Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 Fréttir__________________________________________________________________________________ pv Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri á Ólafsfirði hefur sagt upp: Menn flytja sig ekki um set DV, Akureyri: Hálfdán Kristjánsson bæjar- stjóri á Ólafsfirði hefur sagt upp starfi sínu frá 1. febrúar nk. og hættir störfum 1. mai. Hálfdán hefur verið bæjarstjóri á Ólafs- firði frá árinu 1994. „Ástæða uppsagnar minnar er fyrst og fremst sú að ég hef sótt um starf bæjarstjóra á Höfn í Hornafírði og mér fannst ómögu- legt að menn hér heyrðu það fyrst ef þeir eru ánægðir í fréttum að ég væri orðinn laus við og farinn að líta í kring um mig eftir öðru starfi. Ég tjáði bæj- arráði því á síðasta fundi þess að ég væri orðinn laus við og þess vegna vildi ég fara þessa leið, burtséð frá því hvað gerist varð- andi starfið sem ég sótti um á Höfn,“ segir Hálfdán. Hann segir að fjölskylduhagir spili einnig inn í þessa ákvörðun. Heyrst hefur að Hálfdán hafi verið undir miklu vinnuálagi upp á síðkastið í bæjar- stjórastólnum á Ólafsfirði og verkefni tæknifræðings bæjar- ins og yfirverkstjóra hefðu að einhverju leyti lent á hans Hálfdán Kristjánsson hefur sótt um starf bæjarstjóra á Höfn í Hornafirði. borði, auk málefna félagslega kerfisins sem væru ekki leng- ur í höndum Spari- sjóðsins á staðnum. Hálfdán neitaði þessu ekki þótt hann vildi ekki gera mikið úr þeim þætti. „Þetta hefur verið dálltið þungt að undanfornu og ég neita því ekki að það hlýtur að koma niður á einhverjum þegar hann er með ýmis verkefni inni á borði hjá sér með einum eða öðr- um hætti, en það er nú verið að ráða í starf tæknifræðings og íþróttafulltrúa,“ segir Hálfdán og bætir við: „En menn flytja sig ekki um set ef þeir eru mjög ánægðir". -gk I ! I ■;; Margrét Vigfúsdóttir, formaöur stjórnar Jaðars og fulltrúi gefenda - afkomenda Vilborgar Jónsdóttur og Eggerts Guðmunds- soriar; Valdís Brynjóifsdóttir, hjúkrunarforstjóri Jaðars; Pétur Jóhannesson, formaður Sjómannadagsráðs; Björn Erlingur Jónasson; Ríkharður Jónsson og Jónas Gunnarsson. DV-mynd Jón Eggertsson Dvalarheimiliö Jaöar í Ólafsvík: Fékk góðar gjafir DV, Vesturlandi: Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík voru færðar góðar gjafir fyrir skömmu. Sjó- mannadagsráð Ólafsvíkur gaf heimilinu 28“ sjónvarpstæki í stað þess eldra sem orðið var lélegt, og er það staðsett í sal við hlið mötuneytis. Sjómönn- um í Ólafsvík er umhugað um aö vel fari um þá eldri borgara er dveljast á Jaðri. Þar dveljast nú bæði aldraðir sjómenn og verkamenn og ekki síst eigin- konur bæði látinna útgerðar- manna, sjómanna og verka- manna. Þá færðu ættingjar Vilborg- ar Jónsdóttur, en hún er vist- maður á Jaðri, og Eggerts Guð- mundssonar, sem lést fyrir nokkrum árum, heimilinu að gjöf hljómflutningstæki, sem í eru bæði geislaspilari og segul- bandstæki. Með því fylgdu hljóðbækur með efni sem áhugavert er að hlusta á. For- stöðukonan á Jaðri, Valdís Brynjólfsdóttir, þakkaði þessar góðu gjafir og sagðist ánægð með þann hlýhug sem þeim fylgdu. Á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík eru nú tólf vistmenn og þar starfa ellefu manns. -DVÓ ÞJÓNUS TUAUCLÝSIIUCAR 5505000 Kárancabraut 57 • 200 Kópavogl Sfml: 554 2255 • Bfl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR ur. Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐINQ VISA/EURO ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. CD Asgeir Halidórsson Sími 567 0530 Bílasími 892 7260 ViSA L Dyrasímaþjónusta * Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. ( Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. Geymið auglýsinguna. BILSKÓRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir GLOFAXIHE ÁRMÚLA 42 • S(MI 553 4236 Öryggis- hurðir Snjómokstur - Steypusögun - Kjarnaborun Snjómokstur allan sólarhringinn Steypusögun - Kjarnaborun ■ Loftpressur Traktorsgröfur - Múrbrot Skiptum um jarðveg, útvegum grús og sand. Gerum föst verðtilboð. Sj VELALEIGA SIMOfíAR HF., SIMAK 562 3070 og 892 1129. FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niður- föllum. Við notum ný og fullkomin tæki. RÖRAMYNDAVÉL til aö skoöa og staösetja skemmdir í WC lögnum. VALUR HELGASON ^896 1100*568 8806 MÓr og betrambættur Mr. Muscle stfflueyair ieyslr vandarm. Ahrifarfkur ó stfflur og tregdu f nlðurföllum. smýgur I gegn um vatn og vtnnur á stfflurml. Fæst í ölluin hulstu matvöruversluniim. LJppl. Veitir Kurl K. Kurlssun heiklverslun s: 540 9DC1C1. stTfluþjqnustr bjrrnr Símar 899 6363 • 554 6199 Fjarlægi stíflur úr W.C., handlaugum, buðkörum og frúrennslislögnum. "w5T Röramyndavél til ab óstands- skoöa lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön. STEYPUSÖGUN ^ VEGG- OG GÓLFSÖGUN ](BORTÆKNl)f ' LOFTRÆSTI- OG LAGNAGÖT NYTT! LOFTP R ESSUB í L L. NÝTT! þekkÍng*reynsla*goðumgengni SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288 KJARNABORUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.