Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 11 Fréttir Bullandi óánægja i Húnaþingi vestra vegna framboðsmála: Þverpólitískt framboð í athugun - segir varaformaður framsóknarfélagsins DV Sauðárkróki „Fólk er hundfúlt á þessu svæði og það er fjöldi manns búinn að hafa samband við mig, sem finnst full þörf á því að gera eitthvað rót- tækt og efna til sérframboðs," seg- ir Gústav Daníelsson varaformað- ur Framsóknarfélags Húnaþings vestra. „Staðan er þannig að við komum ekki til með að eiga neitt fólk ofar- lega á lista, Elín komin niður i fimmta, búið að skipta Sigfúsi út hjá Sjálfstæðisflokknum og enginn frá okkur í toppslagnum hjá Sam- fylkingunni, enda eru það ekki bara framsóknarmenn sem hafa talað við mig, heldur líka sjáffstæð- ísmenn og menn sem telja sig ekki tilheyra flokkum sem verið er að leggja niður. Já, ég tel fulla möguleika á þverpólitísku fram- boði á þessu svæði,“ segir Gústav. Hann segir að þrátt fyrir yfirlýsingu Elinar Líndal í Út- varpi Norðurlands um að hún tæki ekki þátt í sérframboði verði áfram skoðaður sá möguleiki að efna til sérframboðs og þvertekur fyrir það að Elín Líndal - óánægð en vill þessi hugmynd hafi ekki sérframboð. verið sett fram til að skapa þrýsting fyrir því að færa Elínu upp á listanum, enda hafi fjögur efstu sætin í prófkjörinu verið bindandi og ekki hægt að handraða þeim. „Bullandi óánægja er enn til staðar og það eina sem hefur breyst er það að Elín er ekki með í þessum leik lengur. Við von- umst til að fá sterkan einstakling sem er til- búinn að vinna vel fyrir þetta svæði, til Lífrænt sorp verður mold Finnur Pétursson verkefnisstjóri við moitunartromluna. DV-mynd KA DV, Tálknaiiiöi: Á Tálknafirði er unnið hörðum höndum að því að gera sveitarfé- lagið „grænt“. Nýverið var tekin í notkun molt- imartromla sem gerir kleift að breyta lífrænu sorpi í mold. Hér er um að ræða tilraun sem sveitarfé- lagið fór út í til að mæta kröfum um förgun á sorpi. Um 25 heimili af 90 í sveitarfélaginu eru nú þegar með í tilrauninni. Keyptar voru nýjar ruslagrindur með fjórum hólfum sem fólk setur í eldhússkápinn í stað gömlu rusla- fotunnar og í þær er sorpið flokkað. Enn sem komið er er lífræna sorp- ið sótt heim en rafhlöður og pappír verður fólk að fara með í sorpmót- tökuna, svo og flöskur og dósir. Plast, bylgjupappa, vax- og glans- pappír er ennþá farið með í gamla ruslabrennsluofninn en stefnt er að því að farga þeim úrgangi á annan viðurkenndan hátt áður en langt um líður. Áður en ný öld gengur i garð verður því öllu sorpi fargað á vistvænan hátt á Tálknaflrði. Enn sem komið er er pappír fluttur suður til forgunar. Því fylg- ir nokkur kostn- aður svo unnið er að því að fá stóran pappírstætara sem mun geta tætt allan pappír sem tii fellur í sveitarfélaginu, allt frá greiðslu- kortanótmn til símaskráa. Þegar svo verð- ur komið verður hægt að endur- nýta pappírinn hér heima, annað- hvort bera hann undir hesta í hesthúsum, sem hefur reynst mjög vel, eða sem þurrkefni i moltunar- tromluna ásamt sagi og hefilspón- um sem til fellur hjá trésmiðju staðarins. Ýmsar skemmtilegar hugmynd- ir eru uppi um forgun og eða end- urvinnslu á öðrum úrgangi, svo sem gleri, timbri og járni. Áður en langt um líður verður orðin skylduflokkun á öllu sorpi og því eytt á vistvæna visu þannig að enga reykjaslæðu mun leggja yfir bæinn þegar þessar breyting- ar hafa náð fram að ganga. Ekki láta Tálknfirðingar þar við sitja því undanfarin ár hafa verið gróð- ursettar hátt i 70.000 birki- og greniplöntur í og við bæinn og verður gaman að sjá landið aftur verða skógi vaxið miHi fjails og fjöru eins og var hér til forna. -KA að leiða listann og vonandi líka stuðning af öðrum svæðum, því það er alveg ljóst að við Vestur- Húnvetningar erum ekki nógu margir til að koma að manni, ekki nema um 700 á kjörskrá, en reikna má með að hátt i 1000 atkvæði þurfi,“ segir Gústav. Honum finnst ákaflega ósann- gjarnt hvernig mál hafa þróast hjá flokkunum, og t.d. geti það varla talist sanngjamt í ljósi breyttrar kjördæmaskipanar eins og hún lít- ur út, að Siglflrðingar sem séu á leið út úr kjördæminu, fái mun betri stöðu en Húnaþing vestra á framboðslistum flokkanna. -ÞÁ Ef þú ert aó hugsa um að koma þaki yfir “ 1 V' \ höfuðió geturðu gert þitt eigið f , | bráðabirgðagreiðslumat á Internetinu. ^eð Þv’ ^ara inn a slóðina www.ibudalanasjodur.is, ^ geturðu á einfaldan og skilvirkan || ® hátt reiknað út h,e,su dý,a fbúðaiánaSjóður fasteign þú ræóur við að kaupa. Opnar dyr að eigin húsnæði Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík 1 Sími: 569 6900 [ Fax: 569 6800 | www.ibudalanasjodur.is Taktu fyrsta skrefið á Internetinu VERSLUNIN HÆTTIR SÍÐASTA VIKAN íþróttagallar barna og fullorðinna Verð áÖmJ>S$6 Nike- skór Verð áður JjO^ÖO Úlpur Verð áður&9$(í i íþróttaskór Verð áður Jl<9$6 i il Verð nú 1.990 Verð nú 3.990 Verð nú 1.990 Verð nú 990 Þ""“É JL % Laugavegi 44 og margt fleira - ótrúlega ódýrt ■ - $ f Allt á að seljast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.