Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 30 III Skattar ogfjármál Sjómannaafsláttur: fylgiblaðinu Þeir sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipa- félagi eiga rétt á sjómannaafslætti. Sjómannafsláttur telst aðeins gildur ef eyðublaðið fylgir, annars enginn af- sláttur. Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 1998 er 656 krónur á dag. Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 1999 er 655 krónur á dag. Dagar til útreiknings sjómannaafsláttar Dagar sem veita rétt til sjómannaafsláttar eru þeir dagar sem skylt er að lögskrá menn, auk þeirra daga sem maður á rétt á veikinda- launum samkvæmt kjarasamningi. Hver dag- ur reiknast til sjómannaafsláttar með marg- feldinu 1,49. Maður getur þó aldrei fengið sjó- mannaafslátt fyrir fleiri daga en hann er ráð- inn hjá útgerð til sjómannsstarfa. Hjá mönnum á fiskiskipum sem ekki er skylt að lögskrá á skal miða við almenna vinnudaga á úthaldstímabili í stað lögskrán- ingardaga. Réttur þeirra til sjómannaafsláttar er bundinn því skilyrði að tekjur af sjómans- störfum nemi a.m.k. 30% af tekjuskattsstofni. Hjá hlutaráðnum beitningarmönnum skal miða við þá daga sem þeir eru ráðnir viö slik störf samkvæmt samningi um hlutaskipti. Sjómannslaun - hámark afsláttar Sjómannaafsláttur getur mest orðið jafnhár reikn- uðum tekjuskatti af launum fyrir sjómanns- störf. Á tekjuárinu 1998 er há- markið því 27,41% af sjómanns- launum og á árinu 1999 26,41% af sjó- mannslaunum. Hjá þeim sem eru með eigin útgerð og stunda sjómennsku á eigin fari teljast sjó- mannslaun vera reiknað endurgjald og tekjur af atvinnurekstri samanlagt. Framtalið í álagningu er sjómannaafsláttur reiknaður eftir þeim upplýsingum sem færðar eru á framtal. Framteljandi sem gerir kröfu um sjó- mannaafslátt fyllir út eyðublaðið RSK 3.13 Greinargerð um sjómannaafslátt og skilar með framtali sínu. Eyðublaðið má ekki gleym- ast. Munið eftir Hlaup með skattframtal á miðnætti síðasta skiladags heyra brátt sögunni til. Með aukinni tölvu tækni geta framteljendur nú nýtt Netið heima, setið í hlýjunni og sent rafrænt frá tölvunni sinni. Skattkort Skattkort veitir rétt til persónuafsláttar á staðgreiðsluári. Á skattkortinu koma fram upplýsingar um nafn, heimilisfang og kenni- tölu korthafa. Þar kemur jafnframt fram nafn og kennitala maka eða sambúðaraðila ef heimild til samsköttunar er fyrir hendi. Skatt- kort sýnir hlutfall persónuafsláttar. Fyrsta skattkort Þeir sem heimilisfastir eru hér á landi fá sent skattkort í byrjun þess árs sem 16 ára aldri er náð. Skattkortið er hægt að nýta í staðgreiðslu frá ársbyrjun. Skattkort til þeirra sem flytja tii landsins Menn sem flytja lögheimili sitt til landsins fá sent skattkort eftir að gengið hefur verið frá skráningu hjá Hagstofu íslands hafi þeir ekki áður fengið útgefið skattkort. Þeir menn sem koma til landsins með það fyrir augum að dvelja í skemmri tíma en 6 mánuði þurfa að snúa sér til ríkisskattstjóra til að sækja um skattkort. Við umsókn þarf að framvísa dvalar- og atvinnuleyfi. Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði, sem launagreiðandi lætur launamanni sín- um í té, skulu metin launamanni til tekna og af þeim reiknuð staðgreiðsla sem hér seg- ir: Fyrir ársafnot reiknast 2,7% af gildandi fasteignamati íbúðarhúsnæðisins (þ.m.t. bíl- skúr) og lóðar. Fjárhæð þessi skiptist hlut- fallslega á greiðslutímabil miðað við tima- lengd þeirra. Hafi launamaður afnot af íbúðarhúsnæði, sem launagreiðandi hans lætur honum í té gegn endurgjaldi sem er lægra heldur en 2,7% af gildandi fasteignamati íbúðarhúsnæðisins (þ.m.t. bíl- skúr) og lóðar, skal meta launþega mismun- inn til tekna og reikna af honum stað- greiðslu eftir því sem hlutfall greiðslutíma- bils segir til mn. Af þeim hluta orkukostnað- ar launamanns sem launagreiðandi hans greiðir skal reiknuð full staðgreiðsla. Af endurgjaldslausum afnotum launa- Hvert á að sækja um skattkort? Hafi skattkort glatast eða ef korthafi þarf að fá skattkort sitt endumýjað af öðrum ástæð- um getur hann fengið útgefið nýtt skattkort. manns á orku (rafmagni og hita) skal stað- greiðsla reiknuð af kostnaðarverði. Af húsaleigustyrk, sem launagreiðandi greiðir launamanni sínum, ber að reikna stað- greiðslu að fullu. Fylgi starfi launþega kvöð um búsetu í hús- næði, sem vinnuveitandi lætur honum í té, er skattstjóra heimilt að lækka mat húsnæðis- hlunninda við álagningu opinberra gjalda á næsta ári eftir staðgreiðsluár, svo sem verið hefúr ef launþegi telst ekki nýta húsnæðið að fullu. íbúðarhúsnæði, allt að 150 m2, telst full- nýtt séu íbúar húsnæðisins 6 manns eða færri. Hver íbúi umfram 6 telst nota 5 m2 hús- næði. Til íbúðarhúsnæðis í þessu sambandi telst eigi húsnæði allt að 15 m2, sem vinnuveit- andi hefur samþykkt að launþegi noti sem skrifstofu- eða starfshúsnæði í þágu ríkisins. Eigi skal meta launamanni til hlunninda af- not af húsnæði í verbúðum eða vinnubúðum þar sem launamaður dvelur um takmarkaðan tíma í þjónustu launagreiðanda. Hægt er að sækja um almenn skattkort og skiptingu á þeim til skattstjóra og ríkisskatt- stjóra á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Þegar óskað er eftir skiptingu á skattkorti þarf að skfia upphaflega skattkortinu og fellur það þar með úr gildi. Um skattkort með uppsöfnuðum persónuaf- slætti og önnur sérkort er þó einungis hægt að sækja til ríkisskattstjóra. Sama gildir um skattkort fyrir þá sem koma til landsins til stuttrar dvalar. Skattkort launþega Til að menn geti nýtt sér persónuafslátt við ákvörðun á staðgreiðslu á tekjuárinu þurfa þeir að afhenda launagreiðanda skattkort sitt. Launagreiðandi sem ekki hefúr undir hönd- um skattkort launamanns getur ekki tekið til- lit til persónuafsláttar við ákvörðun á stað- greiðslu. Skattkort manna sem hafa með höndum sjálfstæðan at- vinnurekstur Sá sem hefur með höndum sjálfstæðan at- vinnurekstur og reiknar sér endurgjald vegna starfseminnar þarf að hafa skattkortið í sinni vörslu til að geta nýtt persónuafslátt við ákvörðun á staðgreiðslu. Sé reiknað endur- gjald það lágt að skattstjóri geti veitt undan- þágu frá staðgreiðslu þaif að leggja skattkort- ið inn til skattstjóra. Ef um reiknað endur- gjald maka er að ræða gilda sömu reglur um Húsnæðishlunnindí Með ökutækjastyrk er átt við þær greiðslur sem laun- þegi fær frá launagreiðanda fyrir að nota eigin bifreið i hans þágu. Hér getur bæði verið um að ræða að greidd sé föst mánaðarleg greiðsla eða árleg fjárhæð eða að greitt sé samkvæmt kílómetragjaldi fyrir hvem ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók. Almennt kílómetragjald Fyrstu 10.000 km kr. 36,45 Næstu 10.000 km kr. 32,60 Umfram 20.000 km kr. 28,75 Sérstakt gjald Greitt vegna aksturs á vegum fyrir almenna umferð þar sem ekki er bundið slitlag Fyrstu 10.000 km kr. 42,00 Næstu 10.000 km kr. 37,60 Umfram 20.000 km kr. 33,15 Torfærugjald Greitt vegna aksturs utan vega eða á vegslóðum sem ekki em færir fólksbílum Fyrstu 10.000 km kr. 53,15 Næstu 10.000 km kr. 47,55 Umfram 20.000 km kr. 41,95 Hlunnindamat vegna tak- markaðra afnota Hlunnindi vegna takmark- aðra afnota af bifreið í eigu launagreiðanda verða kr. 36,45 pr. km. skattkort hans og um skattkort launþega sem starfa við reksturinn. Skattkort maka Nýti annað hjóna eða sambúðaraðila ekki að fullu persónuafslátt sinn má fá skattkort- inu skipt þannig að maki geti nýtt 80% af ónýtta persónuafslættinum. Um skilyrði fyrir samsköttun er fjallað sérstaklega í kaflanum um persónuafslátt. Sambúðarfólk sem hyggst óska eftir samnýtingu skattkorts þarf að leggja fram skriflega umsókn ásamt skattkortum beggja. Afgreiðsla þessara umsókna er í höndum skattstjóra, ekki RSK. Par í staðfestri samvist nýtur sömu réttinda og hjón og þarf því ekki að sækja um sam- sköttun. Þegar skattkorti hefur verið skipt koma fram upplýsingar á hvoru korti fyrir sig um hlutfall persónuafsláttar. Afhendi launamaður launagreiðanda sínum skattkort maka ber launagreiðanda að bæta við persónuafslátt hans 80% af þeirri fjárhæð sem skattkortið veitir rétt til. Uppsafnaður persónuafsláttur Launagreiðanda er heimilt að taka tillit til persónuafsláttar, sem samkvæmt áritun síð- asta launagreiðanda á bakhlið skattkortsins hefur ekki verið nýttur það sem af er árinu. Hafi áritun misfarist er hægt að sækja um skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti til ríkisskattstjóra. Slík skattkort eru gefin út allt árið. Þegar skattkorti er skilað til launamanns er mikilvægt að á það séu skráðar upplýsingar um nýttan persónuafslátt, bæði skýrt og rétt. Önnur skattkort Auk þeirra skattkorta sem að framan eru nefnd eru til nokkur önnur sérkort. Það eru t.d. skattkort sem gefin eru út til þeirra sem eru búsettir erlendis og eiga ekki rétt á per- sónuafslætti en fá frá íslenskum aðilum greiðslur. í þeim tilvikum bera skattkortin ekki með sér fjárhæð persónuafsláttar heldur veita upplýsingar um það skatthlutfall sem launagreiðanda ber að halda eftir sem stað- greiðslu. Einnig eru gefin út skattkort fyrir þá sem búsettir eru erlendis en fá eftirlaun eða lífeyri á íslandi og eiga rétt á persónuafslætti á móti þeim greiðslum eingöngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.