Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 10
FEMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 XJf "V 10 menning Góð bók er lífvera sem andar leikrit í einum þætti Friðrik Erlingsson varð þekktur fyrir sína fyrstu skáld- sögu, Benjamín dúfu, sem kom út 1992, hirti þrenn bamabóka- verðlaun og var kvikmynduð. Rétt fyrir síðustu jól smaug út á markaðinn eftir hann skáldsag- an Góða ferð, Sveinn Ólafsson, einstaklega fallega skrifuð og mögnuð þroskasaga þrettán ára drengs. Sagan er lögð í munn Sveini og sögð í nútíð; við erum með Sveini þessa mánuði sem sagan gerist, lifum hans lífi um leið og hann og tökum þátt í svipting- um sálarlífsins sem ekki em litl- ar. Þetta er bók um unglingsár og frásagnarhátturinn alveg laus við tvíræðni. Vissulega er margt gefið í skyn sem fullorð- inn lesandi skilur betur en Sveinn og væntanlega jafnaldrar hans meðal lesenda, en söguhöf- undur sér ekki Svein og hans líf úr fjarlægð heldur stendur þétt upp við hemn. Einnota markaðs- fyrirbrigði Góða ferð, Sveinn Ólafsson er því fágætlega vönduð bók um unglinga fyrir unglinga, þó að vissulega geti eldri lesendur not- ið hennar líka, en árangurslaust leitar kaupandi að upplýsingum á kápu sem gætu hjálpað honum að velja þessa bók fyrir þann aldurshóp sem hún passar svo dæmalaust vel fyrir. Friðrik Er- lingsson hikstaði ekkert þegar hann skýrði hvernig stæði á þvi. „Fyrir mér nær hugtakið „unglingabók“ aðeins yfir einnota markaðsfyrirbrigði. „Unglingabók“ flnnst mér vera skammaryrði því í fæstum tilfellum em þetta bókmenntir.“ - Er þá ekki þeim mun mikilvægara að gefa út góðar bókmenntir fyrir þennan aldurshóp? „Vissulega. Fyrir þá sem eru uppteknir af aldurshópum. Mér flnnst mikilvægara að skrifa bókmenntir fyrir Lesandann. Punktur. Söguhetjan Sveinn er þrettán ára en það er ekki aðalatriðið. Fyrst er hann manneskja, svo er hann þrettán ára strákur." - Samt gengur öll bókin út á að segja okkur hvemig þessum þrettán ára dreng líður og hvernig hann vinnur úr tilfinningum sínum, hvemig hann þroskast, hvemig hann er einn i upphafi og annar - eða kannski tvíeinn - í lokin, segir blaðamaður. „Það sem hann gengur í gegnum gerist ekki bara þeg- ar maður er þrettán ára heldur aftur og aftur,“ ansar Friðrik „en auðvitað með misjafnlega sterkum áherslum og kannski em þær sterkastar á þeim aldri.“ - Á þá bókin ekki sérstakt erindi við fólk á aldur við Svein? „Bókin á erindi við þá sem era læsir. Ég kann ekki að skrifa fyrir sérstaka hópa.“ - Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki haft neinn innbyggðan lesanda i huga? spyr blaðamaður og vísar til samnefnd- ar greinar í ritinu Raddir barnabókanna, sem er nýkomið út hjá Máli og menningu. „Nei,“ segir Friðrik ákveðinn. - Ekki einu sinni sjálfan þig þrettán ára? „Ef til vill. En þar fyrir utan er þessi bók fyrir þá sem njóta þess að lesa hana, á hvaða aldri sem þeir em. Sumir vaxa aldrei upp úr gelgjuskeiðinu. Þó teljast þeir til fullorðinna af þvi að aldurinn segir til um það. Ætti ekki einhver að skrifa sérstaklega fyrir svoleiðis fólk?“ - Eins og ég lít á þessa bók er hún sérstak- lega góð fyrir fólk sem er statt á sama stað í lífinu og söguhetjan,“ andæfir hlaðamaður, Friðrik Erlingsson: Unglingabækur eru ódýrasta friðþæging handa foreldrum sem til er. Og mun þægilegri á heimili en til að mynda gæludýr. DV-mynd ÞÖK „og ég skil ekki hvers vegna ekki má segja það. Mér finnst sorglegt ef það kemur í veg fyrir að hún rati á rétta staði og fari fyrst og fremst til lesenda sem sjá ekki annað í henni en enn eina þroskasöguna.. . „Ég hef þá trú að bækur fari þangað sem þær eiga að fara,“ segir Friðrik þrjóskur. „Bækur sem eiga erindi við mann hafa þann töfrandi eiginleika að leita mann uppi. Að vera á „sama stað í lífinu“ og ein- hver hefur líka ekkert með aldur að gera.“ - Og þú ert mótfallinn því að hjálpa fólki með merkimiða eins og „bók handa unglingum“? „Já, ég er beinlínis á móti því. Unglingabækur" dagsins í dag eru tegund sem ég kæri mig ekki um að tengjast á nokkurn hátt. Þær eru neysluvara á gjafamarkaði handa fólki sem þekkir ekki bamið sitt og hefúr ekki hugmynd um hvort bókin sé góð eða slæm, bókmenntir eða rusl, eða hvort barnið hefur nokkra minnstu löng- un til að lesa inni- haldið. Unglingabæk- ur eru ódýrasta friðþæging handa foreldrum sem til er. Og mun þægilegri á heimili en til að mynda gæludýr." Hvað er aðalatriðið? - Segðu mér þá allt annað. Af hverju gerist sagan 1976 en ekki núna? „Hluti af því að skapa sögunni sjálfstæða veröld var að færa hana aðeins aftur í tímann, en sögutíminn er ekki aðalatriðið," svarar Friðrik. - Hvað er aðalatriðið? „Aðalatriðið er ferð Sveins Ólafssonar frá þessum stað í lífinu, hvernig hann speglar veröldina, reynir að flýja hana en lærir að takast á við hana. Ég var mjög ánægður með það sem Hávar Sigurjónsson skrifaði í Morg- unblaðið, að í bókinni væri ekki að finna þá gráglettni sem al- geng væri í þroskasögum drengja." - En það er nákvæmlega þessi einlægni sem gerir að verkum að þetta er bók handa ungling- um! segir blaðamaður sigurviss. Frásögnin stendur alltaf með Sveini og söguhöfundur leiðir lesandann í gegnum þrengingar - allt öðruvísi en gert væri í bók fyrir fullorðna lesendur. Reynd- um lesendum finnst þessi bók kannski gamaldags. Þó sýnirðu í lokin glannalega flott hvemig tvíræðnin kemur inn í líf manns með þroskanum. „Er einlægni þá ekki fyrir fullorðna?" spyr Friðrik á móti. „Er sálrænum þreng- inum lokið eftir tví- tugsaldurinn? Og hvað er gamaldags? Og hverjir eru „reyndir lesendur?" Ert þú ekki bara búin að lesa yfir þig? Ég get ekki verið að rembast við að elta uppi kröfur ein- hverra bókmennta- fræðinga úti í bæ.“ - Þessu er ég alveg sammála, þú átt að skrifa eins og þú skrif- ar en þú átt að gangast við því að þú sért að skrifa fyrir böm og unglinga. „Ég gengst við þvi að bók á að vera upplifun fýrir lesandann, hún á að snerta hann. Góð bók er lífvera sem andar og hefur hjartslátt. Lifandi bók leitar sina lesendur uppi og á við þá erindi. Dauðar bækur lenda bara uppi í hillu einhvers staðar, oftar en ekki í herbergjum unglinga, en þær em ekki fæmi í stássstofum foreldranna. Þú ert alltof upptekin af mark- aðssetningu!" segir Friðrik og örlar á ergelsi. - Nei, ég er að tala um frásagnarhátt. Efni segir ekki til um hvort bók er fyrir böm eða fullorðna, eins og haft er eftir Barböra Wall í Röddum bamabókanna; það sjáum við líka undir eins ef við bemm saman Benjamín dúfu og Paddy Clarke ha ha ha eftir Roddy Doyle. Það er hægt að skrifa um hvaða efhi sem er fyrir börn svo lengi sem maður passar að láta frásagnarháttinn umvefja þau þannig að þeim finnist ekki eins og verið sé að henda þeim ofan í svart gap. Aðferðin sem þú beitir er að- ferð skáldverka fyrir ungt fólk. „Ungt fólk? Af hverju segirðu ekki bara fyr- ir svart fólk, eða einhent fólk, jafhvel rauð- hært fólk, eða fólk sem er undir 1,60!! Ég vil bara skrifa fyrir fólk sem langar að lesa sögu. Ég skilgreini ekki fyrir mér aðferð, efiiið kall- ar á ákveöna aðferð og ég fylgi henni. Þetta að- ferðafræðital er bara einhver pedagógísk aft- urganga frá 8. áratugnum: skrifa svona fyrir þennan, hinsegin fyrir hinn.“ - Og þú velur af eðlisávísun aðferð bama- bókanna af því þar liggur þín snilligáfa sem ber ekki að leyna heldur auglýsa! segir blaða- maður. „Þegar höfundarverk mitt liggur fyrir í heilu lagi er hægt að vega og meta þessa full- yrðingu. Þangað til skrifa ég aðeins og ein- göngu fyrir lesandann, hvar sem hann er staddur í lífinu." Sátt að kalla Eftir skylmingamar eru báðir riddarar lúnir en ósárir. Lokaþátturinn er stuttur. - Ertu að skrifa bók núna? „Já.“ - Er hún fyrir börn? „Hún er áreiðanlega fyrir þig, Silja min, úr því þú ert ennþá á gelgjuskeiðinu þá hlýtur hún að mæta þér þar!“ - Verður hún á haustmarkaði? „Ég þori ekki að lofa því að hún nái haust- slátmn en ég get lofað því að hún kemur feit af fialli!" Auður úr iðrum jarðar „í upphafi verks vissi ég þaö eitt um hitaveitur, eins og líklega á við um flesta landsmenn, að frá þeim berst heita vatnið í krananum og ofnunum," segir Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur og kennari, í aðfaraorðum að tólfta bindi í ritröðinni Safn til iðn- sögu íslendinga. Það heitir Auður úr iðmm jarðar og er fyrsta alþýðlega yfir- litsritið um sögu jarð- __ hitanýtingar á íslandiT _ fiallar um sambúö landsmanna og’ jarðhitans allt frá laugarferðum fom- manna til beislunar háhitasvæða. Greint er frá rannsóknum, jarðborunum og gerð hitaveitna um land allt og fiallað um hag- nýtingu jarðhita til þvotta, sundiðkunar, ylræktar, iðnaðar og raforkuframleiöslu. Sveinn skrifaði líka sjöunda bindið í Safni til iðnsögu íslendinga sem fiallaði um kælitækni og er því orðinn vel að sér bæði um hita og kulda. Mikill fiöldi mynda er til skýringar á efni bókarinnar. Ritstjóri var Ásgeir Ásgeirsson en útgef- andi er Hið íslenska bókmenntafélag. Rommí á landshornaflakki Rommí eftir D.L. Cobum var frumsýnt í Iðnó i september með stórleikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Erlingi Gíslasyni og hefur að vonum notið mik- illa vinsælda. Fljótlega eftir fhunsýningu var gengið frá samningum um að sýna verkið á Bing-Dao- Renniverkstæðinu við Strandgötu á Akureyri, en ekki var séð að hægt yrði að standa við þá samninga vegna þrot- lausra vinsælda hér syðra. Nú hefur verið ákveðið að sýna sýning- una bæði norðan og sunnan heiða í febrúar og mars - á Akureyri á fimmtudags- og fostudagskvöldum en í Iðnó á laugardags- og sunnudagskvöldum. Framsýning á Ak- ureyri verður 12. febrúar. Leikaramir verða þeir sömu og uppsetningin öO ná- kvæmlega sú sama og munu leikarar og starfsfólk fljúga á milli. Að sjálfsögðu leið- ir þetta til þess að smíða þarf aðra leik- mynd fyrir sýningar á Akureyri bg í raun verða tvö „sett“ af öllu í sýningunni, ann- að fyrir norðan og hitt fýrir sunnan. Þetta mun vera í fýrsta sinn á íslandi sem leiksýning er sýnd samhliða í tveim- ur landshlutum með sama leikhópi. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson. Myndir frá Indlandi og Tíbet Magnús Baldursson ljósmyndari hefúr farið tvær ferðir til Indlands og Tíbet og dvalið þar samtals 24 mánuði, ferðast um, kynnst fólki og framandi siöum og tekið aragrúa ljós- mynda. í dag kl. 16 opnar hann sýn- ingu í Tjamarsal Ráðhússins á um 50 þjóðlífsmyndum frá þessum lönd- um, sem og frá Nepal og Sinjiang eða Norðvestur-Kína, margar frá af- skekktustu stöðum þar sem fáir ferða- menn koma. Meðfylgjandi mynd kallar Magnús „Þaö var kátt hérna um laugardagskvöld- ið...!“ Sýningin stendur til 14. febrúar. Pólitísk staða Sama Við minnum á umræðufundinn annað kvöld i Norræna húsinu kl. 20. Þar ræðir Odd Mathis Hætta, þjóðfélagsfræðingur og dósent við háskólann í Finnmörku, um pólitíska stöðu Sama og þær stofnanir sem Samar hafa sett á laggirnar til að efla stööu sína og kynna menningu sína og þjóðhætti. Eftir fyrirlesturinn verða pallborðs- umræður um réttinn til hálendisins sem er hitamál hjá Sömum ekki síöur en ís- lendingum. Með fyrirlesara sitja á palli Haraldur Ólafsson prófessor og Kjeil Oksendal sendikennari. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Bhhhmhhmmí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.