Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 Fréttir Prófessor Lewontin um peningamyllur vísindanna í viðtali við DV: Lofa arðsemi og heilsu- bót en efna ekki neitt Bandaríski prófessorinn Ric- hard C. Lewontin hafnar því að Einar Ámason prófessor hafi ver- ið með í ráðum þegar hann skrif- aði grein sína í New York Times um helgina. Hann segir í samtali við DV að enda þótt Einar sé ágæt- ur vinur sinn hafi hann aldrei ver- ið nemandi sinn. Annað í ummæl- um DV á mánudag segir prófessor- inn að sé í sama dúr. „Kári Stefánsson mótmælti því ekki að venjulegum kröfur um upplýst samþykki, sem er alsiða í heimi rannsókna á sjúkdómum fólks, hefur verið snúið við í ís- lenska tilfellinu. Einstaklingar verða að annast sjálíir um að fjar- lægja upplýsingar um sig úr grunninum, og geri þeir það eftir að gagnagnmnurinn hefur starf- semi geta þeir ekki hindrað notk- un upplýsinganna," segir Richard C. Lewontin, prófessor í sameinda- erfðafræðum viö Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, í viðtali við DV. Nafn prófessorsins er víðfrægt í heimi erfðafræðanna. Eru að rugla kviðdóminn Prófessorinn segir að sjálfur sé hann sameindaerfðafræöingur og hafi lifibrauð af þeim ffæðum. Það sé þvi erfitt að ímynda sér að hann hafi horn í síðu þeirrar fræði- greinar. „Og ég hef ekkert á móti DNA í glæpamálum," sagði prófessorinn sem er landsfrægur í Bandaríkjun- um sem sérfræðilegt vitni í DNA- rannsóknum. „En ég er á móti því að nota umsagnir sem byggðar eru á líkindareikningi gagnvart kvið- dómi sem ekki skilur slíka út- reikninga. Og ég er á móti því að styðjast við tvö eða þrjú gen til að finna sökudólg. Og í stuttu máli er ég á móti slökum vinnubrögðum við tækni sem hefur mikla mögu- leika á að koma upp um fólk í glæpamálum, eða þá að sanna sak- leysi þess,“ Prófessorinn segir það gjörsam- lega út í hött að hann sé á móti líf- fræði almennt. Hann sé hins vegar á móti einkaleyfúm, leynisamning- Richard C. Lewontin, frægur sameindaerfðafræðingur og sérfræðingur í DNA-rannsóknum, prófessor við Harvard-háskóla. um, hagsmunaárekstrum og ein- okun upplýsinga til fyrirtækja sem hamla aðgang almennrar rannsóknarstarfsemi og heilsu- stofnana. Ég hef líka hvað eftir annað bent á að líffræðifyrirtæki, sérstaklega erfðamengjafýrirtæki, halda áfram að lofa fólki mikilli arðsemi en efiia ekki þau loforð. Þessi fyrirtæki eru almennt rekin með tapi vegna þess að þau hafa enn ekki komið með nokkurn skapaðan nytsaman hlut sem hægt hefur verið að markaðsfæra á heilsumarkaðnum. Hluthafar hafa grætt, ekki á framleiðslu sem bæt- ir hag sjúklinga heldur á því að kaupa og selja bréf sem hækka í takt við loforð vísindamanna fyrir- tækjanna um „mikinn og góðan árangur" í vísindarannsóknum. Verð hlutabréfa rís hátt í einn eða tvo daga og fellur síðan aftin. Pró- fessor Lewontin segir að Banda- rikjamenn hafi séð mörg dæmi um þetta, til dæmis vegna frétta um klónun. Undir yfirskini bættrar heilsu er allur þessi markaðsgeiri i raun eins konar hlutabréfamark- aður sem hugar að hagsmunum fjárfesta. Vinur en ekki lærifaðir Prófessorinn segir að hann hafi aldrei sagt að gagnagrunnsfrum- varpið hafi verið samþykkt með litlum meirihluta heldur að það hafi verið namnlega samþykkt, því 37 voru með frumvarpinu en 20 á móti, en 6 tóku ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni. Varðandi Einar Ámason pró- fessor segir prófessorinn að það sé misskilningur að hann hafi verið nemandi sinn. Hann hafi numið við Kaliforníuháskóla. Hins vegar hafi Einar varið tíma í rannsókn- arstofu sinni og hann segir það ánægjulegt að upplýsa að Einar þekki hann vel, auk þess sem hann dáist að vinnu hans við stofnerfðafræði. En að Einar hafi haldið í hendumar á sér í blaða- skrifum eða almennt verið „með í ráðum“. Það sé tóm tjara. -JBP Borgarstjórinn brýtur lög Komið er upp mikið vandamál hjá borgar- stjóm Reykjavíkur. Borgarstjórinn, Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir, hefur stjórnað fund- um borgarráðs. Það má hún ekki. Fyrir það hefur hún verið kærð og félagsmálaráðuneyt- ið hefur samþykkt kæruna og segir að það stangist á við lög að borgarsfjóri stjómi borginni að þessu leyti. Hún má stjórna aö öðra leyti en að þessu leyti, enda er fúndar- stjóm borgarstjóra ólögleg í borgarráði og stangast áreiðanlega á við þann vilja kjósenda að láta Ingibjörgu stjórna borginni, að öðra leyti en því að hún má ekki stjóma fundum sem taka ákvarðan- ir um málefni borgarinnar. Það stríðir gegn hagsmunum borgarbúa og minnihlutinn, sem er minnihluti af því að minni- hlutinn fékk minnihluta atkvæða, hefur bent á þá hættu sem er samfara því að borgarstjóri stjómi fundum borgarráðs og hefur máli sínu til frekari rökstuðnings vísað til laga um sveitarstjómir þar sem ekkert segir um það að borgarstjóri megi stjóma þessum fúndum. Það er aö vísu rétt að lögin kveða á um að for- maður byggðaráðs (forseti borgarstjómar) skuli stjóma fundum byggðaráðs en þetta eru gömul sveitarstjómarlög sem ekki er alveg að marka vegna þess að ný sveitarstjómarlög hafa verið samþykkt og gefin út en era enn ekki komin í gildi og þess vegna ekki alveg að marka þau. Þess vegna ákvað meirihlutinn að samþykkja fundcir- stjóm borgarstjóra enda þótt félagsmálaráðuneyt- ið væri búið að banna borgarstjóra að stjóma fundunum af því að meirihlutinn heldur að hann ráöi vegna þess að hann sé meirihluti. Minnihlut- inn heldur hins vegar að félagsmálaráðuneytið ráði og sumir hafa meira að segja haldið að kjós- endur hafi með atkvæðum sínum ákveðið að Ingi- björg Sólrún eigi að stjóma borginni og þar með fúndum borgcirráðs. Þessi misskilningur allur hefur sem sagt leitt til þess að meirihlutinn er að brjóta lög sem era í gUdi en næstum runnin út og mótmælir lögum sem búið er að gefa út og eru næstum í gUdi og minnihlutinn vUl auðvitað fara að lögum frekar en taka mark á niðurstöðum kosninga og borgar- stjóri er svo vitlaus halda að hann eigi að ráða borginni þegar félagsmÉfaráðuneytið er búið að úrskurða að það sé einhver aUt annar sem eigi að ráða því sem borgarstjóri heldur að hann hafi verið kosinn tU að ráöa. Dagfari sér ekki aðra leið út úr þessum ógöng- um en þá að láta kjósa aftur um það hver megi stjóma borgarráði, enda er það greinUega aUt annað að kjósa meirihluta og borgarstjóra heldur en hitt að kjósa þann sem má stjóma fundum þeirra sem ráða eða halda að þeir ráði. Dagfari Stuttar fréttir i>v Útboð á dreifbýlisflugi Rekstrarstyrkir vegna áætlun- arfiugs á nokkrum flugleiðum innanlands verða boðnir út á Evr- ópska efnahagssvæðinu á næst- unni. Samkvæmt EES-reglunum er stjórnvöldum óheimilt að styrkja flug á einstökum leiðum án útboðs á efnahagssvæðinu. Ríkisútvarpið greindi frá. Vinstrihreyfingin Kjördæmisfélag Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs á Norðurlandi vestra var stofn- að í fyrrakvöld. Um 40 manns sóttu stofhfund- inn. Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður flutti framsögu- erindi og kynnti hreyfinguna. Þórarinn Magnússon var kjörinn formaður. Þörungaverksmiðjan Stórfyrirtækið Monsanto, sem er eigandi 67% hlutafjár í Þör- ungaverksmiðjunni á Reykhólum, vinnur nú að sölu þeirrar deildar í fyrirtækinu sem tengist fram- leiðslu á þeim efnum sem unnin eru úr þörangamjöli. Þar á meðal er verksmiðjan á Reykhólum. Morgunblaðiö greindi frá. Víkartindsmálið Réttarhöld era haftn í Þýska- landi vegna strands Víkartinds fyrir tveimur áram. Ríkisútvarp- ið greindi frá. Skóflustunga í dag klukkan 15 tekur Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra fyrstu skóflustungu að nýju húsnæði fyrir embætti sýslumannsins í Snæfells- og Hnappadals- sýslu að Borgar- braut 2 í Stykk- ishólmi. Trésmiðja Pálmars ehf. á Grundarfirði átti lægsta tilboðið í verkið, 105 mOljónir króna. Það var lægra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Vill kaupa hverasvæði Rikisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðmundar Bjamasonar, umhverfis- og landbúnaðarráð- herra, um skipan nefndar til að semja við landeigendur í Hauka- dal um kaup á hverasvæði við Geysi. Rikisútvarpið greindi frá. Líftæknifyrirtæki Nýtt fyrirtæki á sviði liftækni, íslensk náttúraefni ehf., hefur verið skráð hjá hlutafélagaskrá. Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfða- greiningar, er stjómarformað- ur félagsins. Til- gangur félagsins er rannsóknarvinna, þróun og sala á hvers kyns afurðum, þar með talið liftækniafurðum. Ríkis- útvarpið greindi frá. Stýrir fundi Tillaga Sigrúnar Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa Reykjavíkur- hsta og formanns borgamáðs, um að fela borgarstjóra fundarstjóm á fundi borgarráðs í fyrradag, var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðis- manna. Morgunblaðið greindi frá. Vefur uppbyggingar Á vef Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefúr verið sett- ur upp sérstakur vefur helgaður samstöðuverkefnum vegna upp- byggingarstarfa í Bosniu og Herzegóvínu. Þar er aö fmna upp- lýsingar um verkefni, frásögn og myndir frá Sarajevo, auk fjölda tenginga í aðra vefi. http://www.livis.is/frettir/bosnia. http://www.livis.is. http://www.asi.is. f -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.