Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 17 Hér er veriö að taka bátinn Skarp inn á plastverkstæðið. DV-mynd KA Bátum breytt miðað við veiðiheimildir DV, Tálknafíröi: Undanfarin ár hafa smábátaeig- endur lagt í mikinn kostnað við að lengja og stytta báta sína, allt eftir því hvað hagkvæmast er samkvæmt reglugerðum vegna veiðiheimilda í það og það skiptið. Þetta er engin undantekning hér á Tálknafirði. Laugardaginn 16. janúar var tek- ið í notkun nýtt verkstæði til að sinna plastviðgerðum og -breyting- um, auk nýsmíði. Það er vélaverk- stæðið Allt í járnum sem stofnað var í haust sem var að taka í notk- un þetta plastverkstæði í 170 fm skemmu. Fyrsti báturinn sem fór inn er Skarpur BA sem á að lengja um 60-70 sm og dekka. Inni er hús- rúm fyrir tvo báta í einu. Ungir og athafnasamir menn standa að fyrirtækinu. Þeir eru Að- alsteinn Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Gunnar Egilsson og Guðlaugur Jónsson. Að sögn Aðal- steins Magnússonar framkvæmda- stjóra eru næg verkefni fram und- an, bæði viðgerðir og breytingar á bátum. Að hans sögn fara þessar tvær greinar, vélaviðgerðir og plastvið- gerðir, vel saman þar sem plast- vinnan er mest yfir veturinn en vélaviðgerðir hvað mestar yfir sum- artímann. Þannig nýtist vinnu- krafturinn best og vinnuálagið verður jafnara og stöðugra: allt í jámum á sumrin og allt í plasti á veturna. -KA Stykkishólmur: Uppbygging á gamla miðbænum DV, Vesturlandi: Á síðasta fundi bæjarstjórnar Stykkishólms var samþykkt að kjósa þriggja manna framkvæmda- nefnd um uppbyggingu gamla mið- bæjarins i Stykkishólmi. Verkefni nefndarinnar er að semja áætlun um uppbyggingu gatna og umhverf- is í kvosinni. Við gerð hennar mun nefndin styðjast við fyrirliggjandi deiliskipulag og leita eftir sam- starfi við eigendur fasteigna á svæðinu þannig að samræmi verði í frágangi svæðisins. Landslags- arkitektar munu verða nefndinni til aðstoðar. Samþykktinni fylgdi greinargerð. Þar segir að á undanförnum árum hafi gamli miðbærinn i Stykkis- hólmi tekið verulegum breytingum. Mörg hús hafi verið endurgerð og færð í upprunalegt horf þannig að sómi sé að. Þessi kjarni gömlu hús- anna í Stykkishólmi er mjög sér- stakur og telja sumir hann einstæð- an hér á landi þar sem hin gömlu hús hafa öll hlutverk í daglegu lifi bæjarbúa. Að þessum kjarna þarf að hlúa og nauðsynlegt að umhverfið taki mið af þeim sérkennum sem í honum felast. í framkvæmdanefndina voru kosnir Rúnar Gislason, forseti bæj- arstjórnar, formaður, Grétar D. Pálsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, og Bryndís Guð- bjartsdóttir. -DVÓ Vefdeild Foldu til Skagastrandar Bæjarstjóraefni Hornafjarðar DV, Höfn: Umsóknarfrestur um starf bæj- arstjóra Uomafjarðar rann út 25. janúar. Um starfið sóttu: Bjöm Baldursson lögfræðingur, Reykja- vík; Erlingur Arnarson sjávarút- vegsfræðingur, Vogum; Garðar Jónsson, deildarstjóri hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík; Gunnlaugur Júlíus- son, sveitarstjóri Raufarhöfn; Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri, Ólafsfirði; Helga Leifsdóttir lög- maður, Reykjavík, og Jón Ingi Jónsson fangavörður, Selfossi. Bæjarstjóm Homafjarðar mun taka ákvörðun um ráðningu bæj- arstjóra á fundi sínum fimmtu- daginn 4. febrúar. Sturlaugur Þor- steinsson bæjarstjóri sagði starfi sínu upp 1. febrúar þar sem hann hefur verið ráðinn til Byggingafé- lagsins Úlfarsfells hf. -JI DV, Sauöárkróki: Höfðahreppur, í samvinnu við saumastofuna Drífu á Hvamms- tanga, hefur komist að samkomu- lagi við forsvarsmenn Hamla, eign- arhaldsfélags í eigu Landsbankans, um kaup á vefdeild þrotabús Foldu, vélum til framleiðslu á værðarvoð- um og áklæðum. Að sögn Magnúsar Jónssonar, sveitarstjóra á Skaga- strönd, veröur stofnað hlutafélag um þessa starfsemi sem verður til húsa í Hólanesi þar sem áður var fiskvinnsla. Samningar verða undr- ritaðir á næstu dögum. Áætlað er að sex manns muni vinna við nýja fyrirtækið og verður þessi rekstur ótengdur starfsemi Drífu á Skagaströnd. Vinna þar er komin af stað eftir að hafa legið niðri um hrið en þar starfa fimm konur. „Við vonumst til að þessi starf- semi muni ganga vel hjá okkur og vissulega styrkir þetta atvinnulífið. Kvennastörfum hér mun fjölga," segir Magnús en það hefur einmitt verið hjá konunum sem atvinnulíf hefur verið hvað erfiðast í kjördæm- inu. Sem kunnugt er kejrptu aðilar í Húnaþingi vestra nýlega prjónavél- ar úr þrotabúi Foldu og Sjóklæða- gerðin í Reykjavík keypti siðan vél- ar til fataframleiðslu og verður sú starfsemi á Akureyri. Vélar og tæki Foldu hafa því dreifst til þriggja að- ila og stærstur hluti þeirra farið í Húnavatnssýslurnar. -ÞÁ Egill Uilhjálmsson sími 564 5000 1999 Dodge Ram Quad cab 4x4,4ra dyra, 519 Cummings dísilvél. Hlaöinn aukabúnaði. Verd 3.680 þús. Grand Cherokee Laredo Verð 4.050 þús. Suzuki Grand Vitara 6Cy.i, isshestöfi. Verð kr. 2.200 þús. Suzuki Vitara 4 cyl, 2,01. Verð 1.970 þús. Egill Vilhjálmsson Sími 564 5000 Smiðjuvegi 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.