Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 16
34 III Skattar ogfjártnál MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 skatta 1999 Skatthlutfall staðgreiðslu er 38,34% Skatthlutfall í staðgreiðslu 1999 verður 38,34%. Skatthlutfall bama, þ.e. þeirra sem fædd eru 1984 eða síðar, verður 6% af tekjum um- fram frítekjumark. Persónuafsláttur á mánuði er 23.329 kr. Fjárhæð persónuafsláttar ársins 1999 er 279.948 kr. eða 23.329 kr. á mánuði. Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. janúar 1999 skal þvi draga persónuaf- slátt frá reiknuðum skatti sem hér segir: Ef launatímabil er einn mánuður kr. 23.329 Ef launatímabil er hálfur mánuður kr. 11.665 Ef launatímabil er fjórtán dagar kr. 10.738 Ef launatímabil er ein vika kr. 5.369 Ef launatímabil er annað en að framan greinir skal ákvarða persónuafslátt launa- tímabils þannig: Kr. 279.948 X dagafjöldi launatímabilsins 365 „Frádráttur vegna Ufeyrissjóðs er 4% af launum og að auki 2% við- bótarfrádráttur. “ Þegar launamaður nýtir skattkort maka síns er launagreiðanda einungis heimilt að nota 80% af fjárhæð persónuafsláttar sem skattkortið veitir rétt til. Sjómannaafsláttur - frítekjumark barna Sjómannaafsláttur verður 655 kr. á dag. Frítekjumark bama er 81.886 kr. Böm sem ná ekki 16 ára aldri á tekjuárinu fá ekki persónuafslátt en fyrstu 81.886 kr. af tekjum þeima em ekki skattlagðar. Af því sem fer umfram þessa fjárhæð á árinu 1999 reiknast 6%. Á skilagreinum og sundurliðun RSK skal tiltaka heildarlaun án tillits til frá- dráttar. Frádráttur vegna lífeyrissjóðs er 4% af launum og að auki 2% viðbótarfrádráttur. Greidd lífeyrissjóðsgjöld 4% af launum til Dæmi um útreikning á staðgreiðslu Stofn til staðgreiðslu eru öll staðgreiðslu- skyld laun þegar tekið hefur verið tillit til frá- dráttarbærs iðgjalds launþega í lífeyrissjóð. í þessu dæmi sem tekið er hér eru heildarlaun fyrir einn mánuð kr. 150.000. Iðgjald í lífeyris- sjóð, þ.e. framlag launþega, er 4% eða kr. 6.000. Staðgreiðslan myndi reiknast á eftirfar- andi hátt: Stofn til staðgreiðslu kr. 144.000 Staðgreiðsluhlutfall x 38,34% Reiknuð staðgreiðsla kr. 55.210 Frá dregst persónuafsláttur kr. 23.329 Staðgreiðsla kr. 31.881 Noti maður skattkort maka nýtir hann 80% af þeim afslætti sem kortið veitir, sjá nánari reglur um það hér á eftir. Dæmi um útreikning á tryggingagjaldi Stofn til tryggingagjalds er hærri en stað- greiðsluskyld laun þar sem mótframlag launa- greiðenda til lífeyrissjóða myndar stofn til tryggingagjalds. í dæminu hér að framan voru staðgreiðsluskyld laun kr. 144.000 þegar frá þeim hafði verið dregið iðgjald í lífeyrissjóð, þ.e. framlag launþegans. Heildarlaunin sem mynda stofii til tryggingagjalds eru því kr. 150.000 að viðbættu mótframlagi launagreið- anda í lífeyrissjóð sem er í þessu dæmi 6% af kr. 150.000 eða kr. 9.000. Tryggingagjald myndi reiknast á eftirfarandi hátt: Stofn til tryggingagjalds kr. 159.000 Staðgreiðsluhlutfall x 5,53% Tryggingagjald kr. 8.793 viðurkenndra lífeyrissjóða samkvæmt lögum mn skyldutryggingu lífeyrisréttinda eru frá- dráttarbær og ber að taka mið af því við af- drátt staðgreiðslu. Frá áramótum er heimilt að veita til viðbótar frádrátt allt að 2% af ið- gjaldsstofni til aukningar lífeyrisréttinda eða lífeyrisspamaðar samkvæmt ákvörðun sjóðs- félaga, enda séu iðgjöldin greidd reglulega til lífeyrissjóða eða aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Sama gildir um iðgjöld manna sem hafa með höndum atvinnurekst- ur. Tryggingagjald Til lækkunar á tryggingagjaldi skal vera ið- gjaldshluti launagreiðanda sem nemur 10% af iðgjaldshluta launamanns, þó aldrei hærri en 0,2% af gjaldstofni. Skilyrði lækkunar er að mótframlagið sé innt af hendi um leið og spamaður er dreginn af launum. Við skil á staðgreiðslu tryggingagjalds skal taka tillit til lækkunarinnar einu sinni á ári eins og um uppgjör fyrir desember væri að ræða. Þeir sem hætta rekstri á árinu skulu þó taka tillit til lækkunarinnar við síðustu skil árs- ins. Tryggingagjald er 5,53% eða 4,78% Staðgreiðsluskylt tryggingagjald er 5,53% í hærra gjaldstigi en 4,78% í því lægra. Nánar tiltekið sundurliðast gjaldið þannig sam- kvæmt lögum: Almennt tryggingagjald Haerra 4,29% Lægra 3,54% Atvinnutryggingagjald 1,15% 1,15% í ábyrgðarsjóð v/gjaldþrota 0,04% 0,04% Markaðsgjald 0,05% 0,05% Samtals 5,53% 4,78% Viðbót vegna launa sjómanna 0,65% Samtals af iaunum sjómanna: 5,43% Staðgreiðsla Framtalsskil einstaklinga Framtalseyðublöð Eyðublöð sem tilheyra skattframtalinu fást hjá skattstjómm og umboðsmönnum þeirra og í Reykjavík jafnframt í bönkum og spari- sjóðum. Hvar á að skila skattframtali? Skattframtali á að skila til skattstjóra í því skattumdæmi þar sem lögheimili framtelj- cmda var 1. desember á tekjuárinu. Skilafrestur Skattframtali launamanna ber að skila eigi síðar en 10. febrúar en skattframtali einstak- lings með eigin atvinnurekstur eigi síðar en 15. mars. Skattframtali bama á að skila með framtali frcunfæranda og fer þá skilafrestur eftir því hvort framfærandi er launamaður eða með at- vinnurekstur. Umsókn um lengri skilafrest Hægt er að sækja um lengri frest til skatt- sijóra en þaö þarf að gera fyrir lok framtals- frests. Afrit framtals - varðveisla gagna Bent er á nauðsyn þess að taka afrit af skattframtalinu og geyma það ásamt þeim gögnum sem framtalið hyggist á í a.m.k. 6 ár. Þeim sem þurfa að fá staðfest ljósrit af skatt- SKATTFRAMTAL 1669 framtali er bent á að óska eftir ljósriti um leið og framtalinu er skilaö. Álag - framtali skilað of seint - rangar upplýsingar Heimilt er að beita álagi á skattstofna ef framtali er ekki skilað á réttum tíma og eins ef framteljandi gefur rangar upplýsingar i skattframtali eða fylgiskjölum. Kærur - kærufrestur Kærur verða að vera skriflegar. Kærufrest- ur til skattstjóra er 30 dagar frá þeim degi þeg- ar hann auglýsir að álagningu opinberra gjalda sé lokið. Samsköttun - skattlagning og framtalsskil Hjón fá sent áritað sameiginlegt skattfram- tal sem er þrjú A4 blöð. Þau fá hvort sína for- síðu og tekjusíðu og eru nöfn bama á fram- færi þeirra, yngri en 16 ára, árituð á forsíður beggja. Hvort um sig fyllir út forsíðu og tekju- síðu en blaðsíður 3 og 4 eru fylltar út fyrir bæði. Bæði þurfa að undirrita framtalið og bera sameiginlega ábyrgð á sköttum sem á eru lagðir samkvæmt framtalinu. Skila ber öllum þremur blöðunum á sama tíma. Hér á eftir er fjallað um nokkur helstu atriði varð- andi skattlagningu samskattaðra einstak- linga: Framtal hjóna Hjón fá áritað sameiginlegt skattframtal. Á giftingarári geta þau valið um að telja fram og skattleggjast sem hjón allt árið eða að telja fram tekjur sínar hvort í sínu lagi fram að giftingardegi en sem hjón frá þeim degi til ársloka. Eignatekjur, eignir og skuld- ir skal tilgreina á sameiginlegu eignahlaði. eignir á sameiginlegt skattffamtal. Skattlagning fer eftir sömu reglum og gilda um hjón. Hafl sambúðarfólk verið samskattað á sl. ári fær það sent framtal með fjölskyldumerkingu 6 og sameiginlegt eigna- blað, eins og hjón. Framtal sambúðarfólks sem ekki er samskattað Sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun en óskar ekki samsköttunar skilar hvort sínu skattframtali. Bamabætur og vaxta- bætur reiknast samt sem áður eins og hjá hjón- um og skiptast jafnt á milli þeirra við álagn- ingu. Böm á heimili þeirra era skráð á forsíðu beggja. Hjónaskilnaður, samvistarslit, sambúðarslit Við skilnað, samvistar- eða sambúðarslit má velja á milli þess að telja fram sitt í hvora lagi allt árið eða telja fram sameiginlega fram að skilnaðardegi en sitt í hvora lagi frá þeim tíma til ársloka. Hafi hjón/par samnýtt persónuafslátt þannig að annað hefur nýtt persónuafslátt hins á stað- greiðsluárinu skal telja þannig nýttan persónu- afslátt þeim fyrmefnda til góða, en skerða per- sónuafslátt hins síðamefnda sem því nemur. Gera skal sérstaka grein fyrir þessari nýtingu í athugasemdum á skattframtali. t • Tr *.. / ■ 4P Staðfest samvist Pör í staðfestri samvist era skattlögð eins og hjón og gilda um þau sömu framtalsreglur Framtal samskattaðs sambúð- arfólks - heimild til samskött- unar Sambúðarfólk sem á sameiginlegt lög- heimili á rétt á að vera skattlagt sem hjón ef það á bam saman eða konan er þunguð eða ef sambúð hefur varað samfellt í a.m.k. eitt ár. Óski það samsköttunar færast tekjur og Andlát maka Á andlátsári annars hjóna er eftirlifandi maka heimilt að telja fram tekjur sínar og hins látna eins og um hjón sé að ræða allt árið en persónuafsláttur fyrir hinn látna reiknast i 9 mánuði frá og með andlátsmánuði. Réttur til að nýta persónuafslátt og telja fram tekjur eins og hjá hjónum færist yfir áramót og helst þar til 9 mánaða tímabilið er liðið. Eftirlifandi maki getur óskað sérsköttunar frá andlátsdegi maka til ársloka. Þá þarf að skila sameiginlegu framtali fram að andláts- degi, en sérframtölum fyrir hinn eftirlifandi og dánarbú þess látna frá þeim tíma og til árs- loka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.