Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 I>'Vr Ummæli rramaturinn gar bringukollurinn er orðinn svo mjúk- ur að maður get- ur borðað beinin \ með er það topp- urinn á tilver- unni.“ Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður um þorramat, í DV. á Úldinn og myglaður matur „Fyrr á öldum þurfti fólk að leggja sér þennan úldna og myglaða mat til munns eða það svalt heilu hungri en í dag er engin nauðsyn á því.“ Magnús Skarphéðinsson dýraverndunarsinni um þorramat, í DV. Skaðsemi reykinga „Við sem erum að reyna að , hafa áhrif á hugs- unarhátt fólks og bendum á skaö- semi reykinga og óbeinna reyk- J inga með áróðri, , fræðslu og aug- lýsingum finn- um að starf okkar er léttvægt miðað við þau áhrif sem ráðamenn geta haft.“ Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarn- arnefndar, í Morgunblaðinu. í öryggisbeltum í rúminu „Þeir spila dynjandi þungarokk allar helgar langt fram eftir nóttu og ég þarf að spenna mig með öryggisbelt- um í rúmið til að hrökkva j ekki fram á gólf.“ Gísli Ferdinandsson skó- smiður, sem býr fyrir ofan skemmtistað, í DV. Microsoft og Thor „Þetta er eins og að ásaka forstjóra Microsoft um að reyna að stela ritverkum Thors Vil- , hjálmssonar af því hann notar Windows 98 við að skrifa bækurnar." Kári Stefánsson um gagn- rýni þeirra sem telja 20% eignarhlutfall ÍE í Gagnalind óeðlilegt, í DV. Frumuviðgerðarmenn „Varla er bílskúr þar sem ekki starfa frumuviðgerðar- menn, að þvi komnir að sigra dauðann með dauðanum vegna þess að ljóst er að að- eins dauðasveitir í lifandi frumum geta myrt vondu frumumar.“ Guðbergur Bergsson, i DV. Björgunarsveitir á suður- og suðvesturlandi SVFÍ Reykjavík Kjalarnes Hafnarfj. SVFÍ Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarn. SVFI . /xLJ Sandgeröi SVFI |___| ú Æ, svfí svFÍ n SVFlQ ^VogarsvFÍ SelfoSSg^ Hafnir . Þorlákshöfn/x -Eyrarbakki OsvFí uún svfI Grindavik gypj I—' Hvolsvöllur Stokkseyri n SVFÍ Q SVFÍ Biskupstungur DnsvFí SVFÍQ U Laugarvatn Gnjúpverjahreppur SVFÍ Skaftártungu D SVFl Kirkjubæjarklaustur Þykkvibær Q SVFj q SVFÍ Landeyjar v.-Eyjafjoíl SVF|D Ú SVFl MeQlland SVFI Vestmannaeyjar Mýrdalshreppur D SVFl Skaftárhreppur ECTI Jón Hallfreður Halldórsson flutningabílstjóri, rjúpnaskytta og lagahöfundur: Náði mest 127 fuglum á einum degi DV, Hólmavík: „Mér er sagt að ég hafi ekki verið farinn að tala þegar ég var farinn að spila Gamla Nóa á litla harmóniku sem mamma átti. Á heimilinu var líka orgel og ég ólst því upp við hljóð- færaleik og söng. Á unglingsárum spilaði ég svo dálitið á skemmtunum með þeim feðgum á Stað, Steingrími og Magnúsi, og einnig með Hreini bróður," sagði Jón H. Halldórsson, flutningabílstjóri á Hómavík. Hann segir að búskapurinn hafi ekki höfð- að neitt sérstaklega til sin en þó hafi hann unnið öll störf á sínu æsku- heimili eins og aðrir unglingar gerðu og gera enn. Ungur hneigðist hann að öUu sem var á hjólum, eignaðist fyrst skellinöðra, síðan mótorhjól og fyrri vélsleðinn sem hann eignaðist var 21 hestafl og var líklega þriðji sleðinn sem kom í sýsluna. 1977 þegar hann er 21 árs eignaðist hann fyrsta vöru- bílinn og sinnti vörubílaakstri í 5 ár, einkum við vegagerð. Næstu árin vann hann á jarðýtu og við spreng- ingar eftir að hann í samstarfi við annan eignaðist beltabor, var hann einkum notaður í sambandi við vega- gerð þegar borað var i klappir og þær síðan sprengdar. 22. október 1984 var hann við bor- vinnu á Selströndinni ásamt Lofti Steingrimssyni á Stað og Klemens, færeyskum manni sem stjómaði vinn- unni. „Ég var að færa beltaborinn með fram pressunni, þetta var í lítils hátt- ar halla, það voru tvær stengur á bomum, þegar mér skrikar fótur tek ég í aðra stöngina svo hann snarsnýst með þeim afleiðingum DV-mynd Guðfinnur að ég fæ borinn á mig og klemmist á milli borsins og pressunnar. Við það missti ég andann og veit ekkert af mér í nokkum tíma, en Loftur brá þá skjótt við og losaði um mig og er hann því minn bjargvættur." Jón stundaði lítils háttar íþróttir á unglingsárunum, einkum kúluvarp, náði þó aldrei í hælana á Hreini bróð- ur sínum, æfði lítið, náði þó að setja Maður dagsins Strandamet í aldursflokknum 17-18 ára sem standa mun enn. Var þetta besta afrek íslendinga þetta ár i þeim aldursflokki. Hann segist snemma hafa heillast af skotveiði og hafi skotið nokkuð af bæði mink og tófú. í allmörg ár stundaði hann mikið rjúpnaveiði og komst í hóp afkastamestu veiðimanna og náði mest 127 fúglum yfír daginn 27. nóv. 1985. Jón hefur sótt flesta fundi um samgönumál sem hann hefur getað og ritað greinar um það áhugamál sitt í blöð. „Fram- tíðar- verk- efni í vegagerð á þessum slóðum á að vera heilsársvegur um Amkötludal- Gautsdal og tengja byggðimar þannig saman og stytta leiðina suður og út á Snæfellsnes." Jón segir marga stjóm- málamenn þurfa að taka sig nokkuð á ef þeir vilja vera trúverðugir: „Menn þurfa bæði á háu og lágu stjórnsýslu- stigi að muna eftir kosningar hvað þeir sögðu fyrir kosningar og vera þeir menn að segja aldrei sitt hverj- um um sama málefni. Við þurfum sterka málsvara sem laða fólk til margvíslegra starfa á landsbyggð- inni,“ segir Jón. Eins og fyrr segir höfðar tónlist tO hans, hann hefur samið á annað hundrað lög og fengið fyrstu verðlaun fyrir lag sem sent var í keppni og annað lag lenti í þriðja sæti í hlið- stæðri keppni. Jón var ungur að áram þegar sóknarpresturinn vék því að honum hvort hann vildi ekki læra á orgel svo hann gæti spilað í kirkjum. „Ég var ekki tilbúinn til þess þá, en það má segja að ég hafi alltaf séð eftir því að hafa ekki tek- ið þessu tilboði." -Guöfinnur Sinfóníuhljómsveit íslands leikur ásamt tveimur útskriftar- nemum í Háskólabíói í kvöld. Útskriftartónleikar í kvöld verða tónleikar í Háskólabíói þar sem fram koma tveir nemendur í Tónlistarskólanum Reykjavík og hljómsveit ís- lands.Tónleikamir eru fyrri hluti ein- leikaraprófs tveggja nemenda Tónlistar- skólans í Reykjavík, Ástríð- ar Öldu Sigurðardóttur pí- anóleikara og Helga Hrafns Jónssonar básúnuleikara. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er Bemharður Wilkin- son. Á efnisskrá eru Konsert fyrir básúnu og hljóm- sveit eftir Henri Tomasi, saminn 1956, og Píanókonsert í a- moll, op.16, eftir Edward Grieg. í Sinfóníu- Tónleikar Slær upp húsi Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Grindavík og KR eigast við í úr- valsdeildinni í kvöld. Myndin er frá fyrri viðureign þeirra í vetur. Fimm leikir í úrvalsdeildinni í kvöld hefst fimmtánda um- ferðin í úrvalsdeildinni í körfu- bolta og verða leiknir fimm leikir, sjötti leikurinn fer síðan fram annað kvöld. Efsta liðið í deild- inni, Keflavík, kemur til Reykja- víkur og leikur við Val á Hlíðar- enda. Valur, sem er í bullandi fall- hættu, ætti ekki að vera mikil fyr- irstaða fyrir sterkt lið Keflvík- inga. Aðrir leikir era: ÍA-Haukar, sá leikur fer fram á Akranesi, í íþróttir Borgarnesi leika Skallagrim- ur-Tindastóll, í Grindavík taka heimamenn á móti KR og Snæfell- ingar koma til Njarðvíkur og leika þar gegn hinu sterka liði Njarðvíkinga. Allir leikirnir hefj- ast kl. 20. Á sama tíma annað kvöld leika síðan á ísafirði KFÍ og Þór. Þá verða einnig tveir leikir í 1. deild, í Borgamesi leika Staf- holtstungur-Hamar og í Smáran- um leika Breiðablik-Selfoss. Ekkert er leikið í handboltan- um í kvöld, en annað kvöld leika í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna ÍBV-Fram. Bridge Finnar stóðu sig ágætlega á al- þjóðlega unglingamótinu í hol- lenska bænum Hertogenbosch sem háð var í byrjun janúarmánaðar. Þeir enduðu i ellefta sæti 24 liða, nokkuð yfir meðalskor. Finnar töp- uðu mjög illa fyrir íslendingum, 25-5, á mótinu. Leikurinn fór 49-12 í imprnn talið, en þeir töpuðu 13 imp- um á þessu spili. Finnamir sögðu sig upp í 6 hjörtu á hendur AV i lok- uðum sal sem unnust slétt. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ KG »4 874 ♦ G952 4 8754 4 ÁQ 44 K10962 4 K1064 4 K9 4 D1076432 44 53 ♦ D8 4 G10 Vestur Norður Austur Suður 1» pass 2 4 pass 24 pass 2 44 pass 2 4 pass 34 pass 304 pass 4 grönd pass 544 pass 7 44 p/h Páll Þórsson og Frímann Stefáns- son í sætum AV renndu alla leið í alslemmu. Oft hafa sést verri alslemmur en þessi, en lega spil- anna er hins vegar þannig að hana er ekki hægt að vinna með bestu vöm. Finninn í norður spilaði út hjartaáttunni í upp- hafi og barði blind- an augum. Frí- mann tók þrisvar sinnum tromp og norður var fijótur að henda einu laufi? í þriðja hjart- að, horfandi á fimm lauf í blindum. Ef til vill hefur hon- um fundist laufáttan vera of lítið spil til þess að það skipti máli. Hún var hins vegar lykilspil vamarinn- ar og Frímanni reyndist ekki erfitt að fá 13 slagi eftir þessi óskiljanlegu mistök Finnans. Þetta var mikið sveifluspil. Ef alslemman hefði tap- ast hefðu leikar farið 36-29 fyrir ís- land og 17-13 í stað 25-5. ísak Öm Sigurðsson 4 ** n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.