Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Fréttir Norðurland eystra: Tannlæknir spólaði í Blöndal ráðherra „Ég er mjög ánægður með þetta. Ég fékk 22 prósent atkvæða á móti Halldóri Blöndal sem fékk 78 pró- sent. Það verður betra loft í flokkn- um eftir þetta,“ sagði Sigurjón Ben- ediktsson, tannlæknir á Húsavík, eftir kjördæmafund Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldnn var í Reykjahlíð í Mývatnssveit um helgina. „Þessi uppstillingaraðferð, að raða ráð- herra og þingmanni í tvö efstu sæt- in, hleypti illu blóöi í fólk,“ segir Sigurjón. Boðinn var fram listi þar sem Halldór Blöndal var í fyrsta sæti, Edda Helgason. Akureyri: Stal frá Sjöfn Maður á miðjum aldri var kærður á fostudaginn fyrir að stela tíu þúsund krónum úr pen- ingakassa hjá Efnaverksmiðj- unni Sjöfn á Akureyri. Maðurinn er starfsmaður fyrirtækisins og höfðu samstarfsmenn hans haft hann grunaðan um þjófnað um skamma hríð. Bundust þeir samtökum og vöktuðu manninn með þeim árangri að hann var staðinn að verki snemma á föstudaginn. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vinnur að rannsókn málsins og beinist hún að þvi hvort umræddur starfsmaður Sjafnar hafi stolið úr kassanum áður. -ELR Athugasemd: Edda í barn- eignarfríi DV hefur borist eft- irfarandi athuga- semd: „í tilefni af tíðri um- fjöllun um mig í DV þótti mér rétt að skýra frá því að ég hef verið í barneign- arfríi sl. 2 ár. Virðingarfyllst, Edda Helga- son.“ Akureyri: Vildi í parti - fór í fangelsi Lögreglan á Akureyri handtók um helgina mann sem var að beija hús að utan. Vildi hann fara í samkvæmi sem honum hafði ekki verið boðið í. Maðurinn var fjarlægður og látinn gista í fanga- geymslu. Að öðru leyti tókst fyrr- nefnt samkvæmi vel. -EIR Góðar gjafir DV, Vesturlandi: Fyrir skömmu færði Sjálfs- björg, félag hreyfihamlaðra í Stykkishólmi, endurhæfíngar- deild St. Fransiskusspítala veg- legar gjafir. Endurhæfingardeild- ina hefur skort þjálfúnarleikfóng fyrir böm. Gjöfin, sem er að verðmæti 50.000 krónur, var þjálfunarleikfóng, s.s. mekkanó- kubbar, jafnvægisleikfóng og ýmsar gerðir af boltum. Það voru þau Kristján Valur Guðþórsson og Karen Hjartardóttir sem af- hentu Luciu de Korte og Jan de Haan sjúkraþjálfúrum gjafimar. -DVÓ/ÓJ Tómas Ingi Olrich í öðm, Soffia Gísla- dóttir í þriðja og Anna Þóra Baldurs- dóttir í fjórða. Sig- urjón og fleiri buðu síðan fram annan lista þar sem Sigur- jón keppti um 1. sætið, Ásgeir Logi Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Sæ- unnar Axels á Ólafsfirði, 2. sæti og Elín Hallgrímsdóttir 3. sæti. Niðurstaðan í kosningum um framboðslistann varð sú að Halldór Halldór Blöndal. Blöndal hlaut 78 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Tómas Ingi Olrich alþing- ismaður fékk 70 prósent í annað sæti og í þriðja sæti hafnaði Soffia Gísladóttir með 58% atkvæða. Ólafs- Sigurjón Bene- firðingurinn Ásgeir diktsson. Logi Ásgeirsson hafði siöan betur í kosningu um 4. sætið, fékk 55% atkvæða á móti 45% sem féllu Önnu Þóm Baldursdóttur í skaut. „Soffia Gísladóttir er dóttir mág- konu Halldórs ráðherra og hún hefði aldrei fengið þriðja sætið nema vegna þess að ráðherrann var búinn að ákveða að svo yrði,“ sagði Sigurjón og bætti því við að sú ráð- stöfún hefði verið það kom sem fyllti mælinn í andófinu gegn Blön- dal. „Ráðherrann ætlaði sér um of í yfirgangi. Það var næg eftirspum eftir nýju fólki í fremstu baráttu- sveit flokksins en lítið framboö," sagði Sigurjón Benediktson tann- læknir. -EIR Mynd ársins og besta fréttamynd ársins eftir Þorvald Orn, Ijósmyndara DV. DV-mynd ÞOK Ljósmyndir ársins: Þrefaldur DV-sigur „Það var var alger þögn. Þaö var eins og allir héldu niðri í sér andan- um þar til smellurinn úr myndavél- inni minni rauf þögnina. Mér fannst eins og smellurinn ómaði um allan flugvöllinn," segir Þorvaldur Öm Kristmundsson, ljósmyndari DV. Mynd hans af Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta og fjölskyldu hans á Keflavíkurflugvelli var valin mynd ársins og jafnframt fréttamynd árs- ins á árlegri sýningu ljósmyndara í Gerðarsafni í Kópavogi um helgina. Þorvaldur Öm hefur starfað sem ljósmyndari á DV í átta ár og er sjálfmenntaður. Hann átti einnig fréttamynd ársins í fyrra en hún var tekin þegar verk- stjörar í Hvalfiarð- argöngunum sprengdu haftið og hittust á miðri leið undir Hvalfirðin- um miðjum. Þorvaldur Örn Bestu íþróttamynd- Kristmundsson ina tók Einar Falur Ijósmyndari. Ingólfsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, af jöfnun- armarki íslendinga í knattspymu- leiknum við heimsmeistara Frakka. Ari Magg hjá Fróða tók besta por- trettið af Megasi og Ásdís Ásgeirs- dóttir á Morgunblaðinu átti bestu myndaröðina sem hún tók í fyrrum Júgóslavíu. Þá hlaut Þorvaldur Öm einnig verðlaun fyrir „íslenskustu“ mynd- ina en hún var af Álftagerðisbræðr- um í smóking syngjandi úti á túni með spangólandi hund sér við hlið. -EIR Bíræfnir Herbalife-sölumenn: Lauma nafnspjöldum í kápuvasa „Látum nú vera að fólk spjalli við mann um heima og geima en þetta er röskun á friðhelgi einkalífsins," segir reykvískur iðnrekandi í Skeif- unni sem fór á hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Iðnrekandinn er eldri frú og í næsta stól við hana á hár- greiðslustofunni sat kona sem talaði ekki um annað en Herbalife. „Ég hafði ekki frið fyrir henni. Hún dásamaði efnið og vildi helst selja mér það í miklu magni. Ég er hins vegar ágætlega á mig kominn og fór til Hafnarfiarðar til að láta laga á mér hárið en ekki til að kaupa megrunarlyf," segir iðnrekandinn. Sölukonan í næsta stól yfirgaf hárgreiðslustofuna á undan iðnrek- andanum sem hélt þar með að mál- inu væri lokið. En því var ekki að heilsa. „Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að búið var að lauma nafnspjaldi í kápuvasann minn, nafnspjaldi Her- balife-sölukonunnar. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Þetta fólk ætti að skammast sín. Hvað ger- ir það næst?“ Iðnrekandinn sem fór á hár- greiðslustofuna í Hafnarfirði vill ekki láta nafn síns getið af ótta við viðbrögö Herbalife-sölukonunnar: „Fólk sem laumast ofan í vasa manns á hárgreiðslustofum er til alls víst,“ segir iðnrekandinn. -EIR ! $|P Nafnspjald sölukonunnar á hárgreiðslu- stofunni í Hafnarfiröi. DV-mynd Teitur Vildu Jóhönnu burt Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík var á laugardag og sú saga gekk þann dag fiöllum hærra að sjálfstæðismenn ætl- uðu að fiöl- menna og taka þátt í próf- kjörinu í ein- um og aðeins einum til- gangi, þeim að fella Jó- hönnu Sig- urðardótt- ur. Það fylgir þessari sögu að þeir séu orðnir svo yfir sig leið- ir á Jóhönnu á Alþingi og sarg- inu og garginu í henni þar að þeir ætluðu að flykkjast á kjör- staði Samfylkingarinnar og greiða atkvæði í kassa Alþýðu- flokksins til þess eins að Jó- hanna lenti sem allra neðst og félli út af þingi... Kæri stangveiðimaður Reykvíkingur nokkur fékk á dögunum prófkjörsbréf frá Öss- uri Skarphéðinssyni þar sem hann er ávarpaður sem kæri stangveiðimað- ur. Reykvík- ingurinn hef- ur aldrei á ævi sinni haldið á slíku tóli sem veiði- stöng er og undraðist nokkuð ávarpið. Bréfið mun þannig til komið að kosninga- smalar Össurar hafa komist yfir einhverja stangaveiðiskrá sem maðurinn hefur verið settur á í fyrrasumar þegar hann keypti ódýrt veiðileyfi í silungsvatni sem afmælisgjöf handa dóttur sinni... Kæri sjómaður! Ekki varð stolti blönduð undrun annars reykvísks kyrr- setumanns minni þegar hann fékk prófkjörsbréf frá Bryndísi Hlöðversdótt- ur inn um lúg- una hjá sér og las ávarpið, kæri sjómað- ur. Kyrrsetu- maðurinn er hreint ekki neinn sjó- maður. Hann eign- aðist að vísu í fé- lagi við þrjá aðra trillubát án allra veiöiheimilda, sem þeir voru síðan að vandræöast með í nokkur ár þar til þeim tókst að selja hann og þar með upplifa báða hamingjudaga bátseigenda - daginn sem þeir eignast bátinn og daginn sem þeir losna við hann aftur. Bryndísarfólkið hef- ur greinilega komist í skrá yfir bátseigendur... í skjóli Snorra Kjörstaður í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Grafarvogi var í Langarima 21. Rannsóknar- blaðamenn Sandkorns komust að því um helgina að þar var Samfylk- ingin í húsa- skjóli hjá miklum sjálfstæðis- manni, varaborgar- fuiltrúan- um, at- hafnamanninum og íþrótta- frömuðinum Snorra Hjaltasyni. Hann á húsnæðið og skaut skjólshúsi yflr Samfylkinguna. Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.