Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 7 Fréttir Vesturbyggö: Stefnir í hrun í landbúnaði Blikur eru nú á lofti i landbúnaði viða á landsbyggðinni og eru Vestfirð- ir þar ekki undanskildir. Kristinn Þór Egilsson, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfh við Patreksfjörð, segir stefna í hrun í landbúnaði verði ekki kúvent á næstu misserum. Telur Kristinn að um 80-90% bænda á sunnanverðum Vest- fjörðum muni flosna upp af búum sin- um. Kristinn segir að höfuðmeinsemdin í landbúnaðinum sé kvótakerfið sem tekið var upp verðlagsárið 1983-1984 og hvernig að þeirri kvótaúthlutun var staðið. Þar var miðað við mjólkur- framleiðslu þrjú verðlagsár þar á und- an, án tillits til þess í hvaða stöðu menn voru þegar kvótinn var settur á. „Þá var homsteinn lagður að falli byggðarinnar," segir Kristinn. Hann hefur i mörg ár varað við hvert stefndi með kvótanum. Hann segist hafa metið stöðuna með þeim hætti að ekki væri um annað að ræða en að selja kvótann til að vekja menn til umhugsunar um það sem væri að gerast. Þá hafi líka komið í ljós hversu mikilvægt hvert og eitt býli er í þessu tilliti. Kristinn segir að þrátt fyrir sölu á kvótanum sé allt til staðar á Hnjóti til að hefja aftur framleiðslu á mjólk af fullum krafti. Hann segist albúinn til að skoða það mál á ný ef hann sjái fram á kúvendingu í þessum kvóta- málum og efast ekki um að ef það gerðist myndu menn hefja á ný fram- leiðslu á þeim bæjum sem nú eru að leggjast af. „Ég beini sérstaklega orðum til þeirra sem nú sækjast eftir kjöri til Alþingis, að þeir taki með ábyrgum hætti á þessum málum áður en það verður of seint." -HKr. Jafnréttisáætlun í Borgarbyggð DV, Vesturlandi: Að sögn Óla Jóns Gunnarsson- ar, bæjarstjóra í Borgarbyggð er félagsmálanefnd bæjarsins að semja drög að jafnréttisáætlun. „Meirihlutinn í bæjarstjórn flutti tillögu um að fela félagsmála- nefnd þetta verkefni en jafnréttis- mál eru falin félagsmálanefiid í okkar stjórnkerfi. „Þótt við teljum þessum málum vel borgið hjá okk- ur fannst okkur mikilvægt að hafa gott yfirlit og áætlun um þennan málaflokk. Bæjarstjórn mun síðan fá tillögu félagsmálanefndar til meðferðar og afgreiðslu," sagði Óli Jón. -DVÓ DV-mynd Hörður Frá Hnjóti í Örlygshöfn. Stærðfræðikeppni grunn- skóla á Vesturlandi Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefúr ákveðið að efna til stærðfræðikeppni nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Vestur- landi. Keppnin verður haldin laug- ardaginn 20. febrúar í FVA í sam- starfi við Flensborgarskóla í Hafn- arfirði sem hefur haft frumkvæði að því í nokkur ár að halda stærð- fræðikeppnir fyrir grunnskóla- nemendur. Þeir þrír einstaklingar sem ná bestum árangri hljóta pen- ingaverðlaun en tíu efstu fá sér- staka viðurkenningu. Verðlaunaaf- hending fer fram við sérstaka at- höfn sem haldin verður í FVA þar sem þeim hlutskörpustu verður boðið. Stærðfræðikennarar FVA hafa veg og vanda af þessari keppni og sjá um framkvæmd hennar. Ýmis fyrirtæki sýna fram- taki þessu velvild og styrkja keppnina. Bjarnþór G. Kolbeins, Halla I. Guðmundsdóttir og Ólafur Haraldsson taka við skráningu í síma 431 2544 eða í heimasíma. -DVÓ VW Vento GL 1998, 5 g„ 4 d., MMCLcmcer 4wd 1994, 5 g„ ek. 42 þús. km, blór. 5 d„ ek. 73 þús. km, grár. Ver6 1.270 þús. Verð 1.090 þús. Peugeot 306 st. 1998, 5 g„ 5 d„ Volvo 460 GL 1993, ssk„ 4 d„ ek. 14 þús. km, svartur. ek. 45 þús. km, dökkblár. Verð 1.450 þús. Verð 890 þús. MMC Lancer 1997, ssk„ 5 g„ ek. 45 þús. km, blár. Verð 1.280 þús. Toyota Corolla 1997, 5 g„ 5 d„ ek. 60 þús. km, kóngablár. Verð 1.130 þús. Nissan 240 SX 1995, ssk„ 2 d„ ek. 37 þús. km, grœnn. Verð 1.380 þús. VW Golf Variant 1995, 5 g„ 5 d„ ek. 64 þús. km, rauður. Verð 1.050 þús. Opel Astra GL 1995, 5 g„ 5 d„ ek. 81 þús. km, blár. Verð 770 þús. Land Rover Deíender TDi 90 dísil 1997, 5 g„ 3 d„ ek. 38 þús. km, rauður. Verð 1.950 þús. MMC Pajero sw 1993, ssk„ 5 d„ ek. 120 þús. km, hvítur. Verð 2.080 þús. Peugeot 406 1998, 5 g„ 4 d„ ek. 23 þús. km, blár. Verð 1.650 þús. Toyota Corolla 1998, ssk„ 5 d„ ek. 6 þús. km, svartur. Verð 1.590 þús. MMC L - 300 minibus, 5 g„ 5 d„ ek. 111 þús. km, beige. Verð 820 þús. MMC L-200, 5 g„ 4 d„ ek. 110 þús. km, rauður. Verð 1.400 þús. Hyundai Accent GiLS, 5g.,4d. ek. 8 þus. km, blar. Verð 1.140 þús. Kia Sportage 1996, ssk„ 5 d„ ek. 33 þús. km, grár. Verð 1.620 Audi A6 1997, ssk„ 4 d„ ek. 24 þús. km, svartur. Verð 2.850 þús. BILASALAN Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 Orval nHð^ra bíla af «llowi sfaerfcowi og ger&owi / Margar biíreiöar á söluskrá okkar er hægt aö greiöa meö Visa eöa Euro raögreiöslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.