinn (Fjárvangur) íslenski lífeyrissjóðurinn (Landsbréf) Landsbanki íslands Landsbréf hf. Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga Lifeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður ísl. stjómunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Lifeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lifeyrissjóður Suðumesja Lífeyrissjóöur tannlækna Lífeyrissjóður verkalýðsf. á Suðurlandi Lífeyrissjóður verslunarmanna Lifeyrissjóður Vestfjarða Lifeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóðurinn Eining (Kaupþing) Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Líftryggingarfélag íslands (VÍS hf.) Sameinaða líftryggingarfélagið Sameinaði lífeyrissjóðurinn Samvinnulífeyrissjóðurinn Séreignalífeyrissjóðurinn (Búnaðarbanki, verðbréf) Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Ef viðbót er greidd í samtryggingu koma fleiri vörsluaðilar til greina. Heimild: Fjármálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.