Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Útlönd Monica Lewinsky yfirheyrð í dag: Saksóknarar bjartsýnir Aðalpersónan í réttarhöldunum yfir Bill Clinton Bandarlkjaforseta, Monica Lewinsky, kom um helgina til Washington frá Los Angeles til nýrra yfirheyrslna. í dag verður hún yfirheyrð í tuttugasta sinn um samband sitt við forsetann. Yfirheyrslan fer fram fyrir lukt- um dyrum á Mayflowerhótelinu þar sem Monica Lewinsky býr. Fyrst munu saksóknarar repúblikana yf- irheyra fyrrverandi lærlinginn úr Hvíta húsinu í fjórar klukkustund- ir. Síðan taka lögmenn Hvíta húss- ins við. Aðilar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja saksóknara bjartsýna á að vitnisburður Monicu Lewinsky styðji ákæruatriðið um að Bandaríkjaforseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Eru saksóknarar sagðir byggja bjartsýni sína á óformlegum samtölum við Monicu Lewinsky á hóteli í Was- hington fyrir viku. Yfirheyrslumar yfir Monicu Lew- insky verða teknar upp á mynd- Monica kemur tii hótels síns í Washington. Símamynd Reuter. band. Er talið hugsanlegt að öld- ungadeildin ákveði að gera hluta yf- irheyrslanna eða jafnvel allar yfir- heyrslurnar opinberar. Um 100 þúsund manns gengu um götur Parísar í gær til að mótmæla frumvarpi stjórnvalda um aukin réttindi sambýlisfólks, bæði gagnkyn- hneigðs og samkynhneigðs. Óttast mótmælendur að frumvarpið geti leitt til þess að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Friðarviöræöurnar um Kosovo: Deiluaðilar enn hikandi Bæði skæruliðasamtök Kosvo-Al- bana og Vinstri flokkuririn í Serbíu gagnrýndu í gær friðarviðræðurn- ar um Kosovo, sem hefjast eiga í París á laugardaginn. Aðilarnir úti- lokuðu þó ekki þátttöku í viðræð- unum. Albanska sjónvarpið hafði það eftir háttsettum leiðtoga skærulið- anna, Jakup Krasniqi, að „friðarvið- ræður sem skipulagðar væru í flýti tryggðu ekki árangur við lausn Kosovodeilunnar". Vinstri flokkurinn, sem eiginkona Slobodans Milosevics Júgóslavíufor- seta stýrir, var einnig gagnrýninn í yfirlýsingu sinni. íhenni sagði að þrýstingurinn að utan stefndi að því að eyðileggja eða grafa undan Júgóslavíu. Milosevic hefur enn ekki svarað því hvort hann ætli að taka þátt í friðarviðræðunum. Stjórnarblað í Júgóslavíu birti hins vegar í gær al- þjóðlega tillögu um sjálfstjóm fyrir Kosovo. Er það túlkað á þann veg að yfirvöld í Belgrad séu ekki mótfall- in friðarviöræðunum. Yfirmaður alþjóðlegu eftirlitssveitanna í Kos- ovo er einnig bjartsýnn: „Hvomgur deiluaðila hefur sagt nei,“ sagði William Walker í viðtali við BBC í gær. Til þess að knýja fram friðarvið- ræður hefur NATO enn á ný hótað hemaðaraðgerðum. Stuttar fréttir i>v irakar fordæma Irösk yfirvöld fordæma ákvörð- un Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um þrjár nýjar nefndir sem meta eiga sambandið við írak. Segja yfirvöld nefndastarfið koma í veg fyrir að viðskiptabanni verði aflétt á næstunni. Jeltsín á heilsuhæli Boris Jeltsin Rússlandsforseti hélt strax á heilsuhæli utan viö Moskvu eftir að hafa verið út- skrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann dvaldist í nokkrar vikur vegna maga- sárs. Jeltsín heldur upp á 68 ára afmæli sitt í dag á heilsuhæl- inu með fjölskyldu sinni. Gert er ráð fyrir að forsetinn dvelji tvær vikur á heilsuhælinu. Fleiri uppljjóstranir Breska blaðið Sunday Times ætlar að afhenda lögreglunni á N- írlandi segulbandsupptökur af vitnisburði IRA-liðhlaupans Eamons Collins sem myrtur var síðastliðinn miðvikudag. Færri glæpir í Færeyjum Glæpum í Færeyjum fer stöð- ugt fækkandi. ífyrra skráði lög- reglan 1008 afbrot, en 1036 árið 1997. Áriö 1993 voru afbrotin 1760. Stórhríð á Ítalíu Röskun á umferð varð viða á Ítalíu í gær vegna snjóhríðar og roks. Yfirvöld í Róm héldu neðan- jarðarstöðvum opnum fyrir heim- ilislausa vegna kulda. Borgar fyrir stuðning Augusto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra Chile, lætur fljúga með stuðnings- menn sína frá Chile til Eng- lands. Hann greiðir þeim um 1 þúsund ís- lenskar krónur á tímann fyrir að mótmæla fyrir utan þing- húsið í London. Samkvæmt breska blaðinu Sunday Mirror fá margir stuðningsmannanna að búa á kostnað Pinochets á lúxus- hótelum í London. Ónæmar fyrir alnæmi Hópur vísindamanna ætlar að reyna að búa til bóluefni gegn al- næmi eftir rannsóknir á vændis- konum í Kenýa sem virðast ónæmar fyrir sjúkdómnum. Af þremur þúsundum vændis- kvenna, sem rannsakaðar hafa veriö síðan 1985, eru 30 taldar ónæmar fyrir alnæmi. Bauer vill verða forseti Gary Bauer, fyrrverandi emb- ættismaður Reaganstjómarinnar, tilkynnti í gær að hann hefði hug á að verða forsetaefhi repúblikana. Segja Öcalan á Ítalíu Forsætisráðherra Tyrklands, Búlent Ecevit, hélt því fram í gær að kúrdíski PKK-leiðtog- inn, Abdullah Öcalan, hefði snúið aftur til Ítalíu. ítölsk yf- irvöld vísa full- yrðingunni á bug. Áður höfðu Tyrkir haldið því fram að Öcalan væri í Rússlandi og í Líbanon. ítalir neituðu á sínum tíma að fram- selja Öcalan til Tyrklands þar sem hann á á hættu að verða dæmdur til dauða þar. Vilja steypa Saddam Martin Indyk, einn aðstoð- arutanrikisráðherra Bandaríkj- anna, ferðast nú um löndin við Persaflóa og reynir að fá aðstoð granna Saddams íraksforseta við að koma honum frá völdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.