Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 18
, ^nennmg Ífc i( MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 UV Sportbíllinn kemur svífandi í höndum skapara síns. Hrosshárið er komið á sinn stað en eftir er að pattinera bflinn svo hann verði grænn. DV-myndir Pjetur Þessi skúlptúr heitir „Minning um keldusvín" og er úr járni. Mynd GÁ Gunnar Árnason býr til verðlaunagripi DV í ár: Bíllinn er Pegasus nútímans Hér er verið að tiggsjóða bfl á stöpul. og gat verið alveg minn eiginn herra,“ segir hann. „Prófessorarnir komu bara í heim- sókn við og við. Ég hafði líka verið i forskóla í almennum málmiðnaði hér heima og kunni handtökin áður en ég fór í listnám." Síðan hann kom heim hefur hann skilað kunnáttu sinni til nýrra kynslóða með kennslu. Gunnar hefur unnið í ál og járn eins og menn minnast af einkasýningum hans í Ný- listasafninu 1994 og ‘97 og Gerðarsafni í Kópavogi 1996. Hann er nýlega farinn að vinna í brons og finnst það ákaflega góður og gjöfull efniviður. „Maður hitar það og form- ar eins og deig og þegar formið er komið bankar maður hörkuna í bronsið aftur með litlum hamri. Maður bankar í það hörku,“ segir hann. Bæði opinberir aðilar og einkaaðilar eiga verk eftir Gunnar - „og einkennilegt hvem- ig þessir fjölmiðlar virka,“ segir hann. „Sjónvarpið kom á sýninguna í Nýlistasafn- inu síðast og myndaði jeppann, og daginn eftir var haft samband við mig frá Grímsey og ég beðinn að gera minnismerki um Will- ard Daníel Fiske, þennan merkilega Banda- ríkjamann sem tók ástfóstri við íbúa eyjar- innar þó að hann hefði aldrei hitt þá. Hann kom heldur aldrei til eyjarinnar, sigldi bara fram hjá, og ég gerði skútu úr bronsi undir fullum seglum sem tákn um þá ferð.“ Og nú býr hann til bílaskúlptúra sem tákn um menningarafrek á árinu 1998. Gunnar Arnason myndlistarmaður: Einkenni- legt hvernig þessir fjölmiðlar virka... Skútan í Grímsey til minningar um góðar gjafir Fiske blekkir augað. í raun og veru er hún aðeins 70 sm há á 80 sm háum stalli. Mynd GÁ „Eg hef unnið með farartæki í myndlist- inni í nokkur ár og þegar ég fékk það verk- efni að búa til verðlaunagripi fyrir DV datt mér strax í hug að búa til bíl. Af hverju bíl? hugsaði ég - og svaraði mér sjálfur: Af hverju ekki bíl? Og ég fékk engin svör! Ég fann heldur ekkert betra mótíf og tókst aldrei að ýta þessari fyrstu hugmynd frá mér.“ Þetta segir Gunnar Ámason myndlistar- maður sem í ár býr til gripi fyrir Menning- arverðlaun DV. Og hann heldur áfram: „Öldum saman var hesturinn aðalfarar- tæki íslendinga en á þessari öld hefur bíllinn tekið við af honum. Ekkert farartæki hefur borið okkur lengra en hann þannig að hann er gott tákn fyrir hraða og sköpunarkraft nú- tímans. Segja má að bíllinn sé Pegasus nú- tímans og til að minna á hestinn hef ég reyk- inn aftur úr honum úr hrosshári. Það gefur skúlptúrnum líka kraft, gerir hann hressilegri." Gunnar hefúr gert skúlptúra af bíl- um með raunverulega bíla að fyrir- mynd og er skemmst að minnast jeppa Hallsteins Sigurðssonar sem Gunnar bar fram sem por- trett af Hallsteini sjálfum á síðustu einkasýningu sinni í Nýlistasafninu 1997. í þetta skipti er fyrirmyndin leik- fang sem þó hefur að sinni fyrirmynd Mercedes Benz sportbíl frá árunum fyrir 1940. í meðför- um Gunnars er skyldleikinn við upprunédega bílinn ekki lengur sýnileg- ur. Listaverkið kall- ar Gunnar „Svif ‘ og verður nafnið graf- ið í sökkul hvers grips. Harkan fæst með barsmíðum Gunnar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983 og tók eitt akademískt ár þar í viðbót. Síðan var hann í AKI listaháskólanum í Enschede i Hollandi í þrjú ár, frá 1986-9. „Vinnuaðstaðan þar var mjög góð. Ég fékk vinnustofu út af fyrir mig Verðlaunahafar DV fá sportbfl í ár. Þessir eiga eftir nokkur handtök á færibandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.