Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKIIDAGUR 27. JANÚAR 1999 Skattar qgfjármál Frádráttur vegna ökutækjastyrks Með ökutækjastyrk er átt við þær greiðslur sem launþegi fær frá launagreiðanda fyrir að nota eigin bifreið í hans þágu. Hér getur bæði verið um að ræða að greidd sé fost mánaðar- leg eða árleg fjárhæð eða greitt sé samkvæmt kílómetragjaldi fyrir hvem ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók eða akstursskýrslu. Frádráttur á móti ökutækjastyrk Frádrátt á móti ökutækjastyrk má færa ef bifreið launþega hefur sannanlega verið notuð vegna aksturs í þágu vinnuveitanda. Frádrátt má ekki færa hafi ökutækjastyrkur verið greiddur vegna ferða launþegans til og frá vinnu eða vegna annarra nota af bifreiðinni sem teldust til eigin nota hans. Frádráttur má aldrei vera hærri en ökutækjastyrkurinn. Skilyrði að halda akstursdagbók Allir sem ætla að gera kröfu um frádrátt á móti ökutækjastyrk þurfa að halda aksturs- dagbók eða akstursskýrslu þar sem skráð hef- ur verið hver ferð fyrir launagreiðEmda, ekin vegalengd og aksturserindi. Akstursdagbækur eða akstursskýrslur er nauðsynlegt að færa reglulega þannig að þær geti verið aðgengileg- ar fyrir skattyfirvöld sé þess óskað. Rekstrarkostnaður bifreiðar Útgjöld vegna bifreiðarinnar sem teljast rekstrarkostnaður era t.d. eldsneytiskostnað- ur, viðgerðarkostnaður, smuming, hjólbarðar og viðgerðir á þeim, tryggingar og bifreiða- skattar og bifreiðagjöld. Sem rekstrarkostnað- ur telst einnig árleg afskrift sem reiknast kr. 141.573 vegna ársins 1999. Þeir sem gera kröfu um að fá frádrátt á móti ökutækjastyrk þurfa að sundurliða kostnað vegna bifreiðarinnar og fylla út eyðu- blaðið Ökutækjastyrkur 3.04 sem fylgja skal með skattframtali, jafhframt því sem þeir þurfa að halda akstursdagbók. Frá reglunni um að sundurliða rekstrarkostnað bifreiðar- innar er þó undantekning, þ.e. ef akstur í þágu launagreiðanda er ekki umfram 2000 km á ári. Um önnur skilyrði, sjá skýringar hér neðar á síðunni. Gögn sem halda þarf saman Rekstrarkostnaðurinn þarf að vera SEmnan- legur og er því nauðsynlegt að halda saman kvittunum fyrir öllum útlögðum kostnaði vegna bifreiðarinnar. Staðgreiðsla skatta af ökutækjastyrk Ökutækjastyrkur sem greiddur er sem fost mánaðarleg eða árleg fjárhæð er staðgreiðslu- skyldur. Sé um að ræöa ökutækjastyrk, sem greiddur er samkvæmt akstursdagbók fyrir hvem ekinn kílómetra og fjárhæðin er í sam- ræmi við skattmat ríkisskattstjóra, má halda þeim ökutækjastyrk utan staðgreiðslu. Sé kostnaðm- lægri en ökutækjastyrkur reiknast tekjuskattm- og útsvar af mismunin- mn. Hafl ekki verið tekin staðgreiðsla af öku- tækjastyrknum þarf að greiða skatt af mis- muninum í álagningu. Hafi hins vegar verið tekin fúll staðgreiðsla af ökutækjastyrkniun getm komið til endmgreiðsla vegna frádrátt- arbærs kostnaðar. 2000 km reglan Sé akstur í þágu launagreiðanda ekki um- fram 2000 km á ári er nægilegt að launa- maðm fylli út eyðublað RSK 3.04 að hluta, en ekki er þörf á að sundmliða rekstrar- kostnað bifreiðarinnar. Færa má til frá- dráttar fjárhæð sem svmar til greidds öku- tækjastyrks hafi styrkminn verið greiddm fyrir hvem ekinn km samkvæmt akstms- dagbók eða akstmsskýrslu. Þessi regla nær einungis til þeirra sem: • halda akstmsdagbók eða akstmsskýrslu • fá greitt samkvæmt kílómetragjaldi og • aka ekki meira en 2000 km á ári fyrir launagreiðanda Hafi verið greitt samkvæmt kílómetragjaldi fyrir meiri akstm en 2000 km þarf framtelj- andi að fylla út liði 3, 4 og 5. Sé það ekki gert takmarkast frádráttur við kílómetragjald fyr- ir 2000 km. Reglan nær ekki til þeirra sem fá greiddan fastan ökutækjastyrk, þeir þurfa í öllum til- fellum að gera sundmliðaða grein fyrir rekstrarkostnaði biffeiðarinnar á eyðublaði RSK 3.04 jafnframt því sem þeir þurfa að halda akstmsdagbók eða akstursskýrslu. Barnabætur 1999 Bamabætm eru tekju- og eignatengdar. Þær eru ákvarðaðar samkvæmt skattffamtali og greiddar eftir á. Við ákvörðun bamabóta 1999 er miðað við fjölskyldustöðu eins og hún er í Þjóðskrá 31. desember 1998 en breytingar sem hafa átt sér stað innan ársins 1998 hafa ekki áhrif. Þannig fær sá sem hefm bamið hjá sér í árslok 1998 bamabætumar og skiptir þá ekki máli hvort bamið hefm verið á framfæri hans allt árið eða hluta úr ári. Óskertar bamabætur hjóna eru: Meö fyrsta bami kr. 104.997 Með hverju bami lunffam eitt kr. 124.980 Viðbót vegna bama yngri en 7 ára kr. 30.930 Óskertar bamabætm einstæðra foreldra: Með fyrsta bami kr. 174.879 Með hverju bami umfram eitt kr. 179.389 Viðb. v/bama umfram eitt yngri en 7 ára kr. 30.930 Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum tekju- stofhi* umfram kr. 1.169.568 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 584.784. Sé um að ræða eitt bam skerðast bamabætm um 5% af tekjum umfram þessi mörk, ef bömin em tvö um 9% og ef bömin era þrjú eða fleiri um 11%. *Tekjustofn til útreiknings bamabóta er frábmgðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur, aðrar en vaxtatekjm, em hér meðtaldar og ffádráttm vegna fjárfesting- ar í hlutabréfúm lækkar ekki stofiiinn. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki em skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á bama- bótum. Dæmi: Hjón með tvö böm, 5 og 10 ára Samanlagður tekjustofn hjóna kr. 2.345.000 Skerðingarmörk vegna tekna kr. 1.169.568 Stofn til skerðingar kr. 1.175.432 x 9% Skerðing vegna tekna kr. 105.789 Óskertar bamabætur 104.997 + 124.980 + 30.930 kr. 260.907 Skerðing vegna tekna kr. 105.789 Bamabætur kr. 155.118 Bamabætur skiptast jafnt á milli hjóna og verða kr. 77.559 hjá hvom. Hjá sambúðar- fólki sem á rétt á samsköttun reiknast barnabætur alltaf eins og hjá hjónum, hvort sem þau skila sameiginlegu framtali eða ekki. Skerðing vegna eigna: Ef samanlagðm eignarskattsstofh hjóna fer yfir kr. 8.557.656 eða eignarskattsstofn ein- stæðs foreldris fer yfir kr. 6.418.774, skerðast bamabætm með hverju bami um 1,5% hjá hjónum og 3% hjá einstæðu foreldri, af þeirri fjáhæð sem umffam er. Ef eignarskattsstofn hjónanna í dæminu hér að framan væri 9,5 milljónir kr. myndu bamabætumar skerðast þannig: Eignarskattsstofn kr. 9.500.000 Skerðingarmörk vegna eigna kr. 8.557.656 Stofn til skerðingar kr. 942.344 x 1,5% Skerðing vegna eigna kr. 14.135 (með hvom bami) Bamabætumar skerðast um kr. 28.270 vegna eigna og verða því kr. 126.848, sem ger- ir kr. 63.424 hjá hvom hjóna. Fyrirframgreiðsla barnabóta Bamabætm em greiddar fyrirffam 1. febr- úar og 1. maí. Viö ákvörðun á fyrirfram- greiðslu verðm tekið mið af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá um launatekjm ffamfær- anda á siðustu 12 mánuðum og upplýsingum um eignir samkvæmt siðasta skattframtali. Fyrirffamgreiðslan nemm 50% af áætluðum bamabótum ársins og greiðist með tveimm jöfhurn greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Við uppgjör í ágúst er fyrirffamgreiðslan dregin frá bamabótum eins og þær em ákvarðaðar i álagningu. Eftirstöðvar em greiddar út 1. ágúst og 1. nóvember. Barnabætur hjóna Við álagningu skiptast bamabætm jafnt á milli hjóna og sama gildir um áætlaða fyrir- framgreiðslu. Eigi hjón ekki sama lögheimili greiðast bamabætumar til þess foreldris sem bömin era skráð hjá enda liggi fyrir upplýs- ingm um tekjm beggja. Barnabætur sambúðarfólks Bamabætm sambúðarfólks sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun í lok tekjuársins skiptast á milli þess eins og hjá hjónum hvort sem þau óska samsköttunar eða ekki. Við ákvörðun á fjárhæð bótanna er miðað við samanlagðar tekjm og eignir samkvæmt skattframtölum beggja. Skilyrði fyrir sam- sköttun em að sambúðin hafi varað samfellt í eitt ár, eða sambúðarfólkið eigi bam sam- an eða að konan sé þunguð. Barnabætur einstæðra foreldra Einstætt foreldri fær greiddar óskiptar bamabætm með börnunmn sem það hefm á ffamfæri. Með einstæðu foreldri er átt við þá sem hafa böm sín hjá sér og einir annast ffamfærslu þeirra. Það foreldrið sem ekki hefur börnin hjá sér, en greiðir meðlag, fær ekki greiddar barnabætm. í Þjóðskrá er engin sérmerking fyrir einstæð foreldri. Til að staðfesta að ffamteljandi sé einstætt for- eldri þarf hann að merkja í þar til gerðan reit á skattframtali. Barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá Þeir sem dvelja erlendis en eiga lögheimili hér á landi geta átt rétt á bamabótum, þó ein- ungis að því marki sem bamabætur hér á landi era hærri en bamabætur eða hliðstæð- ar greiðslm erlendis frá. Þetta gildir einnig um námsmenn sem stunda nám erlendis en halda skattalegu heimili hér á landi. Barnabætur í EES-ríkjum íslendingar sem starfa í ríki á hinu evr- ópska efnahagssvæði og hafa á framfæri böm sem heimilisfost era hér á landi geta bæði átt rétt á bamabótum hér og í atvinnmíkinu. Sé annað hjóna búsett hér á landi og í launuðu starfi, fær það greiddar bamabætm hér, ann- ars flyst réttminn til atvinnmíkisins. Séu bamabætur þar lægri en hér, greiðist mis- munminn hér á landi. Ekkí skattskyldar tekjur Bamabætm era ekki skattskyldar tekjm og ekki þarf aö gera grein fyrir þeim á skattffam- tali. Kærur Ákvörðun bamabóta er kæranleg eftir sömu reglum og gilda um opinber gjöld. Kærufrestm er auglýstm að lokinni álagn- ingu opinberra gjalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.