Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Spurningin Viltu samkeppni í utanlandsflugi? Einar Berg Olsen kokkur: Já. Svandís Kristbergsdóttir nemi: Mér er alveg sama. Sævar Örn Sævarsson nemi: Já, alveg hiklaust. Grímur Tómasson nemi: Endi- lega. Halldór Vagn Freysteinsson nemi: Að sjálfsögðu. Óðinn Rögnvaldsson: Já, mér fyndist það vera af hinu góða. Lesendur Spilling gífurleg í stjórnkerfinu - laun, kjör og hlunnindi ósýnileg almenningi Kristinn Jónsson skrifar: Undanfarna daga hefur mátt lesa um ýmsar breytingar sem Verslun- armannafélag Reykjavíkur hyggst beita sér fyrir í næstu kjarasamn- ingum. Vinnustaðasamningar eru þar efst á blaði. Ég tel að þarna sé loks komið að vendipunkti í kjara- samningum hér á landi. Um þetta hefur verið rætt áður en ef VR tekst að innleiða þessa breytingu í kom- andi kjarasamningum tel ég laun- þega í mörgum stéttarfélögum á góðri leið út úr núverandi kjara- ferli sem hefur reynst flestum dýr- keypt. En það er fleira sem forystumenn VR, og er þar hagfræðingur félags- ins fremst í flokki, hafa að athuga við núverandi kerfi. Ber þar hæst kaup og kjör æðstu embættismanna í íslenska stjórnkerfinu. Fram kem- ur m.a. að raunveruleg laun séu tvö- falt og þrefalt hærri en þau sem gilda á almennum vinnumarkaði þegar lagt er til grundvallar launaí- gildi eftirlaunaréttinda sumra emb- ættismannanna. Tekin eru dæmi um laun forseta Islands, ráðherra og alþingismanna. Lífeyrissjóðir opinberra embætt- ismanna eru tómir og lífeyris- greiðslur til þeirra eru duldar, um 100% af mánaðarlaunum á meðan mótframlag atvinnurekenda til launþega er 6%. Og þetta er ekki allt, því þar fyrir utan njóta margir ef ekki flestir embættismenn í æðstu stöðunum verulegra hlunn- inda umfram aðra launþega. Svaka- legast er dæmi sem sett er fram af hagfræðingi VR um að embættis- „Landsmenn hafa fylgst með fréttunum um dagpeningagreiðslur til embætt- ismanna sem eru á sífelldum þeytingi landa á milli,“ segir m.a. í bréfinu. menn séu sendir í veikindaleyfi svo mánuðum skiptir án þess að vera veikir. Landsmenn hafa fylgst með frétt- unum um dagpeningagreiðslur til embættismanna sem eru á sífelld- um þeytingi landa á milli, oft með maka sína, sem stundum fá líka greidda dagpeninga úr ríkissjóði. Þá er allrar athygli verð ummælin um að skattyfirvöld fari öðrum og mýkri höndum um embættismenn en allan almenning. - En staðreynd er að laun, kjör og hlunnindi opin- berra embættismanna hafa ekki verið vel sýnileg öllum almenn- ingi/skattgreiðendum sem er því mjög tortrygginn gagnvart þessum sérstaka og að því er virðist vemd- aða þjóðfélagshópi. Með tilliti til alls þessa og þeirrEir staðreyndar að viss tegund spilling- ar ríkir innan íslensku stjómsýsl- unnar er ekki áhorfsmál að næstu kjarasamningar verða að tryggja að öll lög og reglur um skattamál, líf- eyrismál og hlunnindi hvers konar (veikindaleyfi, og sjúkra- og dagpen- inga) verði þau sömu og gilda hjá hinu opinbera. Nema allsherjarút- tekt á hinu spillta kerfi innan stjórnsýslunnar verði opnað al- menningi og endurskoðað með nið- urskurð í huga. Fáránleikur í fölsunarmáli Árni K. hringdi: Er nú furða þótt þjóðin hlæi að réttarhöldunum í meintu fólsunar- máli Gallerís Borgar? Allt er málið búið að vera einn allsherjar fárán- leikur frá upphafi. Saksóknari er búinn að lýsa yfir óyggjandi sönn- unum fyrir sekt sakbomings en málið hleypur út og suður, innan- lands sem utan, og fólk er farið að sækja réttarhöldin sér til gamans rétt eins og leiksýningu. - Sem þau eru líka. Talað er um og lagðar fram ljós- myndir, glærur og málverk. Og það er ráðist á ökutæki eins aðilans sem býr í Danmörku og það eitt og sér verður að sérstakri frétt og snýst þá allt um þann atburð meðan hann endist. Sönnunargagn í formi mál- verks er eyðilagt og skráveifumar í garð málsaðila dynja í réttarsalnum. Er þetta ekki aldeilis dásamlegt? Og nú er það síöasta í farsanum að ekkert sé byggjandi á framburði listfræðinga Listasafns íslands sem er flokkaður undir skáldlegar stílæfmgar og huglægt mat, þegar best láti! - Er ekki við hæfi að ljúka réttarhöldunum með því að lýsa því yfir að málið sé allt einn „misskiln- ingur“ frá upphafi? Það hefur oft dugað vel í málarekstri hér á landi. Trillukarlar svindla þá líka Guðrún Jóhannsdóttir skrifar: Ég er ein þeirra sem hafa verið afar hlynnt sjómannastéttinni. Ekki síst vegna þess að ég var alin upp við sjávarsíðuna á landsbyggðinni og þar var fiskurinn allt lifibrauð okk- ar og allir unnu við fiskinn í ein- hverri tegund starfans. Allt hefur nú breyst og fiskurinn skipar ekki jafn- stóran sess í atvinnulífinu, jafnvel ekki úti á landi. Sjómannaafsláttur, kvótasvindl, afli fram hjá vigt og fleira hefur síðan rýrt álit fólks á sjó- mannastéttinni, svo mikilvæg sem hún er þó enn fyrir okkar þjóð. Sjómannaafsláttur á okkar tím- um er sannarlega ekki knýjandi þörf fyrir allan þorra sjómanna sem hafa haft verulega góðar tekjur, þjónusta allan sólarhringii 39,90 mfnútan eöa hringið í síma 5000 {fíílli kl. 14 og 16 Ýmls undanskot eins og að landa afla fram hjá vigt eða skilasvik eru fljót að vinda upp á sig, þegar þorskaflaheimildir eru annars vegar, segir hér m.a. nánast sama hvaða veiðum þeir tengjast. Þeir ættu nú að sjá sér hag í því að láta aftengja sjómannaaf- sláttinn því hann er næsta hlægileg- ur í augum flestra landsmanna. Hann flokkaðist sem kjarabót á tím- um óvissu og atvinnuleysis hér á landi, allt aftur til áranna eftir 1950. Verra er þó þegar blessaðir sjó- mennimir okkar eru að bauka við ýmisleg undanskot eins og að landa afla fram hjá vigt eða skilasvik sem era fljót að vinda upp á sig þegar þorskaflaheimildir eru annars veg- ar. - Og nú er sagt frá því í DV að öldruðum trillukarli sé gefið að sök að hafa komið nokkrum milljónum króna þorskaflaheimildum undan fyrir gjaldþrot sem hann lenti í. - Þetta er ekki einsdæmi og setur blett á alla trillukarla. Þetta kemur sér einmitt illa fyrir trillkukarla sem hafa einmitt kvartað sáran yfir tillitsleysi stjómvalda. DV Dreifbýlið er mikil byrði Grétar Guðmundsson hringdi: Á ég sem íbúi í Reykjavík að greiða fyrir þjónustu, svo sem dreifikerfi ljósvakamiðla, til hinna afskekktu byggða landsins?. Eða fyrir samgöngumannvirki til sömu byggða sem standa svo að mestu ónýtt mestan hluta ársins? Ég get ekki skilið hvers vegna ráðamenn þora ekki að segja sannleikann um dreifbýlið, þaðan sem sannanlega er fólksflótti. Allir vita að t.d. Vest- firðir eru ekki til frambúðar byggðar. Þetta er orðin staðreynd og liggur á borðinu. Þess vegna eru byggðir Vestfjarða orðnar byrði á þjóðfélaginu. Við eigum að hjálpa þessu fólki til að koma und- ir sig fótunum í þéttbýlissvæöum og öðrum lífvænlegum stöðum landsins. Gefið okkur rengi og hvalkjöt Elín skrifar: Er hægt að verja það mikið leng- ur að við íslendingar skulmn ekki geta notið allra sjávarafurða sem finnast við landið? Hvers vegna megum við ekki fá rengi og hval- kjöt eins og áður fyrr? Mér fmnst hvalkjöt, einkanlega hrefnukjöt, lostæti auk þess sem það var ódýrt. Minnist nú ekki á hvalspikið sem hluta af þorramatnum. Hann er ekki samur og var án þessa fallega hvíta spiks sem margir gátu vel borðað þótt þeir borðuðu ekki mik- ið annað af súrmetinu. Gefið okkur rengið og hvalkjötið eins og sjávar- útvegsráðherra lofaði okkur marg- sinnis. Munið þið: Ekki spurning hvort, heldur hvenær við veiðum hvalinn? Þetta helst... stendur upp úr Ási skrifar: Mér finnst þessir nýju þættir í Sjónvarpinu ekki eins vitlausir og þeir voru gjarnan áður fyrr. Undir það tek ég með einhverjum sem einmitt orðaði þetta svona um þessa þætti. Mér finnst líka að þátturinn „Þetta helst...“ standi upp úr af þeim. Hinir era þyngri en þó allgóðir. Mér finnst t.d. stef- ið á undan „Titringi" hæfa vel á undan þættinum og á eftir. Þetta er ógnvekjandi stef eða laglínur og falla vel að óvæntu efninu sem á eftir kemur. Allt svona hefur sín áhrif og getur lyft eða drepið stutta sjónvarpsþætti. En Hildar Helgu-þátturinn er líka með óvænt efni og rétt mátulega langur. - Það má nú ekki drepa mann úr gaman- seminni. Er það? Skattbyrði - verðbólga Kristján S. Kjartansson skrifar: Það er verðbólga í landinu, hún kemur fram í verði á neysluvöra, mat, fatnaði, tækjum og búnaði hvers konar. Hinn almenni laun- þegi lifir ekki við allsnægtir þótt á því sé klifað víða. Margir draga fram lífið með félagslegri hjálp sem auðvitað er neyð. Sífellt hall- ar á hina vinnandi og skattbyrði hefur aukist ef á heildina er litið og fyrirtæki skila nánast engu til samneyslunnar. Hallað hefur á út- gerð gagnvart fiskvinnslú. Heil- brigðisþjónusta og löggæsla era vanmannaðar vegna fjársveltis. - Stjómmálin eru orðin vettvangur Dar sem menn keppa hver við annan í áróðri, áburði og ósann- indum. Norrænu dag- skrárnar vantar J.S. hringdi: Ég vil benda á að nú þegar byrj- að er að sýna sjónvarpsdagsrár frá Norðurlöndum á Breiðbandinu þá er brýn þörf á að birta dagskrárn- ar í blöðunum á borð við aðrar slíkar. Ég hef ekki enn séð nor- rænu dagskrámar meðal hinna er- lendu stöðva sem birtar era. Þessu Darf að kippa í lag sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.