Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 18
* Skattar ogfjármál MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 fiSK SKATTFRAMTAL1990 Ríkisskattstjóri á Netinu: Skattframtalið á skjánum - um 150 þúsund framteíjendur geta taiið fram rafrænt / dr mtnni háitar breytingar á skatt- framtalinu frá þvt i fyrra, ífyrsta sinn er nú badió upp áframtalsgerd t gegnum Net- ió. Hrvfna Elnarsdóttir hjá upplýstnga- dtild rikisskattstjórafer yjir helstu atriðln sem þarf aó haj'a i huga þegar talið er fram. Að sögn Hrefnu Einarsdóttur hjá upplýs- ingadeild ríkisskattstjóra munu launþegar sem ekki eru með eigin atvinnurekstur fá senda veflykla með framtalseyðublaðinu. Aðr- ir sem eru undanskildir þvf að telja fram á Netinu eru þeir sem hafa einhver afbrigði í skattframtalinu, svo sem breytta hjúskapar- stöðu eða tekjur erlendis. Veflykillinn er flmm stafa tala sem slegin er inn í tölvuna ásamt kennitölunni. Þá kemur upp fyrsta síða framtalseyðublaðsins og síðan koll af kolli eft- ir þvi sem unnið er í skýrslunni. Um 36 þús- und hjón (hjón telja fram saman) fá senda veflykla með framtalseyðublaðinu. Samtals eru það um 72 þúsund framteljendur. Ein- hleypingar sem fá veflykil á skattframtalinu eru 77 þúsund talsins. Því eiga samtals um 150 þúsund framteljendur kost á því að telja fram í gegnum heimilistölvu. Framteljendin- eru í heild um 206 þúsund. Omar Ingólfsson, yfirmaður tæknideildar ríkisskattstjóra, sýnir skattframtalið á Netinu. Rafræn skil í fréttatilkynningu frá rikisskattstjóra segir að á þessu ári verði einstaklingum gefinn kostur á að skila framtali sínu með rafrænum hætti yfir Internetið. í þessum fyrsta áfanga verður þeim sem ekki hafa rekstrartekjur og hafa ekki fengið verktakagreiðslur unnt að nýta sér rafræn skil í stað þess að skila fram- tali á pappir. Skilyrði er einnig að þeir hafi verið búsettir hér á landi allt áriö 1998 og í nokkrum tilvikum geta breytingar á hjúskaparstöðu gert það að verkum að ekki er unnt að skila framtali á þennan hátt. Ef vel tekst til verður kerfi þetta þróað frekar og stefnt að því að síðar geti allir framteljendur fært sér rafræn skil í nyt. Sjálfvirk samlagning Á upplýsingavef ríkisskattstjóra er að finna framtalseyðublað í sama formi og hið prent- aða eyðublað ásamt öllum fylgiblöðum sem einstáklinga utan rekstrar varðar. Með því að nota sérstakan veflykil, fimm stafa tölu, sem framteljandinn fær sendan með framtals- eyðublaði sínu, birtist á skjámun framtal með sömu upplýs- ingum og um hann eru á prentaða framtalinu. Framteljandinn fyllir út framtalið og öll nauðsyn- leg fylgiblöð á skjánum. Á eyðublaðinu er sjáifvirk samlagning og afstemning stærða og færast upplýsingar sjálkrafa af fylgiblöðum í viðkomandi reit á framtali. Að lokinni útfyll- ingu er framtalið sent til skattstofu og send- ingin staðfest með því að slá veflykilinn inn aftur. Að sendingu lokinni fær framteljandi staðfestingu á því að sendingin hafi tekist ásamt móttökunúmeri. Eftir að framtalið hef- ur verið sent fellur veflykillinn úr gildi og er þá ekki lengur unnt að kalla fram eyðublaðið eða breyta því. Vinnusparnaður Rafræn skil á framtölum spara framteljend- um vinnu og fyrirhöfn við að koma framtali til skila. Þau spara skattayfirvöldum vinnu við skráningu upplýsinga og draga úr hættu á villum. Er þess því vænst að sem flestir, sem tök hafa á, nýti sér þann möguleika að skila framtölum með rafrænum hætti. Upplýsingavefur ríkisskattstjóra Þann 30. desember siðastliðinn var Upplýs- ingavefur ríkisskattstjóra opnaður undir net- fanginu www.rsk.is á Netinu. Þcir er að finna allar helstu upplýsingar um skattamál al- mennt, bæði innlend og erlend. Þannig má á aðgengilegan hátt nálgast skattalög og reglu- gerðir, orðsendingar, eyðublöð, upplýsingar um staðgreiðslu, barnabætur, vaxtabætur, leiðbeiningar um skattframtal og margt fleira. -jáhj Framtalsskil rekstraraðila 4 1 Peir sem ekki geta talið fram á Netinu Þetta fyrsta ár er það nokkrum takmörkunum háð hverjir geta nýtt sér þennan nýja framtalsmáta. Þeir sem ekki geta talið fram á Netinu í ár eru: - þeir sem hafa með höndum eig- in atvinnurekstur - þeir sem töldu fram verktaka- greiðslur á síðasta skattframtali - þeir sem ekki voru búsettir hér á landi allt árið 1998 - þeir sem hafa aðsetur erlendis - þeir sem eiga maka sem ekki er með lögheimili á íslandi - þeir sem misst hafa maka á ár- inu - sambúðarfólk sem óskar sam- sköttunar en taldi ekki fram sameig- inlega á síðasta ári - sambúðarfólk sem var samskatt- að á síðasta ári en óskar ekki sam- sköttunar í ár Þrátt fyrir þessi takmörk á fram- tali geta allir farið inn á upplýsinga- vefinn og skoðað þar óútfyllt framtal og fylgiskjöl án þess að hafa veflyk- il. Það er hægt með þvi að smella á Skattframtal 1999 á upplýsingavefn- um og velja síöan skoða. Hafið öll gögn tiltæk Áður en talið er fram á tölvunni er betra að hafa öll gögnin tilbúin, svo sem launamiðana. Eyðublöðin fást í gegnum Netið jafnóðum og talið er fram. - Ljúka þarf framtalinu. Ekki er hægt að geyma hálfútfyllt í tölvunni framtal til að taka fram síðar á skjánum. Hjón verða bæði að ljúka framtalinu og senda í einu lagi enda fá þau sama veflykil. - Veflykillinn fellur úr gildi þegar búið er að senda. Ekki er hægt að kalla framtaliö upp til að gera breyt- ingar. - Öll samlagning er sjálfkrafa í tölvuframtalinu. - Ekki er hægt að færa inn i ein- staka reiti fjárhæðir sem eru um- fram leyfilegt hámark. - Ekki er hægt að færa út frádrátt, t.d. vegna dagpeninga, nema viðeig- andi eyðublað hafi verið útfyllt. Þá færist niðurstaðan sjálfkrafa í reit fyrir frádrátt. Prenta - senda - staðfesta Þeir sem telja fram á Netinu ættu að hafa í huga: - Munið að prenta út afrit eftir hverja síðu. - Farið vel yfir útprenfimina til að aðgæta að allt sé í lagi. - Ekki er hægt að prenta út eftir að búið er að senda. - Smellið á hnappinn senda fram- tal - Þá kemur upp gluggi þar sem aftur þarf að slá inn veflykilinn - Staðfestið sendingu með því að smella á staðfesta. - Eftir að framtalið hefur verið sent er ekki hægt að kalla það fram á skjáinn á ný. - Framteljandi fær kvittun og móttökunúmer á skjáinn þar sem móttaka framtalsins er staðfest. - Ef sendingin gengur ekki fær framteljandi ábendingu þar um ásamt upplýsingum um hvað veld- ur. -j Skil í tölvu- tæku formi Á árinu J99S var ifyrsta skipti hér á landi tekió upp staólaó skattframtal fyrir rekstraraóila. Var hluta lögaóila gert aó skila skattframtali árslns 1997 á hinu nýja J'armi á eyóublaói RSK 1.04. Á árinu 1999 veróur stigió nwsta skrefiþessum efnum þegar öllum lögaóilum veróur gert aó nota RSK 1.04. Einstaklingar meó rekstur haj'a vat um þaö hvort þelr skila framtali sinu á eyðu■ blaói RSK 1.04 eóa hvortþeir nota eldri framtalsmáta. Rafræn framtalsskil rekstraraðila Samhliða stöðlun framtalsins var framteljendum gert kleift að skila því á rafrænu formi, annað hvort á disklingi eða með þvi að senda það yfir Netið ffá endurskoðendum og öðrum sem gert höfðu samning við skattyfirvöld um sérstakt auðkenni sem jafngildi undirskriftar. Þeir fengu jafnframt dulritunarlykil til vemdar upplýsingum við sendingu yfir Netið. Skattframtali rekstaraðila á tölvutæku formi má skila með tvennum hætti: - Á disklingi. Disklingnum þarf að fylgja forsíða skattframtals RSK 1.04 á pappír með skattstofnum og undirskriift forráðamanna rekstrar. - Yfir Netið með rafrænni undir- skrift þess sem gert hefur samning um slík skil. 70% rafræn skil Hin breyttu ffamtalsskil fengu góðar undirtektir ffamteljenda. Af tæplega 13.000 lögaðilum á skrá skil- uðu um 9.800 ffamtölum. Af þeim skiluðu rúmlega 7.000 eða yfir 70% framtölum með raffænum hætti en tæplega 2.800 skiluðu framtölum sínum á pappír. Að ósk endurskoð- enda og fleiri sem annast skattskil fyrir rekstraraðila voru skilafrestir fyrir framtöl 1998 lengdir og álagn- ingu seinkað. Hefur það tvímæla- laust stuðlað að meiri og betri raf- rænum skilum. Til þess að skila skattframtali í tölvutæku formi verða rekstaraðil- ar að afla sér sérstaks framtalsfor- rits sem ríkisskattstjóri hefur látið útbúa. Með því er unnt að tengja saman bókhald fyrirtækisins og framtalseyðublöðin auk þess sem það annast afstemningar og gerir ýmsar villuprófanir. Á árinu 1999 verður haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Verður öllum lögaðilum nú gert að skila stöðluðu skattframtali rekstaraðila á eyðublaði RSK 1.04 en það er forsenda fyrir tölvutæk- um skilum skattffamtala rekstarað- ila. Með því berast skattyfirvöldum ffamtalsupplýsingar á stöðluðu formi. Þessi stöðlun upplýsingagjaf- ar er forsenda vélvæðingar við með- höndlun ffamtala á skattstofum. Á næstu árum er fyrirhugað að taka upp stöðluð skattframtöl fyrir alla rekstraraðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.