Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 8
26 III Skattar ogfjártnál MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Hagstæðari en annar sparnaður - segir Guðlaugur Þór Pórðarson hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Mitt í allri umræðu um nýja lífeyrisspam- aðinn hafa heyrst raddir um að hann skerði tekjutryggingu ellilífeyris. Guðlaugur Þór Þórðarson hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum kann- ast við þessar fullyrðingar: „Þama er mikill misskilningur á ferðinni. 2% sparnaðinn er hægt að taka út frá 60 ára aldri og það er hægt að taka hann allan út fyr- ir 67 ára aldur. Ellilifeyrir úr Tryggingastofn- un greiðist ekki út fyrr en eftir 67 ára aldur þannig að allir ættu að geta tekið út þennan sparnað án þess að skerða þær greiðslur ef fólk á annað borð á rétt á þeim þegar til kem- ur,“ segir hann. Guðlaugur segir jafhframt að þessi spamaður sé hagstæðari en nokkur ann- ar sem býðst. „í fyrsta lagi fær fólk mótframlag frá ríkis- valdinu, 10% af viðkomandi greiðslu launþeg- ans ef þessi leið er farin, vegna skattfrestun- ar. Það er umtalsvert framlag, sérstaklega þegar til langs tíma er litið. í öðra lagi er þessi spamaður í sama skatta- lega umhverfi og lífeyrissjóðir. Það þýðir að spamaðurinn er hagstæðari heldur en nokkur annar spamaður sem íslendingum býðst. Fólk borgar hvorki fjármagnstekjuskatt né eignar- skatt af þessum spamaði. „Fólk þarfað spyrja sig: Hvaða annan spamað á égfyrir? Hve langan tima hefég? Sakist ég eftir meiri ávöxtun og þá meiri sveiflum eða vil ég lagri ogjafnari ávöxtun. “ í þriðja lagi benda kannanir til þess að mik- ið vanti upp á að Islendingar eigi nægjanleg lífeyrisréttindi. Því er þessi leið kærkomin til að bæta úr því. í því sambandi vil ég hvetja fólk til að skoða sín mál, fá uppgefín hjá þeim lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í sín rétt- indi og meta stöðuna út frá þeim upplýsing- rnn. Við hjá Frjálsa lífeyrissjóðmnn veitum fólki aðstoð því að kostnaðarlausu við að skoða þessi mál og gera áætlanir," segir hann. - En er þetta ekki mikil binding fyrir fólk að geta ekki tekið út spamaðinn fyrr en eftir 60 ára aldur? „Fyrst skal á það bent að einstaklingar sem velja þessa leiö eru ekki að binda sig til að greiða til 60 ára aldurs. Samningamir sem fólk gerir binda það einungis í 6 mánuði. Út- greiðslan hefst hins vegar ekki fyrr en eftir 60 ára aldur.“ Bjóðum fólki að færa sig milli ávöxtunarleiða Nú eru margir aðilar sem bjóða þessa leið - eftir hverju ætti fólk að fara þegar það tekur ákvörðim? „Fólk þarf að spyrja sig: Hvaða annan árangri í framtíðinni en það er vísbending. Við hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum bendum stolt- ir á að raunávöxtunin síðustu 15 árin hefur verið 10%. Ég myndi einnig ráðleggja fólki að fá upplýsingar um raunávöxtun þegar það skoðar fjárfestingarkosti. Ef gefnar eru upp- lýsingar sem einungis innihalda ávöxtun eða nafnávöxtun á oftar en ekki eftir að draga frá kostnað og verðbólguþátt en allt slíkt hefúr verið dregið frá þegar að rætt er um rauná- vöxtun," segir Guðlaugur Þór. Fjölbreyttir fjárfestingarkostir „Þessi sparnaður er ekki bundinn neinni fjárfestingarstefnu eins og til dæmis lifeyris- sjóðimir sem eru bundnir af ákveðinni fjár- festingarstefnu að lögum. Það gerir það að verkum að mikið val er fyrir fólk og þeir aðil- ar sem taka á móti þessum spamaði, eins og til dæmis Frjálsi lífeyrissjóðurinn, bjóða fólki fjölbreytta fjárfestingarkosti, t.d. í gegnum Lífis-lífeyristryggingu, svo fremi sem fólk hef- ur áhuga á því. Einnig getur fólk keypt trygg- ingar í gegnum þennan spamað eins og til dæmis líftryggingu og örorkutryggingu en það er góður kostur. Sérstaklega í ljósi þess að mikið af fólki er vantryggt, eins og við vitum. Ný lög um lífeyrissjóði - Hvað þýða þessi nýju lög um lifeyrissjóði, sem mikið er rætt um þessa dagana, fyrir venjulegt fólk? „Lögunum fylgja miklar breytingar: í fyrsta lagi verða núna allir að greiða í lífeyrissjóð af öllum sínum launum. Þetta er mikil breyting fyrir þá sem greiddu ekkert áður og tók þessi breyting gildi 1. júlí á síðasta ári. Það á að greiða að lágmarki 10% af öllum launum hvort sem það er eftirvinna, næturvinna, neftidarstörf eða atvinnuleysisbætur en ýms- ar aukagreiðslur, eins og dagpeningar og bíla- styrkur, era undanþegnar þessari reglu. í öðra lagi þurfa allir að uppfylla ákveðna lág- marksvemd sem tilgreind er í lögunum og er það mikil breyting fyrir þá sem greitt hafa í séreignasjóði án þess að tryggja sig. Innifalin í þeirri lágmarkstryggingavemd er ævitrygg- ing sem felur það í sér að viðkomandi fær ailtaf ákveðna greiðslu úr lífeyrissjóði, sama hve gamall hann verður. Sú upphæð á að vera 56% af ævitekjum og er fundin út eftir ákveðnum forsendmn. Örorkutrygging, sem veitir viðkomandi sambærilegan lífeyri til 70 ára aldurs ef hann verður fyrir örorku, er einnig innan lágmarksvemdarinnar. Iðgjalda- trygging, sem gerir það að verkum að iðgjöld era greidd í sjóðinn fyrir þann aðila sem verð- ur öryrki er einnig í vemdinni, og sömuleiðis barna- og makalífeyrir. í þriðja lagi felst í nýju lögunum skref í átt til aukins valfrelsis og nú geta allir valið sér lífeyrissjóð svo fremi sem kjarasamningar eða ráðningarsamningar þeirra skylda þá ekki til að greiða í ákveðinn sjóð. Guðlaugur Þór Þórðarson hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. spamað á ég fyrir? Hve langan tíma hef ég? Sækist ég eftir meiri ávöxtun og þá meiri sveiflum eða vil ég lægri og jafnari ávöxtun. T.d. gefa hlutabréf almennt talað hærri ávöxt- im en skuldabréf ef til lengri tíma er litið, en geta þó sveiflast miklu meira. Þannig getur ávöxtun hlutabréfa verið mjög há eitt árið en mjög lág annað ár. Við bjóðum fólki að færast á milli ávöxtunarleiða eftir því sem það verð- ur eldra. Þannig minnkum við áhættuna eftir því sem fólk eldist. Þessi aðferð sameinar kosti þess að geta fengið háa ávöxtun, en jafn- framt njóta öryggis. Þeir aöilar sem með spamaðinn fara geta fjárfest eftir mjög fjöl- breyttum leiðum. Gott er að skoða hvemig gengið hefúr hjá viðkomandi aðilum á undan- fömum áram og áratugum. Góður árangur fyrr á tímum er engin trygging fyrir góðum Lífís lífeyrissöfnun: Tvöfalt öryggi Með Lífís lífeyrissöfhuninni er hægt að tvinna saman á hagkvæman hátt 2,2% lífeyr- isspamað og tryggingar tengdar lifi og heilsu. Lífeyrissöfnun Lífís lífeyrissöfhun er sérstaklega ætluð til varðveislu og ávöxtunar viðbótarlífeyris- spamaðar. Af spamaðinum er hvorki greidd- ur fjármagnstekjuskattur né eignaskattur. Hér gefst nýtt tækifæri til hagkvæms spamað- ar þar sem framlag þitt er dregið frá tekju- skattstofni og þú nýtur skattfríðinda. Þú velur þá fjárfestingarstefnu sem þér hentar og Lífís sér um að fjárfesta fyrir mán- aðarlegt iðgjald í samræmi við það. Mögulegt er að velja úr mismunandi erlendum og inn- lendum fjáfestingarleiðum. Innlendir sjóðir era undir stjóm Fjávangs og Landsbréfa og í erlendum sjóðum er fjárfest í samstarfi við Fidelity Investments og Alliance Capital Management (ACM), sem bæði era þekkt al- þjóðleg fyrirtæki á sviöi fjárfestinga og sjóða- stjómunar. Þrjár meginleiðir eru í boði Líflínan Líflínan er fyrirhafnarlaus og þægileg leið. Hún felst í því að flytja fjárfestingu viðskiptavin- ar sjálfvirkt á milii fyrhfram skilgreindra söfn- unarleiða sem henta mismunandi æviskeiðum. Söfnunarleiðir Söfnunarleiðimar era fjórar. Hver leið hentar tilteknu æviskeiði, en með þeim er stefnt að hámarksávöxtun við lágmarksá- hættu með hliðsjón af aldri þínum og tíma- lengd fjárfestingar. Eigin samsetning Hver og einn velur eigin samsetningu úr fjölmörgum innlendum og erlendum Lífís sjóðum og verðbréfasöfnum. Lifís - Norður Ameríka fjárfestir í hlutabréfum í Norður- Ameríku og samanstendur af sjóðum Fidelity. Lífís - Evrópa fjárfestir í hlutabréfum í Evr- ópu og samanstendur af sjóðum Fidelity. Áhersla er lögð á að dreifa fjárfestingum á helstu hlutabréfamarkaði Evrópu. Lífís - Asía fjárfestir í hlutabréfúm í Asíu og samanstend- ur af sjóðum Fidelity. Lögð er meiri áhersla á þróaöri markaði Asíu. Lifís - Nýir markaðir fjárfestir í hlutabréfum á nýjum mörkuðum og í nýjum tækifæram. Sjóðurinn sam- anstendur af sjóðum Fidelity og ACM. Lífís - Hátækni, heilsa og aðrar vaxtagreinar fjár- festir í hlutabréfasjóðum ACM. Fjárfest er í fyrirtækjum í hátækni og svokölluðum „heilsugeira" ásamt fyrirtækjum í ýmsum vaxtagreinum. Lífís - íslensk skuldabréf, lang- tíma fjárfestir í traustum innlendum skulda- bréfum, ríkistryggðum skuldabréfum auk annarra traustra skuldabréfa. Lífís - íslensk skuldabréf, skammtíma ftárfestir í skuldabréf- um til skemmri tíma, svo sem ríkisvíxlum og ríkistryggðum skuldabréfúm. Lifís - íslensk hlutabréf fjárfestir í innlendum hlutabréfum sem era skráð á Verðbréfaþingi íslands og miðar fjárfestingarstefhu sjóðsins að því að ávöxtun fylgi í meginatriðum Úrvalsvísitölu hlutabréfa. Lífís - Alþjóða skuldabréf fjárfest- ir í skuldabréfasjóðum Fidelity og ACM, eink- um ríkisskuldabréfum. Lífís - Alþjóða hluta- bréf fjárfestir í hlutabréfasjóðum Fidelity og ACM á þann veg að stærsti hluti safiisins fylg- ir alþjóðavísitölum. Tryggingar I Lífís lífeyrissöfhun er hægt að tvinna sam- an líftryggingar eða lif- og örorkutryggingar. Það er góður kostur fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir. Tryggingamar era valkostur sem hægt er að bæta við lífeyrissöfnunina. Líftrygging Allir sem hafa fyrir öðum að sjá eða hafa tekið á sig fjárskuldbindingar hafa þörf fyrir liftryggingu. Velja má um þrjá flokka líftrygg- ingarfjárhæða: eina, tvær eða þijár miiljónir króna. Iðgjald líftryggingarinnar er hagstætt og er greitt mánaðarlega. Ef dæmi er tekið af 27 ára karlmanni sem hefur 150.000 kr. í laun hefur hann alls 3.300 krónur í viðbótarlífeyr- irsspamað. Hann velur Lífís líftryggingu í flokki fí, þar sem dánarbætur eru 2 milljónir. Iðgjald líffryggingarinnar, 230 kr., dregst frá 3.300 kr. og mismunurinn fer í hverjum mán- uði til ávöxtunar í Lífís lífeyrissöfnun. Líf- tryggingarfjárhæðin er greidd út í einu lagi ef hinn líftryggði deyr á tryggingartímanum. Engu skiptir hvort dánarorsök er slys eða sjúkdómur. Örorkutrygging Hægt er að semja um örorkutryggingu sam- hliða vörslu lífeyrisspamaðar, þar sem bætur era greiddar ef slys eða sjúkdómm’ leiðir til varanlegrar örorku sem er 40% eða meiri. Valið er um fjórar fjárhæðir örorkubóta: eina, tvær, þrjár eða fjórar milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.