Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Lífeyrissparnaður Landsbankans: Skattar og fjármál Fjárvörslureikningar Landsbréfa Margir standa franuni fyrir því nú að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að nýta sér möguleika á frjálsum viðbótar lífeyrisspam- aði og skattfrestun lífeyrisgreiðslna sem því fylgir. Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnu- rekendiar geta lagt til hliðar 2% af launum mánaðarlega inn á lífeyrisspamaðarreikninga og fá á móti 0,2% framlag frá ríkissjóði. Það þýðir í raun 10% ávöxtun strax á eigið fram- lag. Þennan lífeyrisspamað getur fólk byrjað að taka út við 60 ára aldur. „Þótt hlutfallstölumar kunni að virka litlar þá geta þær í krónum verið ærið þýðingar- miklar þegar fólk er komið á þann aldur að taka út lífeyri. Sem dæmi má nefna þá myndu hjón, þrítug að aldri, sem samtals hafa 250.000 krónur í mánaðarlaun, eiga um 6,5 milljónir króna í séreign þegar þau verða 60 ára (m.v. 7% ársávöxtun). Af séreignarspamaði þessum er hvorki greiddur fjármagnstekjuskattur né eignarskattur. Fjármagnstekjuskatt þarf hins vegar að greiða kjósi fólk fremur aö nýta eig- in leiðir til ávöxtunar," segir Kristján Guð- mundsson hjá Landsbréfúm. Fortuna í þremur þrepum Að Lífeyrisspamaði Landsbankans standa Landsbankinn, íslenski lífeyrissjóðurinn, Landsbréf og Líftryggingafélag íslands. Innan Lífeyrisspamaðar Landsbankans er m.a. boð- ið upp á Fjárvörslureikninga Landsbréfa sem er nýjung hér á landi. Reikningamir em bundnir til 60 ára aldurs og hafa þeir þegar fengið staðfestingu fjármálaráðuneytisins sem viðurkennt lífeyrisspamaðarform í tengslum við viðbótarlífeyrisspamað. Um er að ræða þrjár gerðir fjárvörslureikninga með skýra fjárfestingarstefnu. Fjárvörslureikningamir fjárfesta allir í hinum nýju alþjóðlegu FORT- UNA-sjóðum Landsbréfa sem starfræktir em innan dótturfyrirtækis Landsbankans á eynni Guemsey á Ermarsundi. FORTUNA-sjóðimir em þrír, FORTUNA I, n og III. Þeir em með mismunandi vægi erlendra fjárfestinga, Krístján Guðmundsson hjá Landsbréfum. FORTUNAI er með 40% vægi erlendis, FORT- UNA II 80% og FORTUNA ffl er 100% alþjóð- legur. ,yAf séreignarspamaði þessum er hvorki greiddur fdrmagnstekju- skattur né eignarskattur. “ „Með fjárfestingum í Fjárvörslureikningum Landsbréfa gefst fólki færi á að spara erlend- is með reglubundnum spamaði, tiltölulega lágar fjárhæðir í hvert sinn, án upphafsþókn- ana eða kröfu um lágmarksfjárhæðir eins og almennt tíðkast. Síðan auðvitað það að þeir era viðurkennt lífeyrisspamaðarform og því nýtur fólk skattalegs hagræðis auk 0,2% mót- framlagsins,“ segir Kristján. Sjóðasjóðir FORTUNA-sjóðirnir em svokallaðir sjóða- sjóðir sem þýðir að í stað þess að fjárfesta beint í einstökum hlutabréfum eða skulda- bréfum víða um heim þá fjárfesta Landsbréf hjá sérhæfðum sjóðastjómunarfyrirtækjum sem síðan velja inn þau bréf sem best þykja. Sjóðasjóðir hafa verið notaðir erlendis um nokkurt skeið og við emm búnir að vera skoða þetta form og þá fjárfestingartækni sem því þarf að fylgja lengi. Þama skiptir öllu máli að velja réttu sjóðastjómunarfyrirtækin og svo réttu sjóðina innan þeirra. Við höfum i byrjun valið að fjárfesta hjá fjórum þekktum fjármálafyrirtækjum. Þetta em bandarísku sjóðastjómunarfyrirtækin Alliance Capital Management og Fidehty, breska sjóðastjóm- unarfyrirtækið Mercury sem er í eigu Merrill Lynch og síðast en ekki síst HSBC eða Hong Kong-Shanghai bankann. Fjárfestingar hér innanlands em í höndum Landshréfa sjálfra. „Lífeyrisspamaður Landsbankans býður annars upp á marga kosti. Lífeyrisbók Lands- bankans hentar þeim sem vilja taka litla áhættu og velja hefðbundið innlánsform. Líf- eyrisbókin ber 7% óverðtryggða vexti, en einnig er hægt að hafa hana verðtryggða eða gengisbundna í evra. Daglega getur fólk séð stöðu sína á bókinni. Lífeyrisbókin er jafn- framt upplögð fyrir þá sem vilja gefa sér betri tíma í að velja endanlegt spamaðarform en hafa samt ákveðið að nýta sér kosti viðbótar- lífeyrisspamaðarins," segir Kristján. Flutningar án kostnaðar íslenski lifeyrissjóðurinn er jafnframt inn- an vébanda Lífeyrisspamaðar Landsbankans. Hann býður upp á séreignarspamað þar sem menn geta sparað samkvæmt Lífsbraut ís- lenska lífeyrissjóðsins. Þannig flytjast menn úr áhættumeiri fjárfestingarstefnu í áhættu- minni eftir aldri. Sá flutningur er sjálfkrafa óski fólk þess. Landsbréf annast ávöxtun ís- lenska lífeyrissjóðsins. „Saman mynda þessir kostir skipulagða valmöguleika í lífeyrisspamaði á einum stað. Lífeyrisspamaður Landsbankans býður við- skiptavinum upp á flutning milli hinna mis- munandi kosta tvisvar sinnum á hverju ári án nokkurs kostnaðar fyrir viðskiptavininn. Vilji fólk athuga hvemig því líkar þjónusta Lífeyr- isspamaðar Landsbankcms án þess að binda sig um of þá bjóðum við fólki jafnframt upp á það að flytja sig til annarra viðurkenndra vörsluaðila án kostnaðar í 18 mánuði frá því það gerir samning við okkur,“ segir Kristján Guðmundsson hjá Landsbréfum. •Kynntu þér ávöxtun hinna ýmsu sjóða undanfarin ár. • Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð, en ... •Gefurtil kynna að árangursríkri fjárfestingarstefnu hafi verið fylgt. • Það er einfaldlega ekki um aðra betri leið að ræða til þess að velja vörsluaðila. • Því skaltu ekki nota "úllen dúllen doff”. Borgartúni dúllen, doff... Er það þannig sem þú velur þér vörsluaðila fyrir þinn lífeyrissparnað? Hér er vænlegri leið: Lífeyrissjóðurinn Hlíf var stofnaður árið 1963 og stendur því á gömlum merg. Séreignardeildin var stofnuð 30. júní 1998 og hefur nú þegarfengið nokkrar milljónir til vörslu. Þú ert boðin(n) velkomin(n) í sjóðinn til okkar. Athugið: Allir sem eru með persónubundinn kjarasamning geta einnig greitt samtryggingargjaldið (10%) í Lífeyrissjóðinn Hlíf. Kynntu þér því Lífeyrissjóðinn Hlíf! Raunávöxtun Hlífar: Meðaltöl raunávöxtunar Hlifar: 1993 8,95% 5 ár 11,5% 1994 9,93% 4 ár 12,2% 1995 7,93% 3 ár 12,9% 1996 17,3% 2 ár 15,4% 1997 13,5% Reksturskostnaður: 0,17% af eign 18, 1Q5 Reykjavík. Kennit. 620169-3159 Sfmi 562-9952, fax 562-9096, netfang: valdimar@hlif.rl.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.